Ísafold - 31.01.1903, Blaðsíða 3
23
Ýmislegt utan úr heimi.
Varla munu dæmi til meiri fagnað-
ardálætis við nokkurn mann en haft
var við Björnstjerne Björnson á sjöt-
ugsafmæli hans 8. f. m. Landar hans
urðu þann dag það, sem sjaldan ber
við, nær eins hugar, — eins hugar um
að votta honum þakklæti sitt, ást og
virðing fyrir óvenju mikið og glæsilegt
æfistarf. Hann er ekki einuDgís mestur
skáldsnillingur þeirra annar en Hinrik
Ibsen, heldur og meati þjóðskörungur,
mesti frömuður frelsís og framfara, og
loks rajög framarlega í fylkÍDg þeirra
ágætismanna hennsins, er berjast fyr-
ir afnámi hernaðar.
Fagnaðarskeyti bárust honum af-
mælisdagÍDn svo mörgum hundruðum
skifti hvaðanæfa »frá Hammerfest til
San Fracnisco*. Frá Danmörkn fekk
hann fagnaðarávarp frá30,000 manna.
Nóbels-verðlaunin hlutu f þettasinn
(10. f. m.) 2 HollendÍDgar, 2 Svissar,
2 |>jóðverjar og 1 Englendingur —
Hollendingarnir, Lorenz og Zeeman,
fyrir mikilsverðar uppgötvanir í eðlis-
fræði; Svissarnir, Ducoramun og Gobat,
fyrir að vinna að afnámi hernaðar —
þeir eru báðir í allsherjar-fríðarnefnd-
inni í Bern; annar fjóðverjanna, Emil
Fischer háskólakennari í Berlín, fyrir
efnafræðislegar uppgötvanir, en hinn,
Theodor Mommsen, hinn nafntogaði
sagnfræðÍDgur, háskólakennari í Berlín,
ná hálfníræður, hlaut bókmentaverðlaun-
in fyrir snildarrit sín í söguvísindum; og
Englendingurinn, dr. Eonald Eossher-
læknir, skozkur, fyrir örugt meðal við
malaría-veiki. — Verðlaunin eru 5 full,
nær 150 þús. hvort, en má skifta í
tvent, og var það nú gert við friðar-
verðlaunin og eðlisfræðis. Norðmenn
veita friðarverðlauuin, nefnd, er stór-
þingið velur, og er Björnstjerne Björn-
son einn í henni; hin eru veitt í
Stokkhólmi.
Meðal dáinna merkismanna á Norð-
urlöodum í vetur má fremstan telja
Frederik Petersen, háskólakennara í
Kristjaníu í guðfræði, mesta frömuð
trúrækni þar í landi og stakan ágætis-
mann í hvívetna. Dáinn er og í
Khöfn Bothe stiftsprófastur, er verið
hafði 50 ár prestur við Frúarkirkju;
hafði einn um nírætt, er hann lézt.
Um nýársleytið (5. þ. m.) dó í Madríd
stjórnmálagarpurinn Sagasta, hálf-
áttræður, mestur stjórnvitringur þar í
landiogmargsinnis ráðherra.síðast ráða-
neytisforseti, mætur maður á marga
lund. Eftirmaður hans í stjórnarforsæti
heitir Silvela.
Brjálaður maður var sagt að hefði
ætlað að bana Alfons konungi 10. þ.
iu., með skoti, er konungur ók um
borgarstræti í Madrid. Hann sakaði
eigi hót.
Móðurmorðinginn í Khöfn, Arthur
Jörgensen, játaði loks á sig, að hann
hefði fyrirfarið móður sinni að fyrir-
huguðu ráði; svo fast bárust að hon-
um böndin.
f>að hneyksli gerðist nýiega við hirð
Georgs Saxakonungs, að kona bróður-
sonar hans, ríkiserfingjans, prinzessa
frá Toscana, Luise Antoinette, hljópst
á brott með barnakennara þeirra, ung-
um manni og forkunnarfríðum, frá
Brussel, er hún hafði lagst á hugi við
og er kona eigi einsöraul eftir. Hafði
uppvíst orðið um ástamök þeirra
í haust, en dregin fjöður yfir, þar til
er hún fekk grun um, að snara ætti
sér í vitfirringastofnun. f>au komu
fram í Genf í Sviss og hafast þar við.
