Ísafold - 01.10.1902, Side 3

Ísafold - 01.10.1902, Side 3
259 mest áherzla lögð á þau fræði, sem eru af þjóðlegri rót runnin, t. d. sögu landsins, innlendar bókraentir og lýsing landsins, og svo móðurmálið, — það er kent vel. Danskir alþýðumenn leggja einnig mikla stund á að fullkomna BÍg í þeim fræðum, sem koma beinlínis við stöðu þeirra. Bændur t. d. kaupa og Iesa fremur búnaðarblöð en önnur, al- menn blöð. Bn um menningu annarra þjóða eða vísindi hirðir þorri danskra alþýðumanna lítið. Alþýðumenn hafa fæstir tíma til að lesa mikið. Er því áríðandi, að þeir lesi það eitt, sem kemur þeim að veru- legu gagni í lífinu, og í svo nefndum fögrum bókmentum það eitt, sem er holt og spillir skki siðferði og lífsskoð- unum manna. Til þess að lesa sér að gagni sumar bækur, þekkja gull- kornin frá saurnum, þarf meiri and- legan þroska og sjálfstæði en allur þorri alþýðumanna hefir. þetta hafa lýðháskólarnir bak við eyrað. J>eir leggja á það mikla stund, að vekja með ungum mönnum þekk- ingu á bókmentum þjóðanna, kenna þeim að meta þær, meta það sem gott erogómengað.leiða hugi æskulýðsins að hinum göfugustu hugsjónum skáld- anna. J>eim er kent að unna þeirri bókmentastefnu, sem er holl fyrir Iífs- skoðanir manna, og kent að auðga sitt andlega líf á því. Nokkrir hafa fundið það lýðháskól- unum til foráttu, að þeir vildu beina athygli nemendanna einhliða að til- teknum bókmentum, úthýsa t. d. bræðrunum Brandes og þeim bók- mentum, sem væru í þeirra anda. Enginn maður með óspiltum til- finningum, heilbrigðri lífsskoðunardóm- greind getur álitið annað en að affara- sælla só alþýðumönnum, að lesa aðra eins höfunda og Leo Tolstoj og Jonas Lie, en hina, sem fyr voru nefndir. f>að er því fagurt og þarft verk, sem dönsku lýðháskólarnir hafa gert meðal annarsaðmarkmiðisínu, að kennaalþýð- unni að lesa sér til gagns, bægja huga hennar frá siðspillandi lestri, sem kitlar tilfinningalífið og spillir því, en beina honum að þeim bókment- um, sem hafa göfgandi og lyítandi á- hrif á andann, — sem flytja siðment- andi lífsskoðanir. 5. Þ. Frá útlöndum engin söguleg tíðindin með Ceres, önnur en lausafregn um, að G. Sverd- rup, er lagði á stað fyrir 4 árum í norð- slóðir, norður fyrir Grænland, í rann- sóknarerindum, sé nú heim kominn aftur heilu og höldnu. f>að var far- ið að undrast um hann til muna. Hann var skipstjóri hjá Fr. Nansen á hans frægu norðurför fyrir mörgum ár- um, og stýrði nú sama skipinu í þess- ari ferð, »Fram«. Af ísfirzku málunum skrifað þar vestan að 29. f. m.: »Lítið sögulegt enn í kosningamálunum. Bannsóknirnar mest í Sléttuhreppi, og eru víst á leiðinni með að verða stór endileysa, nema ef vera skyldi að ein- hverir kæmi sér í bölvun, yrðu tvísaga o. b. frv. f>eir kváðu ekki vilja kann- ast við sumt, er Hafst. hafði bókað, og þorbergur hreppstjóri Jónsson í Mið- vík kvað segja kærendurna (Sigurð fakt- or Pálsson og Brynjólf hreppstjóra á Sléttu) skrökva ýmsu, sem þeir bera hann fyrir í kærunni«. ITólar komu 28. þ. m. og með þeim á 5. hundraö manna. Yar það naest verka- fólk af Austfjörðum og hrafl af s.kólapilt- um. Norðan af Akureyri korn Halldór Jonsson hankagjaldkeri og af Húsavik frök- en Guðrún öuðjohnsen. Tvo hvali rak í Yestmanneyjum um síðastliðin mánaðamót. Höfðu