Ísafold - 29.04.1903, Blaðsíða 3
87
niður snjó nieð mesta móti. Heyrst hefir,
að margir mnni komast í heyþröng, vegna
þess jörð spratt illa i snmar, einknm tún,
en flestir gáfu upp hey sin í vor. Samt er
vonandi, að alt bjargist vel, því snjór er að
mestn tekinn upp af láglendi.
Vestmaiineyjuni lt*. april. Marz-
mánuð var mestur hiti 14.6,5°, minstur að-
faranótt 10. -f- 5,2°, úrkoma 162,7 milli-
metrar; veðrátta stormasöm og býsna mikil
snjókoma. Harðasta frost siðan 8. janúar
var aðfaranótt 18. þ. mán. -f- 8,7°; eftir-
far.,ndi 4 nætur var hart frost, en í dag
er lokB komin bliða með 8° hita.
Sjógœftir hafa þessa vertíð verið fjarska-
stirðar og beinlinis stundum háskalegar,
þótt notaðar hafi verið. Hafa að eins
komið 2 góðir sjóveðursdagar á allri ver-
tíðinni hingað til ilO. marz og 15. þ. mán.
Alls var 16 sinnum á sjó komið i marz,
og 11 sinnum hingað til í þ. mán.; en oft
reri ekki meira en helmingur skipa.
Afli er mjög misjafn, og æðirýr hjá
sumum. Hæstur hlutur muu vera rúm 600,
helmingur þorskur.
Hafsíld hefir verið hér austan við eyna
allan siðari hluta vetrar, og veiðst með
köflum, þá sjaldan gefið hefir í reknet.
Beztur var afiinn aðfaranótt 29. marz 1903
3000, næstu nótt 7000 og aðfaranótt 16. þ.
mán. 2,500, og hefir þessi ágæta beita bætt
aflabrögðin að góðum mun. Sildin hefir
gotið hér. Hvalir hafa ekki sést hér síð-
an um miðjan þorra, og þakka sumir það
þvi, að sildin hefir verið svo staðföst,
hafsins stóru rándýr eigi ónáðað hana.
Hinn 28. f. mán kom gufuskipið Perwie
hér inn á höfn með um 100 smálestir af
vörum til verzlunar Gísla Johnsens; fór út
aftur eftir sólarhrings viðdvöl.
Heilbrigði hefir verið fremur góð; þó
hefir verið óvenjulega mikið um ákomur
og igerðir i höndum sjómanna.
Skaftártuiign 10. aprii: Fremur var
slðastliðið sumar gott; gras var að vísu
litið hér i Tungunni og heyföng þvi litil
að vöxtum, en mikil að gæðum.
Veturinn fremur góður; þó stórrigninga-
samt til þorra, en siðan hafa verið hver
kafaldsbylurinn ofan á annan og þar ai'
leiðandi bagleysur; enda er hér fjarska-
mikill snjór á jörð og farið að brydda á
heyskorti; þó beld eg heyleysi verði' ekki
tilfinnanlegt i þetta skifti.
Yfirleitt ósjúkt og mannheilt, og hér
deyja fáir, enda er hér eklii mannmargt.
Eftirmœli.
Hér í bænum lézt 25. þ. m. fyrrum út-
vegsbóndi Þórður Torfason í Vigfúsar-
koti, kominn nokkuð á níræðisaldur, blind-
ur orðinn að mestu og karlægur. Bær
hans brann um daginn um leið og Glas-
gow, og var honum bjargað út nauðulega.
Hann var atorkumaður á yngri árum, vin-
sæll og vel metinn. Hann var lengi fá-
tækrafulltrúi ( Reybjavik. Kona hans,
Ragnheiður Jónsdóttir Stephensen, lifir
mann sinn, á át.træðisaldri. Þau áttu mjög
mörg börn, og er þeirra á meðal JÞorgrim-
ur héraðslæknir Þórðarson á Borgum i
Hornafirði.
Hinn 6. jan. f. á. andaðist úr brjóstveiki
að heimili sinu i Skaftárdal hálffertugur
að aldri J ó n bóndi Olafsson, dóttur-
sonur Magnúsar dbrm. Magnússonar i Skaft-
árdal, maður mjög vel gefinn að mörgu
leyti, hægur og stiltur i lund, en þó glað-
vær og skemtilegur í viðmóti, trúr, ráð-
vandur og mjög áreiðanlegur. Burðamaður
var hann meiri en í meðallagi og verk-
maður hinn hezti; og munu flestir sem til
þektu dásama verk hans. Hann var kvænt-
ur Guðrúnu Pálsdóttur, er lifir mann sinn
ásamt einni dóttur, Guðrúnu, nú 10 ára.
Þau hjón áttu lengst heima á Eyrarbakka,
en fluttust að Skaftárdal síðasta vorið sem
hann lifði. Sv.
