Ísafold - 15.04.1903, Blaðsíða 1
K«rrmr út ýmist eiuu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
lt/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
AuSturstrœti 8.
OX. árg
Reykjavík midvikudaginn 15. apríi 1903.
18. blað.
I. 0. 0. F. 84417872- N.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opiðjmvd. og ld. 11—12.
K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
■sunnudagskveldi kl. 872 siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. 0 á hverjum helgum degi.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útiána.
Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið
4 sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. bvers mán. kl. 11—1.
Erlend tíðindi.
Til 3. þ. m. ná síðustu fréttir, frá
Khöfn; strandbátarnir komu hvorugur
við á Englandi.
Skrafdrvgst varð dönskum blöðum um
kynnisför Vilhjálms keisara til Kaup-
mannahafnar og glæsilegar fagnaðarvið-
tökur þar, bæði af konungs vors hendi
og borgarlyðsins. Harm kom 2. þ. m.,
sjóleiðis, á skemtiskipi sfnu hinu mikla
og fríða, Hoheníiollern; ætlaði að standa
við rétta tvo sólarhringa. Fyrirsögn
hefði það þótt fyrir 30—40 árum, að
Prússakonungur hefði slíkar viðtökur af
Dönum. En vitanlega skipast margt á
skemmri tíma. Nú er talað um í helztu
blöðum Dana, að heimsókn mikils háttar,
þjóðhöfðingja só Hafnarbúum að vísu
ekkert nynæmi; en í þetta só mun
meira varið en alment gerist.
Hór yrði of langt mál, að ]ýsa allri
viðhöfninni og hátlðarbragnum, og skal
í þess stað að eins hermd hin einstak-
lega hjartanlegu ummæli, er þeir vóku
hvor að öðrum, Kristján konungur og
Vilhjálmur ueisari, er þeir mæltu hvor
fyrir annars minni í höfuð'veizlu þeirri,
er konungur vor hólt keisaranum, í
Amalíuhöll.
Konungur mælti: »IJað er mér
alveg sérstakleg ánægja og gleði, að
segja yðar keisaralegu hátign velkomiun.
Mór finst mikið til um, að yðar hátign
hefir þóknast að heimsækja mig í til-
efni af afmæli mínu, er í hönd fer, og
hefir yðar hátign sýnt mór þar með
nýjan vott um vináttuþel yðar í minn
garð, og- tjái eg yður fyrir það mínar
hjartanlegustu og hlýjustu þakkir.
Eg óska að kynnisför þessi verði til
að auka hjartanlega alúð milli okkar og
ættfólks okkar og milli frændþjóðanna,
er við ráðum t’yrir.
Eg drekk heillaminni yðar hátignar,
hins þýzka keisara, og hennar hátignar
keisaradrotningarinnar, er vér óskum
einlæglega góðs og fljóts bata. Lifi hans
hátign keisarinn, hennar hátign keisara-
drotningin og öll keisaraættin«.
Keisarinn svaraði: »Eg bið
yðar konunglegu hátign að þiggja í
náð þakkir mínar, er streyma frá instu
hjartans rótum. Eg þakka yðar hátign
fyrir náðarsamlegt leyfi yðar til að
heimsækja yður. Eg þakka af hrein-
skilnum og tryggum farmannshug fyrir
þá miklu sæmd, er yðar hátign hefir
veitt mór með því að gera mig að að-
mírál í skipaher Dana, en sá her hefir
rist nafn sitt með málmrita á sögu-
spjald mannkynsins.
Eg þakka yðar hátign fyrir náðar-
samlegt leyfi yðar til þess að úlana-
herfylki það, er við yður er kent, megi
bera um aldur og æfi uafn yðar, sem
oss er svo dýrmætt. Eg þakka fyrir
náðarsamlegar, ástúðlegar og Ijómandi
viðtökur þær, er yðar hátign og þjóðin
öll hefir fyrirbúið mór. Eg, sem er
einn hinna yngstu meðal þjóðhöfðingja
Norðurálfunnar, lýt í lotningu hinum
elzta þeirra og mæli svo af heilum hug
og einlægu hjarta — og þar veit eg
mig vera sams hugar og þjóð mín öll,
sem er af sama kynstofni runnin eins
og hin vaska, danska þjóð —: Guð
varðveiti, viðhaldi og blessi um mörg
ár enn yðar hátign, er vér lítum upp
til svo sem náðugs, umhyggjusams og
hjartanlegs landsföður, sem er fyrir-
myndarþjóðhöfðingi, fyrirmyndar-faðir og
eiginmaður á konungshástóli. Eg óska
að yðar hátign auðnist að lifa lengi í
hvirfing blómlegra barna yðar og upp-
rennandi barna-barna, og til heilla trú-
lyndri þjóð yðar, og »Kristján sjóli
standi enn lengi við siglu há«, þar sem
dannebrogsmerkið blaktir, og að röggvar
þess leiki enn lengi um hann. Húrra
fyrir hans hátign Kristjáni konungi«.
