Ísafold - 06.05.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.05.1903, Blaðsíða 2
94 Eitt af því, sem mér sýnist standa mjög fyrir sönnum framförum land- búnaðarins, er leiguábúðin. það er býsna-lítil hvöt, sem leigulið- inn hefir til að gera dýrar og umfangs- miklar jarðabætur, eins og ábúðarlög- in eru nú, og margir jarðeigendur láta sig það htlu skifta, hvort leiguliðinn situr jörð hans vel eða illa, fái hann leig- urnar vel vegnar og landskuldarkind urnar í góðu lagi. En beri eitthvað á milli, er leiguliðinn mintur á, að hann verði að fara burt af jörðinni. f>að gleymist því ekki, að fallvölt geta jarðabótanotin orðið honum. Hafi nú leiguiiðar lífstíðarábúð og bæti svo jörðina, að hún verður út- gengilegri eftir en áður, og börn þeirra vilji gjarnan búa á henni, þá verða þau annaðhvort að verða af ábúðinni eða taka við upphækkuðum leigumála. þann veg hefir þá faðirinn búið í haginn fyrir barn sitt, að það verður að kaupa dýrum dómum þá peninga, sem faðirinn hefir í jörðina lagt, eða að flæmast burt frá henni að öðrum kosti. Eru nú engin ráð til að færa þetta í lag? Líklega verður þess langt að bíða, að hver bóndi eigi sjálfur ábýli sitt. En að því takmarki ætti þó að stefna, og víst er veðdeild landsbankans spor í þá átt, það sem hún nær. Og ekki þarf að efa það, að margir eignast jörð sína fyrir þá hjálp, sem bún veitir. En gætu nú ekki hrepparnir eða þá félög betri bænda innan hrepps keypt þær jarðir, sem ekki ná því að verða í sjálfsábúð, svo að enginn utansveit- armaður ætti nokkra jörð? Hver hreppur ætti sig sjálfur. Sjálfsagt yrði langur aðdragandi að því, að þetta kæmist í kring, og er þar margt að athuga. En út í þá sálma skal ekki fara í þetta sinn. jpessi spurning er borin upp til þess, ef vera mætti, að hún kæmi á stað umræðum í blöðunum. Eg hygg þau ræði margt óþarfara. K. llyalveiðamálið. Eftir Bjarna Sœmundsson. II. Af þessu tel eg mjög efasamt, hvort nokkur hagur sé að því, að hvalir séu mikiðmeð síld inni í fjörðum, þegará alt er litið, og að menn skuli álfta að- stoð hvalanna nauðsynlega við síldar- veiðina, ef sfldin gengur ekki fast upp að löndum, sýnir bezt, hve veiðiað- ferðirnar eru ófullkomnar enn. O. Wathne sálugi mintist á þetta við mig og stakk upp á því, að láta gufuskip fara um firðina, þegar svo stæði á, og draga á eftir sér stóran háf, sem gerði bæði að veiða síldina og styggja hana upp að löndum. Hann var vanur að líta á hlutina frá »praktiskri« hlið. Eg býst annars við, að mönnum hætti stundum við að gera nokkuð míkið úr þeirri síld, sem haldi sig úti í fjarðardjúpinu, samkvæmt þeirri reglu, að menn: hyggja oft það hnossið mest, sem höndlað þeir eí geta. Af hvölum þeim, er þeir telja gagn- legasta fyrir síldarveiðar hér, eru 2, háhyrna og hrefna (hnýfill, B a 1 æ n- optera rostrata) alls ekki veiddar, svo að ekki getur þeim fækk- að af völdum hvalveiðenda. (J>að getur ekki verið rétt að hrefna (hnýf- ill) sé veidd gegndarlaust í hafinu NA. af Islandi saman með andarnefju, eins og Sv. Ólafsson segir í Bjarka, Hún er fjarðahvalur (Vaagehval á norsku), sem mér vitanlega er hvergi veiddur, nema lítið eitt við Noreg, vestanverðan). Af þeim 4 hvalateg- undum, sem hér eru nær eingöngu veiddar, nærast tvær, Blaahval (Bal. sibbaldi) og Sejhval (B a 1. bore- a 1 i s), eingöngu