Ísafold - 17.12.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlemlis 5 kr. eða
l1/^ doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Upp8ögn (skiifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. ára:.
Reykjavík miðvikuda^inn 17. desember 1902.
78. blaö.
MitóJadá Jf'taAýaAMv
I. 0 0. F. 8412198’/.2.
Auynlækning ókeypis 1. og 3. þrd. i
hverjum rnán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forvyripasafn op'ð mvd. og ld. 11—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1.
Landsbókasafn opið livern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. t.il útiána.
Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisi Póstbússtræti 14 b
1. og 3. mánud. bvers mán. kl. 11—1.
Útrýming áfengisbölsins.
jbað kemur flestum sarnan um, að
einhver verulegasti og áþreifanlegasti
framfaravottur hér á landi síðustu
10—20 árin sé hin öfluga barátta
gégn áfengisófögnuðinum og sá árang-
ur, er hún hefir þegar borið.
f>essi árangur lýsir sér ekki einung-
is í því, að í eDgu landi er nú bind-
indislið fjölmennara en hér að tiltölu
við fólksfjölda, heldur engu sfður í
binu, sem er fult eins mikið í varið,
hve almennigsálitið er orðið áfenginu
andvígt miklu frekara en gerist ann
arsstaðar, sem sé utan hóps bindindis-
manna.
{>að lýsir sér meðal annars b æ ð i
í strangari bindindislöggjöf en dæmi
eru til yfirleitt ella, þrátt fyrir það,
þótt bindindismenn hafi aldrei verið í
meiri hluta hér á þingi, o g í því,
hve algengt er nú orðið, að heil hér-
uð, jafnt þeir sem ekki eru í bindindi
og þeir sem það eru, skora á kaup-
menn sína að hættaaðflytja áfengis-ó-
lyfjanið eða hafa til sölu, og kaupmenn
verða meira að segja við þeirri áskor-
un býsna-alment, auk þess sem þeir
hafa sumir ekki þurft neina áskorun
til þess, heldur gert það að fyrra
bragði, með því þeir hafa séð og skil-
ið það, sem er, að stundarhagurinn af
áfengissölunni vegur ekkert í móti
þeim frambúðarhag þeim til handa,
er leiðir af áfengisafneituninni meðal
viðskiftamanna þeirra, beinlínis og ó-
beinlínis.
þetta sýnir og, að allmikið af þjóð-
inni er komið furðu-langt í réttum
•skilningi á sönnu eðli áfengisins og
hvílík heimska er að hafa það um
höud. Verður að vonum naumast
mjög langt þess að bíða, að almenn-
ingur horfir eða hlýðir jafnforviða á
þá, sem á áfengið trúa og mæla bót
áfengÍBSöIu, eins og nú gera menn á
þá fáfræðinga, ef nokkrir eru, sem
halda að jörðin sé flöt. þá verður
horft á slíka fáráðlinga eins og mælt
. er að tröll horfi á heiðríkju.
En vitaskuld erum vér þó ekk
komnir nema hálfa leið enn, — hálfa
leið að réttu endimarki, sem er al-
gerð útrýming áfengis úr landinu.
Vér stöndum þar flestum þjóðum bet-
ur aðvígi, og vér verðum óefað á undan
jþeim að afreka þá landhreinsun, oss
til mikillar frægðar, ef alt fer skap-
lega.
Hór leikur því ekki á öðru en
hversu fljótt það tekst.
Og þar er ráðið, að ætla sér ekki
of stór stökkin í einu.
Næsta fótmálið til útrýmingar á-
fenginu verður ekki og á ekki að vera
aðflutningsbann, heldur að eins áfeng-
is-sölubann.
Vér verðum að taka það stigið fyrst,
með því að það er skilyrði fyrir, að
óhætt sé að reyna hitt.
þá fyrst, er þorri þjóðarinnar er
orðinu afvanur allri áfengisnautn vegna
þess, hve örðugt er að veita sér hana
öðru vísi en að panta sér áfengið sjálf-
ur handan um haf, þá fyrst er tími
til kominn að ætla sér að þvinga með
lögum þann örlitla minni hluta, sem
það gerir og gerir þar með sitt til að
óföguuðinum við lýði, til þess að hætta
því alveg.
þá er trygging fengin fyrir, að þjóð-
in láti ekki að sér hæða, heldur fylgi
því fram eindregið og hlífðarlaust, að
slíkum lögum sé hlýðm veitt eins og
nú t. d. þeim lögum, er banna þjófnað
eða því um líkt.