Vilhjálmnr keisari er hið mesta glæsi-
menni, mætavel máli farinn og sköru-
legur. Þetta milda málskrúð hans er
að vísu i sjálfu sór veigalítil undirstaða
til að byggja á öruggar vonir um stór-
vægilegar breytingar til batuaðar í við-
skiftum Dana og Þjóðverja, sórstaklega
um mál Norðurslesvíkinga. En sízt er
fyrir að synja, að það geti þó orðið
einhvers góðs vísir Dönnm til handa.
Þess kyns hljóð var og í þýzkurn blöð-
um þá dagana, að því er blöðin í Khöfn
herma.
Hitt þykjast menn og vita og' hafa
lengi vitað, að Þýzkalandskeisara muni
hugleikið að smárlkin norðan og vestan
sóu heldur á hans bandi og' þrívelda-
bandalagsins heldur en jötunsins aust-
an við Eystrasalt, sem er býsnagjarn
orðinn á að láta fara nokkuð mikið
fyrir sér.
Þess má geta í því sambandi og þyk-
ir tíðindum sæta, að Bretar, sem nú
hafa í ráði að auka að miklurn mun
bæði landher sinn og herskipaflota, ætla
að láta gera sér nýja herskipahöfn
norður á Skotlandi, við Firth of Forth
sunnanverðau, skamt frá Edinborg, og
þykir sem það beri vott um nokkurn
geig við Rússa, ef svo færi að þeir
kæmust yfir herskipalægi við Noreg
norðanverðan, sem mælt er að þeim
hafi leikið lengi hugur á.
Dáin er norska skáldkonan Magda-
lene Thoresen, stjúpmóðir konu Hinriks
Ibsen, nær hálfníræð. Hún var józkað
uppruna, giftist tvítug norskum presti
(Thoresen) og ílendist í Noregi. Síð-
ustu árin ól hann manninn í F-höfn.
Hún var ein hin helzta skáldkona á
Norðurlöndum.
Enn eru Rússar samir við sig á Finn-
landi. Þeir hafa vikið þar frá embætti
43 prestum, fyrir tregðu að auglýsa af
stólnum valdboð Rússa um nauðungar-
herþjónustu Finna í herliði Rússa.
Georg Saxakonungur hefir ritað ný-
lega konunglegan boðskap þegnum sín-
um, og heldur ókonunglegan þó, öðrum
þræði. Hann læst vera að þakka þar
þegnum sínum, hve vel þeir hafi reynst
sér í raunum sínum, þeim er hann hafi
haft af hneykslishegðun tengdadóttur
sinnar Lovísu, og hefir þau ummæli um *
hana, að hún hafi lengi verið »hrösuð
kona«, þótt leynt færi. Henni hélt við
órum, er henni barst þetta til eyrna,
enda mæltust ummæli konungs illa fyr-
ir hvarvetna.
Herfilegar sögur ganga enn af hryðju-
verkum Tyrkja í Makedóníu og hætt
við að þar dragi til meiri tíðinda, er
stundir líða.
Ágústa Yiktoría, drotning Vilhjálms
keisara, meiddi sig nýlega af byltu af
hestbaki. Röntgensgeislaljós sýndi, að
brotnað hefði annað framhandleggsbeinið.
Að því slysi lúta ummæli konungs vors
í skálræðu hans hór að franmn.
Utn riklsráðsdeiluna
er enn kominn á prent nýr bækl-
ingur, eftir Kristján Jónsson
yfirdómara. þar er ráðist í móti kenn-
ingu »Landvarnar« og þeirra Jóns
Jenssonar, Einars Benediktssonar og
Eiríks Magnússonar, og því haldið
fram, að það sé misskilningur, að í
stjórnbótarfrumvarpialþingis frá í fyrra
felist nokkur suppgjöf landsréttinda«,
»þjóðernis-afneitun« eða »innlimun«. fpað
er gert mjög stillilega, hógværlega og
áreitnislaust, og almenningi þar með
beint inn á þá braut, að íhuga mál
þetta stillilega, hleypidómalaust og
getsakalaust, og leitast við að öðlast
rökstudda sannfæring um, hvað rétt
sé eða ekki rétt.
Ritið er út gefið að tilhlutun Frarn-
sóknarflokksstjórnarinnar.
það eru þessi tvö »málsskjöl« þeirra
yfirdómaranna, sem langmest er í
varið og bezt frá gengið af því er
ritað hefir verið um þennan ágreining,
eins og að líkindum ræður, svo miklir
skýrleiksmenn sem þeir eru báðir og
mætavel að sér.
