Ísafold - 29.04.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.04.1903, Blaðsíða 2
86 ástunduD. Hún á að taka til starfa á öndverðu Bumri. Formaður félagsins er nú JónHelga- son prestaskólakennari og meðstjórn- endur þeir Hannes Thorsteinsson cand. jur. (féhirðir) og Sighvatur Bjarnason bankabókari (ritari). Stærsta peningalindin. Eftir Pál Halldórsson skólastjóra. II. Vér sjáum nú á þessari áfengis- skýrslu, að þessi 10 ár (frá 1890— 1899) höfum vér keypt áfengi fyrir 4034,9 þús. kr., og sé því deilt með meðaltali fólksfjöldans, þá kemur á hvert mannsbarn á landinu um 55 kr., en á hvern karlmann frá 15—70 ára um 173 kr. Menn munu nú segja, að landsmenn einir drekki ekki alt áfengið, sem flyzt til íslands, heldur drekki útlendingar nokkuð af því, og það er satt; en at- huga verður það, að landsmenn munu hafa drukkið talsvert áfengi á strand- ferðaskipunum, sem ganga umhverfis tsland, en áfengið, sem þar er selt, er, eins og gefur að skilja, eigi talið í Landshagsskýrslunum. f>ví mun óhætt að fullyrða, að lands- menn drekki eins mikið áfengi á strandferðaskipunum og útlendingar drekka af aðflutta víninu. Vér skulum nú hugsa oss, að ís- land værí komið í skuld um alla þá fjárhæð, er áfengiskaupin hafa kostað þessi 10 ár, og að vér vildum greiða þá skuld á einu ári. pað er ekkert Bmáræði. Og mundi oss því verða einna fyrst fyrir að ímynda oss, að nægja mundi að láta allan þann fisk, er landsmenn hafa veitt við ísland á einu ári, upp í þá skuld; tökum t. d. árið 1899. En gætum nú að, hvort það mundi nægja, og var aflinn þó í betra lagi það ár, og verð á fiski 8ömuleiðis. Ef vér þá athugum skýrslur um afla á þilskipum og opnum bátum við ísland árið 1899, þá segja þær skýrsl- ur oss, að það ár hafi um 130 þilskip gengið á þorskveiðar og hákarlaveiðar (af skipum þessum gengu 44 frá Reykjavík og Seltjarnarnesi). Á skip- um þessum voru um 1650 manns. |>á gengu og frá öllu landinu 1933 opnir bátar, er á voru 7686 manns. Má þá sjá, að sjó hafa stundað um 9336 manns. Aflinn af öllum þessum skipum varð: af þorski 4,445,612 að tölu — smáf. 5,083,990 ------- — ýsu 4,009,072 --------- — löngu 42,402 ---------- samtals 13,581,076 að tölu, er kostaði 3,350,145 kr. af hákarlslifur aflaðist : 7,855 tn. — þorsklifur 3,277 — aamtals 11,132 tn. er kostuðu............... 221,159 kr. jiessi 130 þilskip og 19S3 bátar hafa þá aflað fyrir 3,571,304 kr. eða fyrir 464 þús. kr. m i d n a en þessi ófögnuður, áfengið, hefir kostað oss í 10 ár. Til þess að geta goldið þessa fjár hæð verðum vér að leggjast á sveita- bændurna og rýja þá um betta gjald. Nú hafa þeir lítið að láta annað en sauðfé, hross og ull. |>á verðum vér að fá öll hrossin, sem bændur selja það ár, sem eru 5,696 að tölu, og það er ekki nóg, heldur verðum vér að fá rúman helming af öllu lifandi sauðfé, sem flutt er út það sama ár, eða 12,788 af 22,707 sauðkindum. jpá fáum vér nóg; þetta kostar um 464 þús. kr. Eg vil athuga betur þetta 10 ára áfengisverð. |>á sjáum vér, að áfengi var keypt fyrir................... 4,034,900 kr. Árið 1899 er tala húsa í Reykjavík 627, sem eru virt á................ 3,107,200 kr. Sama ár er tala húsa á Isafirði 114, sem eru virt á................ 488,482 — Sama ár er tala húsa á Akureyri 101, sem eru virt á.................. 399,015 — koma upp öflugum banka, úr því að þjóðinni sjálfri er það eigi fært. En eg vil nú leyfa mér að halda því fram, að þjóðin eigi sjálf mjög öflugan banka, það er að segja »negativan« banka, sem getur orðið »positivur« með því að spara alt það fé, sem notað er til áfengiskaupa, með því að lögleiða al- gert aðflutningsbann alls áfengis. f>að yrði vor bezta peningalind — bezti banbinn. Guðm. Friðjónsson og Kolskeggur. réttari hugmynd um þá en hann virð- ist hafa í áréttingu sinni, ef hann les hana með athygli. Að lokum vil eg skýra Kolskeggi frá því, að mér keraur ekki til hugar að svara honum aftur, hverju sem hann kann að ryðja úr sér um þetta greinarkorn. Okkur greinir svo mikið á um skáldskap Guðmundar, að engin