hvalveiða- menn stjórað þá niður á víkinni fyrir sunn- an Yztaklett. En þá sleit upp í austan- veðri. Voru þeir seldir við opinbert upp- boð og fór spik- og rengisvættin á 70 aura og upp í 1 krónu. Sýslumaður gaf Ejallamönnum og Land- eyingum vísbendingu með brennu; en engir komu af landi ofan á uppboðið. Sigurður Sigurðsson ráðunautur Landsbúnaðarfélagsins kom hingað í gær. Hafði farið viða um Arness- og Rangár- vallasýslur til að líta eftir og taka út ýms mannvirki, sem Landsbúnaðarfélagið hafði heitið styrk tii. Fundur var haldinn undir Vestur-Eyjafjöllum til að stofna rjómabú; stofnuninni samt frestað til næsta árs. Af- ráðið að koma á fót næsta ár íjómabúum í Biskupstungum og Sandvikurlireppi. Læknar eru skipaðir frá 1. nóv. næst- komandi: Andrés Féldsted læknaskólakandi- dat í Lýrafjarðarhéraði og Magnús As- geirsson á Dýrafirði skipaður læknir á Flatey. Fórn Abrahams. (Frh.). það lát þeim vel í eyrum, hennar hátignar írsku riddurum, að virtur var við þá viljinn fyrir verkið. Herfylkið lagði aftur á stað; og þegar það var koraið yfir hálsinn, það er að segja úr augsýn hinum hernum, nam það staðar vegna þess, að hestarnir feug- ust blátt áfram ekki úr sporum. Hér um bil 30 af þeim voru alveg frá, og sjálfsagt 100 aðrir mundu ekki hafa getað hreyft sig úr sporum marga daga. Fyrirliðarnir fölnuðu upp, riddararn- ir óbreyttu stokkroðnuðu, og hersir- inn varð dauflegur á svip. En ekki stoðaði að mælast undan mjög svo kurteislega fluttri skipun, þótt góðar og gíldar ástseður væri til. Uppgefnu hestnnum var skipað í eftirleguhðið, eftir því sem bezt vildi verkast; um mannfólkið var ekki hugsað. Hinir sóttu fram — að sinni. Og áfram sóttu þeir. Tvær vikur fullar voru hennar hátignar drotning- arinnar írsku riddarar á erli fram og aftur um vatnslausa flatneskjuna. Sæmdin sú, að vera í fararbroddi fyr- ir hernum, kostaði þá 50 menn, er bana biðu eða sárir urðu, og svo og svo marga að auki, er »vantaði«, eins og vandi var til, og viðlíka marga hesta. þegar þau tíðindi bárust, að unninn væri höfuðstaður óvinanna, voru varla eftir 300 hestar ferðafærir; en þá skildu líka allir, að þeir höfðu mikið þrek- virkí unnið. f>að kveld voru hrópuð mörg húrra í herbúðunum; og þó að enginn nema írsku riddararnir gætu stært sig af því, að hafa litið fjand- mennina augum, og þó ekki nema í fjarska, þá vissu allir, að nú var þó af lokið töluverðu af því, sem herinn átti að vinna. þ>að var ekki laust við, að þeim væri forvitni á að vita, hvern- ig þeir mundu verða útlits, þegar því væri lokið, sem enn var ógert. En hvað sem því leið, þá komu tíð skeyti frá riddaraherfylkinu um njósnir af fjandmannaliðinu, og stund- um fekk það að kenna á návist þess. En að horfast í augu við fjandmenn sína, það lánaðist þeim aldrei, hennar hátignar drotningarinnar írsku riddur- urum, þótt þeir ákölluðu forsjónina fagurt og innilega um það á hverju kvöldi og hin og þessi heimsregin önn- ur um leið. Og er ekki var öðru til að dreifa, var um kent loftslaginu, er gerði hestana lémagna, og var sú af- sökun tekin gild, með því að öll hin riddaraherfylkin voru jafn-báglega stödd. Loftslagið? umlaði Patrik O’Toole efinn, er hann heyrði það nefnt fyrst Já, einmitt loftslagið! svaraði yfir- liðsþjálfinn