Ísafold - 20.05.1903, Blaðsíða 3
111
þá verður það, frá mínu sjón-
armiði skoðað, vegna bval-
veiðanna sjálfra, svo að land-
ið hafi þeirra sem lengst not og lands-
menn geti sjálfir smámsaman tekið
meiri þátt í þeim en hingað til.
Til þess að semja friðunarlög, sem
geti komið að notum, en séu ekki al-
veg út í bláinn, þarf þekkingu, sem
ann vantar. þar við bætist, að hval-
irnir, sem hér eru veiddir, eru flökku-
dýr, er fara víða um höf, og geta því
stundum verið við Finnmörk eða aust-
urströnd N.Ameríku og veiðst þar,
þótt þeir væru friðaðir hér. Finhval
er þó líklega staðbundnari, því hann
heldur sig helzt nærri ströndum.
Eg hygg þó, að hafa verði vakandi
auga á þessari hlið málsins, og það
sem fyrst ber að gera, er að heimta
eftirleiðis skýrslu um hvalaveiðarnar
(eins og Sv. Ólafsson hefirbent á), og
eins fyrir liðin ár, ef auðið er.
því næst gæti verið full ástæða til
að banna að fjölga hér veiðistöðum
og veiðibátum, nema með sérstöku
leyfi stjórnarinnar. Eftir nokkur ár
mundi þá koma í ljós, hvort ítarlegri
friðun en nú gerist væri 'æskileg eða
nauðsynleg.
Eg hefi áður bent á, hvað gera
mætti til þess að bæta mönnum upp
hvalrekamissinn.
Auk þeirra orsaka til hins nýja
leiðangurs móti hvalveiðunum, sem
þegar er getið, má einnig nefna áhrif
þau, er norskir síldarveiðendur við
Eyjafjörð og á Austfjörðum hafa á
skoðanir hérlendra manna í þessu
efni, og þá hina nýju tilraun Finn-
merkurbúa til að fá hvalveiðar bann-
aðar í Noregi. En það eru einnig
aðrar og dýpri orsakir til óvildarínnar
gegn hvalveiðunum, og þær eru: hverf-
ult eðli síldarinnar sjálfrar og áhættu-
mikil veiðiaðferð, nótveiðin, og í öðru
lagi stopular innfjarðaveiðar yfirleitt.
Hér koma nokkur góð ár í röð; firð-
irnir tíru fullir að síkl og þorski og
öðrum afla; síðan hverfur alt jafn
snögglega og það kom, og getur aflinn
þá brugðist mörg ár. Menn vona
og vona, að aflinn komi aftur, en þeg-
ar vonin bregzt og efnin þverra, en
skuldirnar vaxa, þá kemur óánægjan
cg jafnvel tilhneiging til að leita
orsakanna til aflaleysísins þar, sem
sízt skyldi. Mönnum verður jafnvel
gramt í geði til þeirra, er betur geng-
ur, og reyna þá að skella skuldinni á
þá, en gleyma því, að hafið sjálft með
öllum sínuin miklu breytingum á lífs
skilyrðunum er miklu máttugra en
mennirnir með öllum þeirra veiðibrell-
um og morðtólum, já máttugra en all-
ir hvalir, sem eru eiunig háðir þess-
um sömu skilyrðum, jafn háðir þeim
og hinar örsmáu krabba-agnir, er þeir
gleypa tunnum saman.
Eg ætla því enn að taka það fram,
að oss er bráðnauðsynlegt að vinna að
því, að gera fiskiveiðar vorar sem
minst háðar stað og stund. Vilji t.
d. síldin ekki koma til vor inn í
firðina, verðum vér að leita hana uppi,
og það þarf ekki iangt að leita; það
er nóg af henni úti á hafi, ekki langt
frá ströndunum.
Vér verðum að leggja meiri stund á
reknetaveiðina.
Tilraunir þær, er gerðar hafa verið
& Austfjörðum ogvíðar, sýna glögt, að
geta lánast vel, ef atorka er með.
Einnig verður að finna ráð til þess
að uá í þá, síld, er stendur kyr í
fjarðadjúpunum og vill ekki ganga
UPF að löudum. það má ekki heldur
viðgangast lengur, að nóg sé af síld í
einum firði eða landsfjórðungi, en ann-
arstaðar ekkí hægt að róa fyrir beitu-
l6ysi. Menn verða að koma sér upp
gufuskipi með frysti til að flytja í
Erosna síld til beitu, þangað sem henn-
ar er þörf, eins og Páll Briem amt-
maður hefir áður bent á. f>að þyrfti
ekki að vera ^tærra en að það gæti
gengið til fiskiveiða á milli.
