Ísafold - 17.12.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.12.1902, Blaðsíða 2
310 Hreggviður um Þ. E. Einhver »Hreggviður« hefir birt í »f>jóðólfi« 49. tbl. misskilning sinn og lítilsvirðingu á afmæliskvæði f>or- steins Erlingssonar til Bj.Björnsons; og er sú ljóðafregn óefað öðrum til við- vörunar, þótt það sé nokkuð á annan hátt en höf. mun hafa ætlast til. Kvæðið er ekki torskilið. f>að er gott upphaf að minna á, hvílíkur foringi Björnson er, og mjög vel er það til fundið að nefna hér gullhjálm í staðinn fyrir kórónu, til að tákna frægð og yfirburði, því að það minnir á þann, er beztur var drengur af Noregskonungum og kærst- ur var Norðmönnum. Orðin »Vér kendum þér« o. s. frv. skilur Hreggviður þannig, að f>. E. þykist hafa kent Björnson ! Síðari helmingur vísunnar þýðir ekkert annað en það, að íslendingar muni lengi minnugir á Björnson, eins og þeir hafa geymt hin fornu rit, sem eru að nokkru leyti grundvöllur undir skáldskap hans. Þú komst hér svo fríður og kvaddir svo snjalt,. Vér kendum þig, sönginn og stálið. Oss fanst sem vér vœrum í œtt við það alt og eldgamla, norræna málið, o. s.frv. f>að er sannfæring mín, að sá sem finnur ekki, að þetta er snjalt kveðið, hafi ekki vit á skáldskap heldur en — Hreggviður. »Ef eg skil rétt« segir Hreggviður, »þá finst mér í þessum línum liggja sú meining, að höf. telji oss það sóma, að vér, o: fornbókmentir vorar, séum í ætt við bókmentir Björnsons«. f>ennan stað mundi líklega mega nefna »perluna« x ritdómi þessum; búningurinn er hér fullkomlega sam- boðinn efninu, hvorttveggja jafn-frá- leitt. f>að væri rangt að benda ekki á, að einmitt þarna rofar þó snöggvast eins og dálítið til í villumyrkrinu; eg á við orðin »ef eg skil rétt«; minna þau á hinn óviðjafnanlega Andra kveisukinn (í Twelfth Night eftir ShakespeareJ, þegar hann fær veður af því, að hann muni nú ef til vill ekki vera alveg eins fyndinn og hon- um er gjarnast að ætla. f>að væri óskandi, að þessi —sannar- lega ekki ástæðulausa — efasemd magnaðist svo mjög, að þetta yrði síðasta kvæðið, sem þessi Hreggviður dæmir um á prenti. Margnefndur ritdómari hneykslast mjög á orðunum »g 1 a m p a n d i hljómar« í 3. er.; en sumum þykir það einmitt 1 j ó m a n d i vel sagt. Seinustu vísuna misskilur Hregg- viður hreint ekkert gífurlegar en les- andinn býst við af því, sem á undan er komið. Hugsunin er í stuttu máli þessi: Yegna þess, hvernig heimurinn er, munu hinir beztu menn — og á- herzlan er eðlilega lögð á það, að Björnson er þar einna fremstur í flokki — heyja baráttu móti »forna heims guðunum öllum«, sem ekki lýkur fyr en kominn er nýr himinn og ný jörð. Að endingu verð eg að minnast á, hvað það er ógeðslegt að sjá á prenti öfundarorð yfir »landssjóðslaunum» f>orsteins Erlingssonar; þessum líka miklu launum! f>au eru á við ein mánaðarlaun ýmissa lögfræðinganna. f>að væri óskemtilegur vottur um and- lega vesalmensku, ef það væri algengt, að menn sæju ofsjónum yfir þessum litla styrk til þess manns, sem flest- um betur kann að láta hljóma ís- lenzkuna þeim til yndis og ánægju, sem elska vort göfuga mál. En mér dettur ekki