Ísafold - 31.01.1903, Blaðsíða 2
22
Landshöfðiiigja-þingmenskan.
Hr. ritstjóri! • Eg þykist fara nærri
um það sem gamall þingmaður, að þér
hafið alveg rétt fyrir yður um það, að
ummæli stjórnarskrárinnar um, að
landsböfðingi geti verið þingmaður, eigi
kyn sitt að rekja til sömu fyrirmæla í
stjórnarskrá Dana um ráðgjafana.
f>að er eins um stjórnarskrána og
önnur lög vor flest, að þau hafa lengi
•dependerað af þeim dönsku« að mjög
miklu leyti og gera það enn, — ekki
fyrir það, að alþingi sé svo hugarhald-
ið að sníða þau vísvitandi eftir dönsk-
um lögum, heldur af hinu, að þau eru
mýmörg að mjög miklu leytí þýðingaf
dönskum lögum. það er hægra að þýða
en frumsemja, hægra bæði fyrir stjórn-
ina, þótt ekki láfi henni það sem bezt
yfirleitt, og fyrir þingið jafnvél líka,
með því að það hefir svo nauðalítinn
tfma til vandaðs lagasmíðis. Löggjaf-
arvaldið íslenzka býst og eigi við að
geta bætt sig til muna á því, sem aðr-
ir hafa gert með miklu meira næði,
meiri reynslu, meiri almennri þekkingu
og betri tækjum að mörgu leyti. f>að
þykir þvf góðra gjalda vert, ef sæmilega
tekst að víkja hinni útlendu löggjöf
hæfilega við eftir landsháttum og þjóð-
þörfum, eða því sem kallað varásinni
tíð istaðhættir«, af því að Danir nefndu
það »de lokale Porhold*. f>á þóttust
þeir hafa leyst Torfalögin, löggjafarn-
ir okkar, ef þeim tókst það bœrilega.
Eg tel því alls engan efa á því, að
orðin »Atkvæðisrétt hefir landshöfðing-
inn (eða sá sem kemur í hans stað)
því að eins, að þeir séu jafnframt al-
þÍDgismenn* í 34. gr. stjórnarskrárinnar
sé ekkert annað en þýðing á samsvar-
andi grein íjdönsku grundvallarlögun-
um (59. gr.), nema »ráðgjafarnir« breytt
í »landshöfðinginn«, og klausunni smelt
inn í stjórnarskrá vora alveg hugsun-
arlaust að öðru en því, að löggjöfum
vorum hefir líkað það vel, að lands-
höfðingja var þarna gert jafnhátt und-
ir höfði og ráðgjöfunum. Hinu hefðu
þeir kunnað miður, ef hann hefði verið
gerður réttarminni að þessu leyti.
En þeir hafa ekki hugsað minstu
vitund út í það, hvort þingmenska væri
samrýmanieg landshöfðingjastöðunni
eða ekki. f>eir hefðu ella undir eins
séð, að svo var ekki. jþeir hefðu séð
þegar í stað, að slíkt var ófær sam-
steypa og mesta aflagi.
Mér er sem eg sjái og heyri einn
bezta kunningja landshöfðingjans, sem
nú er, Grím heit. Thomsen, samtíða
honum á þingi sem þingmanni Rangæ-
inga. Eg trúi ekki öðru en að hon-
um hefði verið dillað, með alla strfðn-
ina og gletnina. Honum hefði verið
skemt og þinginu skemt, er hann hefði
t. d. skorað á háttv. 1. þingmann Rangæ-
inga (M. St.) — hann er svo sem sjálf-
sagður að verða nr. 1—, að spyrjast fyr-
ir hjá hæatvirtum landshöfðingja (sama
M. St.) um það eða það; eða beðið hann
að orða rökstudda dagskrá með hörðum
aðfinslum til stjórnarinnar, þar á meðal
landshöfðingja. Hann mundi engan
frið hafa haft í sínum beinum fyr en
hann hefði fengið þingmenn til að leita
fast á 1. þingm. Rangæinga (M. St.)
um að gerast höfuðtalsmaður þeirra
í móti landshöfðingja(sama M. St.) »eld-
húsdaginn«; og þar fram'eftir götum.
■þetta er þó vitaskuld ekki aðalhlið
málsins; því auðvitað má skapa sér
sama dæmið um ráðgjafa, sem er þing-
maður.
Hitt er aðalatriðið, sem þér hafið
tekið fram, að landshöfðingi er um-
boðsmaður ráðgjafans og getur alls eigi
því starfi gegnt, svo umbjóðanda hans
líki, ef hann á um leið að þjóna ef
til vill gagnstæðum vilja sjálfs sín og
kjósenda sinna.