Hörmungasögur berast frá Make-
doníu, af hermdarverkum Tyrkja þar,
en þeir bera fyrir sig ótrúnað við sol-
dán og uppreistaróeirðir. Landsbúar
hafa bræðurna norðanfjalls að bak-
hjarli, Búlgara, er mælt er og, að blási
að kolunum. Farið að brydda á kvíð-
boga um, að önnur ríki skerist í leik-
inu og verði úr meiri háttar ófriðar-
bál, og búist við, að þá muni Eússar
og Austurríkismenn fylgjast að málum,
en Bretar í móti.
Kuldar hafa verið óvenjumiklir fyrri
hluta vetrar um sunnanverða álfuna,
30 stig á C. til dæmis suður á Ung-
verjalandi. f>ar hafa úlfar vaðið yfir
í hópum og ráðist á menn; eirt hvorki
lifandi né dauðu.
f>að var fögur hugulsemi af Alex-
öndru drotningu, að hún hélt 1500
ekkjum fallinna hermanna enskra í
Búaófriðinum dýrlega veizlu þriðja í
jólum.
Látin er í vetUr einkadóttur Gari-
baldi hershöfðingja, frelsishetjunnar
miklu (f 1882). Hún hét Theresita
og var gift ítölskum hershöfðiugja, er
heitir Canzin.
f>að er til marks um. hvern hug
Pólverjar bera til Prússa enn sem fyr,
að er keisarahjónin þýzku komu aust-
an í Posen í haust og þar var útbýtt
að gjöf til minja brjóstnæli með mynd
af þeim, fleygði barnaskólatelpa ein
nælinu, sem hún fekk, á gólfið, fótum
tróð það og hrækti á það. Hún var
dæmd fvrir það í 14 daga fangelsi.
Kvillaeaint
er nér 1 bænum í meira lagi. Skar-
latssótt röluverð og allskæð; dó full-
tíða kvenmaður úr henni í nótt, vinuu-
kona, eftir 6 daga legu; hálsbólga
kæfði hana. Enufremur taugaveiki,
kíghósti og illkynjuð hálsveiki (difteri).
sú veðurreynd, þó með vindhægð, til 10. þ.
mán. Síðan hafa gengið stormar og stór-
rigningar. Hafrok (sunnanrok) var hér 13.
—15. með þrumum og eldingum, og að
morgni þess 15. var hér hið þriðja mesta
stórflóð, setn komið hefir síðnstu 37 ár.
Þó urðu engar teljandi skemdir nema á vegi,
sem liggur meðfram sjó. Þá vora hér 4
botnvörpungar, er leituðu hlés hér inn af
Eyjum, en eftir þá nótt (aðfaranótt 15.)
sáust eigi nema 3; má búast við, að einn
hafi farist.
í sumar leið var hér komið upp íshúsi;
er það hlutafélags eign, og kostaði rúmar
3000 kr. Er nú langt kouiið að fylla það
af ís; hafa hluthafar lagt alla vinnu til
þess, en erfitt.hér að ná i isinn, langt að
sækja hann; húsið mun taka um 100* smá-
lestir.
Fólksfjöldi er hér nú meiri en kunnugt
sé, að hann hafi áður verið, 670; hefir
fjölgað um 180 á 6 árum, þar af um 52
árið sem leið, enda var það hið viesta
veltiár, fiskafli með mesta móti, verðlag
hátt á sjávarvörunni; auk þess rak 2 hvali,
sem urðu að miklu happi. Grasspretta var
rvr, en nýting hin bezta. Lundatekja var
með minna móti, en fýlungatekja góð.
Uppskera úr matjurtagörðum ágæt. Heilsu-
far gott.
Haustvertíðina var nálega aflalaust af
sjó, gæftir mjög strjálar, enda nær fiski-
laust. Eftir nýár var dálitill reytingur, en
svo tók fyrir gæftir.
Landsbókasafnið 1902.
