Ísafold - 03.12.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.12.1902, Blaðsíða 3
299 hafnarlaust at okkar hálfu. f>að er ólíkr líf, eða stritið og áhyggjurnar, sem við áttum að búa við fyrir austan. f>ú ættir nú að fá manninn þiun til að flytja sig hingað. f>að gæti í öllu falli verið gott fyrir börnin ykkar. Ketill sonur ykkar lærir ekki eystra annað en að slá, slétta tún, og leggja stein í garð, og hefir ekki umgengni við annað en kýr og kindur. Olöf dóttir þín sér engan mann nema sveita- karlana, og lærir ekki annað en að mjólka kýr og elda graut. Hér nálægt húsinu okkar er auður blettur, bezta /hússtæði. f>ar ættuð þið að byggja ykkur hús, og þá yrðum við nábúakonur aftur, og þá gætum við talað um fornar stöðvar og um okkar fyrra líf, og þá gætu börnin ykkar mentast, og orðið — mór liggur við að segja — að nýjúm og betri mönnum. f>ví livaða líf er sveita lffið fyrir ungt fólk? Bg sé það nú bezt síðan að eg kom hingað. f>að mun nú vera bezt að fara að hætta þessu rugli, Eyvör mín. f>ú ræður hvað þú gerir. Eg segi bara það, að væri eg í þínum sporum, þá vissi eg, hvað eg gerði. Eg bið nú kærlega að heilsa manni þínurn og börnum, og óska ykkur alls hins bezta, og eg þakka þér fyrir alt gott, mér auðsýnt, meðan við vorurn nábúakonur. Eg skyldi ekki kvíða því, þó eg vissi, að þú ættir að verða nábúakona mín aftur. f>ín gamla vinkopa Þórný Ólaýsdóttir. III. Frá Sigurði Þórðarsyni á Gnúpi til Auðuns Bjarnasonar á Hvoli. Gnúpi, 28. nóvbr. 1904. Heiðraði vin, ætíð sæll! Nú er hannharður. f>etta er meira íhlaupið. Alt á gjöf hjá mér, og er það býsna-snemt. Vonandi er, að þessu linni bráðum. Svona er það nú úti við. En innan- húss á eg líka erfitt um þessar mund- ir. Ekki er það samt af skorti, því heimilisaðdrættir voru með ríflegra móti síðastliðið sumar. Enda ber mér ekki að kvarta um skort í neinu til- lití; eg kemst hér af með mig og míua, þó eg sé nokkuð skuldugur í kaupstaðnum; eg á vel fyrir því, og mér er aldrei synjað um bón mína þar. En annað átti nú að verða bréfs- efnið en þetta. f>ú veizt, að eg hef oft leitað ráða hjá þér, og talað við þig um mína hagi, og eins ætla eg að gera nú, og segja þér frá kringum- stæðum mínum. Eins og þú manst, flutti Arnljótur á Breiðafelli bústöð sína héðan úr sveitinni suður í Beykjavík fyrir rúm- um tveimur árum. Eg vissi, að þú lattir hann þess; en hann fór þrátt fyrir það. Eg skal nú ekkert dæma um þessa flutninga til Beykjavíkur; en mjög finnast mér þeir fara eftir því, frá hverju maður hefir að hverfa. Líði manni bærilega á sinni jörð, ekki sízt ef maður nú á hana sjálfur, þá finst mér það mikið íhugunarmál, að skifta um, og taka það óvissa. En hún Eyvör konan mín fekk í haust? bréf frá f>órnýju, konu Arnljóts, og Ólöf dóttir mín annað frá Helgu, og síðan hef eg — satt að segja — ekki haft stundlegan fríð fyrir þeim mæðg- unum, konu minni og Ólöfu. f>eim er skrifað alt svo glæsilegt af Beykja- víkurlífinu, að þær vilja friðlaust fara þangað. f>ær f>órný og Helga skrifa svo mikið um, hvað lífið þar sé létt og ljúft, skemtilegt og áhyggjulítið. Arnljótur er á