það erþetta, semsýnir áþreifanlegast,
hve hlægileg fjarstæða væri, að gera
laudshöfðingja að þingmanni.
Oaniall þingmaður.
Landniæiiiigar
á
íslandi 190 2.
I.
Sumarið 1902 lét danska stjórniu
framkvæma landmælingar á suður-
strönd Islands, frá Kollafirði til Horna-
fjarðar; þær eiga að vera grundvöllur
undir aðrar nákvæmari mælingar á
þessu svæði, svo áreiðanlegur lands-
uppdráttur geti á sínum tíma fengist
af bygðum, fjöllum og sævarströnd
þessa landshluta. Mælingarnar voru
eingöngu kostaðar af rfkissjóði Dana.
Daniel Bruun höfuðsmaður, sem oft
hafði komið til íslands og íengist hér
við fornleifarannsóknir, var sendur
hingað í maí til þes3 að undirbúa
ýmislegt fyrir mælingarnar. Hann átti
að útvega fylgdarmenn, kaupa hesta
og sjá um reiðfæri og tiltaka staði,
sem hentugastir væru fyrir vistaforða
og aðseturstaði fyrir mælingamennina.
Með Laura 5. júní komu 23 dansk-
ir menn til mælinganna: 3 höfuðs-
menn, 2 yfirlautinantar, 8 undirfor-
ingjar og 10 óbreyttir liðsmenn undir
yfirstjórn Lund Larsens höfuðsmanns,
sem hér var að góðu kunnur frá land-
mælingunum 1900. f>essum mönnum
var skift til verksins í 5 flokka; þrfr
flokkarnir byrjuðu við Reykjavfk og
mældu austur eftir landi, en tveir
fóru austur í Hornafjörð og mældu
vestureftir. f>eir mættust við Kúða-
fljót í Vestur-Skaftafellssýslu.
Pyrst fór Hamraershöj höfuðsmaður
með herskipinu Heklu til Vestmann-
eyja með nokkra menn; þeir settu
upp merki á Heimakletti og Helga-
felli. Frá merkjum, sem setjast skyldu
á fjöllum og hæðum, átti að mæla þrí-
hirningagrind þá, sem er aðalundir-
staða nákvtemari mælinga. 1 hverju
merki eru 4 holar stálstengur (pípur)
6 álna laugar; tvær af þeim eru skrúf-
aðar saman líkt og trönutré; á þær er
festur ferhyrningur úr járni nálægt 1
al. að þvermáli; umgerð hans er úr 4
grönnura járnmiltum, sem eru skrúfuð
saman á hornum; í umgerðina eru fest
máttarjárn og á þau eru negldar þunn-
ar járnræmur. f>essi ferhyrningur er
síðan skrúfaður á efri endann á járn-
stöngunura; hann sést langt að, og á
hann er miðað við mælingarnar; aðrar
tvær járnstangir eru reistar sín hvoru
megin við samskeyti hinna stanganna
og standa þær eins og sperra og eru
viðspyrnur við þær. Neðan á hverja
af þessum fjórum stöngum er skrúfað-
ur járnbolti, sem er greyptur niður í
klett, svo merkið geti orðið bjargfast.
Á neðri eDda hverrar stangar er þver-
slá úr járni (akkeri), ofan á hana er
hlaðið grjóti, þegar merkið er orðið
bjargfast, svo miklu að það er vana-
lega 2 álna há varða kringum hverja
stöng; með þessu móti verður merkið
fast og stöðugt. Hvert merki vegur
nálægt 200 pd. með verkfærum, sem
með þurfa.
f>að gefur því að skilja, að það er
allmikið verk að koma upp þessum
merkjum, að flytja þau eftir vegleys-
um, skrúfa þau saman, klappa holur
fyrir boltana, færa að grjót og hlaða
kring um stengurnar, en þó tekur yf-
ir þegar fjöllin eru svo brött, að ekki
er hægt að flytja þau á hestum, svo
að menn verða að bera þau á bakinu
yfir urðir og klungur upp á fjöll, sem
eru 3—4000 fet á hæð.
Hinn 14. júní lagði svo Hammers-
höj höfuðsmaður á stað frá Reykja-
vík með 3 undirforingja, 3 liðsmenn
og 1 íslending til þess að setja upp
merki á svæðinu frá Faxaflóa að
Kúðafljóti. J>eir höfðu 20 hesta. Eftir
hálfan mánuð bættu þeir við sig öðr-
um íslenzkum fylgdarmanni. f>eir
settu upp merki á þessum stöðum:
í Gullbrin gusýslu: á Úlfmanns-
felli í Mosfellsaveit, Helgafelli fyrir
ofan Hafnarfjörð, Lönguhlíð, Kongsfelli
og Vífilsfelli.
