Ísafold


Ísafold - 22.04.1903, Qupperneq 2

Ísafold - 22.04.1903, Qupperneq 2
78 að jprédika móti gaspri Jpjóðólfs sjálfs á árunum 1897—1901, þegar hann einmitt vildi gera stjórnarskrármálið að »tilfinninga og æsingamáli« og »með eiutómum þráa og fastheldni rígbinda sig við aukaatriði, sem ekki fekst til- slökun á (t. d. banni gegn ríkisráðs- setunni), og láta þau standa veruleg- um umbótum í vegi«. Til samanburðar má hér tilfæra lýs- ingu dr. Valtýs sjálfs á stefnu sinni í Eimr. IX, 1 (og hann ætti þó líklega að þekkja hana bezt, því »hver er sín- um hnvitum kunnugastur«). þar seg- ir svo: »S tjórnarbótarflo k kurinn hélt fram þeirri stefnu, sem kölluð er á útlend- um tungum opportúnismi, en skírð hefir verið á íslenzku »valtýska«, eftir þeim manni, sem fyrst beittist fyrir þeirri stefnu hér á landi. Einkenni þeirrar stefnu er í öllum löndum—og í hverju máli sem er —, að rígbinda ekki kröfur sínar við neitt fastákveðið, einskorðað fyrirkomulag, sem aldreí beri frá að þoka, heldur haga sérjafn- an eftir kringumstœðunum og lúta held- ur að hinu minna, heldur en að fara allra umbóta á mis. Samkvæmt þess- ari stefnu vildi stjórnarbótarflokkurinn ráða stjórnarskrármálinu til lykta á þeim grundvelli, að þingið tæki í hvert sinn pað bezta, sem fáanlegt vœri í svipinn, léti sór nægja þær umbætur, sem á hverjum einstökum tíma reynd- ist mögulegt að sameina hina tvo máls- aðila um: stjórnina og þingið, jafnvel þótt þjóðin á þann hátt fengi ekki all- ar kröfur uppfyltar, heldur yrði að sætta sig við vonina um, að fá þd, sem á vantaði, framgengt síðar. Hins vegar vildi flokkurinn ekki fara fram á neitt það, sem fyrirsjáanlegt var, að verða mundi málinu að falli*. |>að var mér sem gömlum Valtýing sannarlegt gleðiefni, þegar eg Ias þessa ótvíræðu yfirlýsing í þjóðólfi um, að hann væri nú loksins kominn til sann- leikans viðurkenningar um það, hve valtýska stefnan væri holl landinu. f>ví allir, sem bera þessar tvær greinar saman, hljóta að sjá, að hér munar engu, enda lítur næstum því svo út, sem ritstjóri þjóðólfs hafi haft Eim- reiðargreinina fyrir sér, þegar hann var að semja grein sína. f>að er ætíð gleðilegt, þegar menn hverfa frá villu síns vegar og játa sín ar fyrri ávirðingar. Eg hlýt að gera ráð fyrir, að hér sé um sannarlegt afturhvarf að tefla og að ritstjórinn sé sér þess Bjálfur með- vitandi. Hinu get eg ekki gert ráð fyrir, að ritstjórinn hafi skrifað þetta í blindni, ekki sóð sjálfur hringsnúninginn, af því að hann hafi aldrei skilið eða vit- að, hvað »valtýskan« var, verið jafn- ófróður um það eins og um umráð Dana yfir hinum sameiginlegu málum vorum. f>ví þó að hann hafi sýnt fá- dæma vanþekking í einu atriði í stjórn- málabaráttu vorri, er ekki sjálfsagt, að hann sé jafnilla að sér í þeim öllum. Eg hefi til þessa ekki viljað sjá f>jóðólf, sökum hans staðlausu æsinga- og rógsgreina. En ef hann fer að flytja margar greinar í þessum anda, þá held eg að eg fari nú að skrifa mig fyrir honum. Gamall Valtýingur Veðrátta. Vetur kveðurí dag hvergi nærri eins blíðlega og undanfarin ár. Atrennur til bata verða endasleppar hvað eftir annað. Gjafatími orðinn langur víða, jafnvel alt frá jólum, og margir bæud- ur mjög nærri þrotum hér sunnanlands allvíða, ef eigi alveg í þrotum. A'iðrétting