Ísafold - 27.09.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmiat einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
niinnst) 4 kr., erlenðis 5 kr. eða
l'/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
tSAFOLD.
Uppsögn (skiifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstræti 8.
KXIX. árar.
Reykjavík
laugardaginn 27. september 1902.
64. blað.
Biðjiö ætíð um
OTTO MONSTBD’S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgtt eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanhurði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
SKBIFSTOFA ÍSAFOLDAB er
»pin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn
(7 árd.—8 síðd.). Þar, i afgreiðslunni, er
tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum,
bókapöntunum og blaða, handritum til prent-
unar i ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er
og bóka- og pappírsverzlun.
Nýprentað:
Úr lieimahögum
kvæði
efír Guðmund Friðjónsson.
Rvík (ísafoldarprentsm.) 1902. Með
mynd höf. framan við. 264 bls.
Fást í bókverzlun Isafoldarprentsm.
og hjá öðiurn bóksölum landsins.
Kostar t kápu 1 kr. 80 a.
— i skrautbandi 3 kr.
c^QrmingargJöf
fyrirtaksgóð er sálmabókin, nýjasta út-
gáfa, i skrautbandi, logagylt í sniðum.
Verð 7 kr. Fangamark ókeypis.
Landsbankinn.
Frá 29. sept. til 4. oktbr.
næstkomandi, að báðum
dögum meðtöldum, verður
tekið á móti greiðslum í
veðdeild landsbankaus frá
kl. 5—7 e. h. dag hvern.
Eigi verður öðrum banka-
störfum sint þennan tíma
dagsins.
Xiandsbankinn i Bvík, 27.sept ’02.
Tryggvi Gunnarss.
Sköla- og kenslubækur
þessar frá ísafoldarprentsmiðju þurfa
nemendur að fá sér fyrir haustið:
Balslevs Biblíusögur ib. . . . 0,75
Barnaskóla einkunnabók . . 0,20
Danska lesbók Svb. Hallgr. ib. 1,30
Danska lestrarbók Þorleifs Bjarna-
sona og Bjarna Jónssonar ib. 2,00
Danska orðabók nýja (I. J.) tb. 6,00
— . . . ýoo
Hvernig er oss stjórnað (J.
A. H.) ib..............0,60
Kirkjusögu H. Hálfd. ib. . . 4,00
Landafr. Erslevs, 3. útg. ib. . 1,50
Leiðarvísi í íslenzkukenslu (B. J.) 0,40
Málsgreinafræði (B. J.) . . . 0,50
Mannkynssögu P. Melsteds. ib. 3,00
Prédikunarfræði H. Hálfd. . . 0,60
Reikningsbók Ögm.Sigurðss. ib. 0,75
Ritreglur Vald." Ásm., nýjasta
átg. ib................0,60
Siðfræði (kristil.) eftir H. Hálfd.ib. 4,00
Stafsetningarorðbók (B. J.) ib. 0,80
Bækur þessar fást hjá bóksölum
víðsvegar um land.
I. 0. 0. F. 841038'/.,. I.
Forugripasafn opið rod., xinvd. og ld.
11—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
ki. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
k).l‘2—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
rrid., mvd. og ld. tii útlána.
Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœlming ókeypis í Pósthússtræti 14 b.
1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1.
Undirstaða búnaðarframfara
Eftir
adjunkt Bj'órn Jensson.
I.
Litið um réttnefndar jarðabætur.
Hér á landi hafa nú um aldamótin
ýmsir ritað nokkura konar yfirlit yfir
hina nýliðnu öld, eins og við var að
búast; því að á tímamótum vill mönn-
um venjulega verða það, að horfa yfir
liðna tímann, eins og til að átta sig,
rifja upp fyrir sér hvernig, vér höfum
notað liðna tímann, og með hvaða
vonum vér byrjum hið nýja tímabil.
Flest þessí yfirlit hafa verið fremur
bjartsýn.
Munurinn á íslandi árið 1800 og ár-
ið 1900 gengur of mjög í augun til
þess, að vér finnum ekki heldur til á-
nægju en hins, er vér berum saman
þessi tvö tímamót.
jþó kveður auðvitað við hjá öllum,
að mörgu sé enn ábótavant, margt
standi enn til bóta og mörgu nýju
þurfi að koma á etað til þess, að vel
megí við una.