í Árnessýslu: á Skálafelli á
Hellisheiði, Geitafeili, hjá Nesi í Sel-
vogi, hjá f>orlákshöfn, hjá Arnarbæli,
á Ingólfsfjalli, hjá Hurðarbaki í Flóa,
á Hestfjalli í Grímsnesi.
í Rangárvallasýslu: á Karabs-
heiði í Holtum og hjá Ási, hjá Skúm-
stöðum og Hallgeirsey í Landeyjum,
hjá Stórólfshvoli, á f>ríhyrningi, á
Stóra-Dímon, á Seljalandsheiði, hjá
Lambhúshól á Eyjasandi, á Steina-
fjalli, hjá Miðbæli, á Drangshlíðar-
fjalli og á Skógasandi.
í Vestur-Skaftafellssýslu:
Á Sjónarhóli við Sólheima, á Péturs-
ey, í Dyrhóley, á Gæsatindi fyrir
sunnan Mýrdalsjökul, á Reynisfjalli, á
Hjörleifshöfða, á Hafursey, hjá f>ykkva-
bæjarklaustri í Veri, á Rjúpnafelli og
SkálmarhrauDÍ í Veri, og svo á Stakki
í Skaftártungu. Auk þess voru smærri
merki sett upp: við f>jórsárbrú, í
f>ykkvabænum, hjá Villingaholti, Sölf-
holti og Vöðluhól í Flóa og hjá Hrauni
í Ölfusi, alk 43 merki. Hammershöj
höfuðsmaður var einna hagsýuastur
við flutning á merkjunum, bjó til
dragskó á stangirnar, og vandi liðs-
menn sína á alla víudu við hesta, bæði
að leggja á, binda klyfjar og hefta;
sjálfur bar hann byrðar upp fjöll og
vann alla vinnu með mönnum sínum.
Aðalfylgdarmaður þessa flokks var
Sigmundur Sveinsson, skósmiður úr
Hafnarfirði; aukafylgdarmenn voru
fengnir dag og dag á ýmsum stöðura.
f>eir héldu oftast til í kirkjunum; þó
voru tjöld með, ásarat ferðasængum,
ábreiðum og rekkvoðum. Til raatar
var haft niðursoðið kjöt og fiskur, auk
brauðs og svo sú fæða, sem fekst, keypt
á bæjum. f>essi flokkur kom til
Reykjavíkur 19. sept.
Næsti flokkur lagði upp frá Reykja-
vík 16. júní; fyrir honum var yfir-
lautinant P. Hansen meö einum und-
irforingja, einum liðsmanni og einum
íslending; þeir höfðu 10 hesta. f>eim
var ætlað að mæla þríhyrningagrind frá
þeim merkjum, sem þeir Hammershöj
höfðu sett upp, og komust þeir aust-
ur að Jökulsá á Sólheimasandi og
gengu upp á öll þau fjöll og hæðir,
sem merki voru sett á, nema Steina-
fja.ll, sem ekki var hægt að mæla frá
vegna þoku. Fylgdarmaður þeirra var
Tómas Jón8son kennarí úr Hafnarfirði.
j>eir lágu alt af í tjöldum og höfðu lík-
an aðbúnað og hinir, tóku sjaldan
aukafylgdarmenn. Oft urðu þeir að
ganga þrisvar og stundum fjórum
sinnum upp á sama fjallstindinn til
þe8s að fá gott skygni. Auk þess
mældu þeir frá nokkrum merkjum, sem
voru sett upp sumarið 1900 kringum
Reykjavík, Hafnarfjörð, Keili og Keilis-
nes. Vistaforða þessara flokka hafði
verið skipað upp í Reykjavík, á Eyr-
arbakka og í Vík.
j>eir flokkar, sem byrjuðu mælingar
að austanverðu, fóru með Hólum 10.
