Ísafold - 04.04.1903, Page 2
62
landssögu og menningarsögu, en þó
hlustaði eg örsjaldan á 2 aðra kenn-
ara. Allir kennararnir virtust mér
kappkosta að haga svo fræðslunni, að
atburðirnir yrðu sem ljósastir og fest-
ust sem frekast í minni nemandans.
Sumt af því, er eg heyrði, hafði eg les-
ið um áður; engu að síður lærði eg á
að heyra það. Með hinu lifandi orði
urðu hugsjónirnar Ijósari og atburðirn-
ir líkari því, að maður sæi þá eða
heyrði sjálfur, og þar af leiðandi
minnisstæðari. En það sem eg aðal-
lega lærði var, að finna greinilegar en
áður til þess, hve lítið eg hafði num-
ið áður, og áhrifin, sem þessi stutti
námstími hafði á mig, er aðallega fólg-
inn í ríkari lögun eftir frekari fræðslu.
Eg ^ygg stofnunina vera einkar-
hentuga fyrir hvern þann alþýðumann,
sem hefir lítinn tíma til náms, en þó
löngun til einhverrar mentunar, og
slíka hygg eg marga vera.
Eg leyfi mér að þakka kennurunum
fyrir alúðlegt viðmót á liðnum tíma,
en sérstaklega finn eg mér skylt að
minnast forgöngumanns stofnunarinn-
ar, og þakka elju hans og ástunduu,
og óska eg þess og vona, að hann njóti
þeirrar ánægju, að sjá skólann verða
að tilætluðum notum.
Bæjarstjórn Beykjavíkur sam-
þykti á næstsiðasta fundi, 19. f. m.,jaÖ kosta
að hálfu merkjagarð af gaddavir milli
htejarlandsins og Skildinganess, frá merki-
steini í Eskihlíð til merkisteins i Skild-
inganesahólum, alt að 200 kr. úr bæj-
arsjóði.
Það var skoðun fjárhagsnefndar um
Selstún, að eigi skyldi að svo stöddu mæla
þar út húsastæði, en að setja hæri á sínum
tíma reglur um húsaskipun þar og gatna,
og láta ekki lóðir þá falar nema fyrir
hæfilegt verð, með því að land það hefði
bærinn orðið að kaupa, enda væri það í
rækt.
Klæðaverksmiðjunni Iðunni veitt með
venjulegum lóðarkjörnm óhygt land milli
Rauðarár og Elsumýrarhletts upp að
Hverfisgötu, og eunfremur neðan við sama
hlett alt til s.jávar.
Eftir tilmælum sóknarnefndar var sam-
þykt, að færa mætti austurgirðing kirkju-
garðsins um alt að 1 alin nær götunni
(Suðurgötu) á sumum stöðum, svo að ekk'
þurfi að raska leiðum í garðinum, og enn-
fremur að verja alt að 900 kr. til að
kosta að hálfu móts við sóknarnefndina
steinlímúa rennu meðfram garðinum að
utan.
Mælt var með að síra Eiríkur Briem
yrði skipaður prófdómandi við Stýrimanna-
skólann.
Til að endurskoða lögreglusamþykt
kaupstaðarins voru þeir kosnir með bæjar-
fógeta Kristján Jónsson yfirdómari og
Halldór Jónsson.
Dáin
í Khöfn 10. fyrra mán. biskupsfrú
Sigríður Bogadóttir, ekkja dr.
Pétura biskups Póturssonar. Hennar
verður minst frekara í næsta blaði.
Póstgufusbip Vesta komaftur vest-
an af JBreiðafirði mánudagsmorgun 30. f.
m. og með henni ýmsir farþegar, þar á
meöal þeir prófastarnir Sigurður Jensson i
Flatey og Sigurður Gunnarsson i Sthóhni,
sýslum. Lárus H. Bjamason, Þorlákur hóndi
Bergsveinsson í Rúfeyjum o. fl. — Hún fór
aftur í gærkveldi áleiðis vestur um land
og norður og með henni farþegar flestir
hinir sömu.
Herskipið Hekla, strandgæzluskipið,
kom hingað sunnudagsmorgun 29. f. mán.,
frá Khöfn og Fáreyjum.
