Ísafold - 27.09.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.09.1902, Blaðsíða 3
255 úr þeirri lest á Iiðnum árum. Og mikill óvinur íslenzkra mæðra hefir Bakkus reynst, ekki sízt þeirra, er sonu sína áttu í »Babýlon við Eyrar- sund«. Islenzkir stúdentar, þeir er nú lifa, ættu nú að hefna bræðra sinna, þeirra er týnst hafa af völdum hans, með því að gerást höfuðsmenn í her bindindismanna. En fjarlægð og fátækt valda því, að 08S veitir svo erfitt að taka hönd- um saman við frændur vora á Norð- urlöndum í flestum efnum. Og það gefur að skilja, að ekki geta bindind- ismenn á íslandi varið stórfé til þess, að senda marga fulltrúa svo langa leið. Vér höfum nóg annað við féð að gera. þetta sakar og eigi; því að í raun réttri erum vér miklu lengra komnir í bindindismálinu en aðrar Norðurlanda-þjóðir. Vér bindindis- menn á íslandi eigum að neyta allrar orku vorrar til þess, að gera Bakkus útlægan að lögum, þennan mikla spell- virkja, og til þess eigum vér heldur að verja fé voru; hann á það meir en skilið, að hann sé gjör »óalandi og óferjandi*. Slíkt þrekvirki og sæmdar afrek mundi afla íslandi frægðar um heim allan. Hinn 9. júlí var fæðingardagur Bvía- drotningar; hafði heimsstúkuþingið sent henni símritaða hamingjuósk og þakkaði henni jafnframt fyrir góðvild þá, er hún hafði sýnt viðtökunefnd- inni. Daginn eftir sendi drotning sím- rit til þingsins og þakkaði fyrir kurt- eisina og velvildarþelið. Hinn 10. júlí kom konungnr heim til borgarinnar; fór þá 7 manna sendinefnd frá heims- stúkunni á fund hans, samkvæmt ósk sjálfs hans. Tók hann þeim með mik- illi blíðu; og er hann hafði talað við þá um stund, lét hann sýna þeim her- bergin í höll sinni og listaverk öll, sem þar eru geymd. þ>ennan sama dag, 10. júlí, var öll- um útlendingunum, er heimstúkuþing- ið sóttu, boðið til miðdegisverðar á fögrum baðvistarstað, sem er rúmar 2 mílur austui frá Stokkhólmi, á fögr- um stað við fjörð einn. f>ar er afar- stór gistihöll, og eru þar oft haldnar meiri háttar veizlur. Baðvistarstaður þessi nefnist Saltsjöbaden. Auk hinna útlendu fulltrúa voru ýmsir helztu bindindismenn Svía í veizlunni. Utanríkisráðherrann, Lagerheim, var þar og; hann var heiðursgestur. Nokkr- ir blaðamenn voru og boðnir í veizl- una. Vér fórum á sérstökum gufubát Þangað, og iögðum á stað stundu eftir er siglingin fögur mjög, og sögðu Svíar, að för þessi hefði jafnframt ver- ið gerð til þess, að sýna útlendingun- um, hve fagurt væri í kringum Stokk- hólm. Á einum stað fer gufubáturinn gegnum örmjótt sund, milli tveggja kletta. þar heitir Skorusund (Skurusund); þar er svo grunt, að vel sér í botn ofan af þilfarinu. Áður en sezt var að borðum, var tekin mynd af öllum hópnum. Alls voru um 300 manna í veizlunni; en ekki þurfti að tvísitja þar, eins og gert var stundum áður í stórveizlum á íslandi. Setið var undir borðum í tveimur stórum sölum, en dyr opnarí milli, til þess að allir gestirnir gætu notið þess, er mælt var. Stórstúka Svía hafði búa látið veizlu þessa, og flutti stórtemplar Svía því fyrstu ræð- una; talaði hann fyrir minni hinna út- lendu fulltrúa og annarra heiðursgesta. jpeirri