Ísafold - 03.01.1903, Blaðsíða 2
9
spillingu á hugsunarhætti manna, eink-
um íhugunar- og mentunarminsta
hluta þjóðarinnar, sem misindisblöð
valda, og stunda af alefli sum hver,
af hinum og þessum hvötum og á-
stæðum.
Sumir halda því fram, að það geri
ilt verra, að vera að skifta sér afþví.
Hin skaðvænlegu áhrif hverfi annars
af sjálfum sér.
En alveg er sú kenning ósamrým-
anleg við almennar reglur um viður-
eign góðs og ills í heiminum. |>ess
eru ekki dæmi ella, að ilt hverfi úr
sögunni eða gerist óskaðvænt öðru
vísi en að gegn því sé barist. Væri
slík kenning rétt, þá væri öll barátta
óþörf, andleg og líkamleg. þá væri
allar landvarnir óþarfar o. s. frv.
Um blöð og þeirra bardagaaðferð
gæti þetta í hæsta lagi átt heima
þar, sem lesendur blaða væri svo vel
mentaðir og andlega þroskaðir, að
færir væri um sjálfir að sía illgresið
frá hveitinu. En — með slíkri þjóð
væri þetta illgresi, þ. e. spillandi og
villandi blaða-illgresi, alls eigi til. það
mundi eigi þrífast þar. f>að mundi
deyja þarafsjálfu sér.
Hitt er víst, að miður þroskaðir
lesendur og lítt mentaðir drekka í
grandleysi í sig heimskuna og skað-
ræðið, ef ekki er gert neitt til að
hnekkja því.
Tökum til dæmis kjósandann, gild-
an bónda og allmikils metinn í sinni
sveit, sem kvað upp úr með það úr
eins manns hljóði í fjölmenni núna
fyrir síðustu kosningar, að það vissi
guð, að hann N.N. ritstjóri væri »ann-
ar Jón Sigurðsson*. En hann er, þessi
N. N., blaðamaður, sem flestir annála,
vinir hans nærri því jafnt sem óvinir,
fyrir furðanlegan skilningsskort á lands-
málum yfirleitt og einkum á mesta
deilumálinu undanfarin ár, stjórnbótar-
armálinu, en fyllir það skarð, þar sem
ella þykir ómissandi að skipa til vígis
góðri greind og þekking, mjög 3vo
óvönduðu orðbragði, einkum botnlausri
stóryrðafroðu um mál þau, er hann
á um að fjalla, og rógi og hrakyrðum
um andstæðinga sína. Eu það vita
allir þeir, er Jón Sigurðsson þektu
eða þekkja hann af ræðum hans og
ritum, að honum ólíkara er lítt hægt
að hugsa sér en áminstan blaðamann.
Meinlítið má það að vísu heita,
þótt einhverir kjósendur, og það marg-
ir jafnvel, hafi svona vandræðalega
öfuga og heimskulega skoðun á ein-
stökum mönnum eða manni, er skip-
ar eitt leiðtogasætið meðal þjóðar
sinuar, ef því fylgdu eigi önnur ósköp
hálfu verri og skaðvænlegri: að skoð-
un slíkra manna á mikilsverðum
landsmálum verður þá, sem við er að
búast, oft jafnöfug og heimskuleg, auk
þess sem þeir bæði fyrir það og per-
sónulegan æsing beita kosningarrétti
sínum hér um bil svo vitlaust, sem
framast má verða.
|>eir sem vilja vinna að því, að
taki fyrir ósæmilegar blaðadeilur, verða
að gera sér glögga grein fyrir, hvað
til þess þarf.
þeir verða að gera sér það ljóst, að
til þess þarf hyggilega og þrautgóða
samvinnu milli blaðamanna og ann-
arra leiðtoga lýðsins, þeirra manna,
er helzt láta til sín taka um almenn-
ingsheill, hver í sínu héraði, smáu
eða stóru.
J>ví hér er við að stríða mikla
hleypidóma, mikið íhugunarleysi og
margvíslegan misskilning.
|>ar stoðar ekki skilyrðislaus friðar
kenning.
|>ar stoðar ekki að taka upp þá
reglu, að láta alt eiga sig, í því trausti,
að það sem miður fer eða til skað-
ræðis horfir hugsunarhætti þjóðarinn-
ar og hlutdeild hennar í auknu sjálfs-
forræði, lagist af sjálfu sér.
f>ar stoðar ekki, að láta árásir á
sannleikann afskiftalausar, og eins á
þá, sem hann vilja verja og styðja,
hve illkynjaðar sem þær eru, róg-
kendar og heimskulegar.