við sveitina þá. þá sver Patti þess dýran eið, að hve nær sem hann rekist á þann þorpara, þá skuli hann flá hann kvik- an. Patti var meðal annars kunnur að því, að vera grannvitrasti dátinn í öllu herfylkinu, og það er vel gert í hóp átta hundruð Ira; — það voru þeir í upphafi. En veslings Patti átti aldrei kost á að efna þá heitstrenging, með því að einu sinni, er hann var send- ur á njósn ásamt fleirum félögum sín- um, varð hann fyrir kúluskeyti frá ó- sýnilegum fjandmönnum sínum, og fylgdi því þau hlunnindi til handa her- fylkinu, að þar losnaði einn gæða-reið- skjóti. En lengi varð lagsmönnum hans tíðrætt um þjóðráð það, er hon- um hafði hugkvæmst til að breyta lofts- laginu. þeir bættu því jafnan við, að þeir vildu óska, að honum hefði lán- ast það; því hefði eflaust fylgt breyt- ing til batnaðar. En svo fór sem jafnan gerist í hern- aði nú á tímum. Hundrað þúsundir unnu smám saman bug á tíu þúsund- um, og einn góðan veðurdag var alt kyrt og spakt kringum herinn, sem þokaðist sunnan að smám saman nær og nær höfuðborgiuni herteknu. |>að varð allra mesti friður og spekt á 5 mílna svæði krÍDgum höfuðstöðvarnar. Nu mátti koma sæmílega óttalaust nærri leyningi, og það var ekki nauð- synlegt að skjóta jafnau af fallbyssu á hverja mishæð og niður í hverja laut, áður en lengra væri haldið. Yfirhers- höfðinginn lét lýsa landið fyrir sunn- an Bloemfontein alt unnið, eða hvern- ig sem það var nú orðað í boðskap hans — það var ekki verið að skifta sér mikið af búningnum framan af —, og var jafnframt skorað á landsmenn að hverfa heim til búa sinna. fborri þeirra gerði það lika. Ed ekki var blítt augnaráðið, er þeir rendu til brezka hersins, þar sem leið hans lá fram hjá. Herinn þessi, sem hennar hátignar írsku riddarar voru engan veginn ó- merkur hluti af, kunnu mjög illa við fjandsamlegt viðmót landsfólksins. Einkum espaði þá logandi heiftaraugna- ráð kvenþjóðarinnar. Svo sem sigur- vegarar þóttust þeir eiga tilkall til, að sér væri betur fagnað. En er allrar virðingar verð viðleitni þeirra að láta ofurlítið vel að ungum stúlkum þar- lendum hafði engan árangur, og þær tóku durgslega landa sína fram yfir þá, en gerðu ekki nema hræktu á eftir saurlitum einkennisbúningi ensku dát- anna og hárauðum frökkum fyrirlið- anna, fanst hermönnunumsem þeim væri skylt að kenna þeim meiri smekkvísi. Fyrir því tóku þeir til að kveikja í húsakynnum Búa hingað og þangað, er þeim þótti sem tillit húsráðanda og kvenna hans væri þungbúnara en þörf gerðist. Meðan því að landið var unn- ið herskildi eða lagt á það eignarhald eða það var friðað — það var enginn hægðarleikur að vita glögt, hvað það hafði verið kallað síðast, svo ótt sem rigndi niður ávörpum frá yfirherstjórn- inni, — þá var þetta þeirra eign, og enginn hlutur í víðri veröld getur mein- að enskum hermanni að gera það sem honum sýnist við það sem hann á. þessari hernaðaraðferð fylgðu ýmsir kostir, en um leið nokkrir annmarkar, þar á meðal sá, að þeir, sem sviftir voru því, er þeir kölluðu löglega eign sína, hættu að véra spakír og friðsam- ir. Fyrirsátir fóru að tíðkast drjúg- um aftur, og var nú riddaraliðinu ekki til setu boðið; það var ætlast til, að það væri alstaðarnálægt. Af alþingistiðindum eru út komin, auk skjalapartsins, 3 hefti eða 30 arkir af umræðum neðri deildar, og 1 af umr. efri deildar. Uin næstu helgi kemur 4. het'ti af umr. neðri d. eða 31.