á smóátu (eins og síld- in), Knölhval (M egaptera) mest- megms á smáátu og nokkuð á loðnu, hinn fjórði, Einhval (B a 1. m u s c u- 1 u s) lifir bæði á smáátu og smáfiski, síld, loðnu o. fl. Um Blaabval, Sejhval og Knölhval segir Dr. Hjort (bls. 206), að öll reynsla vísindamanna, fiskimaDna, hvalveiðenda og annarra virðist benda á það með fifllri vissu, að þeir hafi hvorki nein áhrif á göngur fiska, né á aflabrögð. Finhval verður minst á betur síðar. Ekki fæ eg séð, að hvalveiðar spilli síldarveiði með reknetum, eins og haldið var fram á Eskifjarðarfundinum. Bæði segir Austri, að reknetaveiðar fyrir Austfjörðum séu í mikilli fram- för, einmitt í sumar, þegar mest var veitt þar af hvölum, og eins hafarek- netaveiðar staðið með miklum blóma í Englandshafi um langan aldur, ó- háðar hvölum (sbr. grein Ben. Guð- brandssonar í Vestra), endaværuhval ir ekki góðir gestir fyrir reknetatross- urnar, ef þeir rynnu á þær. Til dæmis fór reyðarhvalur eitt sinn með eitt netið innan úr teininum fyrir rek- netaskútunni hér frá Reykjavík. Stundum íara og hvalir í síldarnætur inni í fjörðum og gera þar lítið gagn. Sagt hefir verió (og haft eftir Norð- mönnum hér), að hvalveiðar spilli alstaðar síldarveiðum, þar sem þær eru reknar á sama svæði. En hvorki hefir það heyrst frá Færeyjum, Múr- manns-strönd, þar sem Rússar reka hvalveiðar, né frá Bandaríkjum N. Am., Kanada og New-foundlandi. Og hér við Vestmanneyjar hafa sjaldan verið betri aflaár en 4—5 árin síðustu, enda þótt Finhval og Knölhval hafi verið skotnir þar að mun kringum eyj- amar hin sömu ár. Eg hefi nú fjölyrt nokkuð um gagn það, er hvalirnir eiga að gera við síld- arveiðar, og sýnt fram á, að m j ö g verða skiftar skoðanir um, hve mikið það er, þegar á alt er litið. Er þá næst að íhuga, hve mikil á- stæða sé til að fullyrða, að allur fisk- ur hljóti að flýja úr fjörðum þeim, er bvalveiðastöðvar eru við, og að engin síldarveiði verði stunduð þar, af því að net og nætur fyllist af óþverra frá stöðvunum. Á ferð minni um Vestfirði 1901 kom eg í 4 af fjörðum þeim, er. hval- veiðastöðvar eru í: Álttafjörð, On- undarfjörð, Dýrafjörð og Tálknafjörð. í Álftafirði eru 2 stöðvar. |>ar var bezti þorskafli í júní og fram í júlí, og var ekki þrotinu, þegar eg kom þar seint í júlí, svo að eg fekk tækifæri til að skoða innan í nokkuð af þorski og stútungi. Maginn í þeim öllum var troðinn af hvalleifum, og svo kvað oft vera annars. Sfldarveiði var þar og góð í júlí skamt frá annari stöð- inni og var nýbúið að sleppa 200 tn. af síld úr lási, af því að ekkert varð gert við hana. I sumar er leið var þar aftur góður síldarafli. í Dýrafirði sá eg innýfli úr þorski og ska'rkola, nýveiddum rétt fyrir utan stöðina; magar hvorutveggja voru fullir af hvalleifum. í alla þessa firði gengur mikið af skarkola, einkum í Onundar- fjörð, og hefir þar verið aðalstöð hinna dönsku kolaveiðiskipa uú um 12 ár; svo veiða þeir og nokkuð í Tálkna- firði og Álftafirði. í Dýrafirði er einn- ig töluverð kolaveiði. Síld gengur oft einnig mikil í alla þessa firði og þorsk- ur og ýmis konar fiskur, emkum þyrskl- ingur og koli, sækja einmitt í ætið við stöðvarnar. JaÍDvel hákarlinn lætur sig ebki vanta. þetta álít eg fulla sönnun þess, að fiskur fiýi alls ekki þá firði, sem hvalveiðastöðvar eru í. Hvort fita og óhreinindi