Ísafold - 15.04.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.04.1903, Blaðsíða 2
70 Norðurlands. Svo glæsilega var af stað farið; en endaslept varð það — því er ver og miður. Ungir menu, sem sóttu þennan skóla, drógust frá honum og að Möðruvallaskólanum; h a n n varð framtíðar-mentastofnun Norðlinga. Hvað varð skóla Guðmundar Hjalta- sonar að fjörlesti? Má vera, að það hafi margt verið; eg er ekki svo kunnugur, að eg geti um það dæmt. Sennilegt er það, að lífi hefði mátt halda í þessum mjóa lýðháskólavísi, hefði verið nægilega að honum hlúð af þingi og stjórn. Vera má og, að vantað hafi annaðhvort fyrnefndra skilyrða. það er ekki óhugsanlegt, að ungir menn, sem leit- uðu til hans, hafi ekki þózt finna það, sem þeir leituðu að. Eg get svo vel hugsað mér, að margir þeirra hafi farið í þenna skóla til þess að leita sér að »vísindamo!um« eða »fróðleikshrafli«, — farið til þess að leita sér meiri þekkingar, og að Möðruvallaskólinn hafi einmitt þess vegna borið sigur úr býtum, líkt Og amtsskólanir í Noregi drógu lengi vel æskulýðinn að sér, en lýðhá- ■kólarnir áttu þar erfitt uppdráttar. Í. Þ. Sjónleikar. Vikingarnir á Hálogaiandi. Sjónleikur í 4 þáttum eftir Henrik Ibsen. Leikur þessi var eitt af hinum fyrstu verkum höfundarins, sem bar nafn hans út um öll Norðurlönd og þykir hvar- vetna tilkomumikill. Efuið er tekið úr fornbókmentum Norðurlanda hingað og þangað, og munu þeir, er fornsögurnar hafa lesið, kannast við, hvaðan hvað eina er; og þótt ekki geðjist öllum vel að slíkri samsteypu, kannast þó flestir við, að leikurinn sé íburðarmikill að efni til ,og allveigamikill. Höf. hefir ekki hirt um í frumriti sínu að líkja eftir sögumálinu; en þetta hefir þyð- endum fundíst sjálfsagt, og geta verið tvískiftar skoðanir um, hve vel það eigi við á leiksviði. Mikið virðist vanta á, að leikfélaginu hafi tekist að syna þennan leik svo vel, sem slíku ritverki sé samboðið; enda er það varla von, því hann er annars eðlis en leikar þeir, er það hefir haft með höndum að undanförnu, og oft tekist. vel að s/na. Sú- persóna, sem naest ber á í leikn- um, er Hjördís. Henrik Ibseti hefir öðrum höfundum fremur getið sór mik- inn orðstír fyrir að hafa leitt fraro á leiksviðið kvenleg mikilmenni, og þyk- ir Hjördís bera af þeim flestum. Höf- undur virðist þar hafa látið renna sam- an í eitt lyndiseinkenni tveggja hinna mikilfenglegustu kvensköiunga, er ger- manskar fornbókmentir geta um, Bryn- hildar Buðladóttur og Guðrúnar Gjúka- dóttur. Slíkt sarabland göftiglyndis og stórlyndis er sjaldgæft, og verður Hjör- dís fyrir það slíkt afburðarkvendi, sem fáum leikendum er fært að sýna. Fyr- ir þessa sök hafa leikhús Norðurlanda fremur sneitt hjá að s/na leikinn; þau hafa tæplega treyst hinum beztu leik- kouum sínum til að inna af heudi svo vandasamt hlutverk, enda eru dæmi þess, að það hefir rnishepnast. í þetta sinni hefir það einnig mishepnast. Leikaudinn (frk. G. H.), sem annars er kunn að því að leysa hlutverk sín all- liðlega af hendí, er ekki því vaxin, að s/na Hjördísi. Til þess brestur hana margt, en þó ekki si'zt málróm. Að vísu hljóta menn að ímynda sór Hjör- dísi föngulega konu og fagra á velli; en væri málrómurinn nógu tignarlegur og nógu t.ilbreytingamikill, eftir því sem á þarf að halda samkvæmt orðunum, þá