Ísafold - 25.10.1902, Qupperneq 2
274
Kjörilæmaskiftingin.
Svo sem kunnugt er hafði alþingi
í sumar með höndum ný kosninga-
lög og lauk við þau, nema kjördæma-
skiftinguna.
En þar sem kjördæiraskifting sú,
er nú höfum vér, er fyrst og fremst
orðin mjög á eftir tímanum, og stjórn-
arskrárbreytingin felur í sér, að bæta
verður við fjórum nyjum kjördæmum,
þá er auðsætt, að taka verður alla
kjördæmaskiftinguúa til endurskoð-
unar.
J>etta verður að sjálfsögðu að ger-
ast á þinginu að sumri, því að á þing-
inu 1905 eiga að sitja 34 þjóðkjörnir
þingmenn, í stað 30 nú.
jpingsályktun sú, er neðri deild al-
þingis samþykti í sumar samhliða
kosningalögunum, er því eðlileg, sú,
að skora á stjórnina, að leita álits
sýslunefnda og bæjarstjórna um nýja
kjördæmaskipun, og leggja frumvarp
um hana fyrir alþingi.
Ganga má að því vísu, að stjórnin
verði við áskorun þessari. En því
miður er hætt við, að árangurinn
verði nokkuð lítill af tillögum þeirra.
J>égar skifta á öllu landiuu í ný
kjördæmi, er einsætt, að binda sig
ekki við hina eldri kjördæmaskiftingu
að neinu leyti, nema þar sem auðsætt
er, að það sé réttlátt og haganlegt.
Svo var að sjá af tillögum þeim
um nýja kjördæmaskiftingu, semfylgdu
upphafiega kosningalagafrumvarpinu í
sumar, að flutningsmenn þess hefðu
ekki hugBað sér annað en að öll
kjördæmi væru innan sama lögsagn-
arumdæmis, að undanteknu því, að
Vestmanneyjar áttu að fylgja nokkr-
um hluta Rangárvallasýslu. En hins
vegar átti t. d. Austur-Skaftafellssýsla,
Strandasýsla og Norður-f>ingeyjarsýsla
að vera heil kjördæmi, svo sem áður,
þótt þær að fólksfjölda nái ekki nánd-
arnærri því að vera lfi4 hluti lands-
ins hver fyrir sig.
|>á var og lagt fcil, að þrír kaupstað
irnir, Isafjörður, Akureyri og Seyðis-
fjörðvir, skyldu hver um sig vera sér-
stakt kjördæmi. En nú eru ísafjörður
og Akureyri að fólksfjölda til ekki
efni nema í tæplega hálft kjördæmi,
og Seyðisfjörður ekki nema þriðjung
kjördæmis.
f>að er mjög eðlilegt, að til þessa
hafi kjördæmum að eins verið skift
eftir lögsagnarumdæmum, þegar kosn-
ingin í hverju kjördæmi fer fram að
eins á einum kjörstað. Nú er sú á-
stæða horfin, er kjörstaður á að vera
í hreppi hverjum, og má því skifta
kjördæmum þannig, að sama kjör-
dæmið sé í tveimur lögsagnarumdæm-
um, ef atvinnuvegir og aðrar ástæður
benda á, að sú skifting sé eðlilegri,
eða miðla verður af einu kjördæmi
handa öðru til þess að hafa þau upp-
haflega svo jafnstór sem hægt er.
Til dæmis að taka er eðlilegt, að
Austfirðir sé samstæð kjördæmaheild,
en Vopnafjarðarsveit (mest Jandsveit),
Jökuldalur, Pljótsdalshérað, Fljótsdal-
ur og Skriðdalur önnur, þar sem sjáv-
arútvegur og verzlun eru mest stund-
uð í öðru héraðinu, en landbúnaður í
hinu. Um Breiðdal gæti verið álitamál
hvort hann ætti ekki að fylgja kjör-
dæmunum uppi á Héraði, en ekki
Fjörðunum, með því að hann er aðal-
lega landbúnaðarsveit.
Eftir hverju á að skifta kjördæm-
unum ?
* Að sjálfsögðu mestmegnis eða aðal-
lega eftir fólksfjölda, þannig, að fólks-
tölunni síðustu, um 80 þús., sé deilt
með tölu hinna tilvonandi þjóðkjörnu
þingmanna, 34. Ættu þá að meðal-
fcali að vera í hverju kjördæmi rúm
2350 manna.