En vonirnar eru talsverðar um, að
vér séum á þeirri braut, sem leiða
muni til sigurs, og að hún verði slétt-
ari og mýkri undir fæti niðjum vorum
en féðrum.
Eitt atriði er það í þessum yfirlit-
um, sem ekki er að öllu leyti ánægju-
legt að lesa, og höfundarnir hafa ekki
heldur dregið dul á.
það eru framfarirnar í búnaði.
þótt þær hafi verið nokkrar, þá fara
þær seint, svo nauða-seint og hægt,
að nú um hálfa öld hefir þeim ekki
fjölgað hér á landi, sem lifa á land-
búnaði, heldur fækkað að tiltölu, og
það að miklum mun.
Um 1850 voru þeir 82 af hundraði,
en ekki nema 64 árið 1890.
Sjálfsagt verður að telja landbúnað-
inn aðalatvinnuveg í hverju landi, sem
er annars byggilegt.
það náttúruafl, sem hann grund-
vallast á, hinn kemiski kraftur, er
sjálfsagt margfalt meiri í hverju landi
en öll hÍD náttúruöflin saman lögð, þau
er mennirnir geta hagnýtt sér.
Pyrir því hlýtur það að vera mörg-
um manni alvarlegt umhugsunarefni,
að Iandbúnaðinum hér á landi fer svo
nauðalítið fram, uudirstöðunni uDdir
öllum öðrum framförum landsins; því
»bú er Iandsstólpi*.
Enda má sjá, að mikið er um þetta
hugsað.
þing, búnaðarfélög, blöðin og ein-
stakir menn hafa tekið málið til um-
hugsunar og umræðu, og má heita að
það standi sífelt á dagskrá.
En alt kemur fyrir ekki; búnaðinum
fer ekki fram samt sem áður.
Margt er reynt.
Verðlaun eru veitt fyrir jarðabætur,
búnaðarskólar stofnaðir og kostaðir af
landsfé.. búfræðingar sendir um landið
til að vekja með bændum áhuga á
jarðabótum og leiðbeina þeim í verk-
legri framkvæmd þeirra.
En búnaðurinu stendur í stað þrátt
fyrir alt.
Bændastéttin er hvarvetna í heim-
inum glögg að finna, hverju hún hefir
hag af, og eins hér sem annarsstaðar.
Hún er kannske sein til að taka breyt-
ingum; peningarnir renna dræmt út
og inn hjá bændum; en af því kemur
að þeir hugsa sig vel um, hvort þeir
eigi að breyta til; en þegar þeir sjá
að breytingin er til batnaðar, þá eru
þeir fljótir til.
Tökum til dæmis skilvindurnar, sem
nú eru að komast inn á hvert einasta
heimili.
Ekki fá þeir verðlaun fyrir þær; en
þeir sjá að þeir hafa hag af þeim, og
klífa því þrítugan hamarinn til að
eignast þær.
En jarðabæturnar ganga seint; þó
að öll áherzla hafi verið lögð einmitt
á jarðabæturnar, þá miðar þeim nauða-
lítið áfram, — rétt nefndum jarðabót-
um eða verulegum.
það eru orsakir til alls, og svo hlýt-
ur að vera um þetta.
|>að stendur einhvern veginn á því,
að ekki er hægt að fá bændur til að
gera jarðabætur.
jþví ekki geturþað heitið því nafni,
þó að eitt dagsverk komi á hvert jarð-
arhundrað á landinu á ári, og þó tæp-
lega það.
Indriða Einarssyni taldist til hór um
árið, að með því áframhaldi á þúfna-
sléttum, sem nú er, mundi túnin áís-
landi verða sléttuð á 160 árum.
Eu það er sama sem að túnin á ís-
landi verði a 1 d r e i sléttuð.
því þúfurnar koma upp aftur á
skemmri tíma eu það; og þó er þúfna-
sléttunin sú jarðabót, sem mest er
fengist við og mest er haldið að bæud-
um.
II.