landbúnaðarins. Eftir Vigfús Guðmundsson (Haga). II. Fjárveitingavaldið ætti ekki að veita stórkostleg hallærislán, nema í brýn ustu nauðsyn, sízt sem ölmusugjöf, heldur ætíð sem viðurkenning eða styrk til fastákveðinna atvinnubóta. f>ví síður má fjárveitingavaldið ausa út almannafé, fram yfir brýnar þarfir, til einstakra manna, sem ekki skortir fé, og allra sízt til þess, að hylja með því »eyður verðleikanna*. Hins veg- ar má fjárveitingavaldið ekki nema við neglur sér, sýta út í eða telja eftir fjárframlög, meiri en nafnið tómt, til eflingar atvinnuvegunum, og nú auðvitað allra helzt landbúnaðinum, á allan arðvissan og áreiðanlegan hátt. Framleiðslan byggist á atvinnuvegun- um, og því verða þeir að ganga fyrir öllu öðru. Séu þeir vanræktir og yfir- gefnir, þá er gjaldþol þjóðarinnar þrotið. f>á verður mentun og frelsi, embætti og stjórn, listir og vísindi eins og fögur blóm á fallandi tré. f>egar embættismenn eða aðrir þjón- ar eða leiðtogar þjóðarinnar viíja ekk- ert sinna atvinnuvegunum, og fremur veita fé þjóðarinnar til alls annars en þeirra, þá fara þeir ámóta skynsam- lega að ráði sínu, eins og bóndinn, sem ekkert vildi spara, til þess að s ý n a s t vera með heldri mönnum, hafa hægt fyrir og eiga góða daga, en ekki gat eða vildi kaupa Ijáina, þegar sláttufólkið kvað sig vanta þá, heldur sagði því, að það gæti farið og reytt grasið með höndunum. En sé hlúð að helztu atvinnuvegunum, og þeir slundaðir með krafti og kunnáttu, kappi og forsjá, þá er lagður öruggur grundvöllur; og á þeim grundvelli má byggja öflugar hallir mentunar og stjórnar, lista og vísinda. Til þess að verði eftirleiðis gert eitthvað verulegt til atvinnubóta, sýn- ist mér óhjékvæmilegt, að hækka tolla, t. d. á áfengum drykkjum (um helm- ing, eða meir), á tóbaki, kaffi og má- ske fleiri vörum eitthvað dálítið. Sömuleiðis að leggja lágan toll á að- flutt smjörlíki, jarðepli og alls konar kjötmeti, bæði reykt og uiðursoðið. — Sumir fárast mikið um, að þetta séu verndartollar, og telja þá því ó- alandi og óferjandi. En eru það þeir, sem láta sér mjög ant um land- búnaðinn, eða hag þjóðarinnar í heild sinm? Eg skal fúslega játa, að vemd- artollar séu illir og óeðlilegir. En verða menn ekki einatt að aka segl- um eftir vindi, og halda aðrar leiðir en hinar beztu og beinustu? f>egar stóru þjóðunum þóknast að girða sig með verndartollamúr, höfum vér þá eíni á því, fyrst, að láta þær draga í sinn vasa talsverðan hluta af sann- virði vorrar lífsnauðsynjavöru, og síð- an láta þær féfletta okkur smælingj- ana og fátæklingana, ekki að eins með þeim nauðsynjavörum, sem vér getum og eigum sjálfir’að afla oss og fram- leiða í landinu, heldur einnig með alls konar prjáli og hégóma, og auk þess með dauðanum og djöflunum, sem þær senda okkur í brennivíns- ámunum? Mér finst að vér höfum ekki efni á þessu, og að mínu áliti er það því mikið mein, ef það er rétt ályktað, sem ýmsir meðal alþingismannanna hafa haldið fram, að ekki sé unt að leggja toll á óþarfan glysvarning, dýrar vefnaðarvörur o. fl., án þess að setja á stofn umfangsmikla og dýra tollstjórn. Ef tollheimtumennirnir hirtu mestallan tollinn í laun handa sjálfum sór, þá væri ver farið en heima setið. Betra held eg væri hálf- ur skaði en allur, þó nokkuð kynni að