Ísafold - 03.12.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.12.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinm eða tvisv. í viku. Yerð árg. (»0 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg R«ykjavík miðvikudaginn 3. desember 1902. 75. blað. I. 0. 0. F, 841258'/.,._____________ Augrilœkning ókeypis 1. og 3. þrd. í hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forugripasafn op'ð mvd. og ld. 11—12. Landsbarikinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útiána. Náttúrugripasafn, i Doktorsluísi, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Utflutningur á kældu kjöti. Búfræðiskandídat Guðjón Guð- mundsson kom því máli á dagskrá með fyrirlestri sínum í fyrra vetur, að reynandi væri, að koma kældu kjöti héðan í verð á Englandi, og leitaði Landsbúnaðarfélagið sér siðan fræðslu um það mál hjá stórkaupmanni L. Zöllner í Newcastle, er hann var hér á ferðinni, og var það eftir bendingum frá honum, að aukaþingið f sumar sem leið tók upp í fjáraukalög 20,000 kr. veiting til tilrauna við slíkan út- flutuing næsta liaust; og kemur að eins til greiðslu á því fó úr landssjóði, ef salan gengur eigi betur en svo, að verðið verði minna en 20 a. pundið í kroppum þyngri en 45 pd., og 18 a. I léttari kroppum, og verður þá greitt seljanda það sem á vantar í 20 eða 18 aura, þó ekki meira en 5 a. á pundið. Nefndin, sem bar þetta mál fram á þinginu, lýsti því yfir, að framkvæmd þessarar tilraunar yrði að vera í hönd- um herra Zöllners, auðvitað í sam- vinnu við eitt eða fleiri kaupfélög, þar sem útflutníngurinn þætti líkleg- astur, og var því helzt vikið að Aust- urlandi, en Landsbúnaðarfélaginu var falið að hafa eftirlit með því, að skil- yrðunum væri fullnægt til að fá greiddan styrkinn úr landssjóði, ef til kæmi. Landsbúnaðarfélagið tilkynti herra Zöllner úrslit málsins á þinginu, og það jafnframt, að framkvæmdin væri nú öll undir honum komin, og hefir félagið fengið það svar frá honum, að hann vilji reyna að koma þessu í íramkvæmd. Sjálfur mun hann ranu- saka horfurnar fyrir sölunni og. hvað annað, sem er að athuga við jafn- dýran flutning, en hérlendis mun hann væntanlega ætla aðalumboðsmanni sínum, að ná samningum við kaupfé- lögin um, að hafa nóg til í skipið, og annast annan nauðsynlegan undirbún- •ing hér á landi. það yrðu mjög svo mikil vonbrigði, ef þessi viðleitni færist nú fyrir, og er helzt að óttast, að samtökin fáist ■ekki hér nógu traust og öflug. — Haldist saltkjötsverðið áfram þetta allgott eins og var í sumar, er skilj- anlegt, að einhverir kunni að vilja sneiða sig hjá því, að láta vöru sína í nokkra tvísýnu; en bæði er það, að saltkjötsverðið er mjög svo stopult, og hefir verið margfalt minna en nú BÍðast, og í annan stað verður að treysta góðum útbúnaði hjá herra Zöllner, er hann hefir jafnlangan tíma fyrir sér og nú, svo að lítt hugsanlegt ætti að vera, að svo illa færi, að landssjóður bæri ekki blakið af bænd- um. Líklegasti útflutningsstaðurinn fyrir allra hluta sakir er Seyðisfjörður, og verður það væntanlega ekki fyr en að Múlasýslum frágengnum, að reynt verði fyrir sér annarsstaðar. Á Seyð- isfirði mun kostur á að fá stór hús til slátrunar, og frá Landsbúnaðar- félaginu hefir Seyðfirðingum verið gefin bending um það, að nota sér hinn fyrirheitna styrk í fjárlögunum til að koma sér upp slátrunarhúsi. Brytt hefir á þeim skilningi, að Landsbúnaðarfélagið ætti að taka að sér forgöngu þes3a verks að meira eða minna leyti; en bæði er það, að