Ísafold - 06.05.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.05.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinm eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Dppsögn (savifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé ti) útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. JíuóÁldó jftíl/lýOyil'IV Walker’s Biscuits John Wdlker Ltd Glasgow baka allar tegundir af h'num ljúf- fengu smákökum og; ódýra skips- brauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Einkasalar að þeirra brauði eru. G. Gíslason & May, Leith. I. 0. 0 F. 855l58‘/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á iverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- *jn á hverjum degi kl. 8 árd. ti) kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónnsta kl. 9 og kl. 0 á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið i sd. kl. 2-3. TaniUœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 8. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Loftriti til íslands. það eru mikil tíðindi og góð, er póstBkipið Cere8 flutti hingað í fyrra dag,"að nú er svo langt komið því langþráða framfarastigi, að ísland komiet í jafnnáin máltengsli við um- heiminn og ella gerist landa í milli um hinn mentaða heim, að samningur er fullgerður milli Marconifélagsins í Lundúnum og nokkurra auðmanna í Khöfn, er gengið hafa í fólag í því skyni, um að koma á loftritun með Marconí-aðferð milli Skotlands og Reykjavíkur og enn fremur milli Reykjavíkur og helztu verzlunarstaða á íslandi. Símskeyti kom frá Lund- únum til Khafnar með þessi tíðindi 19. f. m. Dagana næstu á eftir birtust lang- ar greinar um málið í öllum helztu blöðunum í Khöfn. Létu þau flest í 'ljósi ánægju sína yfir því, að mál þetta væri nú komið 1 svo gott horf, J>ar sést og, að fremstir í félagsskap þess- um eru þeir L. Arntzen hæsta- réttarmálfærslumaður og A 1. W a r- b u r g stórkaupmaður. Eitt blaðið, hægrimannablaðið Na- tionðfftidende, tók þó nokkuð öðruvísi i streng. f>að talaði öfluglega máli Ritsímafélagsins norræna; kvað það hafa verið að vinna að því um mörg ár, að koma íslandi í ritsímasamband við umheiminn, hefði varið til þess miklu fé, sent verkfræðinga til íslands til þess að mæla landið o. s. frv. Held- Reykjavik miðvikudaginn 6. maí 1903. ur blaðið þvf fram, að stjórnin geti ekki veitt eða megi veita öðrum en því félagi leyfi til þess að koma Islandi í fregnsímasamband við umheiminn. Ekki hafa önnur blöð tekið neítt undir þetta. Hitt þykjast menn vita, að Eitsíma- félagið hafi nú vaknað af blundi og muni róa að því öllum árum, að Marconífélagið fái ekki leyfi stjórnar- innar til loftritasambands við ísland. |>ví stendur stuggur af Marconiaðferð- inni, sem við er að búast. |>að yrði því geysimikill hnekkir, af Marconi- aðferðin ryddi sér til rúms. jpað hef- ir allmikinn sjóð, sem ætlaður er ein- göngu til að vinna á móti Marconi- aðferðinni. f>etta, sem hér hefir verið frá skýrt, er ísafold skrifað frá Khöfn að mestu. Að öðru leyti tjáir oss hr. Einar Benediktsson, er töluverð afskifti mun hafa haft af þessu máli, að verið geti að loftritunarsambandið verði haft milli Jótlandsskaga og íslands, fremur en Skotlands og íslands. Danastjórn muni eiga þar kost á um að velja, ef hún vill leggja fram kostnaðarmuninn. f>að hefe menn verið ásáttir um frá upphafi, e.