ræðu svaraði Lagerheim ráðherra, og talaði nú á sænsku. Eg segi fyrir mig, að mór þótti miklu meiri unun að heyra hann flytjaþessa ræðu, held- ur en frönsku ræðuna í leikhúsinu. Maðurinn er mjög höfðinglegur ásýnd- um, en þó með öllu yfirlætislaus. Hann talaði af einkar-hlýjum hug. Man eg að honum fórust meðal ann- ars orð á þessa leið, er hann talaði um bindindismennina: »Eg hefi að vísu ekki gengist undir yðar ströngu siðvenjur, að neyta aidrei nokkurs víns; en því lýsi eg yfir, að eg er mjög hlyntur bindindismálinu, og eg ætla, aó vart geti til verið n o k k- ur maður, sem nokkra mann- úðartilfinning ber í brjósti sér, að hann óski yður ekki allrar blessunar, og þess, að hugsjón yðar megi rætast«. þá flutti Wavrinsky ríkisþingmaður ræðu á énsku, fyrir minni Englendinga og Ameríkumanna. Wavrinsky er einn hinn nafnkendasti bindindismaður á Norðurlöndum, og hefir áður verið stór- templar Svía og um eitt tímabil átt sæti í framkvæmdarnefnd heimsstúkunnar. |>að var alment mál manna, að hann væri eigi að eins glæsilegasti maðurinn þar á fundinum, heldur og hinn ljúf- mannlegasti og liprasti. Tungumálin þrjú: sænsku, ensku og þýzku, talaði hann jöfnum höndum.— J>á talaði lektpr Johan Bergmann, höfundur bindindis- sögunnar, fyrir minni þjóðverja og mælti á þýzku. Síðastur talaði hávirðulegur stórtemplar J. Malins á ensku. Eæða hans var full af skrítlum og gaman- yrðum, enda hló margur dátt, meðan á henni stóð. Síðar voru ýmsar fleiri ræður haldnar, meðan kaffið var drukk- ið. þ>að var mál manna, að aldrei hefði slík stórveizla haldin verið vínlaus á þessum stað fyrri. En eigi bar á öðru en að allir skemtu sér mætavel. Of lítil tilbreyting þótti það, að láta oss fara sömu leiðina heim aftur með gufubátnum. Sórstök eimlest var því send að sækja oss, og þaut hún með oss á örfáum mínútum inn til borgar- innar. H. N. A n n a ð brot úr Löggjafa-ljoðum. Bogalistin brást þar Lalla, Bezta miðann yfir hljóp. Kjörseðlana í einu alla At hann þá, og líktist gJóp Fram á völlinn óð svo œfur, Ætlaði' að leygja Skúla í gegn. Fn lengi er Skúli karlinn krœfur; Kempunni varð sú för um megn. Sigurðr Skúla sterkur studdi; Stálið blátt i skjöldum söng. Ever sér fram úr fylking ruddi. Ferleg róma hófst og löng. Álmar gnustu, brandar brustu, Bana gustur þaut um slóð. Opi lustu’ upp þeir og þustu Þunghöggvustu í jötunmóð. \ Kristján lengi og Laugi óðu Lalla mót og tröllum hans. í honum Hannes augun stóðu. Illa sóttist vopna dans. Skúli fyrir var sem veggur, Vakti Lalla marga und. Bœði höggur hann og leggur. Hristist öll og dundi grund. Undan loksins Lalli síga Litinn orðstír hlaut þar við. Með friðarbón í stól réð stíga; Slíðraði brandinn sér við hlið. * K.iördœmasklftingin ísfirzka. Um það mál er Þjóðv. skrifað úr Vestur-ísa- fjarðarsýslu 5. þ. ga.: »Loks tókst þá aft« urhaldsliðinu að koma fram einu af laun- ráðum sinum til að efla flokk sinn, þar sem er skifting ísafjarðarsýslu í tvö kjör- dæmi. Guðjón ljúflingur þykist víst hafa rétt oss Vestur-ísfirðingum hveitiköku með ný- mæli þessu, en þar sem oss, mörgum hverj- um, þykir hann hafa látið ofan á hana djiiflarót, þá