Ísafold - 27.05.1903, Qupperneq 2
118
eru of mætir menn til þe8s, að þeir
mundu vilja gera það, ef þeir íhuguðu,
hvað þeir gera með því.
Heiður sé þeim kaupmönnum vorum,
er hætt hafa við áfengissölu, ýmist
sjálfkrafa eða fyrir áskorun góðra
manna.
|>eir sýna sig þar sanna framfara-
menn og föðurlandsvini, hvort sem eru
hér »búsettir« eða ekki búsettir.
Byggingarsamþyktarmálið.
Hér er í smíðum byggingarsamþykt
fyrir höfuðstaðinn, ómissandi nýmæli
og hefði átt að koma fyr. J>að hefði
fyrirgirt margt ólag og annmarka, sem
nú er ýmist ókleift að laga eðaóbæri-
Iega kostnaðarsamt.
Byggingarnefnd bæjarins hefir sam-
ið fyrir nokkru frumvarp til samþykt-
arinnar, kjörin nefnd úr bæjarstjórn-
inni yfirfarið það og gert við miklar
breytingartillögur, og loks á nú bæjar-
stjórnin að leggja á það smiðshöggið
á næstu fundum, undir staðfesting
landshöfðingja.
Fyrirmæli samþyktarinnar stefna að-
allega að því þrennu, a ð minka bruna-
hættu, a ð afstýra óheilnæmi og a ð
hlynna að greiðri umferð um bæinn.
Að mörgu leyti fer þó þetta alt saman.
Hér verða upp talin nokkur helztu
fyrirmælin: smáatriðum slept — þau
eru svo mörg, eins og gefur að skilja.
Nýjar götur skulu vera að minsta
kosti 20 álna breiðar milli húsa. Og
eldri götur g e t u r byggingarnefnd
heimtað að reynt verði að breikka
með því að leyfa ekki að reisa af
nýju hús við þær nánara en svo, gegn
endurgjaldi úr bæjarsjóði fyrir lóðar-
nám eftir óvilhallra manna mati.
Gangstétt sé J/6 götubreiddar. Hús
við gatnamót séu hornsneidd. Inn-
gönguríð og birtugrófir mega ekki ná
lengra en 18 þml. út yfir götujaðar,
ef ekki verður 2J/2 ai- eftir ótept af
gangstéttinni.
Vegghæð húsa má ekki vera meiri
en 4/5 götubreiddar, og ekkert timbur-
urhús vegghærra en 14 álnir og ekki
meira en tvær lofthæðir, þar með tal-
in port, sem hærri eru en l'/2 alin.
En steinhús mega vera alt að 25 áln-
um að vegghæð.
Hverju íbúðarhúsi skal fylgjaóbygð
lóð, er eigi sc minni en hússtæðið.
Hvergi má girða með gaddavír með
fram götu.
Grafa skal undirstöður útveggja í öll-
um húsum niður á fastan botn, og eins
innveggja, sem bitar liggja á, minst
l*/2 alin í jörð niður, ef ekki er föst
klöpp ofar.
Til þess að verja hús raka úr jörð
neðan skal hafa í undirstöðum þeirra
lag af asfalti, tjörupappa, þakhellum
í sementi eða öðru rakaheldu efni;
sömuleiðis fyrir ofan kjallaragólf.
þá eru ítarlegar reglur um styrk-
leika steinveggja, og að ekki megi
hafa nema vandað og óskemt timbur
til húsbygginga, og tiltekið, hvað
mjósta megi hafa bita, stafi og undir-
stokka m. m., eftir stærð hússins.
Ekki má skifta húseign nema hver
hluti fullnægi ákvæðum samþyktar-
innar um sérstakar húseignir. (Ann-
ars væri hægt að fara alveg í kring-
um þær).
Milliloft úr borðum á að vera í
gólfum og loftum íbúðarberbergja og
þar á ofan 2 þml. þykt lag af deig-
ulmó, móhellu eða steypu.