Yfirmaður á því er nú A. F. M. Evers,
bofuðsmaður í skipaher Dana. Næst.ur hon-
um gengur F. Thomsen premierlautinant.
Aðrir foringjar eru Maegaard, Nörregaard
og Asmussen premierlautinantar; læknir heit-
ir Bentzen, vistráður Petersen og vél-
stjórar Rasmussen og Bistrup.
Gufnskip Skald (751, Christiansen)
kom hingað I fyrra kvöld með timburfarm
og kola frá Englandi til kaupm. B. Guð-
mundssonar. Með þvi kom Þorvarður Þor-
varðsson prentari, er sigldi í vetur með
gufusk. ísat'old síðast.
Af þiuprmálafundarnefnu
eða borgarafundar, er haldin var
hér í vikunni í Iðnaðarmannahúsinu,
— það var 1. þ. m., — fyrir forgöngu
þeirra bankastjórans og hans nánustu
fylgifiska, segir svo einn fundar-
maður:
Eæða skyldi eftir fundarboðinu, er
bankastjóri virðist hafa orðað: stjórnar-
skrármálið, bankamálið og »önnur
bæjarmáh. En þótt fundurinn stæði
fullar 5 stundir, tókst að eins með
herkjumunum að lúka við fyrsta mál-
ið; svo forsjállega var tímanum varið eða
hitt heldur. jþeim var raðað hverjum
á fætur öðrum til ræðuhalds, höfuðgæð-
ingum fundarleiðtoganna þjóðólfsmanni,
Jóni Ólafssyni og aðfengna hjálpræðinu:
Stykkishólmsyfirvaldinu; Jóni Jens-
syni þó lofað þar inn í milli sem nr.
3, — ekki þótt almennilega annað hlýða
um þingmannsefni. Hann talaði
þeirra langstyzt. Eftir að þeir hinir
höfðu sölsað undir sig alveg ótakmark-
aða tímalengd af fundartímanum, var
tekið til að skamta hann, sumum
loks afmældar 5 mínútur og öðrum
alveg varnað máls. Fundarsamþykk-
is var leitað fyrir því, ef aðrir en
kjósendur hér vildu taka til máls,
nema auðvituð ekki handa »þingsins
herraa hinum snæfelska;' hann er vit-
anlega þar að auki laganna herra og
allra fundarskapa.
Ræða þjóðólfsmannins var, sem nærri
má geta, ekki annað en sama súr-
mjólkin og hann er vanur að skamta les-
endum sínum á prenti. Lagsmaður hans
og þeirra félaga hinn nýi, Jón Olafs-
son, lagði sig mest fram um að hauga
brigzlum og getsökum yfir Framsókn-
arflokkinn um launmök við Landvarn-
armenn og svikráð við stjórnarbótina
þá í fyrra, og féll það í heldur en
ekki góða jörð hjá flokksmönnum
hans hinum nýju. »Nei, sko rektor —
klappar sjónvitlaust fyrir Jóni Ólafs-
syni«, kallaði einhver stúdent, sæmi-
lega kunnugur hugarþeli höfðingjans
þess til J. Ó. til skamms tíma.
Ekki var bankastjórinn látinn segja
nokkurt orð á fundi þessum annað
en að setja hann, og töluðu menn um
sín í miili, að það væri viturlega ráðið.
Bjargvættin pantaða, Jöklaragoð-
inn, mun hafa átt að bæta það upp.
En heldur fanst fundarmönnum fátt
um málsnild hans í þetta sinn. f>eir
hlógu margir dátt að honum og sendu
honum tóninn miður virðulegan. Ræða
hans var mestöll út í hött, alveg
fram hjá því, sem hann þóttist ætla að
hrekja, en það var aðallega það, sem
Jón Jensson hafði sagt. En nóg um
gorgeir að vanda og afkáralega mont-
tiiburði, sem fundarmenn hæddust
að margir upp í opið geðið á honum.
Ýmsir tóku, fleiri tíl máls (Bjarni
frá Vogi Jónsson, Jón sagnfræðingur
Jónsson, þórhallur lektor, Magnús
Einarsson dýralæknir, Jón G. Sigurðs-
son skrifari, Benedikt Sveinsson) og
sagðist sumum vel, einkurn þeim Jóni
frá Ráðagerði og Bjarna frá Vogi.
