Ísafold - 08.11.1902, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.11.1902, Blaðsíða 4
•Óhreinkaðu ekki jstígvélin mín með skítugum vörunum, Ódráttur! Svaraðu því sem eg spyr«. Blámaðurinn hrökk við og rétti úr ser stæltur; áður stóð hann í keng af auðmýkt. Segir svo í ögrunarróm : »Bossi van der Nath sendir kveðju sína og segir : bossi fyrirliði, hinn fyr- irliðinn og 15 dátar allir að gefast upp«. »Hvern þremilinn ertu að þvaðra, ódráttur? Hver er bossi van der Nath?« sMerkisvaldur er hann kallaður af mönnum sínum«. »Hvar er hann?« Blárnaðurinn stóð allur í kuðung, eins og sneyptur rakki frammi fyrir húsbónda sínum reiðum, en umlaði samstundis: «... Allir fimtán dátar að gefast upp«. • Svaraðu undir eina; hvar er merk- isvaldurinn ?« Blámaðurinn dró með hendinni stór- an hring í loftinu, áður en hann tók aftur til máls, og mátti heyra á rödd- inni, að hlökkun og hræðsla glímdu þar hvor við aðra. »þarna, og þarna, og þarna. Menn hans liggja á grundinni við hliðina á honum, allir saman viðbúnir að skjóta*. Pyrirliðunum varð bylt og þeir litu hvor framan í annan. »Umkringdir«, sögðu þeir báðir í sama mæðulegum róm, og gerðust mjög svo niðurlútir. Dátarnir höfðu heyrt hið stutta samtal við hinn ókunna mann, sem hafði gengið þarna í veg fyrir þá; og varð þeitn nú hálfu gramara í geði en áður. En hvað áttu þeir að gera? iþarna voru öll sund lokuð og dauðinn í fyrirsát fyrir þeim á allar hliðar. Að berjast vasklega, svo sem sómdi dát- um hennar hennar hátignar, það gátu þeir . . . . og hvað svo frarnar? Láta skjóta sig, eins og skaðræðis-villidýr, úr fyrirsátarfylgsnum, fúna þar á ókunn- um bletti og vera skrifaður á skrá hinna horfnu og gleymast síðan,— það var alt og sumt. »Bregðið þíð sverðunum«, skipaði sveitarstjórinn, fremur af því, að fyrir honum vakti einhver óljós skylduhug- mynd um að verjast meðan uppi stæði, heldur en af því, að hann hefði nokkurn vonarneista um, að þeim félögum yrði undankomu auðið. Riddararnir hlýddu af gömlum vana; en handatiltektirnar voru fjörlausar. Hljómurinn í fyrirskipunum sveitar- stjórans var ekki eins öruggur og vandi var til. þeir drógu þó sverðin úr sliðrum með venjulegu bramli og bjugg- ust að öðru leyti til orustu eins og í leiðslu. En undir eins og fyrsta viðbragðið var búið, linuðust taugarnar upp aftur, þótt stríkkað hefði verið á þær í svip. jþeir blíndu hálfsmeykir út í kolsvart myrkrið, sem var eins og veggur í kringum þá, svo að varla sá almenni- lega fyrir þeim, sem næsturreið. Yar það ekki óðs manns æði, að ryðjast beint framan að byssukjöftum fjand- manna sinna? þeir gátu ekki að því gert, að slíkar spurningar og því um líkar flugu þeim í hug, svo mikla höf- uðóra sem þeir höfðu. Og ekkert svar kom í móti úr kolsvörtu nátt- tnyrkrinu. Óvissan, sem alla orku gerir máttvana, festi klær í þeim mis- kunnarlaust; og loks tekur einn þeirra alt í einu til að gráta. f>eir heyrðu það allir sextán félagar hans. Og hefði ekki ofurlítill síðasti snefill af heraga-hugsun haldið aftur af þeim, mundu þeir óefað hafa tekið