í hug að svo sé; mér er nær að halda, að væri leit- að atkvæða út um landið, þá mundi fást yfirgnæfandi atkvæðafjöldi fyrir því, að höfundur »f>yrna« héldi þeirri viðurkenningu, sem alþingi hefir veitt honum, — og þó meira væri. Helgi Pétursson. Laglega lilaupið undir bagga. Fáein sendibréf, sem Þórólfur Hreinsson komst yfir af tilviljnn: VI. Frá Helgu Arnljótsdóttur, Reykjavik, til Ólafar Sigurðardóttur, Gnupi. Reykjavík, 10. apr. 190ö. Kæra viustúlka mín ! Eg þakka þór fyrir bréf þitt síðasta, og svara eg því nú um hæl, því hér þarf skjótra ráða við. En maðurinn, sem tekur af mér þetta bréf, er því nær ferðbúinn, og því verður þetta bróf í styttra lagi. f>ú biður mig að kenna þér reglur fyrir því, hvernig þú eigir að haga þér í Reykjavík í llfernisbáttum og framgöngu. f>að er þá þar um að segja, að fyrst af öllu verðurðu að fá hjá pabba þín- um peninga, sem þú skalt senda mér, til þess að eg geti keypt föt, pils og treyju, sem eg verð að láta sauma undir eins, og hafa til þegar þú kem- ur; einnig stígvél og sjal; í þínum austangörmum geturðu ekki komið út fyrir dyr hér. Húfu, eins og þú ert vön að hafa fyrir austan, mátt þú engan láta sjá þig með hér; það eru ekki húfur, sem stúlkur brúka hér, heldur dálitlir kringlóttir bleðlar aftan á höfðinu, sem eru nældir niðuríhár- ið, bara til að festa skúfinn í. f>etta get eg alt útvegað þér, og haft tilbú- ið, þegar þú kemur, ef þú sendir mér peninga. f>etta er nú það helzta af klæða- burðinum í bráðina. Úr og úrfesti verður þú að fá þér, líka silki í svuntu; en það getur þú fengið þér undir eins og þú ert kom- in hingað. Framgangan! Hún lærist nú smátt og smátt. En það skaltu vita, að hér dugar ungum stúlkum ekki að hlamm- ast áfram á götunum, eins og þær væru að þramma og stika eftir móa eða mýri fyrir austan. Hér verðurðu að ganga keik og bein; þvi verður að ganga útskeif; þú getur undir eins far- ið að venja þig á það heima hjá þér; ef þú átt erfitt með það, þá geturðu vanið þig á það fyrst upp á annan fótinn, síðan á báða; ef þú getur van- ið þig á það, að ganga svo, þá kemur fallegt vings á pilsin við hvert spor; án þess getur maður alls ekki haft fínt göngulag. Svo ættirðu að venja þig á, þegar þú gengur, að velta ofurlítið vöngum, til hægri, þegar þú stígur í hægri fót- inn, og gjöra um leið tvo smáa hnykki með höfðinu til hliðar, og eins til vinstri, þegar þú stígur í vinstri fót- inn; þó er svona gengið helzt á hæg- um gangi, og þykir það mjög fínt. f>etta getur þú vanið þig á undir eins heima; en svo skal eg laga það hjá þér, þegar þú kemur. Svo átt þú að venja þig á, þegar þú gengur, að halda pilsunum upp öðrum megin, með annari hendinni, fram og upp; það gefur fallegri bak- svip. Náttúrlega verður þú að læra að dansa, og það verð eg að kenna þér undir eins í sumar, svo að þú getir farið á dansleikina hér strax með vetr- inum. f>órólfur dansar vel! f>að er yndi að dansa við hann. f>etta með göngulagið geturðu und- ir eins farið að venja þig á á hlaðinu heima hjá þér; því fyr kemst þú upp á það, þegar þú ert komin hingað. Eg veit ekki til, að f>órður sé trú- lofaður enn. Nú