Loks var stundu eftir miðnætti til
atkvæða gengið og samþykt með rúm-
um 80 atkvæðum (af nær 800 kjósend-
um hér í þessu kjördæmi) áskorun til
allra kjósenda á landinn um að kjósa
ekki aðra á þing en þá, er samþykkja
vildu óbreytt frumvarpið það í fyrra.
En 50—60 urðu á móti: Landvarnar-
meDn. Svo átti að bera upp tillögu frá
Jóni Jenssyni um að biðjaalþingi aðgæta
landsréttindanna; en hana aftók fundar-
stjóri (Jón Jakobsson) að bera upp; og
munflestum hafaþótt það heldur skrítið,
— ekki skilið, að þ a ð gæti verið neitt
viðsjált frá neinu sjónarmiði.
því að fyr mætti nú vera kúfvending
en ef búsetu-höfðingjarnir, hinar ntryggu
leifar« flokksin3 með alinnlenda stjórn
að stefnuskrá, mættu nú orðið ekki
heyra nefnd íslenzk landsréttindi.
Hin tillagan, sem samþykt var, mun
hafa átt að verá stíluð gegn kosningu
Jóns Jenssonar hér. Að öðru leyti
virðist hún hafa verið sæmilega óþörf,
að minsta kosti svo framarlega sem
landshöfðingi býður sig ekki fram til
þÍDgfarar; en vitanlega hefir slík á-
skorun frá l/1() hluta kjósenda hér eng-
in áhrif á áform meiri hluta þeirra um
að kjósa Jón .Tensson, þótt alkunna
sérstöðu hafi í stjórnarskrármálinu;
enda öllum vitanlegt, að refarnir eru
eingöngu til þess skornir fyrir hinum,
að reyna að forða bankastjóranum
við falli í vor. þess vegna ganga
þessi ósköp á fyrir þeim — sömu mönn-
unum, sem vilja út af lífinu að lands-
höfðingi komist á þing, þótt jafnand-
vígur muni vera ríkisráðssetunni eins og
Jón Jensson!
Bæjarstjórn Reybjavíkur
synjaði á fundi sínum í fyrra dag
með öllu (11) atkvæðum gegn 1 (M.
E.) Gunnari Einarssyni kaupmanni
um meðmæli til að öðlast víusöluleyfi
í bænum.
Málaleitun frá Garðahreppi um
sameiginlega réttarbygging hjá Hrauns-
nefi sá bæjarstjórn sér ekki fært að
sinna, en kvaðst verða sem fyr í fé-
lagsskap við Seltirninga um fjárrétt
bæjarmanua.
Oluf Hansen hattara synjað um
einkarétt til laxveiða fyrir Rauðarár-
landi og Fúlutjarnar.
Til hafnarnefndar var vísað beiðni
frá Jul. Schou um að mega gera
bryggju fram undan húai sínu við
Norðurstíg.
Jón Magnús8on kosinn í sóttvarn-
arnefnd.
Samþykt brunabótavirðing á húsi
Jóns kaupm. þórðarsonar í Hverfis-
götu 3197 kr.
Eftir beiðni þeirra Geirs Zoöga og
Th. Thorsteinssons kaupmanna sam-
þykti bæjarstjóruin fyrir sitt leyti,
að þeir mættu hafa bræðsluskyli í
Orfirisey, þó með því skilyrði, að ekki
yrði brætt þar, þegar vindur stendur
á bæinn eða höfnina.
Launabótarbeiðni frá Benedikt Jóns-
syni sótara frestað þar til er fjárhagsá-
ætlun yrði samin næst.
Formanni bæjarstjórnarinnar falið
að fullgera kaup á húsi og lóð Eyólfs
Ófeigssonar trésmiðs í Hverfisgötu —
til þess að geta haldið götunni áfram
beina leið.
Kseran gegn Dalavaldsmanni.
Ekki hefir heyrst, að amtmaður vor
hafi enn mikið aðhafst út af kæru
nokkurra sýslunefndarmanna í Dala-
sýslu í fyrra á hendur yfirvaldinu þar
um misfellur á sýslureikningsskilum hjá
honum, sérstaklega fyrir Laxárbrúna,
annað en að hann hefir loks gefið
sýslúnefndinni kost á að endurskoða
reikningana — hún hafði aldrei feng-
ið því framgengt, að sýslureikningarnir
fyrir árið 1900 væri löglega endurskoð-
aðir.