júní austur í Hornafjörð; fyrir þeim
voru þeir Lund Larsen ogN.Petersen
höfuðsmenn og svo yfirlautinant Jen-
8en með 4 undirforingjum og 6 liðs-
mönnum. Með þeim fór einnig Daníel
Bruun höfuðsmaður. jþeir settust að
í kaupstaðnum Höfn og urðu að haf-
ast þar við 12 daga. f>á voru norð-
annæðingar og kuldar og kipti úr öll-
um gróðri, svo ekki varð tiltök að ferð-
ast með marga hesta. Vistaforði, merki
og ýmsar nauðsynjar flokkanna áttu
að flytjast til Hornafjarðar með skip-
um Tuliniusar, sem voru væntanleg
þangað í miðjum maí, en ekkert skip
kom fyrri en 17. júní; stóðu mælinga-
menn þar uppi nær allslausir og gátu
minna aðhafst en þeir vildu. f>essi
dráttur á komu skipsins kom mjög
hart niður á öllum mönnum í Austur-
skaftafellssýslu, því mjög var orðið
þröngt í búi hjá almennÍDgi. Dönum
þótti þar nöturleg seta og kostnaðar-
söm. Nokkur merki og annar útbún-
aður hafði verið fluttur með Hólum
frá Reykjavík, svo tíminn var notaður
til að mæla grunnlíuu á Melatanga
vestan viö Hornafjarðarós; þar voru
sett upp tvö merki. Skýli vart gert f
túninu á Höfn fyrir yfirlautinant Jen-
sen, sem löngum hafðist þarvið til að
mæla BÓlarhæð. — Eftir að skipið kom
var nokkuð af viatum og merkjum sent
að Kálfafellsstað í Suðursveit og að
Fagurhólsmýri í Oræfum; á þeim stöð-
um álti vistaíoiði mæling>xmannanna
að vera á leiö þeirra. Dauiel Bruun
höfuðsmaður sá um flutning á vörun-
um og fylgdi þeim eftir þangað til þær
voru komnar í góða geymslu. Ur Or-
æfunum fór hann vestur í Vík og sendi
þaðan vistir og merki að Kirkjubæjar-
klaustri og hólt svo áleiðis til Reykja-
víkur; eftir það var hann ekki með
»generalstaben«.j O- S.
Af Rangárvöllum, jan. 1903. Eg sá
af tilviljun nýlega ónefnt blað, sem
prentað er í Reykjavík og er þar skýrt
frá leiðarþingi, sem þingmaðurinn
Eggert hvað hafa haldið að Stórólfshvoli i
haust. Frásögniner eftir »4heyranda«, sem af
sinum eða annarra hvötum, hefir þóttviðeiga
að gera þetta með dylgjum og ónotum til
einstöku hreppa sýslunnar, scm ekki girnt-
nst síra Eggert fyrir alþingismann næst-
liðið vor og knsu heldur að lenda í minni
hluta, eftir að hafa hiýtt á ræður hans og
hans heistu fylgifiska. Þessi mikilsvirti á-
heyrandi er nú sjálfsagt einn af þeim, og
ekki af þeirn minni háttar, því eittlivað mun
hann ætlnst til að það sé heimfært undir
góðan riddaraskap, að sparka tilefnislaust
í meinlansan og hlutiausan minnihluta. sem
það eitt hefir til saka unnið, að ganga
fram og greiða þeim mönnum atkvæði, er
hans sannfæring banð, og má bann vera
svo hrifinn af slíku fyrir mér, sem kouum
bezt likar, ekki síður en af skýringum al-
þingismannsins á málum þeim, sem minst
var á á þessu leiðarþingi og þeira framtið-
arhugsjónum, sem þar voru leiddar fram
úr hugskoti hins annars helzta og áhuga-
mesta »héraðsforkólfs landbúnaðarins«, svo
sem þeirri, »að vart mundi hugsanlegt að
reisa við landbúnaðinn svo sem þyrfti,
nema að nokkru leyti á kostnað sjávarút-
vegsins«. Það er svo sem ekki neitt tros,
hugsjónin, sem liggur til grundvallar 1
þeBsu og þvílíku, og ekki mun mega
ásaka hann fyrir það, þó haun ekki alveg
ónotalaust reitti af sér svo dýrmæta flug-
fjöður, til yndis og afnota svo óverðugum
sem verðugum, og eiga ekki vist að fá
liana jafngóða aft.ur.
Vel er það og gert, að geta um það
sem »Einar Jónsson« tók fram á þessu leið-
arþingi; en afleitt finst mörgum það, sem
sagt er, að Einar þessi líti nú síðan svo niður
á sýslubúa sína, að hann finni þar ekkert
hæfilegt þingmannsefni, ekki einujsinni með
Eggert. Svona er sagt lionum hafi orðið við
það, að nafn hans var þannig prentað, og
þykir það þvi leiðara,sem jafnvel einhverjum
hafði komið til hugar, að stinga upp á
Einari þessum sjálfum eða að minsta kosti
vita um, hvort hann vildi ekki gera svo
vel. En það verður alt að detta niður,
fyrst svona er komið.
Vestmanneyjum 21. janúar. Mestur
hiti i nóvember var 18. 9°; minstur aðfara-
nótt 4. -5- 4°; úrkoma 202 millím. í des-
ember var mestur hiti 4. 9,8'*, minstur að-
faranótt 29. -4—11,8°; úrkoma 132 rnillim.
Haustið var yfir höfuð mjög hlýtt og vot-
viðrasamt. Það fór fyrst að kólna eftir
miðjan desember, og siðustu ö daga ársins
var norðanbál með hörðu frosti, og hélzt