Ísafold - 22.04.1903, Síða 1

Ísafold - 22.04.1903, Síða 1
'Kemur út ýrnist eÍDU síudí eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við úramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. ár^„ Reykjavík íniövikudaginn 22. apríi 1903 «>• 0„ biað. I. 0. 0. F. 844248*/a. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11—12. K. F. TJ. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og ■aunnudagskveldi kl. 8^/2 síðd. Landakotskirkja. tfuðsþjónusta kl. 9 •og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafi< opið livern virkau dag ikl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) tnd., mvd. og ld. ti) útiána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Smjörsalan frá rjomabúunum. í tílefni af greinarstúf með þessari fyrirsögn í 11. tölubl. ísafoldar þ. á. leyfi eg mér að bæta nokkrum skj'r- ingum við bréf mitt til forseta Búnað- arfélagsins, sem prentað var í 77. tölu- blaði ísafoldar f. á. Smjör frá sama búi var helzt ólíkt að bragði og ásigkomulag þess mis- munandi, sem eg áleit aó mísjafnlega löng geymsla hefði að miklu leyti or- sakað. Líka tók eg eftir, að smjörið var misjafnlega hart í íiátunum. Ann- ars get eg því miður ekki sagt um, af hverju óbragðið hefir stafað, né mygl- an og súrinn, sem nokkuð bar á í nokkrum flátum, og er það frekar fyr- ir smjörfræðinga og framleiðendur smjörsins, að ráða í það; en vel má ætla, að það þoli misjafnlega vel geymslu eftir tilbúningi og efnasam- böndum. Eg vil benda mönnum á, að gera ekkí að svo stöddu uppskátt við út- lenda kaupmenn, að smjörið sé að miklu leyti búið til úr sauðamjólk. |>að mundi gefa slæma hugmynd um tegund þess og framleiðslu. Smjörpapplrinn er beztur sem lik- astur skæni, þéttur og háll, svo að hann þoli að vökna og verji smjörið fyrir óhreinindum og ytri áhrifum. Eius og heióraður höf. nefndrar greinar mælist til, mun eg eftirleiðis senda hverju búi sem nákvæmastar aðfinningar, þegar ástæður eru til þess. Einnig hefi eg hugsað mér að gefa greinilegri skýrslu um söluna eftirleið- is, þannig að hún sýni verð á smjöri frá hverju búi um sig á ýmsum tím- um, í von um að hlutaðeigendur veiti samþykki til þess. |>á kem eg að því atriðinu, sem eg vildi sérBtaklega minnast á, sem só: hvernig merkja skuli ílátin. það er meira í varið en margur hyggur, og er því áríðandi að komast að góðri nið- urBtöðu. Sjálfsagt er að hvert rjómabú merki sín ílát með nafni eða fangamarki, svo að þau njóti sinnar vöru, þegar á mark- aðinn kemur. Líka þarf vigt ílátsíns (Tharavigtin) að sjást á því, og áfram- haldandi númer, sem sé samhljóða vigtarskýrslu, er nauðsynlega þarf að fylgja hverri sendingu. En það eru aðalmerki eða vöru- merki, sem smjörið vantar og vandi er að hafa, því þau eiga að segja til um tegund þess, og því að vera til leiðbeiningar við kaup og sölu. |>ar sem nú er von um, að rjóma- búin framleiði gott smjör, er nauðsyn- Iegt að vernda það og halda því að- greindu frá smjöri kaupmanna, kaup- félaga og einstakra bænda, sem jafn- framt er sent á útlenda markaði, þótt léleg vara sé. Ekki mundi vera ráð að sporna við útflutningi á smjöri, sem ekki væri búið til á rjómabúi eða undir yfir- umsjón smjörgerðarmanns. það væri haft á bjargræðisfrelsi einstaklinga. Ef þeirra smjör selst þeim til hagn- aðar, er engin ástæða til að fordæma þá vöru. Ef það fær ekki markað og veitir engan hagnað, er sú verzl- unartilraun dottin um sjálfa sig. Ekki er heldur nokkur skynsamleg ástæða á móti þvf, að sami maður hér selji smjör fyrir ýmsa framleiðend- ur, eins og það gefst — gott og slæmt, — ef að eins