Engin heilsusamleg sannindi og
enginn góður og göfugur málstaður
hefir nokkurn tíma sigur unnið öðru
vísi en fyrir vasklega framgöngu dug-
andi manna.
8á sem heiminum stjórnar fær því
jafnan framgengt með því að nota þá
svo sem verkfæri sín. Til þess er eng-
in leið önnur. Og ekki fylgdi höfund-
ur kristilegrar trúar og fyrirmynd krist
inna manna slíkri afskiftaleysis-reglu.
f>að var öðru nær.
f>að er alveg rétt og satt, sem segir
nýlega í bréfi frá ónefndum, vitrum og
góðgjörnum merkismanni, erhann minn-
ist á friðarboðskap Akureyrarfundarins
í haust, sem hann lýkur annars yfir-
leitt á lofsorði, eins og aðrir:
»f>að getur þó orðið varúðarvert«
segir hann, »að koma með eða halda
ríkt fram alveg skilyrðislausum
friðarkenningum, meira að segja: það
getur orðið beint ókristilegt athæfi.
Hitt er alt annað mál, að gæta hóf-
legs ritháttar og velsæmis, vera sann-
gjarn og skjótur til sátta, skjótur til
að gleyma. En að leyfa óhlutvönd-
um mönnum átölulaust að villa fá-
kænni alþýðu sjÓDar á sönnu og réttu
máli, spilla hugsunarhætti hennar, og
æsa hana með lygum og rógi gegn
þeim landsmönnum, er vandaðastir
eru og þjóðræknastir, — þetta getur
ekki verið rétt; það getur ekki á nokk-
urn hátt verið hlutverk göfugs blað-
stjóra og ættjarðarvinar#.
Stjórnaryalda-auglýsingar.
ísafold flytur nú eigi framar Iög-
boðnar stjórnarvalda-auglýsingar, svo
sem hún hefir gert 16 ár undanfarin.
Sá var vilji meirihlutaforsprakkanna
á þingi í sumar, að þ e i r r a elskulegt
höfuðmálgagn nyti þeirra ímyndaðra
stórhlunninda, en ekki þetta blað.
f>eir reyndu að vísu að breiða
yfir það með þvi að gera árgjalds-
greiðslu í landssjóð að almennu skil-
yrði fyrir einkarétti til að flytja þess-
ar auglýsingar, en orðuðu að öðru
leyti þar að lútandi ályktun svo, að
það blað eitt og önnur ekki ætti hægt
með að hafa þær meðferðis (dálks-
breidd og letur m. m.). f>að, sem til-
kjörnir flutningsmenn málsins í báðum
deildum fluttu þvf til skýringar, var og
óvenju-óáreiðanlegt og fjarri réttu, og
er vafasamt, hvort meiri hluti hefði
fengist fyrir því ella. þetta var eina
tekjulindin, sem aukaþingið benti á til
að bæta landssjóði upp þær nál. 150
þús. kr., sem það lagði á hann; og er
hætt við, að einhverir þingmenn hefði
orðið spéhræddir við samanburðinn á
þessum 150,000 kr. og þeim 50-—60
kr., sem að réttu lagi var gefandi fyr-
ír áminstan auglýsinga-einkarétt.';!
Sannleikurinn er sá um þessar aug-
lýsingar, að tekjur af þeim hafa verið
3 árin síðustu að meðaltali um 500
kr. alls og alls. Og með því að þær
hafa verið reiknaðar 20% lægra en
aðrar auglýsingar, en hæsti afsláttur
ella, við þá sem mest auglýsa, yfir-
leitt frá 25 til um 30%, þá hefði eftir-
gjaldið átt að vera eftir því hlutfalli
fyrnefndar 50—60 kr. í mesta lagi.
En gott er það samt óneitanlega fyr-
ir landssjóð, og sjálfsagt meðfram að
þakka fyrnefndum skýringum flutnings-
manna málsins á þingi, að árgjaldið
varð, er til kom, ekki minna en 800
kr. eða á að verða það næstu 3 ár.
