Ísafold - 20.05.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.05.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða 'tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sú til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árar. Reykjavík miðvikudaginn 20. mai 1903. 28. blað. I. 0. 0. F. 855299____________________ AugnlœJcning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- 4n á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á bverju föstudags- og ■sunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag 41.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. íslands banki. Hlutabréfin uppseld. |>að fréttist frá Kaupmannahöfn með síðustu ferð, að Islands-banka- hlutabréfin yæri ekki einungis öll út- •gengin, heldur hefði verið ferfalt fleiri um boðið en þurfti. ^að er með öðrum orðum, að selja hefði mátt ef vildi hlutabréf í bank anum fyrir 12 miljónir, í stað 3 miljóna. f>að fylgir og sögunni, að bréfin hafi selst töluvert yfir ákvæðisverð. Svo er að heyra, sem hlutabréfin hafi selst sum í Danmörku, og sum, jafnvel meiri hlutinn, í Lundúnum. Landabankaliðs-rógurinn um hluta- bankann hefir e k ki náð þangað. Einkennilegu ljósi varpar þetta yfir margítrekaðar frásögur landsbankahöfð- ingjanna hér um, að stofnendur hluta- bankans, þeir Arntzen og Warburg, hafi verið í standandi ráðaleysi að koma honum á legg, sakir féleysis. |>egar það vitnaðist hér, sem ekki á 11 i að vitnast, að þeir forstöðumað ur Landraandsbankans í Kaupmanna- höfn og landsbankastjórinri okkar hefðu gert tilraun til að fá keyptan seðlaút- gáfuréttinn hjá þeim Arntzen ogWar- burg íyrir nokkra tugi þúsunda, en fengið eindregið afsvar, þá var jafnvel því skotið út í kyrþey af sumum skó- sveinum bankastjórans — e k k i átt undir að láta það sjást á prenti samt — að þ e i r, hlutabankastofnendurnir, hefðu falast eftir, að h i n i r keyptu af sér seðlaútgáfuréttinn, til þess að koma 8ér úr kröggum! Með öðrum orðum: fangaráðið þetta vanda, að snúa öllu öfugt, hafa hausavíxl á réttu og röngu, sönnu °g ósönnu. Alt i nafni föðurlandsins og föður- Iandsástarinnar, vitaskuld. Markmiðið helgar meðalið. Líklegast fer nú að verða heldur torsótt að fá almenning til að trúa því, að hlutabankamönnunum ríði líf- ið á að fá hjá þinginu í sumar einhver frekari hlunnindi en lögin frá í fyrra veita þeim, eða að þeir hugsi sér jafnvel að fresta alveg bankastofnun- inni fram yfir þanD tíma. Úr því að svona vel er tekið í að leggja fram fé til bankastofnunarinnar, hlutafé, en ekki lánsfé, með þeim kjör- um, sem lögin þau heimila, hvers þarfnast þeir þá framar? Kunnugir vita auðvitað, að ekki hefir komið til mála, hvorki af þeirra hendi né þingmanna, að gera neina hina minstu breyting á ámiustum lögum. Allur ávæningur og aðdróttanir f þá átt er ekkert annað en kosninga- blekking af hálfu afturhalds- og lands- bankaliðshöfðingjanna. það kemur sjálfsagt mörgum ó- vart, ekki sízt þeim, er litla hafa trúna á öllum framförum hér á landi, að aðrar þjóðir skuli vera svonaóveil- ar að leggja fram fé til bankastofn- unar hér. En næsta auðskilið er það þeim, ' er til þess þekkja, að þvf meira sem ógert er til hagnýtingar auðsuppsprett- um í einhverju landi, því meira vita siðaðar þjóðir að þar er að vinna fyr- ir »afl þeirra hluta, sem gera skal«. þangað streymir því fjármagnið, und- ir eins og fengin er trygging fyrir, að því muni beitt verða með atorku og