Eg lýk þessu máli með þeirri von,
að alþingi hugsi sig vel um, áður en
það bannar hvalveiðar hér við land,
beiulínis eða óbeinlínis, að það geri
sér vel greín fyrir, hverju vér
sleppum og hvað vér hreppum í
staðinn, og vegi vel ástæðurnar með
og mót, áður en það bannar heilan
atvinnuveg, sem að vísu er nú að
mestu leyti rekinn af útlendingum, en
ætti að geta með tímanum komist í
innlendra manna hendur, að nokkru
leyti að minsta kosti.
Samkvæmt því er eg hefi fengið ný
lega skýrslu um frá H. Hafstein
sýslumanni, veiddust árið sem leið
1630 tn. síldar í ísafjarðarsýslu og
-kaupstað, og þá var verðið á hvallýsi
15—22 pd. sterling eða um 273—400
kr. á hverri smálest, er jafngildir 6
ámum eða 10 tunnum ; verður eftir
því verðið á ámunni um 45—66 kr.,
eða um 27—40 kr. á tunnunni.
Annars hefir lýsið verið í lágu verði
1886 til 1898 (lægst 10—16 pd. sterl.
smálestin), en hefir hækkað síðustu
árin. f>að sem mest hefir áhrif á
verð þess og að líkindum annars lýsis
héðan, kvað vera sellýsið frá New-
foundlandi og einkum baðmullarfræs-
olíafrá Bandaríkjuuum í N-Ameríku.
í 26. tbl., 5. dálki 17.—18. línu a.
n. stendur: gert of mikið úr hval-
veiðunum, en á að vera : gert of mikið
úr arði þeim, er hvalveiðendur hafa
af hvalveiðunum.
Misprentað i 23. tbi., 2. <1., 23. línu
a. n. il70 tn., en & að vera 1170 tn.; ug
í 3. (1., 45. línu a. [n.: hefðu nærri, en á
að rera: hefðu hvergi nærri .... Loks i
sama dálki, 39. linu a. n.: þessi dæmi, en
á aö vera: þess dæmi.
Um íslenzkar fóður- og beitarjurtir.
Um íslenzkar fóður-
og beitarjurtir, eftir
Stefán Stefánsson (Bún-
aðarrit x902 og 190..).
Isliindska Foder- och
BetesvaXter L af Stefán
Stefánsson ooh H. G.
Söderbaum (Stockholm
1:02.)
Eg hafði séð byrjunina á ritgerð
þessari í Búnaðarr. 16, 3. og hlakkaði
til að fá framhaldið. sem nú kom með
síðasta pósti í Búnaöarr. 17, 1.
Um sama leyti tekk eg líka að sjá
1. hefti af »Islándska Foder- och Betes-
viixter« eftir þá Stefán Stefánsson og
H. G. Söderbaum, gefið út í Stokk-
hólmi árið sem leið.
Kitgerðina í Búnaðarr.þekkja menn
að vísu, en fáir hafa þó miust á
hana. Fyrsti og annar kaflinn er
sem inngangur að aðalritinu, sem nú
er að eins byrjað að semja: 1 ý s i n g
á'fóður- og beítar-jurtum
1 a n d s i n s. í fyrsta kaflanum er
skýrt frá vexti og viðgangi jurtanna
og lífsstarfi þeirra. f>á er sýnt, hve
afarmikilsverðar fóðurjurtaranasóknir
hljóti að verða fyrir landbúnaðinn.
Kafli þessi er sérlega skemtilegur
og fróðlegur og vekur hjá lesendum
sterka ílöngun í framhaldið. Vona
eg, að þeir sem lesa þennan kafla með
athygli, sannfærist um, að því fé sé
vel varið, sem varið er til fóðurjurta-
rannsókna, ef þeir hafa verið í vafa um
það áður.