þessum stutta tíma búinn að byggja þar stórt, tvíloftað timburhús, sem hann býr í, og hefir miklar tekjur af að auki. f>etta er nú fyrir sig; en óneitanlega virðist það benda á góða afkomu hans þar og fljótan gróða* En svo er það ólíkt, hvað hægra er að menta börnin sín þar. Og það er þetta, sem konan mín mest af öllu tekur fram, þótt öll dýrðin hin láti hana ekki heldur ósnerta. Eg veit ekki, hvað eg á að afráða. Svo mikið er eg búinn að sjá, að kona mín og dóttir eira hér ekki leng- ur. Ólöf og Ketill sonur minn eru ait af að tala um að komast suður til að mentast; Ketill er nú tvítugur, og duglegasti maður til allrar sveitavinuu, og hann og Ólöf hafa bæði unnið svo hjá mér, að án þeirra gæti eg ekki verið við jörðina; vinnuhjú er ekki hægt að fá. Ef börniu mín fara frá mér, þá verð eg að bregða búi. Og Eyvör liunir ekki á fortölutn um að fiytiast suður, og satt að segja er gangurinn í þessu svona: Helga er hamslaus af þrá eftir að komast til Beykjavíkur tii að mentast, og hún er búin að fá móður sína á sitt mál; þær eru líka búnar að fá Ketil á þeirra skoðun, og hann er líka búinn að fá óviðráðanlega mentunarfýsn. Eg verð að gera þá játningu fyrir þér, að eg hef engan frið á heimilinu. Mér hefir þótt ánægja að hugsa tii þe8s, að Ketill tæki við jörðinni eftir mmn dag, því eg sé ekki betur en að hann sé efni í búmann. En það tjáir uú víst ekki að ala þá von lengur. Svo er nú aðalefni bréfsins eftir, og það er: ef eg nú skyldi afráða að flytja mig suður, þá verð eg að lelja Gnúpinn. Skuldir mínar hér eystra verð eg að borga, og tómhentur get eg ekki farið suður. Vilt þú kaupa jörðina af mér? Eg er mjög ábyggjufullur út af öllu þessu. Mér þykir ilt að hafa mentun af börnum mínum. f>au hafa raunar fengið líka mentun og eg fekk í æsku minni, en það þykir ekki nóg á þess- um tímum. Mér þykir ilt að fara frá jörð minni, en það er líka ilt að heimilisfriðurinn skuli vera horfinn. Ilt er það alt saman. Meira ætla eg nú ekki að skrifa um þetta mál, en bíða þess, að þú skrifir mér línu og látir mér í ljósi álit þitt. Einkum er mór umhugað um að heyra undirtektir þínar undir kaup á jörð minni, ef á þarf að halda. Kveð eg þig svo með óskum beztu, og er jafnan þinu einlægur vin Simrður Þórðarson. o i Misprentað var í nokkrum eintökum síðasta blaðs Eansson fyrir Hreinsson, i fyrirsögn, og i niðurlagi bréfsins á ein- um stað a fyrir i. Stórþ.jófnaðnr os brenna. það bar til í fyrra haust snemma, Svo sem kunnugt er af blöðum þá, að maður stal peningum, rúmum 500 kr., úr kistu í skemmu á jporgríms- 8töðum í Breiðdal og kveikti síðan í kistunni til að dylja glæpinn, en fyrir það brann og skemman til kaldra kola, og var bænum einnig hætta búin og að heimafólk brynni alt inni. Maður þessi, Sturla Vilhjálmsson, var nú dæmdur í yfirrétti 3. f. mán. í 5 ára, betrunarhúsvinnu og rúmra 2200 kr. útláta í skaðabætur, þar af nær 1800 kr. til Jóns bónda á þorgríms- stöðum, svo og varðhalds- og máls- kostnað. Vestmanneyjum 24. nóv.: í jiilí var mestur hiti 23., 16,4° minstur aðfaranótt 8. og 13. 6°. I ágúst var mestnr hiti 1. 17,6°, minstur S0. 