Ísafold - 24.01.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.01.1903, Blaðsíða 3
15 Verðlagsskýrslumáiinii fræga úr SnæfellsDess- og Hnappadals- sýslú hefir landsyfirréttur vísað haim aftur 12. þ. ra. til ítarlegri rannsóknar, og tilnefDtí eigi færri en 11 atriði, er hanntelur undirdómaranum, Lárus H. Bjarnason sýslumann, hafa láðst eftir að fá nauðsynlegar skýrslur um við rannsókn málsins. Eitt er það, hvernig á því muni standa, að hætt er alt í einu þetta ár, 1899, að hafa vaðmál í verðlags- skrá sýsIuDDar, og virðast eftirfarandi vottorð, sem ritstjóri Isafoldar hefir í sínum vörzlum, hafa að geyma fróð- lega bendingu um það atriði, er svo er að heyra á úrskurði yfirréttarins, sem vantað hafi í prófin hjá sýslumanni. Eftirrit. Eftir að eg ásamt hreppstjóra Sæ- mundi Sigurðssyni á Elliða og bónd- anum Birni Andréssyni í Hólkoti hafði samið verðlagsskrá fyrir Staðar- sveit haustið 1899, kom Sæmundur hreppstjóri á heimili mitt einhverju sinni 1 desembermánuði sama ár og bað mig þess, að eg samkvæmt til- mælum sýslumannsins í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu samþykti fyrir mitt leyti, að vaðmál, sem sett hafði verið í verðlagsskrána og verðlagt í henni, yrði aftur úr henni tekið, og gat hreppstjórinn þess jafnframt eftir upplýsingum frá sýslumanni, að vað- mál væri eigi sett í verðlagsskýrslur úr flestum öðrum hreppum sýslunnar. Að öðru leyti álít eg, að rétt sé að setja vaðmál í verðlagsskýrslur í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu að minsta kosti í þeim hreppum, þar sem eg bezb þekki til. Að gefnu tilefni skal það að endingu tekið fram, að þetta vottorð er eg fús til að eiðfesta, ef þess yrði óskað. Prestsbakka í Hrutafirði 8/8 1902. Eirikur Gislason. Eg undirskrifaður heyrði Jón hrepp- stjóra Jónsson í Ólafsvík, er var ann- ar réttarvotturinn við réttarhald s. s. 20. júní síðastl., segja frá því litlu sfðar í votta viðurvist á heimilinu Ealdalæk í Ólafsvík, að í enda rétt- arins hafi sýslumaður spurt, hvort síra Helgi Árnason hefði engar frekari upp- lýsingar að gefa í verðlagsskrármálinu. Hafi þá síra Helgi sagt, að hann hefði reyndar ýmislegar upplýsingar. Hafi þá sýslumaður sagt: »f>að er ágætt. Setjist þér þarna á móti réttarvottun- um«. Hafi þá síra Helgi sagt, að hann ætlaði fyrst að segja frá því, að sfra Eiríkur Gíslason hafi sagt sér, að einu sinni hefði hreppstjóri Staðsveit- inga komið til sín og beðið sig að skafa út vaðmálúr verðlagsskýrslunni, því sýslumaður vildi ekki að það stæði þar. Héfði þá sýslumaður sagt: ætlið þér að koma síra Eiríki í bölvun ? Hvað kemur þetta þessu máli við ?« Og sagði síðan rétti slitið, án þesa að sfra Helgi fengi einu sinni tíma til heimta þessar upplýsingar bókaðar. Ólafsvík 18. ágúst 1902. Sigurbjörn Guðleifsson. Að framan- og ofanskráð eftirrit séu orð fyrir orð samhljóða mér sýndum frum- ritum, vottast notarialiter eftir nákvæman samanburð. Notarius publicus í Keykjavík 25. ág. 1902. Halldór Danielsson. G-jald 12 — tólf— aurar. Borgað. H. D. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Auk kosningakærumálsins hafði bæjarstjórnin til meðferðar 15. þ. m., (á fyrsta fundi á árinu og fyrsta fundi i Goodtemplarhús- inu) og samþykti þá tillögu veganefndar, að gera skyldi við fyrsta tækifæri þá vegi, er hér segir, að mestu leyti á kostnað lóðar eigenda, er greiða 75 aura af hverri alin í veginum œeð fram lóð þeirra. a. Grettisgötu austureftir að Baróns- stig 60 faðma á 4,50 hvern. h. Njál8götu nm 80 faðma á 4,50. c. Frakkastig (Lindartata — Niálsgata) 150 íaðina á 4,50. d. Vatnsstíg (Hverfisgata — Grettisgata) 70 faðma á 4,50. e. Grettisgötu vestur eftir um 10U faðma á 5 kr. f. Hverfisgötu vestur eftir um 64 faðma á 5 kr. .Þá var samþykt að setja 4 ný ljósker við Túngotu og að lengja þá götu; en að setja nýtt Ijósker við Bankastræti þótti hæði veganefnd og hæjarstjórn óþarft. JÞvi næst var samþ. að greiða ábúand- anum á Laugalandi l'/2 kr. á viku fyrir ræsting nýja þvottahússins. Samþyktar voru byggingarnefndargjörð- ir frá 20. f. m. og 3. þ. m. með þeirri einu hreytingu, að steinriðið við söluhúð D. Thomsens verði eigi látið ná lengra út frá iiúsinu en trétröppurnar náðu, seoiáður voru þar, en það var 1 alin. Siökkviliðsstjóri kosinn Matthias Matthias- son verzlunarstjóri i Holti. Akveðið að kosta hann til utanfarar til þess að kynna sér þar slökkvistörf og brunamálanefnd- inni falið að semja við hann um kostnað- inn við ferðina og timann er hann dveldi erlendis o. fl., sem þörf er á. Erindi um rennu frá Brunnhúsahrunni niður í Tjörn visað til veganefndar til álita. Þorsteini Dorsteinssyni skipstjóra var leyft að gera steinbryggju fyrir lóð sinni. Dorleifur Borleifsson aukanæturvörður sagði af sér sýslu sinui frá 14. marz þ. á. Ákveðið var að auglýsa starfið laust með sömu launum og hingað til. Bæjarstjórnin gat ekki sint að neinu er- indi frá skipstjóra Edilon Grimssyni um lækkun á aukaútsvari, með því að beið- andi hafði eigi kært í tíma til niðurjöfn- unarnefndar. Samþyktar vorn þessar hrunabótavirð- ingar: Geymsluhús Ásgeirs Sigurðssonar kaup- manns við Barónsstig 9122 kr., hús Sigur- jóns Guðmundssonar og Guðmundar Hans- sonar við Grettisgötu 68o3 kr., hús Þor- steins Guðmundssonar og Ásbjarnar Jóns- sonar við Hverfisgötu 4886 kr., hús Sig- mundar Magnússonar við Lindargötu 4430 kr., hús Steingríms Jónssonar og skipstj. Steingr. Steingrímssonar á Klapparlóð 4273 kr., hús Jóns Einarssonar skósmiðs við Nýlendugötu 2960 kr., hús Jóus Jónssonar á Skipholtslóð á Bráðræðisholti 2429 kr., hús Marteins Halldórssonar við Laugaveg 2418 kr., skúr við hús Högna Finnssonar við Grundarstíg iiðO kr., skúr við bæ Þórðar Þorðarsonar í Birtingaholti 135 kr. Mannalát. Aðfaranótt hins 11. þ. m. andaðist að heimili sinu Miðhúsum i Garði merkisbóndi Magnús Þórarinsson, hálf-sjötugur. Hann var fæddur austur i Flóa, en fluttist suður í Garð fyrir 34 ár- um og hjó þar alla tið siðan i Miðhúsum. Hann var dugnaðarmaður mesti og búhöld- ur góður, og hafði alt af mikla útgerð, enda var orðinn efnaður maður. Stórt timburhús tvíloftað reisti hann á eignarjörð sinni. Hann var vandaður maður og dag- farsgóður, en yfirlætislaus. Sistarfandi