Hinn 29. desbr. f. á. andaðist á heimili sinu
heiðurskonan Sigurbjörg Magnúsdóttir
á Eystri-Geldingalæk á Rangárvöllum. Hún
var fædd i Brennu undir Eyjafjöllum í
febrúar 1844. Munu foreldrar hennar hafa
8kömmu siðar fluzt að Vallatúni í sama
hreppi, og ólst hún þar upp hjá þeim, þar
til er bún var 16 ára, að hún fluttist aust-
ur í Mýrdal. Hún giftist 1875 eftirlifandi
manni sinum sjálfseignarbónda Jóni Einars-
syni á Eystri-Geldingalæk, eignaðist með
honum 4 börn, er tvö dóu i æsku, en tvö
lifa, Einar, er nemur trésmiði í Reykjavik,
og María ógift hjá föður sínum. Sigur-
björg sál. var fyrirmynd kvenna að mörgu
leyti, bústjórnarkona i bezta lagi, ráðdeild-
arsöm um alla hluti, og frábær að atorku,
enda sá það á; þvi þau hjón byrjuðuefna-
litil búskap, en græddu skjótt fé, svo að
ekki er ofsagt, að bú þeirra var i miklum
blóma og uppgangi, er hún féll frá.
Börn hafa þau hjón tekið sér til fósturs,
bæði af sveitarfélaginu og öðrum, og ann-
aðist Sigurbj. sál. þau eins og hún ætti
þau sjálf. Hjálpsöm var hún og rétti fá-
tækum líknarhönd oftar en menn vita, þvi
að hún var ekki fyrir að sýnast fyrir
mönnum eða láta mikið á sér bera imann-
félaginu.
Sambúð þeirra hjóna var i alla staði
ástuðieg; er þvi ekki auðfylt það skarð, er
hér varð, hvorki fyrir eftirlifandi mann né
sveitarfélagið. G.
Hinn 7. þ. m. andaðist í Khöfn yng-
ismær Sigriður Thoroddsen, eftir 3
mánaða þunga legu, dóttir dr. Þorvalds
prófessors Thoroddsens og einkabarn þeirra
hjóna, 14 ára gömul. Hún var efnilegasta
og bezta barn, óvanalega þroskuð á sál og
líkama og hafði frábærlega góðar gáfur.
Heimili þeirra hjóna hefir því orðið dap-
urt og tómlegt við þennan mikla harm. x.
Ýmsar slysfarir.
Maður varð úti á Kollafjarðarheiði
8. f. mán., Sigurður Kristjáns-
s o n , bóndi á Seljalandi í Gufudals-
sveit. Hann var á heimleið úr kaup-
staö á Arngerðareyri, með 1 hest und-
ir klyfjum. |>etta var mannskaðaveð-
ursdaginn mikla hér syðra. Lík hans
fanst 3 dögum síðar í Fjarðarhorns-
fjalldölum svonefndum.
Maður hrapaði til bana 26. f. mán.
milli Hvamms og |>ingeyrar í Dýra-
firði. Hann hét Ó 1 a f u r B j a r n a-
8 o n og var vinnumaður í Hvammi.
Líkið fanst daginn eftir, og er ætlað
að hann hafi dottið á svelli og hrapað
niður fyrir sjávarbakka; enda mælt að
hann hafi verið ölvaður.
Maður hvarf í f. mán. anemrna ná-
lægt Skarðsstöð í Dalasýslu. Hann
hét Jón ívarason og var frá
Kveingrjóti í Saurbæ. Hann lagði á
stað að kveldi dags úr Skarðsstöð og
kom ekki fram. Er ætlað að hann
muni hafa druknað ofan um ís.
Tveir menn hröpuðu í vetur (í febr.)
til bana vestur í Jökulfjörðum, á leið
norðan irr Furufirði; hreptu illviðri og
viltust. |>eir hétu Ólafur Torfa-
sonog Bæring Guðmundsson,
menn á bezta aidri, nýlega kvæntir.
Heiðurssamsæti. Hinn 10. maí f.
á. komu nokkrir lielztu bændur í Skaftár-
tunguhreppi, ásamt sóknarprestinum, saman
að Hlið, til þess þar að koma sér saman
um það, hvernig hreppsbúar ættu að votta
sýslunefndarmanni og hreppsnefndaroddvita
herra Jóni Einarssyni i Hemru viðurkenn-
ingu og þakklæt.i fyrir margra ára afkasta-
mikla starfsemi í þarfir Skaftártunguhrepps,
og varð niðurstaðan sú, að semja þa þeg-
ar þakklætis- og hamingjuóska-ávarp, og
sóknarprestinum sira Sveini Eirikssyni á-
samt 2 öðrum mönnum fallið, að flytja
herra Jóni Einarssyni ávarpið einmittþann
sama dag, sem var 50. afmælisdagur hans.