í öðrum kaflanum kemur höfundur-
inn með stutt yfirlit yfir þær jurtir,
sem mest eru notaðar hér á landi til
slægna og beitar, og drepur á lifnað-
arháttu þeirra o. fl. Hann getur um,
hvar þær vaxi helzt, hve mikið er af
þeim og hvaða álit almenningur hefir
á þeim.
f>riðji kaflinn, sem kom í Búnaðarr.,
17, 1. er svo byrjun á lýsingu á
fóður- og beitarjurtunum, — byrjunin
á hinni eiginlegu fóðurjurta-
f r æ ð i. í þessum kafla er lýst nokkr-
um grösum, hálfgrösum og eltingum
o. fl., sem búið er að rannsaka til
hlítar. f>ar er drepið á útlit jurtanna,
án þess að lýsa þeim nákvæmlega.
En fullkomna lýsingu á þeim má finna
í Flóru íslands, sem vísað er til við
hverja jurt. f>ví næst er sagt, hvar
jurtina er helzt að hitta, hve mikið er
af henni, og hver séu not hennar.
Og síðast er ítarleg skýrsla um efna-
samsétning hverrar jurtar. f>ar er
sýnt með tölum, hve mikið hver jurt
hefir af ýmsum næringarefnum, og
hve meltanleg holdgjafasamböndin eru.
f>etta sýnir með ákveðnum tölum
búnaðargildi eða fóðurgildi hverrar
jurtar. f>ar þarf engar getgátur leng-
ur.
I þessum skýrslum sakna eg þó
einnar skýringar, sem mér finst að
hefði verið þörf, og það er, h v e m e 11-
anleg hin h oldg j af a 1 au su efna-
sambönd eru.
í skýrslum þessum er einkar-fróð-
legur samanburður á samsetningu ís-
lenzkra jurta við samsetning sömu
tegunda í öðrum löndum. Samanburð-
ur þessi bendir á, að íslenzkar fóður-
jurtir muni vera auðugri að næringar-
efnum og meltanlegri en systur þeirra
í öðrum löndum. f>eir sem nokkuð
hafa hugsað um þetta efni, hafa raun-
ar þózt geta ráðið það af ýmsum lík-
um, að íslenzk taða stæði ekki að
baki bezta heyi í öðrum löndum, væri
jafnvel betri en það; en nú koma
tölurnar, sem rannsóknir þeirra Stefáns
og Söderbaums hafa leitt í ljós, og
sýna þetta áþreifanlega.
Efnaskýrsluruar í Búnaðarr. eru út-
dráttur úr sænska ritinu; en að öðru
leyti er það rit nokkuð frábrugðið
hinu íslenzka. Einkum er það inn-
gangurinn í sænska ritinu, sem er frá-
brugðinn. Hann er yfirlit yfir nátt-
úru Islands — yfir loftslag þess, jarð-
veg og gróðrarríkið.
Yfirlit þetta er mjög fróðlegt fyrir
útlendinga, enda þeim ætlað; en
margur mun sá ísleudingur vera, sem
einnig lærir margt af því.
f>á kemur í sænska ritinu eins og
hinu íslenzka, lýsing á hverri jurt sér-
staklega, á útbreiðslu hennar, búnaðar-
gildi og efnasamsetningu.
Stefán Stefánsson hefir varið mörg-
um árum og miklu kappi til að rann-
saka gróðurríki íslands, og eru menn
nú farnir að 3já árangurinn. Og á-
rangurinn er miklu meiri og betri en
eg hafði gert mér von um. Og þó
var eg einn af þeim, sem hvöttu Stef-
án til þessara rannBÓkna, og gerði mér
mjög miklar vonir um nytsemi þeirra.
Eg fann svo vel til fáfræði rninnar í
þessu sem mörgu öðru, og fann hve
satt það var, sem vinur vor íslend-
inga lautinant P. Feilberg sagði, a ð
engin íslenzk búfræði væri
t i 1.
Stefán er nú búinn að gefa út »Flora
ÍBlands«, þessa snildarlegu lýsingu á
blómplöntum landsins. Bók þessi er
sannur dýrgripur fyrir alla þá, sem
veita jurtuúum einhverja eftirtekt og
hafa nokkurt 'yndi af að kynnast
þeim. Áður en bók þessi kom var
ekki kostur á nýtilegri jurtalýsingabók.
»lslands Flora« eftir Gönlund er fágæt,
og ekki aðgengileg fyrir byrjendur. —
»Grasafræði« O. Hjaltalfns var fyrir
löngu orðin ófáanleg, og var upphaf-
leg ónóg til að kenna mönnum að
þekkja jurtir, af því að hún var, auk
annara galla, að mestu leyti þýðing af
útlendum jurtalýsingum.