tapast fyrir eftirlitsleysi við toll- tekjuna. í stað dýrrar tollstjórnar hygg er að mikið mætti draga úr toll- svikum og undanbrögðum með nógu háum sektum, er að miklum hluta gengju til þeirra, sem brotunum ljóst- uðu upp. Eg játa að vísu, að þetta sé ekki hin æskilegasta eða bezta stefna. En hvaða ráð á þá að hafa? Hvaðan fæst féð, sem nú vantar til almennra þarfa, án skyldu, erfiðis og áhættu, eða á þann hátt, að allir séu ánægðir — þegar ekki getur verið um gjafir eða samskot að tefla? Eg sé það ekki, og þekki ekkert ráð nær því takmarki en hyggilega tolla. Ætti tollurinn að vera langhæstur á mesta skaðræðisgripnum, áfenginu, og svo á hinum næsta, tóbakinu. f>ar næst á meinlitlum og gagnslitlum munaðarvörum, svo sem kaffi, te, gosdrykkjum, meltingarlyfjum o. s. frv. (Meltingarlyfin — bitter, elixir — er hið eina, sem nú er hátt tollað, tel eg þann toll hyggilegan; en sízt finst mér þó eiga við, að hafa áfengistoll- inn margfalt lægri). Hér með má einnig telja ónýtt glingur,! sem dregur út ærna peninga. En því miður muu fátt erfiðra viðfangs en þess kon- ar smádót. f>ar næst tel eg þær vör- ur, þó gagnlegar séu, sem eru svo dýrar, að verðið er margfalt meir en notagildið. þar eftir kemur nytsöm vara, bæði matvara og annað, sem spillir fyrir sölu á helztu afurðum landsins og framleiða má hér á landi nægilega mikla, jafngóða eða betri, eða kann að vera mikilli vanbrúkun undirorpin. Hins vegar er ekki betra að leggja toll á aðra nauðsynjavöru, þó aðflutt sé, heldur en á útflutta vöru. Slíkir tollar eru neyðarúrræði, þó aldrei verði þeir eins illa þokkaðir eða til- finnanlegir fyrir gjaldendur eins og beinu skattarnir, — sem oftast eru verðlaunin fyrir ráðdeild og spar- neytni. þegar meðlimir þjóðfélagsins eyða fé sínu fyrir lítt nýta, óþarfa eða ó- nýta rnuni, einkum þó þegar munirnir eða varan er jafnframt hættuleg og getur valdið margföldu tjóni, þá svifta þeir og mér liggur við að segja r æ n a þjóðfélagið notum þeim, sem það hefði getað haft af tflíku fé. þeg- ar þess er svo jafnframt gætt, að þeir menn, sem mest reyta pjóðina og rýja á þennan hátt, geta sjaldan bor- ið mikið af byrðum mannfélagsins, heldur verða einatt þyngsta byrðin fyrir aðra, og hika sér ekki við að stinga hönduuum í annarra vasa, þá fæ eg ekki betur séð en að rótt sé og hyggilegt, að láta slíka menn greiða að miusta kosti drjúga vexti af fénu, um leið og þeir leggja það í lófa út- lendra auðkýfinga. Með þessu móti mætti ná miklu fé í landssjóð, og gjaldþol hans ykist til muna. Væri hann þá og færari um stóra lántöku, sém eg tel ekki frá- gangssök, sé fénu eingöngu varið til arðsamra fyrirtækja, sem jafnframt væri hyggilega stofnuð. III. Ný toll-lög eru óumflýjanleg, því að fé þarf til margra hluta. Aldrei hef- ir þörfin til að rétta við landbúnað- inn knúið fastara á líknardyr lands- sjóðs, og þarfirnar, sem knýja á, þurfa að vera bæði margar og stórar, ef duga skal. Ekkert e i 11 ráð, hversu gott og glæsilegt sem sýnast kann, mun alstaðar eiga við eða öllum hjálpa. þ>ess vegna þarf margt að fylgjast að og ganga jöfnura höndum. Grundvallarreglan verður þó að vera sú: að hjálpa þeim, sem sjálfir vilja hafa eitthað fyrir því, að hjálpa sér. Sá, sem ekki v i 11 hjálpa sér sjálfur, á ekki skilið að aðrir