Ísafold - 01.10.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.10.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýiuist einu sinui eða tvisv. í'viku. Verð árg. (80 arb. minnst) 4 kr., erlentlis 5 kr. eða l’/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (sW,ifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október. A fgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík miðvikiidaginn 1. október 1902. 65. blað. I. 0 0. F. 84I0381/,. I. h'oriigripasafn opið md., mvd. og Id 11—12. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag k. 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið hrern virkan dag 4i. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) n,d., mvd. og Id. til ntlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opiö á sd. kl. —3. Tannlækning ókeypisíPóstbússtræti 14 b. l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. SKBTPSTOFA ÍSAFOLDAR er opin kl. 12—2; en afgreiðslan allan daginn (7 árd — 8 síðd.). Þar, í afgreiðslunni, er tekið við borgun fyrir blaðið, auglýsingum, bókapöntunum og blaða, handritum til prent- unar i ísafoldarprentsmiðju, m. m.; þar er og bóka- og pappirsverzlun. Nýprentað: Úr íieimahögum. Kvæði eftir Guömund Friöjónsson. Rvík (ísafoldarprentsm.) 1902. Með mynd höf. framan við. 264 bls. Fást í bókverzlun ísafoldarpientsm. og hj;i öðrum bóksölum landsins. Kostar í kápu 1 kr. 80 a. — í skrautbandi 3 kr. Undirstaða búnaðarframfara Eftir adjunkt Björn Jensson. IV. Einskisverðar jarðabætur. Alt það, 8em gert er í framfara- löndunum til þess að bæta jörðina, er fólgið í þesau: að þurka og hita ura leið, koma eldÍDU niður í jarðveginn, og svo auðvitað bæta jörðinni önnur efni, sem hana brestur, með áburði. En það er ekki látið duga, að þurka jarðveginn. J>að þarf að koma eldinu betur niður í jörðina. Til þess er hún plægð. |>á viðrast hún betur; loftið leikur þá um hana miklu meir en ella. Hvað af þessu gerir nú þúfnaslétt- unin? Ekki þurkar hún jarðveginn, og ekki hitar hún hann heldur. Ekki greiðir hún fyrir viðruninni. Vér þekjum slétturnar þegar í stað aftur, og lokum þarmeð jarðveginum. Og þó viðrast jörðin rétt í svip, með því að rist er ofan af, og gefur af sér miklu meira gras en áður svo sem tvö eða þrjú ár. En fiestir munu kaDnast við, að til lengdar er enginn hagur að þúfnasléttunum annar en sá, að túnið er sléttara en áður og því auðunn- ara; alt annað, sem aðrar þjóðir græða á eínum jarðabótum, förum vér á mia við með þessari aðferð. þegar bændur sjá þessar afleiðÍDgar af jarðabótum sínum, að þær verða ekki endingarbetri en þetta, tala þeir um, að sléttunin hafi ekki hepnast; en þeir geta ekki búist við, að öðruvísi fari. f>essi aðferð getur ekki gert meira. Miklu meira gagn hefðu þeir af því, að ræsa túnið; töðufallið yxi auðvitað seinna með því lagi; en þeir þyrftu heldur ekki að búast við aftur- kipp, ef jörðinni væri haldið þclanlega við. Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að þúfnasléttunin, þessi aðaljarðabót nítj- ándn aldarinnar á voru landi, er engin s ö n n jarðabót, og að öllu því fé og fyrirhöfn, sem varið hefir verið til henn- ar, er til einskis eytt að öðru en því, að gera túnin auðunnari. Vér bætum ekki túnin með þeirri »jarðabót«, þessar 3 ferhyrningsmílur, sem vér höfum notast við til að draga fram lífið í margar aldir, og því síður að vér bætum við hið ræktaða land. Og vér getum engum framförum tek- ið, ef aðalundirstaðan undir öllum bún- aðinum, ræktaða landið, stendur i stað. Smjörbú, kynbætur, vegagerðir og alt það, sem reynt hefir verið að gera til framfara, verður oss til kostnaðarauka og annars ekki. |>að fellur alt