ráðdeild. Alveg eins og lifandi vinnu- afl, mannsaflið, streymir þangað, sem mest býðst atvinnan. Eklci til að beita okri og ánauðar- ofurefli. það vita skynbærir inenn að er sama sem að brenna fyrir sér það, sem veita á þeitn arðinn. Heldur til þess, að efla og glæða sérhvern vísi vaxtar og viðgangs lands og þjóðar. Gufusbip Tordenskjold, aukaskip frá Thore-félagina, kom hingað frá útlönd- urn 7. þ. rn. og fór til Vestfjarða, daginn eftir. Farþegar hingað meðal Innarra kaupmennirnir Páll Torfason frá Flateyri og Árni Riis frá Isafirði, Hermann Thor- steinsson verzlunarmaður frá Bíldudal, og Möller nokkur, danskur verlunarfulltrúi, á leið til Vesturlands. Kosuinsaleiðangrur sinn eru nú mörg þiugmannaefni vor að byrja. Jón Jakobsson forngripavörður lagði á stað í morgun að herja á Hún- vetninga. Samferða honum upp í Borgarnes var Einar Benediktsson málfærslu- maður, áleiðis vestur á Snæfellsnes, og segja sumir að ætli sér hvorki meira né minna en að ganga á hólm viS »þingsins herra«, en aðrir, að hann eigi mál að reka þar. Landritarinn farinn til Vestmann- eyja. þeir dr. Valtýr Guðmundsson og Björn Kristjánsson hafa hvatt til þings þessa dagana á 3 stöðum í Gullbringu- sýalu, til viðtals við kjósendur, og andstæðingar þeirra í hámót á eftir þeim, ásamt 3—4 atkvæðasmölum héð- an af afturhaldshöfðingjanna hálfu. Hvernig stendur á því, að Aug. kaupmaður Elygenring býður sig fram til þings, að heita má um elleftu stund? Svo spyrja kunningjarnir hver ann- an þessa dagana. Ollum kemur þetta framboð svo ó- venju óvænt. Allir kunnugir vita, að maður þessi hefir aldrei fengist neitt við þingmál, aldrei látið neitt af því tægi til sín taka, aldrei látið uppi við nokkurn mann, að hann léti sér detta í hug að komast á þing. Hann hefir þvert á móti spottast að þess kyns tilraun- um af annarra hálfu. þetta og fleira í þá áttina vita kunnugir; hitt er enn á færra manna vitorði, hvernig á framboðinu stendur, þótt flestir sjái undir niðri, hvernig í öllu liggur. Allir vita sem sé, að eftir að héraðs- læknir |>. J. Thoroddsen hætti við að bjóða sig fram, hefir dr. Valtýr Guð- mundsson gefið kost á sér til þing- mensku fyrir kjördæmi þetta, ásamt fyrverandi þingmanni þess, Birni kaupmanni Kristjánssyni. Ekkert gat þeim komið ver, aftur- haldshöfðingjunum í Reykjavik, en framboð dr. V. G. J>að er alveg eins og þeim þyki sem velferð sín sé í veði, ef hann kemst á þing. Áður voru höfðingjar þessir búnir að tryggja oss kjósendum kjördæmisins, að vér gætum fengið H. J. bankagjaldkera, ef oss langaði tiJ. Hann átti að leggja einn út í bardagann við þá B. Kr. og þ. J. Th. En þegar dr. Val- týr kemur til sögunnar, þá þurfti að færast í aukana og draga ekki af sér. Og með því að þeir félagar, afturhalds- höfðingjarnir, höfðu ekki fulla vissu fyrir, að oss iangaði jafnmikið í Hall- dór, eins og þá að hann hlyti hér kosningu, þurfti að tryggja sig betur gagnvart tómlæti voru og einfeldni. þá var það fangaráð tekið, að ljá Halldóri meðhjálpara. Var þá farið að svipast eftir honum. Nokkrir kjós- endur, fyrir víst 2 eða 3, mjög hand- gengnir afturhaldshöfðingjunum, brugðu sér á fund herra Aug. Flygenrings, gerðir út af þeim gagngert. Ilann gegndi kallinu(!) og er nú sandur út af örkinni. Honum er ætlað að draga atkvæði frá þeim dr. V. G. og B. Kr. það veikir þá, en styður H. J. Annarhvor þeirra dr. V. G. eða B. Kr. eiga að falla, allra helzt doktor- inn