Léð Lán- Á iestrar Les-
hindi út: takendur: sal: endur:
Janúar... 367 198 951 307
Febrúar.. 318 160 523 198
Marz .... 363 202 556 177
Apríl .... 300 157 414 144
Mai 213 128 376 116
Júní 41 22 178 61
Júlí 230 123 425 132
Ágús t.... 190 100 331 104
September 204 81 314 96
Október. . 257 122 293 111
Nóvember 316 156 547 167
Desemher . 321 149 515 140
3120 1598 5423 17 2
Safninu hafa bæzt 1444 nr Þessir hafa
gefið safninu: landsh. M. Stephensen 13;
Próf. H. Matzen b6; hr. Pétur Zophonías-
son 26 nr.; Rigsarkivet, d. norske Eigsar-
kiv; Statens statistiske Bureau; sira Hafsteinn
Pétursson 2; Próf. dr. Þorv. Thoroddsen 2;
Accad. dei Lincei, Geol. Survey of Canada;
Det norske Kildeskriftfond; Prof. Fiske 275;
Lagtinget (Færeyjum); Det Kgl. danske
Yidenskaharnes Selskab 9; Kh. Universitet;
Próf. dr. Finnur Jónsson 4; amtm. J. Hav-
steen 2; Frk. Léhmann Filhés; Póstmeist-
ari Kornerup; American Oriental Society;
Universitetshihlioteket Chria; Stjórn Norð-
manna; Dr. Max v. Slenten; U. S. Depart-
ment of Agriculture; Mr. John M. Berry;
Kirkjn- og kenslumálnstjórn Dana; Fornleifa-
félagið; aðstoðarhókavörður Jón Jakobsson
7 kvæði; D. kgl. nord. Oldskriftselskab;
Den norske hist. Kildeskriftforening; Hr.
Edv. Arnold; Cand. mag. Bogi Th. Melsted
12; bankastjóri Tryggvi Cunnarsson 4;
Kapt. D. Bruun 2; Cand. mag. Helgi Pét-
ursson; Kommandör ,A. Hovgaard; Bókav.
Eir. Magnússon; Meteorologiska observa-
toriet Upsala; Tafifélag Rvíknr 9; Det kgl.
Sökortarkiv 10 landabréf; Guðm. Gamali-
elsson bókbind, 2; biskup Hallgr. Sveinsson
2; Landsskjalasafn 8; Zoolog. Museum;
Ráðaneytið fyrir ísland; ritstj. Stefán Run-
ólfsson 2; Yidenskabsselskabet, Chria 12;
Stefán Stefánsson kennari; Smitlisonian
Institution 17; The Library Congress Wash.;
D. store kgl. Bibliotek; Adj. Bjarni Sæ-
mundsson; Kommiss. f. Danmarks geol.
Undersögelse; Bóks. Sig. Kristjánsson 4;
amtsskrifari Hjálmar Sigurðsson.
Adj. Þorl. Bjatnason hefir gefið 1 hand-
rit.
Á árinu sem leið átti safnið að sjá á
bak formanni í stjórnarnefndinni, fv. yfir-
kennara H. Kr. Friðrikssyni, sem hafði
rúman helming aldar verið í nefnd þessari
og unnið þar með hinum sama ötulleik og
ósérhlifni, sem þessi merkismaður hvarvetna
sýndi.
Lhs. jan. 1902.
Hallgr. Mélsteö.
Humberts-hjónin, féglæfrahyskið al-
ræmda, voru komin til Parísar aftur
og þar í dýflizu; Spánverjar framseldu
þau. Fúlgan, sem skuldheimtumenn
lýstu í búi þeirra, nemur 110 millj,
franka. Uppþot varð á þingi Frakka
út af aðdróttun til stjórnarinnar um
vitorð um flótta þeirra í vor, en hún
hreinsaði sig svo vel af þeim áburði,
ð þingið greiddihennitrúnaðaratkvæði.
Eausnargjöf hefir ekkja Alfreds
Krupps fallbyssukonungs í Essen lagt í
guðskistu til minningar um mann sinu:
3 milj. ríkismarka (á 89 a.) til bjarg-
ar fátækum vinnulýð þar í landi
(fýzkal.). J>ar var af miklu miðla,
svo þúsundum miljóna skifti; árstekj-
ur Krupps 25 milj. síðustu árin.
Mýlda inálgagnid
heldur að það sé minni mýling á
blaði, að ganga að því fyrirfram, til
þess að ná í stjórnvaldauglýsingarnar,
að gefa sig undir eftirlit stjórnarinn-
ar, heidur en hafa ekkert þess kyns
band á sér, og smá þær alveg óðara
en það er gert að skilyrði, eins og öll
blöð hér hafa gert, að »því mýlda*
einu undanskildu.
Gáfulega komið fyrir sig orði!
Eða er þetta gert hins vegar, eftir
meginreglunni um, hvað slíklegt
er að menn festi á trúnað«?