Nú er ókleift að skifta kjördæmun-
um svona jafnt, þar sem ekki má
skifta hreppum í tvent. Verður því
þingmaður að koma upp og ofan á
2000—2600 mauna, er óþarft mun
vera að það raskist að mun nema á
stöku 8tað.
|>að segir sig sjálft, að kjördæma-
skiftingin á að vera bygð á fullkomnu
réttlæti: að ekki sé skift öðru hérað-
inu í vil, en hinu í óhag. Fyrir því
má og eigi við gangast, að nokkurs
staðar sé skift með það fyrir augum,
að koma að einhverju tilteknu þing-
mannsefni; enda getur slíkt orðið
skammgóður vermir. Auk þess ilt á
það að gizka, hvort hlutdræg skifting
næði tilgangi sínum, ef til kærri.
Stokkh ólmsf erö.
VII.
(Niðurlag).
Heimsstúkuþinginu var lokið mið-
vikudag 16. júlí kl. 1; en þótt eg væri
búinn að dvelja 9 daga í borginni, fanst
mér eg ekki enn hafa skoðað Stokk-
hólm nær því svo sem mig langaði til.
Tíminn hafði gengið mestallur í sífeld
fundarhöld og margvíslegar skemtanir,
en aldrei verið gott næði til þess að
skoða þessa einkennilegu borg, sem
»bygð er á bjargi*, eins og segir í guð-
spjallinu, og laugar fætur sína bæði í
tæru vatni og söltum sjó; því hún
stendur þar sem mætast Lögurinn og
Eystrasalt. Lega borgarinnar er alveg
einstök í sinni röð.
Segja má að örstutt á renni úr
Leginum út í Eystrasalt. í ánni liggja
eitthvað um 8 eyjar. Með fram þess-
ari ájog í eyjunum 8 er borgin reist, en
sífeldar brýr tengja saman eyjarnar
og við árbakkana. J>egar þar við bætist,
að landslagi er svo háttað báðu megin
árinnar, að þar eru lág fell og skógar,
má gera sér í hugarlund, f.ð Stokk-
hólmur sé flestum bæjum fegrí.
|>ess sér og glögg merki hvarvetna
í bænum, að Svíareru menta- og menn-
ingarþjóð. j>að er einkennilega marg-
breytilegt að fara um bæinn; margt
ber þar fyrir augu; þar eru miklar
hallir og stór sölutorg, ýmis konar
gripasöfn og lista, blómgarðar og bóka-
söfn, margs konar skólar, vísindastofn-
anir og fallegar kirkjur, líkansúlur, brýr
og hafskipaklappir. Umíerð er mikil
um borgina og með ýmsu móti. f>ar
eru járnbrautir og sporvagnar, eimskip
og bátar, og léttivagnarnir og flutn-
ingskerrurnar á stöðugu tíugi yfir brýrn-
ar og upp og ofan brekkurnar; auk þess
eru lyftivélar á tveim stöðum til þess
að hefja fólkið upp í hæðirnar — úr
lægri götunum upp á fellin, eða upp í
göturnar, er liggja uppi á fellunum.
Meðan á heimsstúkuþinginu stóð, var
oss öllum útlendu fulltrúunum boðið
að skoða »konunglega bókasafnið«. Vér
þágum það og fórum þangað í hóp.
Bókaverðirnir tóku þar á móti oss og
sýndu oss safnið, sem er afarstórt og
merkilegt, enda eru húsakyanin eftir
því. f>ar er mesti fjöldi af merkileg-
um handritum, og kunni yfirbókavörð-
ur margt frá þeim að segja. Hann
lét dæluna ganga meðan við stóðum
við hjá honum; sjaldan hefi eg heyrt
málliðugri mann og kurteisari. f>að
var auðheyrt á honum, að honum þótti
vænt um safnið og að hann þóttist af
því. En svo fer öllum sönnum ætt-
jarðarvinum; þeim þykir vænt um gim-
steina þjóðmenningar sinnar; og að
þeir finni til sin, ef gimsteinarnir eru
margir og miklir, er eigi svo óeðlilegt;
slíkt sýnir, að þeir kunna að meta það
að verðleikum.
f>ar sá eg hina stærstu bók, sem eg
hef nokkru sinni litið. Hún er köll-
uð »djöfsa-biblía«. |>að er skinnbók og
blöðin 3 fet á lengd, en U/2 á breidd,
öll úr asnahúðum, og fóru 300 húðir
í bókina. Svíar náðu henni í klaustri
suður í Prag í þrjátíuárastríðinu og
höfðu hana heim með sér til Svíþjóðar.