—40. örk; alls verður hún svo sem 49 arkir. Hin verður rúra- ar 20. þrjár sögur eftir Einar Hjörleifsson. Rvík 1901. Heft 1 */2 kr., í skraut- bandi 21/* kr. »Persónur þær, er nefndar eru í sögum þessum, eru ekki margar. En þær eru all- ar eins greinilegar og skýrar í huga manns og fólk, sem maður hefir umgengist um lengri eða skemmri tima, Fyrir að hafa rit- að þessar þrjár sögur er Einar Hjörleifs- son óneitanlega kominn feti fram úr öllum þeim, er íitað hafa skáldsögur á islenzku. Öllum skilst, hvilikur gróði það væri, að eiga margt af svona sögum á voru máli, hvílikan þroska það mundi hafa í för með sér fyrir þjóðina, hvilikur menningarmiðill skáldskapurinn er, þegar hann er látinn standa í þjónustu hins sanna, góða og fagra. Einar Hjörleifsson á vissulega miklar þakk- ir skilið af þjóð sinni fyrir þessar sögur. Og eg þykist sannfærður um, að hana þyrstir eftir fleirum*. (Aldamót, XI. 144). • Vestan hafs og austan* er í min- um augum fnll sönmtn þess, að söguskáld vor þnrfa ekki að sækja efnið lengra en á hrjóst landa sinna, ef þeir leita nógn vel. Penni Einars Hjörleifssonar er skorinn úr góðri íslenzkri fjöðnr. Hann fer aldrei geystur eða rasandi, gerir enga óþarfa út- úrdúra með krókum og kringilátum. Drætt- irnir eru hreinir, mjúkir og glöggir og festa sig vel í meðvitund lesandans«. (Guðm. Einnbogason i ísafold XXIX, 35. tbl. 1902). Uin RV onir:« »Hún er svo snildar- leg, að um hana hefirhinn mestigagnrýnings- höfundur á Norðurlöndum, dr. Georg Brand- es, sagt, að betur yrði ekki frá henni geng- ið. Þessi saga hefir sem sé verið prentuð áður og verið þýdd hæði á dönskn og þýzku, og öllum þótt mikið til hennar koma«. Um >LitIa-Hvamm:< »Sag- an er ljómandi vel rituð og lýsingarnar á sálarstríði og hugsunarfari hinna einstökn persóna frábærlega góðar«. UnnÖrðugasta h jailannt »í henni er dýpi mannlegrar sálar kannað getur en menn hafa nokkur dæmi til fyr á íslenzku. Og allnr frágangur á henni er svo afbragðslegur, að vér hikurn oss ekki við að segja, að á hærra stig hefir islenzk- ur sagnaskáldskapur ekki komist hingað til, og vér efnmst um, að fram úr þessn geti farið. (Eimr. VII, 147—151)' Ísland m aldamdtin. Ferðasaga um árið 1899. Eftir Fr. J. Bergraann. Heft 2 kr., í skrautb. kr. »Eg fæ eigi betur séð en að höf. þess- arar ferðasögu hafi dregið upp fremur bjarta mynd af Islandi. Honum virðist hafa ver- ið fult eins kært að lýsa framförunum, er orðið hafa á síðustu timnm, eins og hinu, sem honum finst áhótavant. Það er annars mesta furða, hve vel höf. hefir tekið eftir öllu hér. Og þótt hann sé prestur, og kristindómsástand þjóðar vorrar sé hans mesta áhngamál, þá her ferðasaga þessi glögg merki þess, að hann hugsar mikið um verklegar framfarir lands- manna og öll áhngamál vor; enda virðist skilningnr hans á þeim einkar-ljós. Og um búskapinn talar hann svq, að maður fer að halda, að hann sé engu lakara að sér í þeirri grein en prestarnir hér, og eru þó margir þeirra húhöldar góðir«. (H. N.). ísafold XXVIII, 73. thl. 1901). GALOSCHER Fjölbreytt úrval Aðalstræti 10.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.