Ekki má vera lægra undir loft í
íbúðarherbergjum en 4 álnir og gólf-
flötur þeirra ekki minni en 15 íeráln-
ir; einn veggurinn sé útveggur með
glugga á hjörum. |>ó er í Ioftherbergj-
um og kvistum nóg að hafa 3‘/2 alin
undir loft. f>ar skal þiljað innan á
sperrur og pappi hafður í milli.
|>á er ein grein um það, hvernig
kjallarar skuli vera, svo að hæfir séu
til íbúðar: yfirleitt helmingur ofanjarð-
ar af teningsrúmi hvers herbergis; gólf
sé úr asfalti, sementi eða öðru þess
konar efni, og má leggja trégólf þar
á ofan; gólf sé að minsta kosti feti
ofar en stórstraumsflóð. Kjallara má
ekki nota til íbúðar nema heilbrigðis-
nefnd leyfi, enda sé þá kjallarinn ann-
aðhvort við götu eða óbygt svæði,
sem ekki er mjórra ap 20 álnir.
fá eru reglur um, hvað stigar megi
vera mjóstir og bráttastir: breidd 1
al. 9 þml. minst í einlyftum húsum
eigi stærri að flatarmáli en 300 fer-
álnir. Tveir skulu stigar vera í stærri
húsum tvílyftum eða fleirlyftum, fram-
stigi eigi mjórri en 1 al. 12 þml.,
bakstigi 1 al. 3 þml. Frjáls gangur
sé að báðum stigum úr hverri íbúð.
Stigar séu reyrlagðir að baki og
kalkað yfir. (það gerir þá óeldfimari,
svo að fólk eigi hægra að bjarga sér
niður þá í eldsvoða).
Beykháfar má byggingarnefnd heimta
að séu 20 álna háir minst upp frá
jörðu, ef svo mikill reykur á um þá
að fara, að óþægindi muni af því stafa
fyrir þá, er næstir búa, að dómibygg-
ingarnefndar. (Gert ráð fyrir verk-
smiðjum).
Framantalin nýmæli öll taka aðeins
til nýrra byggÍDga og höfuðbreytinga
á eldri byggingum.
Undanþágur getur byggingarnefndin
veitt um hús og önnur mannvirki ut-
an kaupstaðarlóðarinnar.
Bæjarstjórn hefir yfirstjórn bygg-
ingarmála og þaðan má enn . áfrýja
þeim til lanashöfðingja.
Launaður byggingarfulltrúi, er bæj-
arstjórn skipar, hefir á hendi fram-
kvæmd byggingarmála eftir fyrirmæl-
um byggingarnefndar.
Flest munu nýmæli samþyktarfrum-
varpsins þykja vera til bóta yfirleitt.
Og hin, sem miður líka, standa til
bóta, með því að hér er enn iangt í
land til fnllnaðarúrslita.
Beglan um 20 álna götubreidd líkar
sjálfsagt vel, er kemur til nýrragatna.
En heimildinni til að reyna að breikka
eldri götur stendur sumum stuggur af.
En þar eru þó svo miklir varnaglar
við, að sá ótti hvarfur væntanlega,
þegar betur er að gáð. Fyrst og fremst
er byggingarnefnd að eins veitt h e i nv
ild til að leitast við að fá götu
breikkaða með því að leyfa ekki að
láta reisa hús af nýju nær miðri göt-
unni eins og hún er fyrirhuguð en 10
álnir. En til þess kemur því að eins,
að bæjarstjórn samþykki og vilji þar
að auki vinna það til, að greiða fult
endurgjald fyrir lóðarnám, en það
getur orðið afarhátt, ef svo stendur á;
og munu þá renna á bæjarstjórn tvær
grímur. Loks má áfrýja málinu (um
götubreikkunina) til landshöfðingja,
sem ganga má að vísu að muni líta
samvizkusamlega á rétt einstaklings-
ins, að hann verðí ekki fyrir borð
borinn. Mun því naumast til þess
koma, að fengist verði við breikkun á
eldri götum, nema mjög brýna nauð-
syn beri til, vegna umferðar. En þá er
leitt að hafa ekki h e i m i 1 d til þess.
Enda er hún raunar til í gildandi lögum
og hefir lengi verið.
Annað viðsjárvert nýmæli í margra
augum er það, að ekki megí hafa
timburhús hærri en »tvílyft« og
lágt »port« að auki; og vegghæð
timburhúsa mest 14 álnir. Nú eruhér
fáein »þrílyft« timburhús, og er þá
hugmyndin, að banna að fjölga þeim.