líkindi eru til þess, að okkur komi saman, og eg hefi tekið alt fram um Guðmund og kvæði hans i ritgerð minni, sem eg hirði um að taka fram að svo stöddu. Ólafur Davíðsson. Taumlaus óskammfeiluL í ísafold, nr. 20, tilfærði eg orðrétfe setningu úr f>jóðólfi, nr. 16, sem sýndi ljóslega, að ritstjóri hans vissi ekki, að svo kölluð »sameiginleg málc heyra eingöngu undir danskt löggjafar- vald, en koma hinu íslenzka löggjafar- valdi ekki agnar-ögn við. Setningin var þessi. i>Með sameiginlegu málunum hljótct Danir að hafa eftirlit; hjá því verður ekki komist, enda neitar því enginn»t - Eleiri orðum var ekki farið um þetta, atriði í f jóðólfi, nr. 16, og sýna þau' ótvírætt, að ritstjórinn gerir ráð fyrir, að sameiginlegu málin heyri aðallega undir íslenzkt löggjafarvald, en að ekki verði hjá því komist, að Danir hafi eftirlit með þeim. Hverju svarar svo málgagnið þessu? Svar þess er svolátandi: •Setning sú, sem hann tilgreinir úr f>jóðólfi, sannar einmitt, að ómerking- urinn fer með staðlaust bull og ósann- indi, því að í f>jóðólfi er það skýrt tekið fram, að sameiginlegu málin séu nokkuð, sem ekki verði losuð undan afskiftum Dana, því að það liggi í hlutarins eðli að sjálfsögðu. Meðan landið er ekki losað úr öllu sambandi við Danmörku, er tilgangslaust að vera að fjargviðrast um satneiginlegu mál- in sem alríkismál. f>að veit hver maður, og það var einmitt vikið að því í f>jóðólfi, að þau mál kæmu þvf ekkert deiluefninu við«. Undarlegar mega hugmyndir f>jóð- ólfs vera um dómgreind lesenda sinna, úr því hann dirfist að skýra þeim þannig frá því í nr. 17, sem hann hafi sagt í nr. 16. f>ví ef þeir nú skyldu finna upp á þeim skolla, að bera þessi ummæli hans saman við ummæli hans í næsta blaði á undan, þá er hætt við, að þeir kynnu að veikjast ofurlítið í trú sinni á sannsögli ritstjórans, og hugsa sem svo : Hvað mun sá maður ekki leyfa sér, þegar um efni er að ræða, sem les- endurnir hafa lítil eða engin tæki til að dæma um, hvort rétt sé eða ekki, er dirfist að ganga svo í berhögg við sannleikann, þegar hann liggur opinn fyrir allra augum og ekki þarf annað fyrir að hafa en að bera saman þessi tvö tölublöð, hvort á eftir öðru? En f>jóðólfur virðist hugsa sem svo: i f>að er óhætt að bjóða þeim hvern skollann sem vera skal; þeir taka alc trúanlegt, sem eg segi. En skyldi honum aldrei geta orðið hált á því? Styr. Austur-Skaftafellss. 10. apríl. Veðrátta hefir verið óstöðug og úrkornu- söm í allan vetur, en frostvæg. Mest frost i janúar var þann 7., 91/2 stig á Celsius, en í febr. mest þann 8. 11°, en i marz þann 7., 6Va° Til Þorra mátti kallast góð tið, og hag- ar oftast góðir, en siðan hefir stundum sett eða tala húsa í 3 scærstu stöðum landsins er 842, sem eru virt á . . 3,994,697 kr. eða kosta sem næst álíka og áfengið sem flutt er til landsins þessi 10 ár (1890—’99). Vér skulum nú athuga, hversu mik- ið áfengið kostaði, sem flutt var til landsins hin síðustu 20 ár aldarinnar, eða árin 1880—1899. Landshagsskýrslurnar segja oss, að það hafi kostað 6,933,900 kr. Ef vér hugsum oss, að ísland skuld- aði alt þetta, og að vér vildum greiða þá skuld á einu ári, þá gætum vér gert það meðJöllum þeim vörum, sem fluttar eru út úr Jandinu árið 1899. f>ær kosta jafnmikið. Tökum annað dæmi. Árið 1880 voru á öllu íslandi 418 hús, sem voru virt fyrir 1,796,000 kr. Árið 1899 voru á öllu íslandi 1694 hús og virðingarverð þeirra var 7,213,000 kr. Húsafjöldinn hefir því aukist um 1276 hús, sem eftir virðingarverði hafa kostað 5,417,000 kr. Áfengið sem flutt hefir verið til Islands á þessum 20 árum hefir þá kostað rúma 1J miljón kr. m e i r a en öll hús hafa kostað, sem hér á landi hafa reist vérið á þessum 20 árum, frá 1880—1899, að báðum þessum árum meðtöldum. Af tölum þessum og dæmum geta allir menn séð, hvílíkur byrðarauki áfengið hefir verið fyrir oss, og er enn. f>egar annar aðalatvinnuflokkur vor, sjó- mannastéttin, verður að leggja í söl- urnar alt sitt strit og stríð 10. hvert ár til þess að borga með áfengið, sem flyzt til íslands, þegar