Einkennileg munnmæli eru um það,
hvernig þessi stærsta bók hafi til orð-
ið, sem Svíar eiga uú; bókavörðurinn
sagði að hún væri ef til vill stærsta
bók í heimi.
Munk einum hafði orðiö eitlhvað stór-
kostlega á og vardæmdur af lífi; þó hafði
honum verið heitið lífi og fyrirgefningu,
ef hann gæti ritað upp alla biblíuna á
einni nóttu. Hann tók þann kost, og
fekk lokið verkinu á tilteknum tíma
með aðstoð Kölska; til minningar á
Kölski að hafa dregið upp mynd af
sjálfum sér í bókina, og er hún þar
enn á einni blaðsíðunni. En munkur-
mn var eins konar Sæmundur fróði,
og sá svo um að Kölski varð af kaup-
gjaldinu — sálu munksins —, með því
að hann kom því svo fyrir, að hálf
blaðsíða var óskrifuð, þegar dagur rann.
f>ann veg skýrir sagan það, að hálf
aftasta blaðsíðan er rituð með annari
hendi en hitt biblíuhandritið. Annars
ægir mörgu saman í þessari »stórubók«.
Aður en eg færi frá Stokkhólmi
langaði mig einkum til að skoða Kon-
ungshöllina og Biddarahólmskirkju. Eg
hafði gengið fram hjá báðum þessum
stórhýsum daglega, en ekki haft tíma
til að skoða þau. Núloksgat eg það
síðari hluta dags, og hafði eg til sam-
fylgdar íslenzkan mann, sem mælti á
islenzka tungu, eins og eg, og vareinn
af fulltrúunum, þótt ekki væri hann
frá íslandi. f>að var Ingvar Búason,
stúdent og læknisfræðingur, frá Winni-
peg; hann var fulltrúi frá Manitoba-
stórstúkunni. Við hittumst undir eins
daginn sem heimstúkuþingið var sett,
og þótti mér heldur en ekki feugur í
því, að rekast þarna á íslending, svona
alveg óvörum. En enn meir þótti mér
í það varið, er hann sagði mér, að
hann ætlaði að slást í förina heim
til íslands. Hann vildi fyrir hvern
mun leggja af stað fra Stokkhólmi
þetta sama kveld, og varð eg þá að
gera eins, hvort sem ljúft var eða leitt,
til þess að missa ekki af sarafylgdinni.
Konungshöllin er afarstór og ein-
kennilega svipmikil; er þó sniðið á
heuni mjög einfalt, alt eitthvað ein
kennilega beint og slétt, en þó tignar-
legt. Hún er fegursta höllin, sem eg
hefi séð. Nauðasviplítil er konung3-
hölliu Amalíuborg í Kaupmanna-
höfn í samanburði við hana. Höll
þessi var reist á 18. öld, og Svíakon-
ungur settist þar fyrst að árið 1755;
síðan hefir hún jafnan verið konungs-
sstur og heimili konungsfólksins.
Biddarabólmskirkja stendur í eyju
eða hólma, sem nefnist Biddarahol-
m e n. Hólma þennan gaf Magnús
konungur hlöðulás Grámunkum (Franc
iskus-munkum), og létu þeir reisa þar
klaustur og kirkju; það var á slðari
hluta 13. aldar. Kirkjan stendur enn,
en ekki hefir verið messað í henni
síðan 1807. Hún er nú eins konar
forugripasafn; í henni eru t. d. geymd-
ir allir gunnfáuar, sem Svíar hafa
náð í orustum af öðrum þjóðum; eru
þar margar menjar frá þrjátíuárastríð-
inu. |>ár eru og geymdar jarð-
neskar leifar Svfakonunga og ættmenna
þeirra í gullbúnum kistum eða stór-
um skrínum (sarkofag) úr marm-
ara; hefir kirkjan verið leghöll (mauso-
leum) þeirra nú um 300 ór. f>ar eru
og grafin ýms önnur stórmenni Svía,
svo sem hershöfðingjarnir frægu frá
þrjátíuárastríðinu, þeir Lennart Thor-
stensson og Johan Banér. Yfir leg-
stúku Lennarts stendur meðal aunars
þetta:
*Ætt hans er aldauða, en hinar mörgu
sigurvinningar hans eru ódauðlegur
afsprengur, einkum sigurinn við Leipzig
23. október 1642 og við Jankowitz 24.