Eigandi téðs meiri-hluta-málgagns hef-
ir ekki þorað að eiga undir að bjóða
minna, til þess að vera öruggur um,
að missa ekki af veiðinni. Hann
héfði fengið hana fyrir 800 aura í stað
800 kr., úr því ekkert annað blað
bauð neitt í móti.
Hin tvö blöðin, er kostur var gefinn
á að bjóða í þennan dýrmæta og nú
dýru verði keypta einkarétt, Fjallkon-
an og Isafold, buðu hvorugt 1 eyri.
Hvað Fjk. hefir gengið til að gera
það ekki, skal ósagt látið.
En um Isafold, sem þessum hnút-
um er kunnugust, er það að segja, að
þótt hún hefði viljað reyna að kom-
ast yfir þann þröskuld, er frumkvöðl-
ar tillögunnar á þingi í sumar lögðu
fyrir hana um dálkabreidd m. m., þá
þótti henni fyrst og fremst landssjóð-
ur gerður nokkuð smáþægur með þess-
um 50—60 kr., sem vit var í að bjóða,
og kaus því heldur að bjóða alls ekki
neitt. En hvað sem því leið, þá gerðu
kostir þeir aðrir, er ráðherrann setur
í bréfi sínu 3. nóv. þ. á., um eftirlit
með blaðinu, hvernig það hagaði sér,
ef það ætti að fá að halda auglýsinga-
réttinum og láta ekki taka hann af sér
í miðjum klíðum, það alveg frá-
gangssök í h e n n a r augum, að sæl-
ast eftir þessum rétti
það er lán fyrir landssjóð, að óska-
barn meiri hlutans í þessu máli hefir
ekki litið sömu augum á þessa kosti,
heldur grípur fegins hendi við skamm
rifinu með þessurn bögli frá ráðherr-
anum.
það er kunnugra en frá þurfi að
segja, að Isafold hefir aldrei um aug-
lýsingarétt þennan sótt, hvorki fyr né
síðar, og því síður gengið nokkurn
tíma að nokkrum skildaga fyrir að
halda honum. Hún hlaut hann á
sinni tíð með öðru blaði (Suðra), er
hlutaðeigandi stjórnarvöld leyfðu eig-
anda þess að selja með þeim kostum,
að ef það legðist niður, mætti annað
blað kaupanda taka við þeim til
flutnings.
Og þess ber að geta enn fremur því
til frekari skýringar, sem hér segir,
að aldreí hafa stjórnarvöld þau, er hér
eiga hlut að máli, sýnt af sér fyr né
síðar minstu viðleitni til að hafa áhrif
á stjórnmálastefnu blaðsins eða fram-
komu þess að öðru leyti. Enda vita
það allir og viðurkenna, sem þetta
blað vilja láta njóta sannmælis, að
það hefir komið fram alla tíð sem
jafn-óháð stjórn og þjóð, hafi þær
skilið á,—verið sínu sinni hvorumegin,
eftir sinni skoðun á málunum og öðru
ekki.
En nú virðasc eiga að taka upp nýja
siði með nýjum herrum og hlunnindi
þessi svo nefnd upp frá þessu að vera
komin undir velþóknun þeirrar stjórn-
ar, er við völd er í hvert skifti. En
þá kosti munu fá blöð geta felt sig
við eða taka í mál að ganga að, þótt
meiri hagsmuna væri von í aðra hönd.
ísafold gerir það ekki.
Að öðru leyti skal vísað í auglýs-
ingu hér að aftan um, að almenningi
mun eftir sem áður veittur kostur á,
að lesa í þessu blaði (ísaf.) það, sem
nokkurs er vert um að vita af þvl, sem
stendur í lögboðnum stjórnarvaldaaug-
lýsingum, svo sem innkallanirí búum,
nauðungaruppboð m. fl.