Hver er fyrirstaðan?
Alstaðar þar, sem einhverju afli er
beitt, en verður þó ekki ágengt, kem-
ur oss þegar í hug, að þar muni vera
einhver fyrirstaða.
þegar steinsmiðurinn er að bisa við
að ná stóru bjargi upp úr jörðinni, en
það bifast hvergi, þá lítur hann í kring-
um steininn til að sjá, hvað standi
fyrir, og beitir svo járnkarlinum eftir
því, hvers hann verðurvísari um fyrir-
stöðuna.
f>etta langar mig til að reyna að
gera: að skygnast eftir, hvort sjá megi
fyrirstöðnna, sem bændur verða varir
við og óhætt má fullyrða að ríða muni
landbúnaðinum íslenzka að fullu ÍDn-
an skamms, ef hún finst ekki og ekkert
er við hana átt.
Bændur geta auðsjáanlega ekki unn-
ið til muna meira að jarðabótum en
þeir gera. J>eir hafa yfirleitt mikinn
hug á að bjarga sér; en þeir segjast
ekki hafa mannafla né fé til þess að
gera meira, og þeim er trúandi til að
segja þetta satt.
En eftir þvf sem framfarirnar aukast
í öðrum löndum, eftir því verða þeir æ
lengra á eftir, og því meir sem bilið
vex, þess erfiðara verður að komast
yfir það.
Eg ætla þá að skoða þéssar jarða-
bætur, sem bændur eru taldir á að
gera og örvaðir til með verðlaunum.
fað mætti skifta þeim í tvent:
1. bætur til tryggingar því, að þeir
fái arðinn af eign síddí, t. d. girðing-
ar, peningshúsabætur og þess konar; og
2. eiginlegar bætur á jörðinni til að
auka framleiðsluna, t. d. þúfnasléttur,
vatnsveitingar og þurkunarskurðir.
Um fyrri flokkinn skal eg ekki orð-
lengja; þær umbætur eru eðlilega nauð-
synlegar.
Um síðari flokkinn skal eg geta
þess, að þurkunarskurðir eru ekki telj-
andi hér enn; vatnsveitingar eru mjög
vinsæl jarðabót meðal bænda, að mér
skilst, og eiga það skilið, jafnvel þótt
þeir, sem vit hafa á, telji þær oft tví-
eggjað vopn. En þærgefa oft mikinn
arð af sér, allra-helzt fyrst í stað.
En þær eru ekki jarðabót, sem allir
geta fært sér í nyt; það eru nokkurs
konar hlunnindi, ef svo hagar til, að
þeim verður komið við.
|>á ér eftir almennasta jarðabótin,
þúfnaslétturnar, sem alstaðar má koma
við og langmest er unnið að af öllutíl
jarðabótum hér á landi.
III.
Vísindaleg undirstaða allrar jarðræktar.
Til þess að sjá, hvaða gagn er að
þessari jarðabót, verðum vér að rifja
upp þau vísindaleg undirstöðuatriði,
sem aðrar þjóðir hafa fundið og byggja
á sínar framfarir í jarðrækt.
Flestum mun kunnugt vera, að það
náttúruafl, sem bæudur reyna að gera
sér arðsamt, þegar þeir rækta jörð
sína, er kemiskur kraftur, eða með
öðrum orðum: að hagnýta sér efna-
breytingarnar í jörðinni. því örari
sem þær eru, því meiri er krafturinn.
Efnafræðin kennir, að til þess að
efnabreytingarnar verði örar, þarf
hæfilegan hita og hæfilegan raka.
Efnabreytingunum er svo farið, að
hver þeirra um sig hefst á tilteknu'
hitastigi, eykst svo um hríð eftir því,
sem hitinn vex, hægir síðan á sér
aftur og hættir loks, þegar hitinn er
orðinn um of.
Lík áhrif befir rakinn á efnabreyt-
ingarnar.
Bóndi verður því að reyna að gera
jarðveg sinn hæfilega heitan og hæfi-
lega rakan.
J>á skal eg nefua þriðja atriðið, sem
stuðlar að efnabreytingum, en það er,
að efnin, sem eiga að taka þátt í