3°. í septbr. var mestur hiti 3. 13,5°, minstur aðfaranótt 4. 3,8°. í október vav mestur hiti 5. 11,3°, minstur aðt'aranótt 3ö.-i-2,50 Úrkoman var I þess- um 4 mánuðum 26, 46, 111 og 122 milli- metrar. Svo þurviðrasamt sem sumarið var, svo votviðrasamt hefir haustið verið, sjaldan komið þur dagur til enda, og nú hafa um lengri tima gengið sífeldar aust- anáttir. í júli og ágúst var hér einhver hinn mesti vatnsskortur, sem menn muna; einn hrunnur (síað sjávarvatn) þrýtur al- drei, en langur vatnsvcgur er í hann, eink- um hjá þeim, sem lengst búa frá honum. Fuylaferðir bepnuðust vel, en lunda- eftirtekja varð lítil, aí fýlunga betri. Uppskera úr görðum var með bezta móti hjá flestum, bæði af rófum og jarð- eplum. Afli af sjó var i sumar allgóður hjá þeim sárfáu, sem komust til að stunda sjó. Aft- ur er afli á haustvertlð nálega enginn, gæft- ir mjög strjálar og nær fiskilanst. Verðlag á saltfiski er hér 58 kr., harð- fiski 160, löngu 50, stútungi 40, ýsu 35, 16 lýsipd. af hrognum 40 kr. Hagur manna stendur hér með allra hezta móti; svo er góðfiskinu og góðærinu fyrir að þakka. Heilbrigði góð. Kveanaskóliiui á Blönduós. Þar eru nú um 50 námsmeyjar, flestalt bænda- dætur. Heybrtini varð 22. f. mán. á Hvals- nesi við Stöðvarfjörð. Hlaða með mest- öltum beyfeDg bónda í brann til ösku. Læknir settur. Héraðslæknirinn í Stykkisbólmsbéraði, Guðm. Guðmundsson, hefir verið settur af landshöfðiugja til að þjóúa með Flateyjarhéraði. Pórn Abrahams. (Prli.) I þeirri svipan heyrðu þeir kallað í myrkrinu í snörpum nístings-róm : •Gefist þið uþp!« |>að var ekki áskorun, heldur bein skipan, í snöggum yfirboðararóm, með sigur-ögrunarblæ, eins og sagt væri: f>að er ekki til neins að vera að spyrna í móti. Síðustu virðulegum leifum hennar hátignar drotningarinnar írsku riddara var þar með alveg varnað þess, að fá framar færi á að úthella blóði sínu í orustu við ofurefli liðs. J>eir sáu allir þegar í stað, að alt viðnám var óðs manns æði. Sverðunum var hent til jarðar hverju á fætur öðru, eins og þeir hefðu komið sór saman um það orðalaust. Sömu leið fóru skotvopn- in, og loks rendu þeir sór af hestbaki hægt og dræmt og létu hestana eiga sig. EDginn þeirra hefði hikað við að leggja til bardaga við margfaldan liðs- afla. En hitt var þeim 'ofætlun, þótt margreyndir væri að hugrekki, aðþeys- ast áfram gegnum myrkrið og eiga alveg víst, að það yrði ekki til neins, hrasa í öðru hverju spori, hvað lítið sem fyrir fæti var, og vera skotnir þar til bana hver um annan þveran svo, að engu haldi kæmi. J>á var enn kallað í sama stálhörku- róm : •Sleppið hestunum, skipið ykkur í röð, fyrirliðarnir fyrir framan hina!