það er því alveg rétt stefnt í fund-
arályktuninni hér, þeirri frá í fyrra
dag, sem um getur í þessu blaði, um
að lögleiða aðflutningsbann »jafnskjótt
sem fyrir því er fenginn mikill meiri
hluti þjóðarinnar*.
f>ar í felst skýr viðvörun við því,
að láta sér detta slíkt í hug fyr en
þjóðin er svo langt komin, að hún er
búin að fá nægiiega þroskaðan skilning
á þessu máli og eindreginn vilja. —
Sumum mundi hafa þótt betur við
eiga, að fundurinn hefði að eins tjáð
sig meðmæltan vínsölubanni.
En ályktunin kemur raunar alls eigi
í bága við það, einmitt sakir viðauk-
ans.
Hans vegna er vínsölubann sjálfsagt
millistig, eins og sýnt hefir nú verið
fram á.
Mótþrói gogn fjárböðun.
Nokkurs konar uppreisn gegn yfir-
valdi sínu, amtmanni, liggur við af
hálfu alls þorra bænda í þremur sveic-
um í Suðurmúlasýslu, Breiðdals, Valla
og Eiða. f>eir hafa sent amtmanni,
segir Norðurl., bréflega neitun um að
baða sauðfé sitt samkvæmt fyrirmæl-
um hans frá 4. ágúst þ. á. f>eir bera
fyrir sig, að þörfin sé heldur lítil,
með því að enginn kláði muni vera
til í Múlasýslum sunnan Lagarfljóts;
í annan stað, að ein böðun þyki ekki
nægileg trygging til útrýmingar kláða,
ef hann ertil, og því síður að hún
geri að öðru leyti það gagn, er vega
megi gegn þeim vankvæðum, erhenni
fylgja; ekki ,sé hægt að afstýra sam-
göngum fjárinsnema með því, að geyma
það innilukt í húsum, en þar í sveit-
um gangi alt fé úti, nema hrútar, og
mundi böðun hafa mjög ill ábrif á
heilsu fjárins, jafnvel hvort sem það
væri haft úti eða inni á eftir, einkum
hætt við lungnaveiki, er það blotnar
mjög; loks telja þeir böðunarkostnað-
inn óbærilegan,—hannmuninema fyr-
ir smæsta bóndann um 53 kr. og
hinn stærsta um 172 kr., og auk þess
muni féð verða kulvísara eftir baðan-
ir og eyða meira heyi veturinn út.
Amtmaður hefir svarað svo þessari
hlýðnis-neitun, að hann hefir skipað
sýslumanni að höfða mál gegn öllum
þeim bændnm og fjáreigendum, er ó-
hlýðnist fyrnefndri skipun eða hafi
ekki hlýðnast henni fyrir miðjan vet-
ur, samkvæmt hinum nýju kláðalögum
frá 8. nóv. 1901.
Túnræktin.
Eftir Sigurð ráðunaut Sigurðsson.
IV.
f>að eru skiftar skoðanir um það,
hver yrkingaraðferðin sé betri, tyrfing
eða fræsáning.
f>að var tekið fram í II. kafla þess-
arar greinar, að varasamt væri að svo
stöddu, að ráða eindregið til fræsán-
ingar.
Fræsáning á túnum er að minsta
kosti óráðleg, og getur náumast kom-
ið til mála ein8 og nú er háttað hög-
um vorum.
Annars er nauðsynlegt að greina
sundur túnasléttun eða yrking á rækt-
aðri jörð, og yrking á óræktuðu landi.
1. Um t ú n i n er það að segja,
að eg tel bezt að rista ofan af þeim
og þekja aftur með torfinu. En með
því á eg ekki við að þekja jafnharð-
an, heldur er nauðsynlegt, að flagið
sé bert um lengri eða skemmri tíma,
eins og áður er á minst.
Bezt er að hafa ávalt gamalt flag
fyrirliggjandi, og flytja hinar nýju of-
anristu-þökur á það. fá er með öðr-
um orðum rist ofan af bletti í túninu
að vorinu og þær þökur notaðar yfir
gamalt flag frá því árinu áður. Síðan
er nýja flagið stungið upp eða plægt,
herfað og sáð í það höfrum eða byggi.
Hafrarnir eða byggið er því næst sleg-
ið að áliðnu sumri og þurkað sem
annað hey eða gert úr grasinu súrhey.
Að haustinu er flagið plægt af nýju,
látið liggja bert vetrarlengt, og herfað
um vorið, áburður fluttur í það og
jafnað vel. Síðan er það þakið með
nýjum þökum, sern ristar hafa verið
ofan af öðrum bletti f túninu, o. s. frv.
fæssi aðferð er að minni hyggju
langbezt sléttunaraðferð í ræktuðum
túnum, er á alt er litið.