frá hvalveiði- stöðvunum skemmi síldarnet og nætur, veit eg ekki; en víst er um það, að síld er veidd meir og minna í öllum þessum fjörðum í net og sumstaðar í nætur, og engan heyrði eg kvarta yfir Deinum skemdum. Yfirleitt varð eg lítið var við af hinum mikla óþverra, er talað er svo mjög um, að fylgi þessum stöðvum, að undanteknum ein- staka hvalþjósufliksum, er sáust í fjör- unum, mest í Álftafirði; enþarer og eng- íd áburðarmylna í annari stöðinni. Enda eru og til lög, er fyrirskipa stranglegar hreinsanir. Sjórinn í fjörð um þessum er hér um bil jafn-tær og annarsstaðar, nema allra næst stöðvunum, og hve eitraður hann muni vera fyrir fisk, sést bezt á því, er þeg- ar er sagt. Fiskar eru oft heldur ekki nærri eins vandir að vatni og fiskimenn ímynda sér. f>að má sjá á laxi og silungi í mórauðum jökulám, á síld, sem leitar inn að ósunum á Blöndu, Héraðsvötnunum og Olfusá í leirgruggugan sjóinn, á nfsaseiðunum er sveima við bryggjurnar í Reykja- vík, jafn-óhreinn og sjórinn er þar, og kolanum, sem grefur sig í leirinn á sjávarbotni. Ísíirzk stjörngæzla og réttarvernd. Eftir Samson Eyólfsson frá ísafirði. þ>að hefir lengi vakað fyrir mér og fleiri, að eítthvað sérstakt hljóti a? liggja til grundvallar fyrir því réttar- ástandi, sem nú er á ísafirði og þar umhverfis. Flestir hafa viðurkent, að hegðun almennings fari að miklu leyti eftir því, hvernig yfirvöld rækja skyldu sína og stjórn, með öðrum orðum : hvernig þau beita lögunum. |>að er bæði mjög sanngjörn og eðlileg ályktun, að ef strangt og nákvæmt eftirlit er haft með því, að lögunum sé fylgt, þá er áreiðanlega stórt spor stigið í fram- faraáttina, — stig, sem leiðir til feg- urri og betri reglu. f>að vitum vér, að margt er hér í ólagi, sem kippa þyrfti í lag,—margra ára illri venju þyrfti að breyta til batnaðar. En það er nú að segja um það lög- saguarumdæmi, sem mér er kunnugast, Isafjarðarsýslu og -kaupstað, að fjarri fer því, að slíkt hafi lagast í tíð sýslu- manns þess og bæjarfógeta, sem þar er nú. Ýmsar aðfarir úr þeiui garði eru svo vaxnar, að þótt vér, sem ó- lögfróðir erum, getum ekki sagt beint um.hvort þær varða við lög eða ekki, þá ætlum vér að þar kynni nærri að stappa. Og illa kunnum vér þeim. Vér vitum til þess meðai annars, að norskir hvalveiðamenn þar hafa ekki lögskráð háseta sína fyr en á miðju sumri, þótt komið hafi snemma vors eða fyr. Af því mætti ætla, að lög- skráning í skiprúm og úr mætti fara fram sama daginn, svo framarlega sem þetta er rétt. En þar sem yfir- valdið sér svo laglega gegnum fingur við Norðmennina, þá nota þeir sér það auðvitað. En allilt þykir sum- um að melta þetta góða réttarfar; því alkunna er það, að ef íslenzkir skip- stjórar ráða ekki háseta sína að lög- um þegar í stað, varðar það þungum sektum. Eðlilegt er, að úr því að þetta hef- ir viðgengist oftsinnÍ3, þá noti aðrir útgerðarmenn sér hið sama við ýms tækifæri, þegar yfirvaldið fer um þá svo mjúkum mundum. Stærsti út- gerðarmaðurinn á ísafirði lét sækja sér gamlan skipstjóra vestan úr fjörð- um, Jón nokkurn Ólafsson, til þess að fá lögskráða hásetana á Nordkaperen, eign verzlunar Á. Ásg., og þar með leppa fyrir G u ð- m u n d nokkurn Á g ú s t, er var lát- inn stjórna skipinu um sumarið við fiskveiðar. Jón þessi kom aldrei á nefnt skip og fór vestur