eru á því glögg aðgreiningarmerki. Nú er heldur ekki hægt að búast við, að alt rjómabúasmjör verði svo líkt, að því megi skipa undir eitt og sama merki. Hefði því verið óskandi að flokkun og merking smjörsins gæti fram farið undir umsjón Búnaðarfé- lagsins, og að það ábyrgðist jafnframt gæði þess. Merki ílátanna gæti þá verið tlceland creamery butter, inspected and garanteed by the Agricultural As- sociatiom, og svo væri að minsta kosti greint í tvo flokka, ef þörf gerist. Til þess að sú flokkun gæti orðið rétt og að tilætluðum notum, yrði hún helzt að gerast af einum og sama manni. En þar sem nú að rjómabú- in eru þegar risin upp hér og hvar á landinu, og sterkar líkur til að þeim fjölgi óðum, og að smjörið verði flutt út frá ýmsum stöðum, þá verður ó- kleift að koruá við flokkun á þenna hátt. Að þessu athuguðu kemst eg að þeirri niðurstöðu, að bezt muni vera, að búin merki að eins með sínu fanga- marki það smjör, sem mér verður sent til sölu í sumar og haust, og að eg láti skoða og flokka smjörið þegar er það kemur hingað, og merkja það eins og mér finst bezt við eiga. jpeg- ar frekari reynsla er fengin fyrir teg- und þess frá hverju rjómabúi um sig, yrði máske hægt að merkja það á búunum eftirleiðis. Eg óska að rjómabúin geri mér sem fyrst og oftast viðvart um, hve nær og hve stórar sendingar séu væntanlegar, svo mér gefist kostur á að undirbúa viðtökur á því og sölu þess. Leith 13. april 1903 Garðar Gíslason. Hðndlaðir botnvörpungar. Skrifað er ísafold úr Vestmanneyj- um 19. þ. m.: nHingað kom herskipið Hekla 15. þ. mán. með 2 botnvörpunga, sem voru dæmdir í venjulega sekt, svo og aflamissi og veiðarfæra. Aflinn var seldur í gær á uppboði, mest smáýsa. Hverjar hundrað ýsur seldust á 4—6 krónur. Erlend tíðindi. Khöfn 11. april 1903. F r a k k 1 a n d. Eins og áður er getið, boðaði Jaurés varaforseti í full- trúadeildinni fyrir skömmu, að hann ætlaði vekja upp Dreyfusmálið af nýju, þar eð hann hefði komist þar fyrir nýja glæpi og gjörræði. þessi orð sín efndi hann í fulltrúa- deildinni 6. þ. m. þá var rætt um staðfesting á kosningu þingmanns úr einu Parísarkjördæminu, Syvetons að nafni. Syveton er nheimastjórnar- maður« (nationalisti) og rammur and- stæðingur stjórnarinnar. Hafði hann 1 kosningaróðri sínum látið upp festa auglýsingu, þar sem hann bar ráða- neytinu á brýn, að þáð ræki erindi erlendra ríkja, og kvað alla sanna ættjarðarvini fylgja sínum flokki, en í móti stæðu Dreyfuslíðar og þetta »erlendra ríkja ráðaneyti*, svo sem hann komst að orði. f>essum ámæl- um mótmælti Jaurés harðlega og af mikilli snild. Sagði hann það sízt sitja á Syveton og hans liðum, að drótta að sér og sínum flokki, að þeir rækju erindi annarra ríkja, þar sem mótflokkurinn (»heimastjórnarm«.)hefðu notað bréf frá erlendum þjóðhöfð- ingja, þýzkalandskeisara, sem þeim var vitanlegt að falsað var, til þess að nleypa á stað Dreyfus-málíhu, og þar með valdið miklu þjóðarhneyksli. |>ví- næst rakti hann falsanir þær og glæpi, sem drýgðir hafa verið í málinu, sannaði það með bréfum og skilríkj- um, og lauk ræðu sinni með því, að skora á stjórnina að láta til sín taka um mál þetta, og gefast ekki upp fyr en sannleilcurinn kæmi í ljós ómengaður. Brisson, fyrrum ráðaneytisiorseti, fylgdi Jaurés vasklega að máli ogflutti mjög sterkar líkur að því, að Cavaignac, fyrrum hermálaráðherra, hafi veriðfull- kunnugt um glæp Henrys ofursta löngu nokkuð áður en uppvíst varð, en þagað um hann. Auðvitað reyndi Cavaignac að bera af sér þessar sakir, en tókst miðiungi vel og var gerður ekki góður rómur að ræðu hans. André