þingið ætlaðist ekki til þess, og félag- ið getur það ekki með neinu móti. — Af hálfu félagsins getur eigi komið til frekari aðgerða en eftirlits með til- rauninni, og að gera atbuganir, sem verið gætu síðar til leiðbeiningar. — Eftir því, sem nú veit við, þá verður að hlíta dómi herra Zöllners um það, hvort ráðast eigi í fyrirtækið, og honum verður að treysta til þess, að framkvæma það með nægri fyrir- hyggju. Hiutabankiiiii. Líklega léttir nú öllum andróðri gegn hlutabankanum, er mótspyrnan hefir reynst árangurslaus og að vísu er að ganga um stofnun hans á uæsta ári. Meira að segja hefir margt ólíklegra orðið en að nú fari þeir að láta vel yfir, sem stækastir hafa verið á móti honum. Yfirleitt mun þó ekki þurfa að bú- ast við miklum stofnfjárframlögum handa honum hér á landi. það fyrirmunar hið mikla, almenna féleysi landsmanna. þeir munu og vera enn getuminni til þess en elia fyrir það, að þeir hafa eigi allfáir varið peningum sínum til þess að kaupa veðdeildarbréf í hinum bankanum. Hitt mun naumast standa fyrir, að þorri landsmanna geri eigi bæði að fagna stofnun hlutabankans með sjálf- um sér og bera mikið gott traust til þess, að hann verði gróðafyrirtæki. þeir hafa kent sárara til peninga- leysisins í landinu en svo, að jþeir hugsi eigi gott til verulegrar breyting- ar til batnaðar í því efni. Hór hefir verið í raun réttri pen- ingahallæri jafnvel öldum saman. Og þjóðin er orðin því svo vön, að allmikill hluti hennar veit varla ann- að en að slíkt sé alveg eðlilegt ástand eða að minsta kosti sjálfsögð afleiðing af fátækt landsbúa. >Svo má illu venjast að gott þyki«, eða þá að það þyki ekki annað en nærri því sjálf- sagt eða óhjákvæmilegt mótlæti. þeim hefir raunar mörgum sviðið, að verða að eiga inni hjá kaupmönn- um, e£ þeir hafa lagt meira inn en þeir þurfa að taka út á jafnóðum, eða þá að fá það ekki öðru vísi en í vör- um, sem þeir þarfnast ekki. þeir kenna það tíðast ágengní kaup- manns og óbilgirni, en gæta ekki þess, að hann á tíðum ekki síður í vök að verjast einmitt af sömu ástæðu: pen- ingaskorti eða of dýrum peningum. Hitt er og enn færri landsmanna Ijóst, hver voða-þröskuldur þetta á- stand er og hefir iöngum verið fyrir efnahagsviðreisn landsbúa að því léyti til, sem þetta viðskiftalag kæfir niður í fjölda manna þann sparnaðar- og samdráttarneista, er ella mundi glæð- ast svo, að mjög miklu skifti um efna- hag þjóðarinnar. Eða þá hitt, hve lítið verður úr vinnuarði þeirra, er lifa á handafla sínum, er þeir verða að kaupa sumar nauðsynjar sínar úr kaupstað alt að því þriðjungi dýrara og stundum meir heldur en ef þeir fengju peninga fyrir vinnu sína og hefðu peninga að láta fyrir það, sem þeir þurfa að kaupa. — það eru auðvitað minni brögð að slík- um ókjörum í helztu kaupstöðum lands- ins en ella. En yfirleitt eruþauþung- ar búsifjar fyrir þjóðina. þá er verzlunarstéttin að hinu leyt- inu, þeir kaupmenn, sem eru eigi sjálf- ir svo fjáreigandi, að þeir geti verið án aðfenginna peninga. það var kallað ófagurt ánauðarok, er mönnum var bannað með lögum að verzla nema á tilteknum stað eða við tiltekinn kaupmann, hvaða ókjör sem hann bauð. En eru þau dæmin fegri og fýsilegri, sem nú gerast, að kaup- maður má ekki Iáta eyrisvirði af inn- lendri vöru sinni í annarra hendur en umboðsmanns sfas erlendis, er útveg- að hefir honum útlendu vöruna gegn ómældri þóknun, peningalánsvöxtura og loks ósviknum ómakslaunum fyrir sölu á hinní innlendu vöru, er honum tekst þá ef til vill