auðvitað. það er innilegasta ósk- in, eigulegasta vonin, sem þeir ala, afturhaldshöfðingjarnir. Og þar með á líka þingmanns- og meðhjálpara- starfi hr. Aug. Flugenrings að vera lok- ið. Svo ætlast þeir. J>að kemur mörgum á óvart, sem þ y k j a s t þekkja Aug. Flygenring, að hann skuli láta senda síg í þann- ig lagaðan leiðangur, ekki drengilegri eða virðulegri en tilgangurinn er, — láta leika sér fram eins og peði; og einhvern tíma hefði það þótt fyrir- sögn, að ötuli skipstjórinn fyrverandi vildi gerast kapteinn á afturhaldsfleyt- unni, og ef til vill eiga í vændum að verða beitt til þess, er Iftt þykir hæfa »yfirmönnum«. Kent kvað hoDum hafa verið það ráð, að tjá sig utan flokka, jafnvel með þeim formála, að nú væri engir flokkar til framar. |>eir hafa líka sýnt það með framkomu sinni, aftur- haldshöfðingjarnir og þeirra máltól, eða hitt heldur. Flokks-æsingur af þeirra hálfu hefir aldrei magnaðri ver- ið en nú. Og úr því að svo mörgum er kunnugt um upptökin að framboði hr. Aug. Fl., þá eru fremur litlar lík- ur til, að sú heimildarvilla beri tilætl- aðan ávöxt. Enda bæri þá eitthvað nýrra við, ef afturhaldshöfðingjarnir færu að magna til þingfarar mann, sem þeir ættu ekki alveg vísan fyrir- fram í sinn flokk á sínum tíma, þegar búið væri að hremma kosningu handa honum. Sá sem ritar línur þessar veit með fullri vissu, að annar innanhéraðs- maður átti kost á því á undan hr. Aug. Fl., að ganga í leikinn; en hann bað sig undanþeginn, og mun hafa fundist fátt um. H a n n lætur ekki skjalla sig og gullhamra til annars en hann ætlar sér eða veit sig vera vax- iun. Hvort það sé af umhyggjusemi fyrir velferð kjördæmisins, föðurlands- ást eða ef til vill einhverju öðru ó- nefndu, að afturhaldsflokkurinn brugg- ar öll þessi ráð gegn kjörfylgi og kosningu Framsóknarflokksmanna, því svarar hver og einn eftir því, sem skynsemi hans bendir honum til. En lengi mun það í minnum haft, ef kjósendur Kjósar- og Gullbringu- sýslu ganga í þessa gildru afturhalds- flokksins. Eg vil segja, að þá fyrst og með því einu móti hefðum vér unnið til lítilmensku-vottorðs þess, er Reykja- víkurmáltól þeirra afturhaldshöfðingj- anna hefir að oss rétt hvað eftir ann- að, kjósendum þessa kjördæmis. þá hefðum vér til þess unuið, að heita »svartasti bletturinn*, svo sem það hefir að orði komist. Kjósandi í G.-K.-sýslu. Skógræktarfélag Reykjavikur hélt fyrsta aðalfund síun laugardag 16. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Formaður félagsins, yfirkennari Steingrímur Thor- steinsson, setti fundinn og skýrði frá framkvæmdum félagsins, mintist stutt lega á, hver tildrögin hefðu verið til þess, að félagið var stofnað, og gat þess, að alls hefðu fengist 85 hluthaf- ar (hluturinn 25 kr.). Síðastliðið sum- ar var skógræktarteigurinn (við Rauða- vatn) girtur, græðireiturinn undirbúinn og 8600 holur grafnar í skógræktar- teignum, og hefir áður verið skýrt frá því hér í blaðinu (sbr. ísafold 56. tbl. f. á.). í vor, í þessum mánuði, hefir hr. forstkandidat Flensborg gróðursett 8600 plöntur í holurnar, er grafnar voru í fyrra sumar. Trjátegundirnar eru þessar: 3000 pl. af almennum reyni, eins árs 500 — — tveggja ára 4000 — — amerískum, eins árs 500 — — tveggja ára 200 — — cembra-furu, tveggja ára 200 — — fjallfuru, fjögra ára 200 — — hvítgrön, — Svæðið, sem plöntur þessar eru gróðursettar á, er um 4 dagsláttur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.