mundi það bæta nokkuð upp vöxt- inn. Auk þess vantar hana mjög mik- ið það fas, er samboðið só slíkri konu, og þó einkum svip og svipbrigði. Leikandinn á mjög örðugt með að breyta andliti sínu, en Hjördís er stálhörð og ógurleg aðra stundina, en hina ofur blíð, svipmikil og tignarleg eða napur- lega hæðin, eftir því hverju hún vill fram koma; en ekkert af þessu tekst' leikandanum vel að s/na. Höf. gerir hana svo vel úr garði, að það er líkast því að hún sé smátt og smátt eftir því sem á leikinn líður, að breytast úr menskri konu í valkyrju eða einhverja slíka goðum líka veru. En hjá leik- andanum virðist bún missa vitið af geðofsa, og yfirleitt virðist bera óþarf- lega mikið á þeim þætti í skaplyndi Hjördísar, en minna á hinum miklu kvenlegu yfirburðum hennar. Þó . er ekki því að neita, að víða bregður fyr- ir góðum leikmentarhæfileikum, enda verður henni það vart til ámælis lagt, þótt hún só ekki fær um að leika Hjördísi. En mikið síður hefir þó tekist að velja leikanda í hlutverk Dagn/jar. Leikandinn (frk. L. 1.) er of mikið barn til þess, enda tekst henni mjög barna- lega sá tilburður í leiknum, þar sem mest ríður á leik hennar. Karlmannahlutverkunum í leiknum er einnig meira og minna ábótavant. Orn- ólfur í Fjörðum (Kr. Þ.) er þeirra til- komumestur, en gervi hans er ekki sem allra bezt. Líklega færi betur á því, að hann roælti Ijóðin ekki eins ört fram eins og hans gerir, og að meira bæri á því, að hann lifnaði við og að úr honum réttist smátt og smátt, eftir því sem fram í ljóðin drægi; annars hefir þessum leikanda tekist oft betur. Sigurður (H. H.) er prúðmannlegur á leiksviðinu, en leikur hans fremur til- komulítill, svipar mjög til fyrri hlut- verka þess leikanda. Hins vegar eru málsgreinar Gunnars betur sagðar, en gervi hans slæmt, og gerir hann of lítilmannlegan. Þórólfur (Fr. G.) segir einnig sínar málsgreinar yfirleitt vel, en að öðru leyti á hlut- verkið ekki vel við hann, og lysing Örnólfs á syni sínum kemur þar illa heirn. -— En lakast er þó Kári bóndi leikinn. Auðvitað á hann að vera hvorttveggja í einu, lítilmenni og ill- menni, en s v o tuddalegur, eins og leikandinn (St. R.) gerir hann, á hann fráleitt að vera. Þessi fáu orð, sem hann segir, eru illa sogð, og þar við bætist, að hann segir þau svo lágt, að varla heyrist fram til áhorfendanna. Sumir af aukaleikendunum bera sig einnig miður hermanrilega á leiksviðinu. Leikfélaginú hefir yfir það sést, að segja þeim til syndanna 1 tíma. Því er miður, að það verður ekki sagt um leikfólagið, að því hafi hepn- ast þessi leikur vel, og er það illa far- ið, þar eð auðvitað hefir niiklu verið til kostað að gera leikinn svo úr garði, að sómi væri að. N/ tjöld hefir Þórarinn B. Þorláksson málað, fegurri en rnenn eru vanir hór. Skógartjöldin beggja megin við leik- sviðið eru ljómandi fögur, en fjalla- myndirnar á baktjaldinu eru fremur snauðar að tilbreytni. Öll tjöldin njóta sín illa vegna slæmrar birtu. Lang- skipssiglan, sem sór á upp yfir hæð- irnar, hefir alveg óþolandi áhrif; svo klaufalega tekst að láta skipið rugga. Drífan tekst fremur vel, og eins veður- þyturinn. L^ikurinn hefir verið fremur vel sóttur þau kvöldin, sem búið er að leika hann. G. Yiðrótting landbúnaðarins. Eftir Vigfús Guðmundsson (Haga). I. í 6. tölubl. ísafoldar