« Biddararnir hlýddu eins og í svefni, lémagna og úrkula vonar, og þótt þeira lægi við að gráta af heift og gremju. |>á sáu þeir, hvar upp spruttu úr grasinu örskamt frá þeim 12 vofur, og fengu þeir sízt skilið, að eigi höfðu þeir auga komið á þá áður. |>ví næst heyrðist fótaskark mikið og þá voru reknir á brott reiðskjótar þeirra fé- laga. J>eir þóttust skilja, að hestarnir mundu hafa veður af öðrum hrossum þar á næstu grösum, og þar með, að þar væri nærri bæði eitthvað að bíta og vatn að drekka; þeir mundu hafa verið torreknir að öðrum kosti. J>á var á samri stund slegið hring um þá. |>að voru fimm tugir manna og höfðu allir byssur í hendi. |>ví næst var bál kveikt allmikið fáa faðma frá þeim. f>ar glampaði enn á marga byssuleggi. þangað góngu þeir dapr- ir og niðurhltir. J>eim féll þungt að vera hér veiddir sem melrakkar í gildru, en hafa þreytt sig á áður að leita að vegi, er óvíst muudi, hvort til væri þar. jpað var þeim nobkur hugfró, að miklu voru fjandmenn þeirra liðfleiri. Hross sáu þeir standa bundin um það svæði alt, er bjarma lagði yfir frá bál- kestinum, og fanst alimikið um, er fjandmenn þeirra höfðu verið svo snjallir, að láta þá ganga sér þann veg í greipar að óvörum. J>á furðaðí það stórum. f>eim var allsýnt orðið um margskyns bragðvísi I hernaði, og kunnugt um, hve ilt var að leynast. f>að var og enn, að þeir fengu eigi með öllu varist þakkarþeli til fjand- manna sinna. f>eir sáu það, að eng- inn blutur var þeim hægri en að skjóta þá alla til bana og ríða eftir það leiðar sinnar. f>eir voru og svo skapi farnir, ridd- ararnir, að þann kost hefðu þeir tek- ið sjálfir í hinna sporum og talið sér frægðarauka. f>að hefði og verið stór- um mun fyrirhafDarminna, og það skifti miblu, er skjótt skyldi fara langa leið. f>eim skildist það, að þeím var harla ólíkt farið, fjandmönrí- um þeirra, þótt bæði gerðu þeir að hatast við þá og ,hafa á þeim mikla skomm. Svo hafði verið frá Búum sagt í þeírra eyru, að þeir væru allra manDa verst siðaðir og hinir grimm- lyndustu. En það þóttust þeir nú sjá, að þeir mundu hlífast við að bera vopn á fjandmenn sína meðan annars væri nokkur kostur. f>eir höfðu sent vesalan Kaffa á þeirra fnnd og boðið þeim grið. Hann var og eigi, ólíkleg- ur til að hafa boðiat sjáltur til þeirr- ar farar, þótt eigi væri hættulaus; þeirN,sáu, hvar hann stóð hjá vagni einum og sá í hvítar tennur, en landar hans nokkrir blýddu á frásögu hans um þá vasklegu framgöngu og fanst mikið um. f>eir höfðu og, Búar, á sér engan of- metnaðarbrag í viðmóti við þá félaga, er þeir höfðu hertekið. Hitt var held- ur, að þeir sýndu af sér vinarhót, þótt þurleg væri nokkuð, svo sem þeim þætti miður farið, að jafn-slysalega hefði til tekist fyrir fjendum sínum. f>eir höfðu veður af því, írarnir, þótt eigi skildíst þeimþ&ð enn til hlítar,aðhér hefðu þeir fyrir sér nýja kynslóð manna, er inna mundu þá skyidu af hendi með stillingu og jafnaðargeði, að verja fósturjörð sína vopnum, þótt þungt félli. Auhaútsvörln. Fallið hafði úr skýrslunni uni daginn verzlunin Edinborg með (1100) 1200 br. Og úr niðurjöfnunar- nefnd Hanues Hafliðason. Björnsons-ávarpið liggur frammi til undir- skrifta kl. 11—3 og 4—7 í dag. Lommebog for Handlende, ómissandi handbók fyrir verzlunarm., fæst í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Kostar að eins 1,25. Að eins lítið er til sýnis i verzlun Cinars cflrnasonar. J. P. T. BflífiS verzlun í Hafnarfirði kaupir vel unna, óróna sjóvetlinga Borgar með peningum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.