undir með honum; þeim var öllum jafnþungt niðri fyrir og þeir tóku allir ákaflega mikið út. |>etta voru þá leikslokin. f>eir höfðu elt hina fótfráu fjandmenn sína svo þúsundum mílna skifti um ókunnugt land. þeir höfðu úthelt æstu írsku blóði sínu á ótal stöðum, sem enginn hirti nú um að mnna framar; og þarna var þá endi- mark hreystiverka þeirra og andstreym- is. Uppgefnir og hálfrænulausir, ban- hungraðir og máttlausir riðuðu þeir til og frá á hestbaki, eins og strá fyr- ír snörpum vindi, og gátu hvorki hugs- að né ályktað. Tvær mínútur eátu þeir allir og biðu vonlausir. f>eir fundu það eitt, að þeim var þrotinn allur hugur og þróttur. Eiiska vaðmálið, flonne- lett, jakkafóðnrtau, rekbjuvoðir og margar aðrar vefnaðarvörur koma með VESTA. Björn Kristjánsson. I haust var mér undirskrifuðum dregið hvítt lamb (vorgeldingur), sem eg ekki á, en með mínu klára marki og band í eyra; mark mitt er geir- stýft h. tvíst. aft. v. og biti framan. Skora eg því á þann sem á sammerkt við mig að gefa sig fram og sanna eignarrétt sinn á lambi þessu og semja við mig um markið, en borga verður hann auglýsingu þessa, og annan áfallinn kostnað. Hólakoti í Miðneshreppi 2^. okt.1902. Guðni Jónsson.______ Stört ijplil. verður haldið á ýmsum bókum og búðarvarningi þriðjud. 18. þ. m. í leikhúsi W. O. Breiðfjörðs. cJlsgQÍr Sigurésson. Skipstjórar. Tveir duglegir og reglusamir skip- stjórar geta fengið atvinnu næstkom- andi ár. Þeir, sem óska eftir að fá þessar stöður, eru beðnir að senda skriflega umsókn og meðmæli til Jes Zimsen í Reykjavík fyrir hinn 20. þessa mánaðar. Ennfremur er óskað eftir, að umsækjendur tiltaki þau kför, sem þeir vilja fá. Mikið, úrval af vel völdum lukkuóska- og jólakórtum er uýkomið i Bókveriílun ísafoldar. Til kaups og áhúðar fæst í næst- komandi fardögum jörðin Tunga í Flóa. Semja má við eiganda og.' ábúanda jarðar- innar. Gnðmund Hannesson. Málfundafélagið. Fundur á morgun kl. 4‘/2 á sama stað og áður. Fyrirlestur: Nokkur atriði úr sögu Reykjavíkur (B. J.). Peningasamskot þau, er send voru hreppsnefndinni í Dalahreppi til útbýtingar meðal ekkna og munaðarleys- ingja eftir manntjónið á Arnarfirði 20. sept. 1900, voru þessi; 1. Frá útgerðarmannafélaginu í Reykjavík 400 kr. ásamt 60 kr. frá hr. bankastj. Tr. Gunnarssyni. 2. Frá búsfrú Guðb. Pálsdóttir í Hnífsdal, samskot þaðan 50 kr. 3. Frá Dýrfirðingum norðan fram, árang- ur af tombólu kr. 228,05, ásamt 100 kr. gjöf frá hr. L. Berg á Framnesi. Sent af síra JÞórði Ólfssyni og Oddv. Fr. Bjarnasyni. Þessum samtals kr. 838,05 var skift í 14 staði, mest 115 kr., minst 15 kr., en kvittanir þiggjenda voru sendar sýslum. í Barðastrandarsýslu sem formanni samskota- nefndarinnar þar. Reykjavík, 7. nóv. 1902. Lárus Benediktsson, fyrrnm hreppsn.oddv. í Dalahr. Orgelharmoniiim gerð í eigin verksmiðju og vesturheimsk Ifá 12(1 kr. með 1 rödd, og frá kr. með 2 röddum. 10°lo afsiáttur ef greiðsla fylgir pöntuninni. 5 ára skrifleg 4byrgð. seljum við undirskrifaðir. Þau hafa fengið beztu meðmæli lielztu söngfræð- inga á íslandi og í öðrum löndum og sýninga, þar sem þau hafa verið sýnd. Biðjið um verðlista með myndum. Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn B. Hin nýja og endurbætta ,PERFECT‘- skilvinda ©r nú fullsmíðuð ofí komiu á markaðinn. Nr. 00 skilur 120 pund á klukkustund, kostar 90 krónur — o — 150 — - — — — 100,00 — — 1 200 — - — — — 110,00 — Ennfremur eru til stærri ,PERFECT'-skilvindur, sem skilja 500, 600 800 og 1000 pund á klukkustund. »PERFECT« er bezta og ódýrasta skilvinda nútímans. Útsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson, Reykjavík, Grams verzlanir, A. Asgeirsson Isafirði, Kristján Gíslason Sauðárkrók, Sigvaldi Þor- steinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, allar Örum & Wulffs verzl- anir, Stefán Steinholt Seyðisfirði, Friðrik Möller Eskifirði, Halldór Jónsson Vík. Einkasali fyrir Island og Færeyjar, JAKOB GUNNLÖGSON Kjöbenhavn K. Uppboðsaujílýsiissr. Eftir kröfu landshankans, og aö und- angengnu fjárnámi 9. m., veröur l/2 jörðin Haukatunga í Kolbeinsstaöa- hreppi seld til lúkningar 540 króna veðskuld, áföllnum vöxtum og kostnaði, á 3 opinberum uppboðum, sem verða haldin á bádegi, 2 hin fyrstu hér á skrifstofunni laugardagana 22. nóvem- ber og 6. desember þ. á., og hið síð- asta á eigninni sjálfri laugardag-inn 20. desbr. Söluskilmálar verða til s/nis hér á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappadalss. Stykkishólmi 12. okt. 1902. Lárns H. Bjarnason. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á afla þá, er til skuld- ar telja í dánarbúi Gísla Hermannsson- ar frá Hrauni í Grindavík, að 1/sa þeim og sanna þær fyrir undirrituðum skiíta- ráðanda áður en sex mánuðir eru liðn- ir frá síðustu (3.) birtingu augl/singar þessarar. Skrifst. Gullbringu- og Kjósars/slu 9. okt. 1902. Páll Einarsson. U M B O D Undirritaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa fitlendar vörur gegn sanDgjörnum umboðslaunum. P J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K. Verzlunarhús. sem stend- ur við bæjarbryggjuna, og íbúðar- h ú s í Þingholtsstræti eru til sölu, sömuleiðis þ i 1 s k i p og uppskipun- arbátur, og fiskverkunarreit- u r við Rauðará. Semja má við Tryggva Gunnarsson- Ritstjóri Björn Jónsson. ísafoldarprentsmiðja Þar eð verzlunin „Nýhöfn“ í Reyhjavik er nú lögð nið- ur, áminnast allir, sem shuhla henni, að greiða liið allra fyrsta skuldir sínar til undirskrifaðs, sem hefir fyrst um sinn á hendi alla innheimtu á útistandandi skuldum og útborganir á inneign við sömu fyrv. verzlim. Skrifstofa mín er í húsi frú Thordals (Sivert- senshús). Reykjavík 3. nóv. 1902. fyrv. verzlunarstjóri. Sjó'veílingar keyptir háu verði í verzlun Th. Thorsteinsson hjer í bænum verður laust 1. janúar næstkomandi. Þeir sem sækja vilja um þetta starf, sendi umsóknarbrjef sín stýluð til bæjarstjórnarinnar, hing- að á skrifstofuna fyrir lok þessa mán. Nánari upplýsingar um . starfið veit- ir undirskrifaður bæjarfógeti. Bæjarfógetinn í Reykjavík 7.11ÓV.1902. Halldór Daníelsson-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.