um koll við fyrstu fyrirstöðu. Vér verðum að hætta við svo vaxn- ar »jarðabætur«. Vér megum ekki vera lengur að hvetja bændur til þess að vinna fyrir gýg og veita þeim verðlaun til þess. En ekki er þar með búið. Vér verðum að afplána þá miklu á- virðing nítjándu aldarinnar og snúa hið bráðasta við blaðinu, áður en það er orðið um seinan. Vér verðum að hefjast handa þegar á vori komanda. V. En hvað á þá að gera? þurka jörðina, plægja hana og gerahana að sáðlaudi. Hætta að kalla annað ræktaða jörð en sáðland. Og sáðlandið á að bera gras aðallega; öll ræktunaraðferðin að vera miðuð við gras. En kaupa má að vísu alla hluti of dýrt. Jpað er of dýrt að kosta 10 kr. upp á að ná gulli úr hverri vætt af brenni- stein8járninu 1 Drápuhlíðarfjalli, ef ekki fást úr henni nema 8 kr. |>að er þá tómur skaði. Eins er um plægingu og sáningu. f>að er of dýrt, að kaupa þetta því verði, erbæudurhafaorðið fyrir að gefa. En dýrleikinn hefir verið því að kenna, að enginn hefir kunnað að plægja til þessa. Tilraunir Jóns Jónatanssonar sýna, hvað gera má, ef kunnáttan er með. Hann plægir og herfar dagsláttuna tvisvar fyrir 45 kr., og jafnvel minna, og það í óræktaðri, seigri mýri. Fyrir það fó, sem vér höfum hingað til eytt til þess að slétta eina dag- sláttu til einskis — einskis gróðurauka til langframa — íyrir það getum vér ef vér kunnum að plægja, undirbúið 3 dagsláttur. Og ekki er hætt við að uppskeran verði ekki ríkuleg. Tilraunin með hafrasáningu í Gróðr- arstöðinni hér í fyrra sýndi, að með þessari aðferð má fá 20—25 hesta af dagsláttunni, og var þó jarðvegurinn ekki ólitlegur þar, sem höfrunum var sáð. Ef vér nú plægjuin þannig og höld- um jarðveginum opnum fyrir loftinu í tvö ár og sáum svo hentugu grasfræi þriðja árið og látum það standa svo sem fimm ár, þá er ekkert efamál, að það sprettur vel, betur en túnin, sem vér nú höfum, og með talsvert minui áburði, svo að vér getum fengið af- gang til þess að færa út kvíarnar, auka ræktaða landið. J>á mun enginn vafi Á. að bændur fara að finna til þess, að fyrirstaðan fyrir framförum búnaðarins er að hverfa, og þair fara að renaa grun í þann mikla, ótæmandi auð, sem þetta land geymir. Rétta ræktunaraðferðin og langarð- vænlegasta tvinbótin væri þá eitthvað í þessa átt: Bóndi tekur sig til í vor og plægir þó ekki sé nema svo sem eina dag sláttu af túni sínu. Sáir því næst í flagið höfrum. þeir gefa samsumars miklu meiri uppskeru en fengist hefði af blettinum óhreyfðum. Næsta vor plægir hann aftur og not- ar blettinn það ár undir rófur. þá hefir hann haldið moldinni op- inni og öndverðri fyrir loftinu tvö ár 8amfleytt og látið hana soga í sig eldi úr því allan þann tíma. Jpriðja árið sáir hann 1 það hentugu grasfræi. Af því sprettur samsumars miklu meira gras ogbetra en afnokkr- um bletti öðrum í túninu. |>essi ágæti grasvöxtur erumiklar líkurtil að hald- ist 4—5 ár samfleytt, með dálítilli um- hiiðu og litlum áburði. f>ví valda hinar miklu birgðir af eldinu, sem moldin hefir drukkið í sig, meðan hún var óbyrgð og laust um hana. f>á fyrst, að þeim tíma liðnum, þarf að plægja aftur, og hafa alla hina sömu aðferð og áður. Og svo koll af kolli. En arðurinn af ræktuninni, uppsker- an af sáðlandinu verður þeim miklum mun ríkulegri, að hann endurgeldur ekki einungis allan kostnaðinn (plæg- inguna m. m.), heldur skilur eftir svo mikinn afgang, að vel hrökkur fyrir kostnaði til sömu meðferðar á öðrum bletti af túninu. Öll sú litla reynsla, sem vér höfum hér af sáðlandi — með kartöflum, rófum o. fl. — bendir á, að svo mutii verða. þ>essu heldur bóndi síðan áfram til þess er alt túnið er upp unnið og taka má til að græða það út með