er maðurinn kominn, og kallar eftir brófinu, svo eg verð að hætta, og eru þó enn ýmsar smábendingar, sem eg gæti gefið þér fleiri. En hugs- aðu nú eftir þessu samt, sem eg hér skrifa þér. Vertu svo sæl; reyndu að þreyja þennan stutta tíma, sem eftir er, þangað til þú kemur hingað. f>ín Heþa Arnljótsdóttir. P. S. Mamma er að setja kaffi í karlinn, áður en hann fer; eg nota þá stund til að bæta við fáeinum orðum. f>ú mátt ekkert vinna, þangað til þú kemur suður, hreint ekkert; en þú verður að þvo hendur þínar iðulega, oft á dag; eg get nærri, hvernig þær eru, rauðar þrúgur; en ef þú hirðir þær vel, og gerir ekkert, þá lagast þær. f>ú verður náttúrlega að hafa hanzka hér fyrst um sinn, í hvert skifti sem þú fer út. — Nú er karlinn búinn að sloka í sig kaffið. f>ín H. A. VII. Frá Sigurði Þórðarsyni á Gnúpi til Auðuns Bjarnasonar á Hvoli. Gnúpi, 1. maí 1905. Heiðraði vin. Eg þakka þér innilega fyrir bréf þitt, dags. 18. desbr. f. á., og fyrir þann vinarhug til mín frá þinni hlið, sem það ber með sér. f>að er nú afráðið, að við bregðum hér búi, og flytjumst til Reykjavíkur. Arnljótur Björnsson er búinn að út- vega okkur húsnæði þar, eitt herbergi og dálítinn geymsluklefa; leigan fyrir þetta er 5 krónur um mánuðinn, og er þetta sama borgun um árið og eg galt eftir Gnúpinn, meðan eg bjó þar leiguliði, áður en eg eignaðist býlið. íhugavert er þetta. En það tjáir ekki um það að tala. Börnin mín, Ólöf og Ketill, sögðu mér það bæði í fylstu alvöru, að ef eg vildi ekki hætta búskap og flytja mig, þau og móður þeirra til Reykja- víkur, þá ætluðu þau bæði að farafrá okkur suður og vinna fyrir sér þar og mentast. Hvað átti eg úr að ráða? Eg átti ekki annars úrkosta en að láta undan. Eg hefi nú í 3 ár engan vinnumann haft, nema Ketil, og eina vianukonu, auk Ólafar. Eg hefi engin vÍDnuhjú getað feDgið. Fari svo börnin mín frá mér, þá get eg ekki búið lengur. Eg geng að boði því, sem þú gerir í Gnúpinn. Eg sendi hér með ýmsa reikninga og skuldakröfur, sem mér ber að borga. f>að alt saman ætlaeg að biðja þig að taka að þér til borg- unar. Kúgildin skil eg eftir. Verður þá um hálft fimta hundrað krónur, sem eg ætti að fá útborgað hjá þér, og það kæmi mér vel að fá hjá þér um næstu mánaðamót, því svona laust eftir fardagana vildi eg flytja mig suð- ur. Vorverk öll, jörðunni til góða, skal eg leysa af hendi. f>að má ekki minna vera fyrir greiðann, sem þú gerirmér, að kaupa jörðina svonafljótt og vel. Eg hefi heyrt, að f>orkell son ur þinn eigi að taka við henni, ef þú keyptir hana, og þykir mér vænt um; hún kemst í góðs manns hendur, því vænt þykir mér um býlið og nauðug- ur fer eg frá því. Eg kem ti) að kveðja þig áður en eg slít nábýlið við þig. Enda eg svo línur þessar með kærri kveðju og þakklæti fyrir alt gott, mér auðsýnt. finn einl. vin Sigurður pórðarson. Gjallarhorn heitir nýtt blað á Akureyri, hálfs- mánaðar blað, í viðlíka broti og Norð- urland var áður en það var stækkað og »á aðallega að ræða áhugamál þessa bæjar (Akureyrar) og svo alls landsins«. f>eir, sem í hornið blása, heita Bern- hard Laxdal caud. phil. og Jón Ste- fánsson verzlunarmaður