munu þeir hinir sömu >á sin- um tíma« hagnýta sé.r kökuna, en lofa Guðjóni og flokki hans að tyggja á rót- inni,. þótt beisk sé ; að minsta kosti ættí svo að verða, og hlýtur að verða, ef ekki er allur drenglyndisneisti kæfður úr meg- inparti Vestur-lsfirðinga. Guðjón og hans kumpánar hafa með gjörræðistiltæki tinn reynt að setja afturhaldsstimpilinn á oss, reynt að slá því alveg föstu, að kjör- dæmið sé afturhaldskjördæmi, og fyrir það skal reynt að þakka honum og hans flokki, á sínum tíma«. V eðurathuganir Keykjavík, eftir aðjnnkt Björn Jensson. 1902 IS K C+ <1 ct> ox P' Skymagnl B <3 *■* — T 3 sept F á VQ ’p ct- cr 8 s 1 2f Ld. 20.8 761,8 5,9 E 1 7 2,7 2 760,6 11,4 E 1 8 9 757,6 9,9 E 1 8 Sd. 21.8 751,4 10,5 E 3 10 0,8 5,3 2 748,0 12,7 11,5 E 3 10 9 748,2 E 1 9 Md. 22.8 748,8 11,6 E 1 7 0,1 9,5 2 744,9 14,6 E 1 10 9 743,5 12,1 E 1 10 Þd. 23.8 739,9 9,5 ESE 3 10 8,1 8,7 2 741,3 9,6 ESE 3 9 9 743,8 9,7 SE 1 10 Mvd24 8 747,4 9,8 SE 1 10 5,2 9,7 2 747,1 10,7 S8E 1 9 9 749,0 9,3 SSE 1 10 Fd. 25.8 755,3 6,9 s 1 3 7,5 5,6 2 759,2 9,6 w 1 4 9 762,5 7,0 0 5 Fsd.26.8 765,1 5,4 0 4 0,2 4,8 2 766,5 10,8 0 5 9 766,2 7,1 SE 1 3 Fórn Abrahams. (Frh.). Enn bar ekkert það fyrir, er vott bæri nm, að fjandmannaherinn væri þar nærri staddur, þar til er maður einn kallaði alt í einu hátt: Lítið á . . . lítið þangað! Ekki þurfti að gera nánari grein fyrir, hvað við var átt. Allir höfðu komið auga á það. Tvær eða 3 mílur enskar þar norður undan, er herinn var staddur, sást hópur manna bera við himinn, hinu megin við völluna. f>eir voru ekki 50; en þó þeir hefðu ekki verið nema 2, þá hefði ekki ver- ið hægt að komast hjá að sjá þá. Enda var ekki að sjá, að þeir hirtu um að leynast. f>eir stóðu þarna hreyfingarlausir með byssu við læri og horfðu þangað, sem herinn enski stefndi á móti þeim, en honum þótti sem þeir sæjust glotta við tönn. Eng- inn skildi leyndar, af hverju þeir ættu að glotta. En hitt faust öllum liggja í augum uppi, að það væri það eina, er þeir gæti gert. Loksins! loksins! kvað við et'tir endilangri fylkingunni, og sex hundr- uð hermannshjörtu tóku til að slá harla ótt og títt. Og án þess að bíða eftir nokkurri skipun, án þess að hugsa sig hót um eða leggja nokkuð niður fyrir sór tók hver maður fast í taum reiðskjóta sínum með vinstri hendi og brá sverði með hinni hægri; að því búnu voru tólf hundruð sporar keyrðir heimskulega fast og ákaft inn í síð- urnar á hestunum. Herfylkið þaut niður á völluna svo hratt, sem elding færi. Ekki var hrópað húrra, heldur nístu sex hundruð munnar tönnum saman og tólf hundruð augu blíndu með logandi heift á blettiun, þar sem fjandmannasveitin hafði staðið, en var nú horfin þaðan. Allur múgurinn ruddist eins og hraunflóð niður brekk- una, og alt frá hersinum niður að hin- um yngsta nýliða voru allir gagntekn- ir af sömu hugsuninni og knúðir fram af sömu hvötum. Másið í hestunum, hringlið í ístöðunum og sliðrunum og hófadynurinn rann alt samau í þann hljóðs-hrærigraut, er lét harla vel í eyrum gamalla riddara og hleypti dá- samlegu fjöri í menn og skepnur. Vellirnir voru drýgri yfirferðar en nokkur maður hafði gert sér í