febrúar 1645*.
f>að er einkar-hátíðlegt að ganga
þarna meðal framliðinna, og hugur-
inn fyllist lotningu, ekki fyrir það, að
þetta eru konungagrafir, heldur af því,
að hér hvíla mörg stórmenni sögunn-
ar, þau er ráðið hafa stórviðburðum í
heiminum og rist nafn sitt svo skíru
letri á spjald Sögudísarinnar, að jafnvsl
hverf barn í skóla hvarvetna um liinn
mentaða heim verður að kynnast
þeim og afreksverkum þeirra.
Hvergi fann eg betur til þessarar
lotningar en er eg stóð gegnt kistu
þeirri, er geymir lík Gústafs II Adolfs,
þess er féll við láitzen 1632 og getið
hefir Svfþjóð meiri frægð um heim
allan en nokkur maður annar. I leg-
hvelfingunni, þar sem kista hans og
kistur ættmenna hans standa, eru
þessi latnesku orð letruð á vegginm.
undir gluggunum:
In anguntiis intravit.
Pietatem amavit.
Hostes prostravit.
Begnum dilatavit.
Suecos exaltavit.
Oppressos liberavit.
Moriens triumphavit.
Lauslega íslenzkað:
í öngþveiti byrjaði hann.
Guðsótta unni hann.
Fjendum flötum varpaði hann.
Bíki sitt jók hann.
Svía hóf hann.
Kúguðum barg hann.
Deyjandi sigraði hann.
Auk kistu hans var mér einna star-
sýnst á svarta marmarakistu stóra,
er geymir lík Carls XII Svfakonungs
(f. 1682, d. 1718), enda finst mér
standa einna mestur Ijómi af minning
þeirre tveggja í sögu Svíakonunga. —
Tvisvar hefir kista þessi verið opnuð
(í síðara sinnið 1859), og er mæ!t að
líkið hafi þá enn verið óbreytt að
mestu; auðvitað er búið um lík slíkra
stórmenna með smurningaraðferð, sem
kallað er.
Enn var tími til að skoða vax-
myndahöllina (Panopticon); þar sá eg
ágætar myndir að hershöfðingjum Búa
og lifnaðarháttum þeirra.
Kl. 10 um kveldið þennan sama
dag, 16. júli, varð eg að halda á stað
frá Stokkhólmi, til þess að missa ekki
af samferðamönnum míuum. Eg fór
á járnbraut beina leið til Málmhauga,
en kom þó við í Lundi. f>að var um
hádegið daginn eftir. f>ar skoðuðum
við Ingvar dómkirkjuna og háskól-
ann. Dómkirkjan er að vfsu geysi-
stór; en hvergi nærri þykir mér hún
eins fögur og Uppsala-dómkirkja; há-
skólinn í Lundi er og miklu mirni en
hinn í Uppsölum.
Aður en eg skilst, við Svíþjóð, verð
eg að láta þess getið, að mér féll
þjóðin einkar-vel í geð. Svíar liafa á
sér hvað mestan menningarbrag allra
Norðurlandaþjóða; þeireru snyrtimenn
miklir og gleðimenn, einkar-þýðir í
viðmóti og allra manna kurteisastir.
Og það sem gerir þá enn hugljúfari
er hið hljómfagra mál á vörum þeirra.
f>etta á þó ekki heima um Skán-
unga. f>eir hafa haft of mikil mök
við Dani og lært af þeirn kokhljóðið
danska, sem f eyrum margra Islend-
inga er ljótt og leiðinlegt. Kokhljóð-
ið dregur mjög úr hljómfegurð hins
hvella, sænska máls.
í Kaupmannahöfn stóð eg við 2
daga. f>aðan fór eg til Svendborgar
á Fjóni, til þess að geta komið á
stórstúkuþing danskra Good-Templara,
er þar átti að byrja 21. júlí. Höfðu
Danir þeir, er á Stokkhólmsfundinum
voru, beðið mig aðkoma þangað. Eg
hafði og íslending til samfylgdar
þangað. f>að var Ferdinand Johnsen,.