heim til sínr er athöfninni var lokið. Ráðningin fór fram nokkuð mörgum dögum áður en skipið var sett á flot, og var þá skipstjóri allur horfinn sýn- um, enda er sagt, að hann hafi ekki verið lengi að binda skóþvengi sína, þegar hann var tilbúinn; og ekki er ó- sennilegt, að hann hafi tekist ferð þessa á hendur fyrir umsamda þóknun. þessi Jón Ólafsson kom að vorri vitund aldrei aftur til tsafjarðar um haustið eftir þessa ráðningu. En hvað er orðið um þessa háseta hans ? Vór neyðumst til að trúa því, að þeir hafi verið allir upp etnir, nema þeir hafi orðið fyrir sama happinu og Jónas sál. spámaður forðum, sá er hvalurinn spjó á land. Svipað hlýtur að hafa átt sér stað um Fiskeren, eign sömu útgerðar; þar hefir verið leppað með líkurn hætti. Til þess var notaður Torfi nokkur Markússou, en ekki var hann heldur 1 dag á skipiuu. En sá heitir S i g u r v i n, er skipinu stjórnaði um sumarið. Hér virðist áreiðanlega vera gengið á snið við lögin : 1., að ráða þann mann á skípið fyr- ir skipstjóra, sem ekki kemur á það alian tímann; 2., prettir hafðir í frammi gagnvart skipshöfnÍDni sjálfri, því hún virðist ekki vera skyld að lúta stjórn ein- hverra og einhverra, heldur að eins þess manns, sem hefir ráðið hana að lögum og að réttu lagi á yfir henni. að ráða. Til þess að leppa á slíkan hátt, virðist ekki vera nein ástæða. því að fjöldi er til af ungum skipstjóraefnum frá stýrimannaskólanum í Reykjavík, sem bæði hafa reynslu og góðan vitn- isburð frá skólanum. f>á væri enginm örðugleiki að fá. Hins vegar sýndi yfirvaldið stóra rögg af sér, þegar kært var fyrir því, að J ó n gamli V e d h o 1 m hefði selt 1 rommflösku á helgum degi. Nú, auðvitað var gauili maðurinn dæmdur frá atvinnu sinni, veitingaleyfinu. þetta var fallega gert og hefði getað vakið samvizku flestra sem lög brjóta, — og jafnvel þeirra sem eru breyskir og beita þeim fast. En gamli maðurinn, kominn á tíræðisaldur, — hann skeyt- ir lítið um úrskurðinn, hlær í elli sinni og selur sitt rommtoddy, og það veit hvert mannsbarn á Isafirði, nema ef vera skyldi bæjarfógetinn, því að þangað leggur hann eðlilega ekki leíð- ir sínar. En víst er um það, að elli- móðí öldungurinn stendur föstum fótum, hvað sem styður hann. Heilsu- lausri konu sinui og tengdadóttur með þremur börnum sér hann fyrir eigna laus og gerir það á fylsta hátt. Hvað segir nú bæjarfógetinn um öll þessi boðorð ? Í8Íirzku kosningakærurnar frá því í fyrra er hér ekki staður til að tala um, — til þess þarf hærri staði —; 6D að spinna þann lagavitsþráð, sem gengur gegnum þær, er engum fært nema þeim, sem góðan hefir rokkinn og spinnur sama toga og þann sem réttarþráður ísfirzkrar réttvísi er snú- inn úr. J>á eru svo nefnd skinnbróka- m á 1. J>au gerðust 1899. Árni J ó n s s o n fekk sýslumann þá til að fara inn um alt ísafjarðardjúp, og var það Ásgeir 1 i 11 i, sem flutti þá, og þótti vel sama. Veður var gott og flestir á sjó. J>eir sýslumaður létu róa sig á land og höfðu cal af konum, þáðu þar beina, og gjarnan sögðust þeir vilja hafa tal af möunum þeirra, þegar þeir kæmu að landi. J>eir létu mjög friðlega. Nú fóru fiskibátarnir að koma hver á fætur öðrum, en þá vildu þeir sýslu- maður og Árni ekki tefja, létu kaila mennina á sinn fund, og fengu þeir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.