Nefndin hefir nú haldið fund nýlega,
og endurskoðaði þar í einu þriggja ára
sýslureikninga.
Um 2x/2 þúsund krónum taldist henni
eytthafa veriðsamtals úr sýslusjóði þessi
ár í heimildarleysi, og neitaði að sam-
þykkja þær greiðslur. Auk þess frestaði
húnað samþykkja 700 kr. styrksviðbót-
til Laxárbrúarinnar, unz sannað væri
með úttekt, að brúin væri fullgjör og
hún dæmd vel at hendi leyst.
Sementskaupin, sem kært var yfir í
fyrra, neitaði nefndin og að samþykkja,
þótt sýslumaður lofaði að skila
aftur því, sem hann hafði ofreiknað
að verði til,— vegna þess, að sannanir
vantaði fyrir því, að sementið hefði
alt verið notað til Laxárhrúarinnar,
»en sterkar líkur fyrir hinu gagnstæða«.
Veðurathuganír
í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
19 0 3 marz — aprfl Loftvog millim. Hiti (C.) í»- err~ trt- a> c* P cr 8 cx Skjmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld.28.8 727,7 0,6 ENE 1 6 5,4 -2,0
2 730,4 2,0 E 1 8
9 732,3 0,9 E 1 lu
Sd.29.8 736,3 0,0 E 1 6 0,7 -1,6
2 738,7 1,6 ) E 1 7
9 740,7 0,4 0 3
Md30.8 748,6 -0,8 0 7 -2,9
2 754,2 1,5 0 10
9 757,4 0,4 ENE 1 10
Þd.31.8 751,6 2,3 E 10 2,9 -1,3
2 745,5 3,6 E 3 10
9 739,8 4,6 E 3 10
Mv.l. 8 744,0 0,5 8SE 1 3 20,2 -0,5
2 746,4 2,5 E 1 8
9 742,9 0,6 E 1 4
Fd. 2. 8 744,7 0,1 88E 1 10 2,4 -1,3
2 735,2 2,4 ESE 2 10
9 735,4 1,6 sw 1 7
Fsd.3. 8 739,4 1,1 w 1 8 7,7 -0,9
2 743,3 1,8 w 1 6
9 744,6 -0,9 w 1 4
Öllum þeim, er heiðruðu jarðarför
manns mins sál. Hinriks Jónssonar, eða
sýndu hluttekníngu á annan hátt votta
eg innilegasta þakklæti mitt, foreidranna
og systkinanna.
Reykjavik i marzmán. 1903.
Guðrún Daníelsdóttir.
HMBETisaaaaKæusBaHHBBBeaBi&Baiiiauaea
Timbuf o| Koiaveízlun
„Reykjavik11
nefir nú fengið miklar birgðir af
Timbri, Og von á seglskipi meS
timbur bráðum.
Sömuleiðis miklar birgðir af kol-
Um, sömu tegundar og áður hafa
komið.
Þeir, sem hafa pantað VagllhjÓl
hjá undirskrifuðum, eru vinsamlega beðn-
ir að vitja þeirra nú þegar.
Reykjavík 3. apríl 1903.
c3/- Suémunésson.
Óskilakitldur seldar í Kjalarneshr.
haustið 1902.
1. Hvítur hrútur (lamb) mark: Sylt
hægra, sneitt fr. biti aftan vinstra.
2. Hvít gimbur (iamb) • mark: Hvatt
biti aft h. Blaðstýft aft biti fr. vinstra.
3. Svartur geldingur (lamb) mark: stúf-
rifað h. sneitt fr. gagnbitað vinstra.
Kjalarueshreppi, Bjargi 8. jan 1903.
1». Runólfsson.
Til páskanna!
Hveiti — Rdsínur — Svezkur
Strausykur —- Kardemommur.
Consum-Chocolade
og aðrar
nýlenóuvörur
Hattar—Kaskeiti —Hdfur enskar—
Göngustafir
Karlmanna-slaufur.
Kvennslifsi —- Sjöl stór og smá
Svuntutau dr ull og silki
og margt fl.
W. Fisehers-verzlun.