Svo frábitin sem ísafold er og hefir
verið því frá síðustu þinglokum, að
eiga þátt í deilum um stjórnarbótina,
meðal annars vegna gjörsamlegs von-
leysis um heillavænlegan árangur af
því þrasi, ofan á alt sem á undan er
gengið og ekki betur en ýms málgögn
vor eru vön að haga sér í þess kyns
viðureign, — svo ljúft er henni og svo
skylt telur hún sér að gera stuttlega
og allsendis hlutdrægnislaust grein
fyrir því, hvað þeir hafa fyrir sig að
bera, er hvor heldur fram siuni skoð-
un um margnefnd atriði, ríkisráðssetu
íslandsráðherrans; og hugsar til að gera
það næst, til þess að sem flestir eigi
kost á að kynna sér allar ástæður með
og mót og fái gögn í hendur til að
nkomast til sannleiksins viðurkenningar«.
Alþýðufyrirlestrar.
ii.
(Sjá 12. tölubl.)
Heldur þykir mér ósennileg sú kenn-
ing »Plógs«, að með því að stofna
fyrirlestrafélag í hverjum hreppi fáist
haldbetri fræðsla fyrir alþýðu en skól-
arnir veita. þyki skólafræðslan stað-
lítil, þá er eg hræddur um, að fyrir-
lestrafræðslan verði ekki síður froðu-
kend.
það m á tala með ofmikilli fyrir-
litningu um »vísindamola« og »fróðleiks-
hrafl«. þeir, sem finna til þess, að
skólarnir veiti of rýra seglfestu, ættu
sízt að vilja varpa fyrir borð því litla
af heuni, sem þeir veita. Ymiss konar
þ e k k i n g er alþýðunni lífsnauðsyn-
leg. þekkingarlaus alþýða hrekst fyr-
ir hverjum kenningarþyt, eins og
stjórnlaust, seglalaust og seglfestulaust
fley fyrir vindi. »Reynslan er sann-
leikur«, sagði Repp. En með fyrirlestr-
um einum er erfict að veita þá þekk-
ingu, sem nauðsynleg er. Barnaskól-
arnir ná til svo fárra, og eru svo lé-
legir, að þeim er ekki að treysta.
Erfitt er t. d. að kenna móðurmál-
ið með fyrirlestrum. En nauðsynlegt
er að alþýða manna læri það svo, að
hún geti hugsað rétt á því, talað það
og skrifað nokkurn veginn slysalaust.
I þeirri grein gæti Plóg sjálfum orðið
gott af svo litlum »þekkingarmola«; að
vísu er víðar pottur brotinn, en það
er þó eigi mjög álgengt að sjá aðra
eins setningu og þessa: »Allir af þeim
sem töluðu, voru að meiru eða minna
leyti á gagnstæðri skoðun en Björn
Jensson, nema J. J. og Sig. þ.«.
(Plj>gur IV. 9, 69. bls.).
þ’að er alkunnugt, hve vel lýðhá-
skólafræðslan hefir gengið í Dan-
mörku, og hversu ómetanlégt gagn
þeir skólar hafa unnið dönsku þjóð-
ínni. En sumstaðar annarsstaðar hafa
þeir átt erfict uppdráttar; svo var
lengi fram eftir í Noregi. það verð-
ur varla skilið öðru vísi en svo, að
þar hafi vantað einhver þau skilyrði,
sem nauðsynleg eru til þess, að slfkir
skólar geti þrifist, t. d. að taka það
tvent, sem nefnt er hér að framan:
góða undirbúningsmentun alþýðunnar,
og góSa kenslukrafta, — annaðhvort
eða hvorttveggja.
því var haldið fram, þegar verið
var að stofna lýðháskólann í Reykja-
vík í fyrra sumar, að það væri hinn
»fyrsti lýðháskóli á íslandi*. Slíkt skift-
ir að vísu litlu; en rangt er þó að
segja svo. Guðmundur Hjalta-
s o n gerði fyrstu tilraunina og byrj-
aði fullefnilega að því er mér er kunn-
ungt. Hann er sjálfur vel mentaður
maður, og hafði brennandi áhuga á
alþýðufræðsluuni. Mann hafði hann
og sér til aðstoðar, sem gengið hafði
f lýðháskóla.
Skóli Guðmundar var stofnaður á
Norðurlandi, en þar hefir alþýða ver-
ið talin betur mentuð og færari um
að taka frekari menningu en víða
annarsstaðar hér á landi.
Hér virtust því vera fyrir þessi tvö
lífsskilyrði: góðir kennarar og góðir
nemendur. Skólinn gekk líka vel í
fyrstu, og margur hafði trú á því, að
hann væri framtíðar-mentastofnua