þ. á. er grein með þessari fyrirsögn, eftir einhvern, sem nefnir sig Ó. þakklætisvert er það, þegar menn vilja leggja hverju góðu málefni, sem vera skal, liðsyrði og leiðbeiningar. En satt að segja þykir mér bæði ill- ur siður og óviðfeldinn hve oft menn setja staf eða eitthvert dularnafn þar sem fult nafn höfundarins ætti að standa. Slíkt ber vott um heldur mikið kjarkleysi, misskilda kurteisi eða hæversku, og stundum ef til vill skúmaskots- eða skálkaskjólshugsunar- hátt. Gleðilega von hlýtur það að vekja í brjóstum íslenzkra bænda og allra föðurlandsvina, hve margir af leiðtog- um þjóðarinnar og ýmsir aðrir góðir menn sýna nú orðið mikinn áhuga á viðreisn og framförum landbúnaðarins. Nú eru vissulega góð ráð dýr, og gott að heyra sem flestar nýjar tillögur. En eins rétt og sjálfsagt er einnig hitt, að sérhver ný tillaga só rædd og skoðuð, ekki að eins á þeirri hliðinni, sem sýnd er og að manni rétt, heldur einnig á hinum hliðunum, sem ekki eru sýndar, eða óljósara blasa við. þegar 2.—6. tölubl. Isaf. bárust í mínar hendur, byrjaði eg undir eins að lesa fyrnefnda grein með mikilli ánægju og öruggri von; en ánægjan dofnaði nokkuð og vonin blandaðist efa, þegar fór að sfga á síðari hluta greinarinnar. Skal eg þó þegar kannast fúslega við, að mikill hluti greinarinnar er ljóst og vel ritaður, og mikið vel lagaður til að vekja eftirtekt á högúm bænda, eins og nú munu þeir vera, og sleppi eg því að athuga það frekara. En til sönnunar því, að mér þótti nóg um, hve ákaft var slegin barlómsbumban okkar bændanna, og hve fljótt eg fór yfir þá sögu, skal eg nefna það, að eg í þessari setning: »Hvernig skyldu aðrar stéttir þjóðfélagsins, t. d. lausa- mennirnir bera sig, ef tekin væri af þeirn helmingur launanna nokkur ár« las launamennirnir fyrir lausamennirn ir. Og um leið gat eg til, að viðbótin yrði á þessa leið: og þó gerðar til þeirra, alt að því hálfu meiri kröfur en áður, til þeirra útgjalda er þá tíðkuðust, og margar nýjar að auki. Mundi þá eng- inn barlómur finnast meðal þeirra? Mundu þeir standa hjá þegjandi og aðgjörðalausir, ef bændur vildu láta greipar sópa um landssjóðinn, að mörgu og miklu leyti sór í hag, á þann hátt og í þeim tilgangi, að létta erfiðinu á sjálfum sór, en veita sem flestum pen- ingalindum að botnlausum pytti eig- in munaðar og metorðagirni? þegar þá kemur að aðalefni grein- arinnar, lánveitingunni til fátækra sveitabænda, sem ætla má, eftir orð- um höf., að honum sýnist hið eina örugga og óbrigðula ráði til aó rétta við íslenzkan landbúnað, þá sést undir eins, að greinin endar í miðju umtals- efninu. Hugsunin er rakin að eins til hálfs, og lesandinn fær ekkert svar við þeim spurningum, sem beinast liggja við og flestum hljóta að koma þegar í hug, svo sem : 1. Hve mikið fé þarf til að full- nægja tillögu höf.? 2. Hvar fæst þetta fé? 3. Hverir bera ábyrgðina? 4. Hvers konar lán er þetta? 5. Hvernig mundi lánið verða notað? Skal eg nú leyfa mér að sýna með fám orðum, hvernig eg hef hugsað mér svarið við þessum spurningum. 