A þessari sömn samkomu urðu menn á
eitt sáttir um það, að þetta ávarp væri
helzt til ónógt, og afréðu þvi að sýna
verklega, við annað hentugt tækifæri, að
þetta var alvörumál, en alis engin hégómi
eða tildur. Hinn 3. nóvbr. f. á. var því
haldið samsæti ,að Hlíð og þangað boðið
sem heiðursgestum þeim. höfðingshjónum
Jóni Einarssyni og Hildi Yigfúsdóttur, á-
samt hörnum þeirra, enda var þann dag
silfurbrúðkanpsdagnr þeirra hjóna. I heið-
umamsæti þessu tóku þátt fiestir bændur
Skaftártunguhrepps. Þá skýrði sóknar-
presturinn fyrst frá tilgangi samsætisins
og afhenti þeim hjónum því næst fyrir
hönd Skaftártungumanna vandað stofuúr
(stundaklukku), með stuttri tölu, og rakti í
fám orðum starfsbraut silfurbrúðgumans í
þarfir hrepps- og sýslufélagsins um síðast-
liðið 25 ára tímabil, og sýndi fram á, hver
nytsemdarmaður hann hefði verið og til
fyrirmyndar i hvívetna; og þótti þar hvert
orð rökstutt. Þá þakkaði silfnrbrúðgum-
inn með klökkum og mjög hlýjum og vel
völdum orðum fyrir þá sæmd og traust, er
honum væri sýnd með þessu.
A klukkunni er silfurskjöldur og þetta
á grafið:
Til hjónanna Jóns Einarssonar og
Hildar Vigfúsdóttur d silfurbrúðkaups-
deqi þeirra S. nóv. 1902, frá Skaftár-
tungumönnum.
Mjaltakensla á Hóluni.
Eins og auglýst hefir verið áður,
hefir annað mjaltakensluskeið staðið
yfir á Hólum í Hjaltadal fyrirfarandi
daga, eða frá 16.—28. febr.
Til fróðleiks fyrir þá, sem kunna
að hafa í hyggju að sækja hingað í
þeim erindum, að læra mjaltir og ann-
að í sambandi við þær, vil eg leyfa
mér að skýra frá því helzta, er fram
hefir farið hér þennan tíma.
Nemendur hafa verið 16 að tölu:
1. Baldvin Friðlaugss. búfr., Húsavík
2. Elísabet Guðmundsd., Mjóadal
3. Guðrún Árnadóttir, Reykjum
4. Gunnar Sigurðsson, Fossi
5. Herdís Bjarnad., Reykjum (Hjdal)
6. Ingunn Guðmundsd., Kjarvalsst.
7. Jónína Sveinsdóttir, Fjalli.
8. Jórunn Sæmundsdóttir, Felli.
9. Lilja Gísladóttir, Neðra-Ási.
10. Ólafur Jónsson, Stafni (Húnav.s.)
11. Sigríður Jónsdóttir, Hafsteinsst.
12. Sigurbjörg Jónsd., Ásgeirsbrekku
13. Sigurbjörg Pálsdóttir, Bústöðum
14. Stefán Eiríksson bóndi, Refstöðum
lð. jporvaldur þorvaldsson, Hvammi
16. |>órey Magnúsd., Sleitubjarnarst.
Aðsóknin hefir því verið talsverð,
og svo rnikil, að eigi hafa kýrnar á
stórbúinu hrokkið til. Hefir því verið
til bragðs tekið, að mjalta þrisvar á dag
allar þær kýr, sem haía verið í nokk-
urri verulegri nyt, og mjöltunum skift
sem jafna8t meðal fólksins.
Jafnhliða hinni verklegu kenslu hafa
verið haldnir fyrirlestrar. Alls hefir
bústjóri og kennari Flóvent Jóhanns-
son flutt 12 fyrirlestra: um skapnað
júgursins, um mjaltir og mjólkurtöflur,
um meðferð og fóðrun luxpenings, um
uppeldi kálfa, um algenga sjúkdóma á
nautgripum og ráð við þeim, um skil-
vinduna, um mjólkur- og smjörfram-
leiðslu í Danmörku og á íslandi, um
hænsnarækt m. fl.
Sigurður skólastjóri Sigurðsson hefir
og flutt nokkra fyrirlestra fyrir mjalta-
nemendum um efnasamsetning mjólis-
ur, um kartöflurækt, um rófna- og kál-
rækt, um mjólkureinkenni á kúm.
Ennfremur hafa verið rannsökuð
fituefni í mjólk fyrir nemendum, þeim
sýndar myndir og önnur kensluáhöld
skólans og léðar nægar bækur, veitt
ritföng og tilsögn í að halda mjólkur-
og fóðurskýrslur.