ð stjórnin danska annaðist ekki sjálf þetta mál, loftritasambandið við ísland. En félagið hefir ávalt ver- ið f samréði við hana frá því er fyrst kom til orða, að Marconífélagið seldi rétt sinn að þessu leyti úr höndum sér. Helzti ráðunautur stjórnarinnar hefir verið Meyer, forstjóri ritsímamála í Danmörku, Eríend tíðindi. Khöfn 2T. apri) 1903. D a n m ö r k. Sunnudagsmorgun 19. þ. m. geröi hér aftakarok með fann- komu. Þegar á daginn leiö, tók heldur að slota veSrinu, en snjóhríðin hólzt, og snióaði hér tvo sólarhringa sam- fleytt. Yeður þetta hefir gert mikinn skaða víða um land. Rússneskan bryndreka sleit upp hér á höfninni og rak á land. Honum var þó náð út aftur. Snjó festi svo mikinn á járnbrautum, að eimlestir komust ekki áfram og urðu að láta þar fyrir berast, er þær voru staddar. Ritsímaþræðir og talsíma hrukku í sundur um land alt og var Khöfn því um tíma algerlega fróttum sneidd þanu veg. Veðrinu lótti þriðju- daginn; hefir sólin nú brætt allan snjó og nvx komin mesta sumarblíða. Bech-Olsen, glímumaðurinn frægi, sem talinn hefir verið um mörg ár mestur glímumaður í heimi, fóll í dag fyrir tyrkneskurn glímumanni, er Nourlah heitir. Nourlah þessi er 'rúmar 3 áln- ir á hæð og vegur 35 fjórðunga. F i n n 1 a n d. Um miðjan þ. m.(16.) birtist í finskum blöðum svolátandi til- skipun frá Nikulási Rússakeisara: »Yfirlandstjóranum á Finnlandi veit- ist um óákveðinn tíma heimild til, a ð loka veitingastöðum öllum í landinu, bókasölum, verzlunum og xxtsölu á iðn- aðarmunum, a ð banna allar samkomur hvort heldur opinberar eða einstakra manna, a ð sundra félagsskap einstakra manna, og loks, að gera þá alla land- ræka, er hann telur hættulega fyrir al- mennan frið og spekt í landinu. Yfirlandstjóranum er þar með í hend- ur fengið fullkomið alræðisvald yfir Finnlandi, gildandi lög og stjórnarskrá Finna, sem Rússakeisari vann eið að, er hann tók við stjórn, eru algerlega vettugi virt. Rússastjórn hefir með til- skipun þessari lagt smiðshöggið á þetta, sem hún tók til við 1899, að varpa fyr- ir borð sjálfsforræði Finnlendinga og gera landið að skattlandi Rússa með engum sórstaklegum landsróttindum. Það hugðu flestir að tilskipunin væri einungis ætluð til þess að skjóta mönn- um skelk í bringu, en að minna mundi verða um framkvæmdir hennar. En raunin varð önnur, svo serr. við mátti búast, með því að yfirlandstjórinn, Bobrik- off er mesti grimdarskeggur og ákafur sporgöngumaður Rússastjórnar. Fjórum dögum eftir að tilskipunin var hirt, var þeim Mannerheim greifa , og Reguell Wolff, nafnkunnum verk- smiðjueiganda, boðið að hafa sig af landi brött á 7 daga fresti. Manner- heiin greif; er þjóðkuunur ágætbmalfcfr og langhelzti frömuður alþýðumentun- arinnar á Finnlaudi. Hyggja menn persónulega hefudargirni Bobrikoífs hat'a miklu ráðið um útlegð greifans, með því að hann kvað liafa sagt Bobrikoff skorinort til syndanna og eigi sóst fyr- ir. Þá hefir og Bobrikoff leitað (þjófa- leit?) í híbýlum nokkurra merkismanna og lýst eigur þeirra upptækar. Búist er við, að Finnar flýi land hrönnum saman eftir þessar aðfarir. F r a k k 1 a n d. Dreyfus höfuðsmað- ur hefir ritað hermálaráðherranum á- skorun um að rannsaka skjöl þau, er hann var dæntdur eftir í Rennes, en það var hergagnaskráin, er hann átti að hafa selt Þjóðverjum og var með at- hugasemdum Villijxílms keisara. Það er öllum mönnum vitanlegt, að skjöl þessi eru fölsuð. Fkki hefir stjórnin svarað Dreyfns enn. Loubet forseti er