hugar- lund. Gras var þar ekkert nema á þúfum á stangli, og eftir litla stund var alt herfylkið hulið þykkum mold- ryksmekki. Hennar hátignar drotn- ingarinnar írsku riddarar tóku til að hósta og hrækja; vígamóðurinn dvín- aði í sólarhitanum, er gerði hjálmana þunga sem blý; og þótt þeir væru nú búnir að þeysa áfram með ofsahraða heilan fjórðung stundar, sýndust hæð- irnar hinu megin við vellina vera jafn- óskiljanlega langt í burtu. Herfylkið hafði lagt á stað í harla fagurskipaðri fylkingu, eu nú tók það að hnappast saman í bendu, er síðar varð úr langur lopi, og loks harla tor- greidd fiækja. Eyrirliðarnir voru alveg blindirá báðum augumaf ryki, en fóru þó nærri um, að alt væri komið á ringul- reið. En fyrir öllum vakti þó glögt, hvað sæmd herfylkisins heimtaði af þeim, og fyrir því hægði enginn ásér. Beztu he8tarnir þoldu það, eu hinir drógust aftur úr. Loks bar þá að véttvangi í smáhópum, mjög dreifðum, og stuudum ekki nema einn og einn, og —gripu þar í tómt. J>eir riðuðu all- ir í hnökkunum, þurkuðu framan úr sér löðrandi svitann og hóstuðu rykinu upp úr þurru kokinu og saman herptu; það stóð enn góða stund á því, að þeir gætu faríð að bölva aftur, svo neitt kvæði að. Nú blöstu við þeim aðrirvellir, sem þeir sáu ekki út yfir; og hvernig sem þeirblíndu, sáu þeir þar ekkert kvikt, nema tvo soltna gamma, sem voru að háma í sig hestskrokk svo sem enska mílu frá þeim. f>á var liðinu blásið saman, og fylkt aftur nokkurn veginn. Bak við fylk- inguna voru eitthvð 20 dátar að bjástra við hesta, sem höfðu dottið undir þeim og voru uppgefnir; að öðru leyti hafði þeim ekki hlekst á frekara en það, að nokkrir menn höfðu viðbeinsbrotnað eða þá undist á þeim fótur. 011 þessi fyrirhöfn og áreynsla hafði þá orðið til einskia, og var ekki trútt cm, að þeir væru eins og hálfsneyptir. j?á sló lautinant einn við þriðju riddarasveit því fram rétt út í loftið, að Búar hefðu ekki ueitt iiddaralið, og bjóst til til vonar og vara að gera grein fyrirskoð- un sinni um herskipulag Búa. En úr því varð ekki; því þá sá hann það, sem hann furðaði sig mikið á, að það var eitthvað ólag á beizlinu upp í hestin- um lians. En áður en hann fengi tíma tii þess, beindust að honurn nærri þvl tólf hundruð augu, eins og þau ætluðu að reka hann í gegn. það var megnasta móðgun við hennar hátignar drotning- arinnar írsku riddara, að gefa í skyn, að þeir væru ekki færir um að elta uppi nokkrar tylftir vesalla fótgöngu- liða, og hersirinn, sem var farið að renna í grun, að öll þessi atlaga mundi hafa verið stakasta heimska, bað þenn- an bannsetta þvaðrara að halda á sér kámugum hvoftinum og vera ekki með neitt heimskufleipur. En ekki er þessa í því skyni hér getið, að sýna, hver bragur hafi verið á herfylkinu. |>essu brá fyrir eins og að óvörum, af því hvernig lá á hersinum í þaun svipinn. j?að var eins og létti yfir öllu her- fylkinu; þetta var í sem fæstum orð- um einmitt það, sem þeir vildu allir mælt hafa. Eina huggunin var, að nú mátti senda skýrslu um, að nítján menn hefðu orðið fyrir meiðslum. Eftir tvær stundir voru riddararnir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.