sama hætti. |>etta erjarðabót. Jp e 11 a er tún- bót, sem bygð er á réttum grundvelli, með því að þar er reynt að nota nátt- úrukraftana eins og á að nota þá. |>að 8egir sig sjálft, að þetta, sem hér hefir verið sagt um framræslu og þurkun, ó ekki við uema um rak- lendi. f>að kemur ekki til greina um harðvelli eða sendna jörð. En svo mun vera um meiri hluta túna hér á Suðurlandi að minsta kosti, að þau bagar of mikill raki, of mikið vatn í jarðveginum. VI. Viðbárur. Eg veit ve), að sumir kalla reynslu fengna fyrir því hér á landi, að gras- sáning hepnist ekki. En eg leyfi mér að telja n ú reynslu fengna fyrir, að húu hepnist, e f kunnátta er með; á n hennar er ekki við því að búast. Hitt er annað mál, að búast má við, að hún hepnist ekki í ísárum þar, sem ' hafískuldinn nær fullum tökum, svo sem erá Norðurlandi og ef til vill vest- anlands jafuvel alt suður að Snæfellsnes- fjíillgarði; og er mönnum því vorkunn þar, þótt deigir verði að óreyndu að leggja út í þessa ræktunaraðferð, sem hér er haldið fram. En um Suður- land er alt öðru máli að gegna. |>ar get eg ekki efast um, að hún lánist. Suðurland er vafalaust eitt með beztu grasvaxtarlöndum hér í álfu, gengur að öllum líkindum að ýmsum skilyrð- um til Dæst írlandi eða Englandi vest- anverðu, einkaulega að loftraka. Séu þau tormerki á að koma við sömu ræktunaraðferð norðanlands, að óráð þyki að treysta henni þar, verð- ur að leggja þar aðallega stund á sauð- fjárrækt, en hugsa minna um kúabú. |>urka má þó eins þar jarðveginn með framræslu; en hún er til stórbóta, þótt ekki só hugsað um að koma upp sáð- landi. En hvernig á að bæta úr kunnáttu- leysinu að plægingu og annari sóð- landyrkju? Með sama hætti og siður er til ella að bæta úr verklegu kunnóttuleysi: fá að menn, sem kunna og kent geta síð- an út frá sér aftur. Vér verðum að fá útlenda verka- menn, vana landyrkjumenn óbreytta, frá Danmörku eða Norvegi eða báðum þeim stöðum, meðan vér erum að kom- ast í stöfun um slíka vinnu, — alveg eins og vér fórum að, þegar loks tekið var til hér á landi með almennilega vegagerð fyrir hálfum mannsaldri. þ>að lag hafa allar þjóðir, sem líkt eru staddar að einhverju leyti. Margir telja það ef til vill frágangs- sök fyrir kostnaðar sakir. Erlendir vinnumenn fáist ekki nema fyrir miklu hærra kaup en hérlendir. En 1 það tjáir ekki að horfa. Euda kemur það í móti, að eftirtekjan eftir þá verður meiri; hún verður miklu arðmeiri eiumitt fyrir kunnáttu þeirra. |>eir þurfa og ekki að vera ýkja-margir. Og loks mundi landssjóðsstyrk til búnaðarbóta naumast öðru vísi betur varið en til að létta undir að einhverju leyti með góðum bæudum að útvega sér slíkan vinnukraft, svona í bili. þ>að er í stuttu máli heimska að í- mynda sér, að þessu landi geti orðið verulegra framfara auðið í búnaði á alt annan veg en öðrum löndum, — án þess að hafa þá tilburði til að láta náttúrukraftana þjóna sér, sem aðrar þjóðir hafa. Vér komumst eigi hjá að beíta sömu vísindalegri og verklegri kunnáttu, sem þær gera, sömu atorku, Bömu framsýni og fyrirhyggju. |>að er skilyrði, einkaskilyrði fyrir því, að landið verði byggilegt til fram- búðar, innan um samkepni annarra þjóða. Sigling. Hinn 19. f. mán. kom skonn- 1 orta Minna (77, Brahaus) frá Hamhorg með ýmsar nauðsynjavörur til kanpm. B. Krist- jánssonar. 20. s. mán. Mysteriös (76, Eriksen) frá Mandal með timburfarm til Jóh. Bjarnesen 0. fl. 29. s. mán. Amy (70, Thorkildsen) frá Mandal með timburfarm til B. Guðmunds- sonar kaupmanns. S. d. Olga Pauline (109, F. Thorkildsen) frá Halmstad með timhurfarm til Bjarna Jónssonar húsasmiðs 0. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.