í þessari aðferð er fólgin allmikil
breyting frá því, sem nú tíðkast al-
ment, og hún til stórmikilla bóta, bæði
á túnum og öðru graslendi. Og eg
efast um, að meiri breyting eða stærri
sé æskileg að svo stöddu.
2. Um yrking á óræktaðri jörð er
nokkuð öðru máli að gegna. Sé gras-
svörður þar lítill, ósamstæður og ófrjór,
þá er eflaust réttast að plægja jörð-
ina eins og hún kemur fyrir, láta
síðan flagið liggja ó þ a k i ð 1—2 ár,
en róta við því öðru hverju. Að þeim
tfma liðnum má sá í það höfrum eða
byggi, og árið eftir rófum eða turnips.
Eftir fá ár, t. d. 3—5 frá því jörðin
var fyrst plægð, er jarðvegurinn orð-
inn mulinn og myldinn. f>á má sá
í flagið í s 1 e n z k u grasfræi, ef þess
er kostur, og þá einkum þeim fræteg-
undum, er skapa varanlega grasrót.
Annars hefir sumum gefist vel að
bera f slík flög hrossatað, heyrusl og
moðsalla. Með þessum áburði flyzt
fræ í blettinn, er frjóast og vex upp.
Eftir 3—4 ár er flagið orðið grasi
gróin jörð.
V.
(Niðurlag).
f>að er einkar-árfðandi a ð r æ k t a
v e 1 þá jörð, sem annars er yrkt,
eins og hr. B. J. tekur fram í áður-
nefndri grein sinni f ísafold. í þeim
löndum, sem jarðræktin er bezt, er
þetta viðurkent, og alt sem gert er
til umbóta henni stefnir í þessa átt.
f>etta þurfum vér einnig að hafa
hugfast, og haga ræktun vorri eftir
því. f>að er áríðandi að rækta túnin
vel, svo að þau gefi af sér sem mest-
an arð í samanburði við tilkosinað-
inn. Og það sem einkum styður að
þessu, er góður undirbúningur hins
yrkta lands, þurkun, friðun, og
að moldin fái að liggja ber langa hríð
áður en hún er þakin. Aburðurinn
og meðferð hans eru og mikilsverð
atriði í þessu efni, og að vel sé borið
í flögin, og á túnin.
Ekki er alt komió undir því, að
túnin séu gríðarstór eða víðáttumikil,
heldur er raest um það vert, að þeim
sé haldið í góðri rækt, svo að þau
spretti sem bezt. f>að er alt sem
mælir með því, bæði vinnusparnaður
og fleira.
Áður en eg skilst við þetta mál, vil
eg aðeins minnast á plægingarnar.
f>að er nauðsynlegt að nota plóg
og herfi þar, sem því verður við kom-
ið. En skilyrðið fyrir því, að plæg-
ingar svari kostnaði og verði almenn-
ari en þær eru, er, að þeir sem plægja
kunni það verk meir en að nafninu.
Plægingar geta aldrei orðið almennar
nema bændur þreifi á því, að það sé
hagur að láta plægja. Og það er
enginn vafi á því, að plæging svarar
betur kostnaði en uppstungan, ef
plægingarmaður er vel vanur og leik-
inn í að stýra hestunum og plógnum;
annars ekki. Fyrir því er afarnauð-
synlegt, að eiga kost á, a ð 1 æ r a
p 1 æ g i n g a r þar og hjá þeim mönn-
um, er þær geta kent. Einstakir
menn, sem Iæra að plægja, ættu svo
að gera plægingar að atvinnu sinni,
plægja fyrir búnaðarfélög og einstaka
bændur, gegn hæfilegu kaupi.
Með þessum hætti eru helzt, líkindi
til, að áhuginn á plægingum aukist
og kunnátta í þeirri grein færist úc
og verði almenn.
Túnræktin hér á landi er mikilsvert
atriði í búnaði vorum. Hún er yfir-
leitt undirstaða velmegunar og vellíð-
unar almennings. Ef túnræktin er f
góðu lagi, þá er hún einkar-arðsöm;
það sýna dæmi ýmissa búmanna, er
eiga góð og mikil tún. f>vf er það
svo mikilsvert, að hirða túnin vel, friða
þau fyrir ágangi, slétta þau og bera
vel á þau. Og það mun jafnan reyn-
ast svo, að túnaslétturnar eru og verða
einhverjar hinar beztu, vissustu og
arðvænlegustu jarðabætur, ef þær eru
vel gerðar í upphafi og vandlega frá
þeim gengið að öllu leyti.