var hann og hafði alt af eitthvað nytsamt verk með höndum, eins síðari árin, þegar heilsa hans var farin að bila. Greindur maður var hann og hinn skemtilegasti i viðræðum og prúðmannlegur i allri framgöngu. — Hann var kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur, sem lifir hann ásamt 10 börnum þeirra. öllum uppkomnum. En 15 höfðu átt saman alls. X. Hér á Nesinu, í Hrólfsskála, andaðist i haust (8. okt.) i hárri ellHkkjan Guðrún Guð- jónsdóttir, systir Péturs heit. Guðjohnsen organista (f 1877). Hún var fœdd 1818. Hún var gift PálisnikkaraPálssyni frá Hörgs- dal prófasts Pálssonar, og átti við honum 2 börn: Pál Yatnajökulsfara oghúsfrúGuð- laugu, konu Péturs bónda Sigurðssonar i Hrólfsskála. Eldr'i sonur hennar er Pétur Sæmundsen, verzlunarstjóri á Blönduós. Hún ólst upp norður i Eyjafirði, bjó um hríð austur á Síðu með manni sínum, en síðan lengst í Keykjavik, ein sins liðs. »Hún var lik bróður sinum um margt: gáfuð kona, sköruleg og einarðleg, einkar- brjóstgóð, vildi vera, en ekki sýnast«. — Góð- skáld vort eitt minnist hennar á þessa leið: Skörungur að skapi og gerð — skömm er liðna stundin — hefir endað alla ferð yfir feigðarsundin. Það var svo um þína för, þar var treyst á böndin, svo var stundum sigling gjör, að sáust hvergi löndin. Gæftir hæpnar, gæfa skörð, gröndin inargoft jóku, áföll þung og ágiöf hörð á orknna lika tóku. En táp og hyggja hélt sér ung, svo hvergi mundi skeika, elskan heit og þykkjan þung, og það í elli bleika. Nú hefir þér hlotnast höfn og lönd. þar brannir engar soga, skilað úr dóttur hollri hönd heim í sæluvoga. Hjá mörgum lifir minningin, meir en fiestra hinna, um orð þín bæði og úrræðin æfikjara þinna. Afmæli Svíakoimng's ogNorðmanna. Miðvikudaginn hinn 21. þ. m. var fæðingar- dagur Oscars II., konungs Norðmanna og Svía. Marga fnrðaði það, að ekki blakti nokkur veifa á nokkurri stöng í bænum þann dag, og merki konsúls Svía og Norð- manna sást ekki heldur, sem ekki var von, því að það var þá haft til að skreyta með danssal sama dag. Hinir konsúlarnir: frakkneski, enski og þýzki konsúllinn, hafa þó alt af haft hugsun á að fiagga með konsúlsflagginu á aðalhátíðisdögum þjóð- ar þeirrar, sem þeir eru fyrir; það er norsk-sænski konsúllinn einn, sem hefir á- valt gleymt því. Norðmaður. Gufuskipið Breifond, um 250 smá- lestir, kom í gær hingað frá Skotlandi eftir 7 daga ferð með kolafarm Thom- sens magasín. Engin ný blöð. Telefónfélag Hafnarfjarðar og Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í gær. Tekjur af afnot- um telefóneins höfðu orðið með mesta móti, nær400 kr., og þó fallið úr heill mánuður, desember, vegna bilunar. En viðhaldskoBtnaður einnig venju meiri; þó var sjóður um árslok nær 400 kr., og var um 160 kr. þar af varið til á- góðaúthlutunar fyrir árið 1902, 6°/0 Stjórn endurkosin og sömuleiðis endur- skoðunarmenn. t Páll J. Blöndal f. héraðslæknir. Hann andaðist 16. þ. m. að heim- ili sínu, Stafholtsey í Borgarfirði. Hann hét fullu nafni Páll Jakob Blön- dal og var fæddur 27. desbr. 