hver karlmaður frá 15—70 ára að aJdri verður að borga 173 kr. skatt 10. hvert ár fyrir áfengi og þegar vér gefum meira fyrir áfengi en húsagerð kostar oss árlega, því að á þessum 20 árum hafa ný hús kostað að meðaltali hvert ár 270,850 kr., en áfengið að meðaltali 346,695 kr., eða um 76 þús. kr. meíra en húsin hvert ár. Ætli drykkjumönnunum, eða þeim sem drekka áfengi, þætti ekki þungar búsifjar, ef þeim væri skipað, öllum saman, að borga öll þau hús, sem reist eru árlega hér á landi; að þeir skyldu t. d. eítt ár leggja saman og borga húsin með áfengisverðinu. f>etta gætu þeir hæglega gjört. Já meira að segja væri beinn hagnaður. Eg sleppi alveg öllum skaðlegum áhrifum áfengisins á þá, og tímamissinum. En annað mál er það, hvort þeir gerðu þetta með góðu geði. Sífelt er kveinað um fátækt lands vors, að ekkert sé hægt að gera fyrir féskorti, alltaf vanti peninga; peninga- stofnanir vanti, banka, þar sem fá megi fé að láni til húsagerðar til að kaupa þilskip fyrir, jarðir o. fl. o. fl., og þetta er satt. En þó erum vér aldrei svo fátækir, að vér getum ekki keypt áfengi og það fyrir svo mikið fé, að skifti hundruðum þúsunda kr. f>að er gott og nauðsynlegt, að fá útlendan auð inn í landið, til þess að * Svar til Kolskeggs. Ekki get eg verið að þakka Kol- skeggi fyrir sendinguna í f>jóðólfi nr, 6—7, því að ekki hefir hann breyzt til batnaðar við Guðmund Friðjónsson frá því, er hann samdi ritdóm sinn; en á hinn bóginn sé eg enga ástæðu til þe88 að rita langt mál á móti hou- um, og ber tvent til þess. Fyrst og fremst hefir Kolskeggi ekki tekist að hrekja nema eitt atriði í grein minni, svo að hún stendur óhögguð að öllu öðru leyti; og í annan stað bíta skamm- ir hans alls ekki á mig. f>ær eru fram fluttar fremur af vilja en mætti, en jafuástæðulausar skammir og Kol- skeggur ber á borð fyrir lesendur f>jóðólfs um okkur Guðm. Friðjónsson falla ávalt niður dauðar og marklaus- ar, og eru engum til óbóta nema þeim, sem hefir hugsað þær og ritað. Til dæmís má taka, að Kolskeggur hagar dómi sínum um skilning minn, smekkvísi og bragfræðisþekkingu eftir meðferð minni á alls einu erindi, sem mér hafði orðið á að hafa eftir dálít- ið skakt í grein minui. Eg get þó ekki stilt mig um að verja skoðun mína í tveimur atriðum. Eg sé ekki enn, að Guðmundur segi, að nóttin sé græn, þó að hann segi að hún sé í grænni skyrtu. f>yk- ist Kolskeggur verða mórauður, þegar hann er korainn í mórauða sokka, eða svartur, þegar hann erí svartri treyju? f>egar menn gera nóttina að veru, eins og oft er gert í skáldskap, þá hugsa þeir sér hana venjulega dökka, og þeim lit heldur hún, hvernig sem hún er látin vera klædd. Kolskeggur sagði í ritdómi sínum, að G. F. segði, að himininn væri all- ur heilahvítur, í öðru lagi hörkugulur og í þriðja Iagi laus við roða. Nú er algengt, eins og allir vita, að fleiri lit- ir en einn geta sést á himninum í einu; og svo hefir verið í huga Guð- mundar, þegar hann orkti kvæðið. Hann hefir hugsað sér himininn roða- lausan og svo annan hluta hans (heila)hvítan, en hinn (hörku)gulan. f>á er himininn allur hvítur og gul- ur. f>essi litbrigði á himninum eru svo algeng, að engin ástæða er til þess að fetta fingur út í, þó minst sé á þau í skáldskap; en eg tók umyrði Kolskeggs um þetta atriði svo, að hann segði, að himminn væri allur hvítur og allur gulur, en nú getur a 11 u r sami hluturinn ekki borið tvo liti í einu, sem á ber, og er því ekki að furða, þótt mér þætti Kolskeggur snúa út úr þessu atriði. Aftur hefir Kolskeggur rétt fyrir sér um sólina og Klondyke, og væri synd að láta hann ekki njóta þar sannmæl- is. f>að er ekki svo oft, sem maður getur haft þá ánægju í þessari Guð- mundardeilu. Mér hafði sést yfir Klondyke-erindið á bls. 73 í svipinn, og haldið mér við Klondyke-erindið á bls., 211; en þar kemst engin sól að. Um x-geislana vil eg leyfa mér að vísa Kolskeggi til ritgerðar í Naturen, Kria 1896, bls. 97—109. Eg skil ekki í öðru en að hann fái ljósari og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.