á ferð um lönd Frakka i Afríku (Alzír m. nx.) og 'et' hvarvetna vel fagnað. B r e t u m gengur skrykkjótt leið- angurinn suður í Sómalilandi, á austur- skaga Afríku. Þeir biðu þar töluverð au ósigur fyrir skemstu, — nær strá- feld fyrir þeim 220 manna sveit, þar á meðal 10 fyrirliðar. Játvarður konungur á ferðalagi sttður um Miðjarðarhaf á skemtiskipi sínu Victoria and Albert og með föruneyti 6 bryndreka. Kom við í Portugal og hafði miklar fagnaðarviðtökur þar af Dom Carlos konungi. Þaðan hólt hann til Gibraltar, kastalans fræga, er Bretar eiga við Njörfasund, og þá austur til eyjarinnar Malta, er þeir eiga og. Þar eiga og Bretar vígi mikið og hafa þa ■ aðalherskipastöð sína í Miðjarðarhafi. Eyjarskeggjar eru nær 200,000. Þar var stórmikið um dýrðir og fagnaðar- viðtökur. Þaðan var haldið til Neapel og þá til ltómaborgar, að heimsækj» 24. blað. Viktor Emanúel konung III. Loks var ferðintii heitið til Marseille og þaðan landveg norður í París. Talað er um, að ekki só þetta ein- tómt skemtiferðalag, heldur muni það vita á samdrátt með vesturríkjunum, einkum Frökkttm og Englendingum. En löngum verið vingott með Bretum og Itölum. Ekki líta Þjóðverjar rneir en svo hýru auga til þeirra vinarhóta. Enn um endurreisn landbúnaðarins. Víst er landbúnaðurinn í lakara á- standi víða hvar heldur en æskilegt væri; en ráð þau, sem þessi hr. 0. kemur með í 6. tbl. Isaf. þ. á., verða honum aldr- ei til viðreisnar. Flestir bændur hafa þó enn nokkr- ar skepnur undir hendi, þótt fáar séu; en hvernig eru þær nú meðhöndlaðar? Aðalreglan mun það vera, að þeir, sem fæstar skepnur eiga, hirða þær og fóðra allra manna verst; og nær hefði þessum hr. O. verið að kenna þeim að meðhöndla svo skepnur sínar, að þær framleiddu svo mikinn arð, sem þær frekast geta af sér gefið eftir eðli sínu, heldur en að kenna þeim að sníkjasérút lán til að gera ástand sitt verra en það er. Hvað vantar landbúnaðinn? Hann vantar — í sem fæstum orð- um — að geta aflað heyja. |>eir sem þeirra geta aflað, lifa hér góðu lífi og geta fullnægt öllum sann- gjörnum kröfum þess. En til þess þarf fólk til að vinna. Hverjar eru nú sannar orsakir þess, að það vantar? Mór mun verða svarað: þilskipa- útvegurinn rífur frá oss vinnufólkið með sínu háa kaupgjaldi, sem land- búnaðurinn stendur sig ekki við að bjóða. Vera kann, að eitthvað sé hæft í þessu; þó mun það oft ekki vel at- hugað, og munurinn er víst oft minni en af er látið, þegar öllu er á botninn hvolft. En eg held að hér sé fleira á ferð- inni. Yngra fólkið vill ekki orðið vinna að landbttnaðarvinnu; því þykir hægra að vera við sjóinn og á fiskiskipunum; en í rauninni er það sjálfræðið, sukk- ið og svallið, sem dregur það frá landvinnunni, þó það slái því fyrir, að það fái hærra kaup. þjóðin er að verða vilt. Hjá langflestum unglingum klingir nú: Eg vista mig ekki; eg fer að verða laus og menta mig. Og það gerir alvöru úr þessu; fer til Reykjavíkur eða eitthvað í kaup- stað. Hvað lærir svo þetta fólk? Helzt til margir það eitt, að kunna ekki neitt og eignast ekki neitt, og býr sig þann veg á sinn hátt undir Btðara hluta æfinnar. Jpetta er sjúkdómur, sem þörf væri að lækna, en hætt er við að ekki sé auðlæknaður, og að fólk þetta þurfi fyrst að kenna á afleiðingunum. Hugsunarhátturinn þarf að breytast í þá stefnu, að verða sjálfum sér og fósturjörðinni að liði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.