ekki betur að selja en svo, að eigandi vörunnar bíður af stórhalla við það sem ella mundi, ef frjálst ætti að selja eins og haun vildi. Og hver sýpur svo seyðið af þessum búsifjum, sem innlendir kaupmenn vorir verða fyrir? Hverir nema landsmenn sjálfir, sem hljóta að láta sér skiljast af þessu dæmi, hvílfkir falsspámenn þeir þjóðar- leiðtogar eru, er kenna það alþýðu, að þjóðinni sé engiun fengur í banka, sem hlynni einnig til hlítar að verzl- unarstéttinni, — geri henni verulega hægra fyrir að reka sína atvinnu. — það er háska-misskilningur, að fá- tækt og peningaleysi sé eitt og hið sama. Sé peningahagur lands í réttu lagi, þá á fátæklingur og efnamaður jafnan kost á peningum, með þeim einum mun, að það verður ólfkt að vöxtum, sem hvor um sig fær eða hefir handa í milli. Peningar eiga ekki að vera tor- fengnari en aðrir fjármunir. Hitt, að gildir efnamenn geta ekki fengið peninga milli handa hér um bil hvar sem er á landinu nema méð mestu erfiðÍ8munum og af mjög skorn- um skamti, það er raunar skrælingja- þjóðar-ástand, en ekki siðaðrar. — Traustið á góðum þrifum hluta- bankans styðst eðlilega við það, að almenningur gengur að því vísu, að honum verði stjórnað af nægri kunn- áttu, fræðilegri og verklegri, — þeirri sérstaklegri kunnáttu, er til þess þarf eigi síður ec annars, sem vandasamt er, og enginn maður fæðist með, held- ur verður að afla sér hennar þar sem hana er að fá og með þeim hætti, er bezt gegnir. Hérlendis er hún ekki til, sem ekki er von. Eða hvernig ætti það að vera? Hún þarf að vera meiri og víðtækari en það, að kunna að halda reikninga í lagi og veita al- geng lán með aðgæzlu og óhreyfan- legum vöxtum. Aðrar þjóðir láta svo lítið að fá aðhverja þá kunnáttu, er þær brestur. Mun oss það fremur óþarft eða óvirðing? Hitt er hégilja, að okurvextir séu skilyrði fyrir því, að bankinn verði gróðafyrirtæki. þeir væru leiðin til þess, að hann yrði það e k k i. Heimsk- ingjar einir mundu því vilja stjórna honum með því lagi. Vér höfum lengi þurft og þurfum sjálfsagt enn langa hríð að fá fjár- magn að, einhversstaðar utan endi- marka landsins, til þess að geta rek- ið kostnaðarsamar atvinnugreinar. Og þess þurfa fleiri þjóðir en vér að meira eða minna leyti, eða þá til að stand- ast óvanalegan kostnað, t. d. af hern- aði. Hvort er þá vænlegra og við- feldnara, að afla sér þess hina afar- kostnaðarsömu krókaleið, er hingað til hefir farin verið, fyrir milligöngu um- boðsmanna erlendis, er hafa nær alt ráð lánþega í hendi sér,— eða hjá stofn- un í landinu sjálfu og undir yfirráð- um landsmanna, þ ó a ð veltuféð verði enn um hríð aðfengið að meiri hlut? þ a ð á fyrir sór að breytast með tímanum. Sú er reynslan með öðrum þjóðum. Botnvðrpungar. Herra ritstjóri! Af því að eg hefi hvergi séð þeBs getið í blöðum, hvern- ig botnvörpungar höguðu sér á Pat- reksfirði í haust, þá vil eg leyfa mér að skýra frá því; það var sannarlega þess vert, að þess sé getið, því það sýnir bíræfni þeirra í fylsta máta, og að hinu leytinu, hve eftirlitið er ónógt. Hinn 22. október var einn botn- vörpungur kominn inn á fjörðinn og var þar allan daginn, stundum rétt utan við Vatneyrarkaupstað, ým- ist dýpra eða þá þétt upp undir landi. Næsta dag voru þeir 3eða4 og héldu þessum leik 5 eða 6 daga, eða til 28. s. m., er þeir fóru að hvarfla burtu. En aldrei gerðu þeir það eins greini- lega eins og nóttina milli 24.—25. okt. þá dró einn botnvörpu þétt upp á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.