hermálaráðgjafi kvað það á- form stjórnarinnar, að Iáta rannsókn fram fara í málinu, en því var mót mælt af ýmsum, einkum »heimastjórn- armönnum*, sem kváðu málið koma eingöngu dómstólunum við. Tvo daga rifust þingmenn um þetta fram og aftur. En þau urðu teikslok, að feld var að vísu rökstudd dagskrá frá þeim Jaurés og Brisson, þess efnis, að þingið féllist á, að stjórnin léti rannsókn fram fara, en jafnframt lýst trausti til stjórnarinnar, og loks var kosning Syvetons dæmd ógild. f>ví næst var þingi frestað fram í miðjan maímánuð. H o 11 a n d. |>ar var almennu verk- falli lýst yfir um land alt aðfaranótt 6. apríl. Kröfðust verkfallsmenn þess, að frumvörp þau, er stjórnin hafði borið upp, um þungar refsingar þeim til handa, er verkfall gerðu, yrðu aftur tekin; því næst, að Iaun v6rkamanna yrðu hækkuð að meðaltali um 20—28ý, og loks, að verkmönnum, er reknir hefðu verið frá starfi sínu, yrði aftur veitt vinna. fegar í svo óvænt efni var komið, létu vinnuveitendur og stjórn undan síga og hafa nú að miklu leyti gengið að kostum þeim, er verk- fallsmenn gerðu, og eru því allar horfur á, að verkfallinu létti mjög bráðlega. F i n n 1 a n d. Sami harðstjórnar- bragur þar af hálfu Bússa. Nýléga hefir BússakeÍ8ari fengið alræðisvald í hendur jarli sínum þar Bobrikoff, alræmdum grimdarsegg og sporgöngu- manni Bússastjórnar. Hefir Bobrikoff ekki skirst við að nota þetta vald sitt og þykir nú hálfu verri en nokkru sinni áður. Elýja Finnar land í stór- hópum. f>ar á meðal eru 30,000 Finn- ar farnir til Suður-Afríku. Balkanskaginn. Albanar kuDna því illa, að Bússar hafa hlut- ast til um ýms mál þar í landi og sótt fast, að framkvæmdar yrðu réttarbætur þær, er soldán hefir fyrir- skipað. f>eim er og meinilla við allar þær réttarbætur, er bæta kjör krist- inna manna, en Albanar eru stækir Múhameðstrúarmenn. Kom heift þeirra nidur á rÚ3sneskum konsúl f Sofia. f>eir réðust á hann og særðu hann til ólífis. Búlgarar halda nryggri vináttu við Makedónaog eru Tyrkjum oft skeinu- hættir. Er yfirleitt svo að heyra, að alt 8é í báli og brandi þar syðra, en fréttir, er þaðan berast, eru mjög ó ljósar og oft bornar aftur. Oscar Svíakonungur er nú aftur við ríkisstjórn tekinn 1. þ. m. Stúdentaóeirðir miklar á llússlandi, svo að lokað hefir verið háskólanum í Pétursborg. Þjóðólfur yaltýskur. »Batnandi manni er bezt að lifa«, og svo virðist nú mega segja um ritstjóra f>jóðólfs. Hver mundi hafa trúað því hérna á árunum, árunum 1897—1901, þegar hann bölsótaðist ákafast gegn valtýskunni, að hann yrði á öndverðu árinu 1903 orðinn hávaltýskur ? Og þó er þetta nú komið á daginn. f>etta sést ljósast af eftirfarandi klausu í ritstjórnargrein blaðsins 17. apr. þ. á. (leturbreytingarnar gerðar af mér): »|iað er gert að tilfinningamáli og œsingamáli, sem ætti að skoðaat með rólegri fhugun og alvarlegri löngun til að leiða stjórnarbótarmál vort til far- sællegraog heppilegra úrslita fyrir land vort og þjóð á yfirstandandi tíð. Hver maður, sem ann ættjörðu sinni og vill hið bezta fyrir hana kjósa, s<m fáan- legt er, verður að gæta þess, að vinna henni ekki ógagn með eintómum þráa og fastheldni við einhver aukaatriði, sem ekki fcest tilslökun á og engin á- stæða er til að rtgbinda sig við, hvern- ig sevi á stendur, eða láta standa veru- legum umbótum í vegi. J?að er ekkert annað en fávíslegt ofurkapp, er haft getur mjög óhappasælar afleiðingar f för með sér«. Er hér ekki alveg eins og maður heyrði rödd dr. Valtýs sjálfs eða ein- hvers annars sanntrúaðs Valtýings vera

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.