hjálpi honum. Aðalhjálpin verður að koma frá oss 8jálfum. Vér verðum að leitast sjálf- ir við að kynna oss hjálparráðin, afla þeirra og hagnyta þau á róttan hátt eftir tilætlun gjafarans, sem hefir á svo dásamlegan og dularfullan hátt tengt þau og tvinnað við hina sýni- legu náttúru, svo að engan þarf að bresta lífsnauðsynjar eða vanta starfs- svið til að styrkja kraftana, skerpa skilninginn og fullkomna alla góða hæfileika. Hér á landi er ekki síður en annarstaðar auður og alls nægtir í forðabúri náttúrunnar, og ánægjulegra og farsælla er það, að lúka sjálfur upp búrinu og leita að björginni, held- ur en að bíða við dyrnar efcir náðar- molunum, sem aðrir kunna að kasta til manns. Vér viljum Iíka hagnýta oss gæði náttúrunnar og rækta jörðina eftir mætti, en þekking vor er lítil, og kraftarnir af skornum skamti. Vegna þess er það, að vér leitum hjálpar hjá fjárveitingavaldinu. Með almannafé má auka þekkinguna, vekja áhugann, sameina kraftana og margfalda fram- leiðsluna. Hér þarf þá þekking, vit og vilji að haldast í hendur, og því er það eitt fyrsta og helzta skilyrðið, að féð komist í þeirra hendur og undir þeirra yfirráð, sem með það kunna að fara. Alt, sem nýtt er og komið getur að góðum notum, þarf og fremur að gera algengt, viðurkenna og verðlauna, en hitt, sem alment er og alkunnugt oríið. IV. Að lokum vil eg benda á, hvort ekki væri ráðlegra að verja ríflegri fjárhæð — þó að minna væri en mil- jón kr. — á annan hátt en að lána það efnalausum mönnum svo sem hallærisláu, þó svo, að efnalitlir menn gætu haft styrk af því, ef þeir viija nokkuð til þess vinna. Mór hefir komið til hugar, hvort ekki væri hyggilegra, bæði að 1 á n a féð sýslufélögum, sveitarfélögum eða jarðyrkjufólögum, og veita það sem s t y r k til stórra jarðabótafyrirtækja, slíkra t. d. sem vatnsveitinga úr jþjórsá yfir Skeið og Flóa (er eg hefi uýlega minst á í Fjalikon.). Væri fyrirtækjum eitthvað í líkingu við þetta komið til framkvæmda í svo mörgum sýslum og sveitum og svo fljótt, sem framast væri unt, auðvitað í þeirri grein jarðyrkjunnar, sem telja mætti arðsamasta og framkvæmanleg- asta á hverjum stað, þá trúi eg ekki öðru en að slíkt fé kæmi að betri notum í framtíðinni, og yrði heilla- vænlegra fyrir þjóðina, en hallærislán. Efnalitlir bændur ættu svo fremur en aðrir að fá atvinnu við slík fyrir- tæki, eftir tillögum hreppsnefnda og með ráði verkstjóra eða verkstjórnar. Ef til vill gæti verið rótt, að minsta kosti á stundum, að láta hina fátæk- ustu vera undauþegna skylduvinnu, og svo yrðu þeir að fá ríflegt kaup borgað jafnóðum í peningum. Ef fátækir einyrkjar fengju t. d. 2,50—3 kr. í kaup og fæði á dag (aðrir eins og bezt gengi), mundu íæst- ir liggja á hði sínu. Og ef þeir gætu mist sig frá heimilisönnum, t. d. 1 mán- uð fyrir slátt og \ mánuð eftir slátt, og ættu þá jafnframt kost á slíkri at- vinnu, þá hygg eg, að þær nál. 100 kr., er þeir gætu aflað sér þann veg á ári, ef til vill um nokkur ár, til fullkominnar eignar og umráða, yrði þeim meiri blessun í búi en um 1000 kr. lán á einu eða tveimum árum. Landbúnaðarráðunautarnir og bú- fræðingar landsins yfir höfuð ættu að geta freraur en fiestir aðrir bent á, hvað helzt ætti að gera í hverju hér-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.