Að öðru leyti slculum vér leiða at,-
hygli að pvi, að auglýsinga-einkarétt-
urinn nœr alls eigi til allra svo nefndra
»opinberra auglýsinga?, heldur að eins
þeirra, er beint eru lögskipaðar, og er
þar helzt að telja proclama í dánar- og
firotabúum, nauðungaruppboð og fivi
um líkt. Allar a ð r ar auglýsingar
má birta í hvaða blaði sem er, fiar á
meðal skiftafundi, og sérstaklega óskila-
fénaðarauglýsingar, nema berum orð-
um sé svo fyrir mœlt í fiar að lútandi
reglugjörð fyrir sýslufélagið, að slikar
auglýsingar skuli birta í hinu löggilta
auglýsingáblaði, en fiað mun óvíða vera
S lík ar auglýsingar má fi ví
senda Isafold (eða öðrum blöð-
um) til birtingar eins eftir
sem áður.
Laglega lúaupið undir bagga.
Fáein 'sendibréf,
sem Þórólfur Hreinsson komst yfir af ti)viljun,
XI.
Frá Sigurði Þórðarsyni í Reykjavik
til Auðuns Bjarnasonar á Hvoli.
Reykjavík, 4. desbr. 1908.
Heiðraði trygóavin, ætíð sæll.
Fyrir bréf þitt, dags. 6. febr. þ. á.,.
þakka eg þér innilega, og fyrir alla þína
trygð og trúfesti við mig og mína.vfyr
og síðar.
f>ú skrifar að eg skuli segja þér af
högum mínum, mínum og Arnljóts, og
ætla eg nú að gera það. |>ví miður
verður lýsingin nú ekki glæsileg. Já
því er ver og miður. f>essi míkla til-
breyting Iá alt af illa í mér. Mig hefir
alt af langað austur aftur; mér hefir
alt af leiðst hér, og fallið illa þetta
staðarlíf á allar lundir. En konu
minni og börnum hefir þótt skemtilegt
hér; þó er svo komið, að Eyvör mín
er búin að fá nóg af Reykjavíkurlííinu,
og mér virðist sem Olöf dóttír sé á-
nægð orðin með það, að komasr í
sveit aftur. Ketill held eg að só einna
tregastur á það, og þó lætur honum
ekki sjómenskan.
f>að mun vera bezt að byrja á efn-
inu, svo gleðilegt sem það er, eða hitt
þó heldur.
f>að er þá þetta hús, setn eg róðst
í að kaupa. Eg sá, að allir í kring-
um mig keyptu sér hús, og komst eg
eftir, aö sumir hverir þeirra áttu lít-
ið meira til en eg, og sumir jafnvel
naumast það. f>eir 3ögðu mér, og eg
sá að það var satt, að þeir höfðu mikl-
ar tekjur af því, að leigja út meiraog
minna af húsum sínum. Svo kom
einn húseigandinn til mín, Oddur að
nafni, og bauð mér hús sitt til kaups.
f>að átti að kosta 6200 kr. Nábúar
mínir eggjuðu mig á að kaupa. Húsið
var snoturt, öll herbergin fallega mál-
uð, loftin prýdd með upphleyptum
rósum, og alt var það ginnandi. f>etta
var í enda góðæranna, og var ekkí
gott að varast það. Húsin þutu hér
upp eins og gras, menn seldu og
keyptu hús, og ef það fréttist, að ein-
hver ætlaði að byggja hús, var hann
þegar umkringdur af mönnum, sem
föluðust eftir húsnæði í hinu tilvon-
andi húsi. f>etta var nú glæsilegt.
Eg átti þá ráð yfir h. u. b. 500 krón-
um. Stutt yfir sögu að fara: Eg kom
húsverðinu niðurí 6000 kr., keypti hús-
ið, borgaði í því 500 kr., og fekk hitfc
til láns, nokkuð gegn 1., hitt gegn 2.
veðrétti í húsinu. Eg leigði út af því
svo mikið sem eg gat, og alt gekk
vel um hríð. Eg og kona mín geng-
um í vinnu á sumrin; mest var það við
fiskverkun, og var það ekki ýkja-erfið
vinna, en það kom okkur þó saman um,
að heldur hefðum við kosið okkur hey-
vinnu. f>að segir hver fyrir sig. Sum-
ir kjósa nú heldur fiskvinnu. Ólöf
dóttir mín gekk aldrei í vinnu; hún
var þá heima að matreiða fyrir okkur,
og kom okkur það nú vel. Annars
hefir hún verið liðlétt hér; en tals-
verðu höfum við orðið að kosta upp á
hana, einkum til fata. Svo hefir hún