1840 að Hvammi í Vatnsdal, yngsti sonur Bjarnar Auðunssonar Blöndal sýslu- manns (f 1846). Hann útskrifaðist úr Reykjavíkur-skóla 1861 og tók próf í læknisfræði í Reykjavík 1868, hvort- tveggja með I. einkunn. Varð sama ár héraðslæknir í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu og þjónaði því embætti meir en 30 ár, eða þaugað til 1901, með þeim takmörkunum, sem urðu á umdæminu síðustu árin. Kvæntur var hann Elínu Guðrúnu Jónsdóttur sýslu- mannB og skálds Thoroddsens og Ólaf- ar Hallgrímsdóttur. Sonur þeirra er Jón Blöndal, sem nú er héraðslæknir Borgfirðinga. Páll heitinn var atgerv- ismaður til sálar og líkama, sem hann átti kyn til, söngmaður mikill á yngri árum, gleðimaður og Ijúfmannlegur í viðmóti, tryggur og vinfastur og áhuga- maður um almenn mál. jgy Næsta blað þeg- ar eftir póstskipskomuna. syngja í kvöld í „Iðnó“ kl. 8' 2. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að maður minn hjartkær, Pál! Jnkob Blöndal héraðslæknir, andaðist að heim- ili okkar 16. þ. m, eftir stutta legu í lungna- bólgu. — Jarðarförin fer fram 31. þ. m. Stafholtsey 17. jan. 1903. Slín Q. Blöndal. Almennur safnaðarfundur Reykjavíkursóknar verður haldinn í leikhúsi kaupm. W. Ó. Breiðfjörðs mánudaginn 2. febr. þ. á. kl. ð e. h. Fundarefni er að ákveða fyrirkomulag girðingar kringum kirkjugarð Reykja- víkur og úr hvaða efni hún skuli vera. Fundarboð þetta varðar jafnt fríkirkjumenn sem aðra atkvæðisbæra sóknarmenn. Jóhann Þorkelsson. TJnglingsstútka óskast í vist nú þeg- ar, á fáment heimili. Upplýsingar fást í afgreiðslustofu Isafoldar. 3 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu- plássi ern til leigu frá 14. maí n. k. >ALDAN» Fundur næstkomandi miðvikudag á vana- legnm stað og stundu. Allir félagsmenn beðnir að mæta Stjórnin. í VERZLUN B. H. BJARNASON fá menn alt af góðar vörur ódýrar; nú fást þar t. d. 5 teg. af ágætl. vel tilbúinni danskri Spegipylsu á 55, 60, 70, 75 og ÍOO a, pr. pd- Danskur reyktur Skinke á 65 aura- Danskt saltað síðuílesk 60 a. Piparrót---Selleri — Gulrætur — Rauðbeður og ág. danskar kartöflur með allra bezta verði. Með »Laura« 26. þ. m. eða auka- skipinu er von á ýmislegum vörum. þar á meðal miklu af alls konar Lampa- glösum, Hrákadöllum, sem hvergi feng- ust fyrir jólin, o.m. fl., sem síðar verð- ur auglýst. Fataefni sem unnin hafa verið í »Silkeborg Klædefabrik« verða seld næstuviku fyrir mjög lágt verð Í verzlun Valdimars Ottesens, Ingólfsstræti 6. Alinin kostar frá 1,70—2,50. t&’ Munið eftir, að þetta lága verð gildir að eins fyrir næstu VÍku- Litið hús eða þrjú samliggjandi herbergi á- samt eldhúsi, óskast til leigu frá 14. maí n. k. Á góðum stað í bænum. Ritstjóri visar á. H Kálmeti b kemur nú með »Laura« til C. Zimsens verzlunar. Hvltkál Rauðkál Piparrót Gulrætur Selleri Rödbeder. Eíns og fyr, er heppilegast að lyst- hafendur láti skrifa sig fyrir því, sem þeim kann að þóknast sem fyrst. C. Zimsen. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ. Fundur á morgun kl. 4J á sama stað og áður. Nefndarálit í málinu um sumarvist barnaúr Rvík í sveit, m. m.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.