Gufuskip Cimbria,
er verið hefir mörg ár í förum milli
íslands (Vestfjarða) og Englands með
nýjan fisk héðan á enskan markað,
einkum heilagfiski, fyrir fiskifélagið Dan
í Khöfn, sökk í Eyrarsundi, nærri
Hlésey, 14. f. mán. fdesbr.), fyrir á-
sigling annars gufuskips, Oresund,
sem er sænskt og fór mjög gapalega,
en Cimbria hafði stöðvað sig alveg, er
hún sá til hins. Skipshöfnin komst
yfir í Oresund.
Madur faust rckiuii
um nýársleytið á þykkvabæjarfjör-
um < Landbroti, og var af höfuðið, en
en líkið óskemt að öðru. Ekki er
hægt að fullyrða, hvort maðurinn hefir
verið íslenzkur eða útlendur; þó hélt
sýslumaður helzt, að hann mundi
hafa verið íslenzkur, og þá helzt vest-
firzkur; réð það af einkennilega ofnum
sokkaböndum. Fangamark var og í
sokkunum, og er hugsanlegt, að fyrir
það vitnist, hver hann hefir verið. Er
gizkað á, að hann kynni að hafa
verið á enskum botnvörpucg.
Skipstrand
var í Landeyjum miðvikudag 21. þ.
m. jpað var enskur botnvörpungur
með 11 mönnum á; druknuðu 2, en 9
komust af. |>að er þó varla sami
botnvörpungurinu og getur um í Vest-
manneyjabréfinu að horfið hafi þaðan
að sjá, með því að viku munar á tíma.
Gufuskip ísafold (Jensen, eign Bryd-
es-verzlunar) lagði út héðan 23. þ. m. á-
leiðis til Vestmanneyja og Khafnar, en varð
að snúa aftnr við Reykjanesskaga fyrir
stormi og stórsjó, og komst hingað á höfn
sunnudagsmorguninn 25. þ. m. við illan
leik, eftir mikil áföll, er gert höfðu tölu-
verðar skemdir á skipi og farmi, 3000
króna, að talið er, og lærbraut annan
stýrimann. Brotsjór sópaði hurtu öllum
þilfarsfarminum, kjöttunnum, steinoliutunn-
um o. fl. og tók út björgunarbátinn. Einu
8inni flœktist eitthvað í skrúfnna, svo að
hún gat ekki enúíst um hríð. Skip og
menn mjög hætt komið.
Síðdögismessa i dómkirkjunni á morg-
nn kl. 5 (J. H.). Við hádegismessu stigur
cand. theol. Bjarni Hjaltesteð i stólinn.
Nýtt blað enn. Ingólfur heitir allra-
nýjasta blaðið reykvíska, hálfs mánaðar
hlað, stofnað i þessum mánuði, af Halldóri
Þórðarsyni prentsmiðjueiganda, en cand.
mag. Bjavni Jónsson kennari (frá Vogi) er
ritstjóri. Þvi er ætlað að gefa sig aðallega
eða eingöngu við bæjarmálefnum.
Með póstskipinu (Laura) um daginn
kom enn fremur hr. Garðar Gíslason
frí, Leith. Hann fer aftur með þvi 10. n.
mán.
Frá Stykkishólrni kom póstskipið
Laura aftur i morgun Hafði skipað þar
npp 80 smálestum af vörum. Fer í dag kl„
4 til Isafjarðar.
V eðurathuganir
í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1903 jan. Loftvog millim. Hiti (C.) >- er- ct- < <T> O* P D- % ðf Skýmagn Urkorna millim. Minstur hiti (C.)
Ld.24.8 707,3 1,5 s 1 10 5,3 -3,3
2 722,7 -0,6 W 2 10
9 735,4 -7,4 w 1 3
Sd.25.8 736,3 -4,4 E 1 8 2,1 -8,9
2 737,5 -0,5 E 1 9
9 734,1 0,4 SE 2 10
Md 26.8 714,6 0,9 E 2 9 0,5 -5,7
2 714,7 0,9 E 1 6
9 714,8 1,0 E 1 10
Þd.27.8 723,3 -0,6 W 1 10 1,7 -1,3
2 728,7 -3,3 w 2 8
9 734,0 -4,4 W 1 10
Mv 288 742,2 -6,5 NW 1 3 -8,0
2 742,5 -6,4 E 1 10
9 734,6 -1,1 ENE 2 10
Fd.29 8 727,0 -2,0 sw 2 10 0,2 -9,3
2 731,3 -4,6 w 2 9
9 735,1 -5,6 w 2 8
Fsd30.8 737,4 -5,6 s 1 9 0,5 -7,2
2 737,2 -6,3 E 1 9
9 735,2 -4,9 E 1 10