1. Höf. segir: »Ef meðalsveitarfé- lag ætti t. d. kost á í 2 ár svo sem 4—5000 kr. á ári«. Af þesaum orðum ræð eg það, að höf. ætlast til, að 8—10 þús. kr. vérði veittar hverjum hreppi á landinu til jafnaðar. Hrepparnir á öllu landinu eru nú, eða voru að minsta kosti árið 1900, að tölu 177, auk kaupstaðanna, sem hér er slept. Lægri talan, 8000 kr. í hrepp, gerir því 1,416,000 kr., og hærri talan 1,770,000 kr., en með- altalan verður rúm D/g miljón kr., eða svo að kalla nákvæmlega eins og all* ar tekjur landsjóðs eru áætlaðar um 2 ár, 1902—1903. 2. Hvar á svo að taka þetta fó? Höf. segir, að fyrir sínum sjónura sé þetta »eina ráðið og fyrir þing og stjórn hið einfaldasta, fyrirhafnar- minsta og tilkostnaðarminsta*. Sfðar bendir höf. á, hvað þingið gerði 1883.. Af þessu má renna grun í, að höf. ætlast til, að þingið veiti fé þetta úr landssjóði. Lítur því út fyrir að hinn heiðr. höf. viti ekki, eða hirði ekki um að athuga það, að fjárhagsástæð- ur landssjóðs eru nú nokkuð á annan veg en fyrir 20 árum, og í öfugu hlut- falli við tekjuaukann. Tekjur lands- sjóðs hafa að vísu aukist mikið á þessum 20 árum, en útgjöldin þó mun meira ; en þó mun enn æði-langt þang- að til tekjur landssjóðs verða svo miklar, að miljón eða miljónir króna geti ‘géngið til einstakra atvinnuvega eða fyrirtækja á einu fjárhagstímabili. Eg bý8t nú við, að höf. vilji segja, og sjálfsagt margir fleiri, að landssjóð- urinn sé þó fær um að taka lán svo miljón eða jafnvel miljónum nemi, og þar með sé þessi smásálar-vofa kveð- in niður. Margir eru þó líka til, fleiri en eg, sem mundu ekki verða ánægðir með þetta svar, heldur telja slíka lán- töku verulegt neyðar-úrræði, nema til auðsærra gróðafyrirtækja væri að ræða. Betra væri að minsta kosti, að slíku láni yrði varið til annars arð- samara en að éta það upp á fyrstu árunum. Nægilegt sýniat mér líka, að flestir bændur landsins séu tjóðraðir við skuldaklafana í landinu, þó ekkí sé einnig, meðan svo stendur, öll þjóð- in múlbundin með hendi útlendra auð- manna. 3. Hverir bæru ábyrgðina? jpessu er fljótt svarað. Varla getur verið öðrum til að dreifa en sýslusjóðunum gagnvart landssjóði og sveitarsjóðum gagnvart sýslusjóðunum. Mundi nú t. d. sýslunefndin í sýsl- unni með 15 hreppunum vilja taka að sér sjálfskuldarábyrgð, með sínu eindæmi, fyrir hönd sýslubúa, á alt að 150,000 kr. lání, í viðbót við þau lán og þær ábyrgðir, sem nú eru og við bætast væntanlega? Eg hygg, að hún mundi segja nei hiklaust og einróma. Annar en eg mætti líka öfunda hrepps- nefndirnar af ábyrgð sinni, þegar þær ættu að standa skil árlega á rentu og afborgun af 8—12 þús. kr., sem ætti eingöngu að heimta af fátækustu bændum sveitarinnar. Hvaða trygg- ingu ættu bændur að bjóða sveitar- sjóði? Höf. segir sjálfur, að æðimargir hafi veðbundið flest, sem bundið verður, og mun það satt vera um flesta bændur í þeim flokki, sem hér um getur. Og þó þessar 20—30 kindur, er höf. talar um sem eign láuþeganna, væru nú óveðsettar, þá er, eins og hann segir, »valt á þeim völubeinið«, og auk þess eru þær ekki nema lífcill hluti af vana- legu veðfé fyrir láni, er höf. vill láta vera alt að 1000 kr. til hvars, eða ef til vill meira til sumra (8000—10,000 kr. meðal 10—12 bænda). Er því sýnilegt, að ábyrgðin mundi lenda á hinum efnaðri í sveitarfélögunum, og sjálfsagt yrðu þeir oft varir við meira en nafnið tómt af ábyrgðinni. 4. Hvers konar lán er þetta? Höf. hefir nú sjálfur svarað þessari spurn- ingu óbeinlínis, þar sem hann nefnir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.