Kennarar og húsbændur hafa sýnt
hina mestu alúð og umhyggju, að nem-
endum liði vel og þeir hefðu sem bezt
not af dvölinni, enda má fullyrða, að
nemendur hafi haft bæði gagn og gam-
an af, og hverfi heim aftur með þakk-
látum hug.
Stefán Eiriksson.
Skipstrand
varð á Ströndum f mannskaðaveðr-
inu 8. f. mán., hjá Rekavík bak Lát-
ur. |>að var eyfirzkt fiskiskip, Tjörfi,
er átti f>orvaldur kaupmaður Davíðs-
son á Oddeyri. Mannbjörg varð. En
skipið fór í spón.
Bátstapi
hafði orðið í Ólafsvík 2. þ. m., með
6 mönnum, og druknuðu allir. For-
maður hafði heitið Finnur og átti
heima í Ólafsvík.
Póstgufuskip Laura (Aasberg) hélt
á stað til Khafnar 26. þ. m. Með þvi fór
frú Zimsen konsúls og dóttir þeirra hjóna.
Sigling. Skonn. Fortuna (146, Christian-
sen) kom i gær frá K.höfn með ýmsar vör-
nr til Thomsens magasins
Fórn Abrahams.
(Frh.)
f>að mátti sjá á svipnum á van der
Nath, sem hafði verið svo góðlátlegur,
að hann varð nú aiveg forviða, og
hann fór að þarflausu að hafa það
fyrir, að snúa sér við, til að láta ekki á
því bera. f>að var auðséð, að hann
fekk sízt í því skilið, að svona skyldi
vera tekið í það, sem hann sagði af
tómri góðvild. En ekki stygðist hann
hót við þennan þjóst. Svipurinn komst
fljótt í samt lag aftur. fó var eins
og hann væri enn bæði hissa og fyr-
yrði sig, eins og góðgjörnum mönnum
verður fyrir, ef þeim finst sér hafa orð-
ið eitthvað á.
Kennedy lautinant, sem hafði stað-
ið fyrir svörum, leit hróðugur til fé-
laga síns. Honum þótti vænt um að
hafa komið tröllinu í vanda og sjá
hann standa þarna eins og skólapilt,
sem fengið hefir snuprur. f>að var
hugarléttir, að geta hreytt úr sér ó-
notum, hvernig sem til hagaði, og batt
lautinantinn enda á hið stutta viðtal
með því að segja með kuldalegri kurt-
eisi:
•Verið þér sælir, herrar mínir«.
Van der Nath kinkaði kolli þegjandi
og snýr sér við til hálfs eins og hann
ætlaði að fara. f>á gengur förunaut-
ur hans fram og segir, hálf-þreytulega
og hálf-óþolinmóðlega, svo sem göml-
um mönnum er títt, er ungir menn
sýna af sér mikinn gikkshátt í við-
móti:
»Ekki þetta, ungi maður, ekki þetta.
Hugsið eftir, hvernig þér eruð staddur«.
»Eg er að vona að orð yðar hafi
ekki í sér fólgna hótun«.
»Nei, guð forði mér frá að hafa í
frammi hótanir við hertekinn mann.
Nei, það er öðru nær«.
Hinn gamli maður var að sjá ekki
yngri en sjötugur, með því að hann
var alhvítur fyrir hærum og liðaðist
hárið niður um herðar honum. Hann
var í víðum slopp og hann tekur uú upp
úr vasa á honum þykka bók og opnar.
Kennedy lautinant, sem staðið hafði
alla tíð fyrir svörum, gaut horuauga
til bókarinnar í hendinni á gamla
manninum og segir með nokkrum
þjósti:
»f>ér þurfið ekki að vera að hafa
fyrir að telja trú fyrir mér.
Eg er kristinn*.
»Æ, það eru svo margir, sem full-
yrða það, og vita þó ekki einu sinni,
hvað orðið kristinn hefir í sér fólgið«.
»Eg er nú að halda að eg sé það
samt, og er þá ekki meira um það«.
Merkisvaldurinn hrærði við hand-
leggnum á förunaut sínum, eins og
hann vildi fá hann til að hætta við
þetta gagnslausa þjark og fara leiðar
sinnar. En gamli maðurinn hristi
höfuðið einbeittur og segir:
»Eg vil tala. Bráðum rennur sólin
upp, sem skín á vonda og góða, og
hún mun sjá, að mennirnir gera ekki
annað en það sem er ilt og beimsku-
legt. Hann, sem boðaði frið á jörðu
og mönnunum velþóknun, mun sjá
aftur og aftur, að gæzka hans hefir
orðið árangurslaus, að miskunn hans
gerir ekki annað en láta menn gleyma