á Oddeyri. Mikill húsbruni á Husavík. f>ar kviknaði í skrifstofu í sölubúð Örum & Wulffs- verzlunar aðfaranótt 26. f. m. og brann búðin öll á skömm- um tíma, ásamt 7 vörugeymsluhxxsum 8ömu verzlunar. f>að var með mestu naumindum að varna tókst því, að eldurinn færðist lengra, einkum í næstu húsin, sem eru íbúðarhús verzluuar- stjórans og veitingahúsið. Stefáni faktor Guðjohnsen varð það fyrst fyrir, að reyna að komast upp á búóar- loftið til að bjarga púðri, sem þar var, en tókst það ekki fyrir reykjarsvælu. Bjargað varð úr geymsluhúsunum 400 tunnum af kornmat, nokkru af stein- olíu, kolum og salti en mjög litlu öðru. Húsin og vörubirgðir verzlunarinnar munu hafa verið í brunabótaábyrgð; en ekki það sem aðrir áttu geyint þar, veiðarfæri o. fl.; það brann alt óvátrygt; þar á meðal var frímerkja- safni, er Bjarni nokkur Benediktsson verzlunarmaður átti og talið var 800 kr. virði ; skaði hans metinn alls 2000 krónur. Hægur austanvindur var á, og læsti eldurinu sig á skömmu bragði milli húsanna, er voru öll fallin kl. 8 um morguninn. Skarlatssótt gengur á Austurlandi, segir Norðurl. Nokkuð borið á henni í haust á Seyð- isfirði og töluvert kveðið að henni í Hróarstunguhéraði, komin ofarlega á Jökuldal, er síðast fréttist, og höfðu 11 lagst í henni á Hofteigi. Bludindis-inálfundur almennur var haldinn hér í fyrra kveld í Iðnaðarmannahúsinu, einhver hinn fjölmennasti borgarafundur, sem dæmi eru til hér, troðfult út á götu, og urðu margir frá að hverfa. f>ar voru höfuð-ræðumenn þeir Haraldur Níelsson oand. theol. (málshefjandi) og Guðmundur Björnsson héraðslæknir, báðir mætavel máli farnir; þótti þeim takast í þetta sinn hvorum öðrum betur og var gerður að hínn mesti rómur. Auk þeirra talaði af bÍDdindismanna hálfu Indriði Einarsson stórtemplar; en úr gagnstæðri átt tveir af vínsölukaup- mönnum bæjarins, og var mál manna, að þeir hefðu raunar stutt kröftulega sama málstað á sinn hátt. f>orri fundarmanna, er mun hafa verið á 4. hundrað, greiddi atkvæði með eftirfarandi fundarályktim, eu 9—10 einir í móti: Fundurinn tjáir sig því meðmœltan, að aðflutningsbann sé leitt í lög jafnskjótt sem fyrir því er fengið fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar. Um hvaladráp hér við land hafa fjölsóttir fundir verið haldnir á Akureyri í fyrra mán. og sýnilega af miklum áhuga. Loks var á síðasta fundinum 25. f. m. sam- þykt með nær öllum atkvæðum að skora á alþingi að samþykkja lög, er banni algerlega hvalveiðamönnum að flytja hval hingað til lands eða í land- helgi, en til vara, að leggja 500 kr. gjald á hvern hval, er hvalveiðamenn flytja til lands. Ennfremur ákvað fund- urinn að skora á öll kjördæmi landsins, að taka málið alvarlega til íhugunar og láta til sín taka í sömu átt og þessi fundur fyrir næsta þing. Bjai’gast á sundi. Bát hlektist á norður í Höfðahverfi 30. okt. í haust með 4 mönnum á í síldarnetjavitjun. Var á ritnorðanhríð með hvassviðri og mikilli kviku. Bát- urinn hafði orðið að gefast upp við að vitja um netin og var kominnáheim- leið, er honum hvolídi. Tveir menn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.