Og nú er Stefán byrjaður á að
kenna mönnum að þekkja búnaðargildi
fóður- og beitijurtanna, og er það svo
mikils virði fyrir landbúnaðinn, þegar
framhaldið kemur, að varla verður
með tölum talið. Er vonandi, að fjár-
veitingarvaldið búi svo um, að Stefáni
verði sem fyrst auðið að ljúka við
fullkomna fóðurjurtafræði fyrir Island.
En það hlýtur að taka langan tíma
og kosta mikið fé. þar með væri þá
spunninn einn aðalþátturinn í í s-
lenzka búfræði, sem vér þurfum
að eignast sem fyrst.
Óskandi væri líka, að Stefán yrði
verulega styrktur til að gefa út sem
allra fyrst kenslubók í grasafræði,
sem nota mætti við búnaðarskólana
og aðra þá skóla, sem fást við nátt-
úrufræðiskenslu. þess konar bækur
seljast auðvitað seint og lítið, og því
má ekki ætlast til, að einstakir menu
ráðist í að gefa þær út styrklaust.
Yér viljurn telja oss sérstaka þjóð,
og vér stærum oss af fræðum þeim,
sem forfeður vorir létu eftir sig. Og
þau fræði eru líka gimsteinasafn, sem
hver þjóð mætti miklast af. En eng-
ir menn ættu að una því, að stara
aðgjörðalausir á frægðarljóma feðra
sinna, en gera ekkert sjálfir til þess
að vera menn með mönnum. Nú
leggja allar þjóðir mikið kapp á nátt-
úruvísindin — þau eru aðalviðfangs-
efni vísindamannanna með öllum
þjóðum á þessum tímum. Menn finna,
að náttúruvísindin er sá grundvöll-
ur, sem allar verklegar framfarir verða
að byggjast á — er grundvöllurinn
undir vellíðan þjóðanna.
En hvað höfum vér Islendingar
gert?
Eg vil ekki segja, að vér höfum haft
horn í sfðu þeirra fáu manna, sem
hafa gefið sig við náttúruvísindunum.
En bitt er óhætt að segja: að menn
hafa metið flest annað meira en nátt-
úruvísindin, og þeir menn hafa því átt
erfitt uppdráttar hjá oss, sem bafa
lagt stund á þau. Ef íslendingar
vilja telja sig í alvöru sérstaka þjóð,
þá verða þeir að leggja einhvern skerf
tilþeirravísinda,náttúruvísindanna, sem
allar framfaraþjóðir hafa nú í mestum
hávegum. f>að er því óskandi, að
þing vort gæti svo sóma síns og þjóð-
arinnar, að það styrki eftir föngum
viðleitni þeirra manna, sem gefa sig
við náttúruvísindunum.
þorvaldur Thoroddsen og Stefán
Stefánsson hafa fyrstir manna brotið
isinn fyrir oss og byrjað á alvarlegum,
yfirgripsmiklum og sjálfstæðum nátt-
úruvísindarannsóknum og hlotið mis-
jafnar þakkir fyrir, sem vænta mátti
af hálfsofandi þjóð. En nú mun þó
svo komið, að flestir séu farnir að
kannast við, að báðir þessir menn hafi
þegar unnið þjóð sinni m i k i ð
gagn og mikla sæmd fyrir
lítil framlög af hennar
h á 1 f u. það er auðvitað »blessað og
gott« fyrir þjóðina og fyrirhafnarlítið
að taka þannig »hlut á þurru landit;
en manndómslegt er það ekki. —
Olafsdal á Kongsbænadaginn 1903.
T. Bjarnason.
Um 40 vesturfarar
lögðu á stað héðan 17. þ. m. með
Ceres. Meiri hlutinn vestan úr Döl-
um, þar á meðal Guðbrandur bÓDdi
frá Saurum við 10. mann.
Póstgufuskip Ceres lagði á stað til
útlanda .7. þ. n>. Með því sigldi frk.
Olafia Jóhannsdóttir til Englands, ef til
vill alfarin; frk. Þóra Friðriksson og frk,
Asta Stephensen (landshöfðingja) til París-
ar; frú Agnes Gíslason yfirróttarmálfm.
til Khafnar; og til Vestmanneyja Jón
Magnússon landritari og sira Oddgeir Guð-
mundsson aftur heimleiðis.