það er brunahættan, sem þar er ver-
ið nm að hugsa, og annað hitt, að
rétt þykir að hlynna sem mest að
steinhúsum, en þau virðast nú vera í
vændum alment, úr steinsteypu aðal-
lega, með því að nú er mönnum að
lærast rétt lag á því verki, og þar
næst ekki ólíklegt, að farið verði að
byggja úr innlendum tígulsteini.
(Orðið »einlyftur«, »tvflyftur« o. s.
frv. er haft í frumvarpinu í merking-
unni »en-etages«, »to-etages« á d.;
en það er miður rétt. Gólf í húsi er
aldrei kallað loft á voru máli. Gleggra
er að kalla »etage« lofthæð eða jafn-
vel etazíu, ef því er að skifta, og nauð-
synlegt þætti að láta lofthæð merkja
eingöngu hæð undir loft, sem er þó
óþarft).
Einna harðast mun þykja, að hverju
íbúðarhúsi skuli fylgja óbygð lóð ekki
minni en hússtæðið og sé áföst við það.
Sumir fljótfærir lesendur hafa Iitið svo
á, sem þetta eigi við ö 11 hús. En
það gildir að eins íbúðarhús, og er
fullhart eigi að síður þar, sem lóðir
eru dýrar, enda óþarft alveg t. d. þar
sem svo stendur á, að gata eða ann-
að autt svæði liggur að húsi á tvo
vegu eða jafnvel þrjá. Enda er mælt
að höfundar frumvarpsins sjálfir hugsi
sér nú að láta áminsta reglu ekki ná
til miðbæjarins, með því og að þar
fer íbúðarhúsum fækkandi — gerðar
úr þeim sölubúðir eða önnur mannlaus
húsakynni, sem reglan nær ekki til.
Sumt í samþyktarfrumvarpi þessu,
það er líka mun miðlungi vel, er
tekið beint úr lögum og óbreytt. En
það ræður ekki bæjarstjóm við. Svo
er um eldvarnarvegg milli húsa, ef
skemmra er á milli en 5 álnir, og ann-
að þar að lútandi (17. gr. frv.).
Sama er að segja um 23. gr.: um
reykháfa, ofna og arin. |>ví verður
ekki út af breytt eða vikið við öðru
vísi en með lögum.
Hér var í fyrra dembt á bæjarbúa
sem fleiri geysimikilli hækkun á vátrygg-
ing lausafjár, með samtökum af hálfu
hinDa útlendu brunabótafélaga. Fyrir
því veitir ekki af að vínna svo sem
hægt er að því, að draga úr bruna-
hættu, ef vera mætti, að það leysti
bæjarmenn að óinhverju leyti undan
þeim þungu búsifjum. f>að er eítt til
marks um, hve ómjúklega er á oss tek-
ið, Beykjavíkurbúum, í brunabóta-
skránni þeirra, — hún gekk í gildi 1.
júlí 1902, — að ef trésmíðar eru hafð-
ar um hönd í einhverju húsi, þá hækk-
ar eigi einungis iðgjald þar um J/2 °/00
fyrir hvern smíðabekk, með öðrum
um 3°/oo, ef bekkirnir eru t. d. sex,
heldur og fyrir muni í öllum húsum
skemur en 50 álnir þaðan.
f>ess ber að gæta, að þó að eitt-
hvað í þessari fyrirhuguðu samþykt sé
miður áríðandi að svo stöddu eða á
því reki, sem bærinn er nú, þá er ekki
ráð nema í tíma sé tekið. |>að sem
koma má í gott lag til frambúðar
kostnaðarlaust, gettir haft afarmik-
inn kostnað í för með sér síðar meir,
ef það er nú ógjört látið, og má þá
kenna um hrapallegri skammsýni og
óforsjálni. Framsýnisskortur fyrirbæj-
arstjórna bakar nú þegar bænum marg-
vísleg óþægindi og kostnað. Hvað
mun þá Verða síðarmeir, er bærinn
fer að taka stórstígari framförum, ef
enn á að ráða sama skammsýni og
fyrirhyggjuleysi?
Veðrátta
er heldur að lagast, farið að hlýna
og gróa nokkuð, en leysir smátt snjó
af fjöllum þó.
Oskammfeilin blekkingartilraun.
Fyrir nokkrum árum á háskólakenn-
ari nokkur í Ameríku að hafa komið
upp með það og þózt sannað hafa
með mörgum tilraunum, að áfengi
geri bæði að hita og styrkja líkatn-
ann, hafi sparnaðaráhrif á bæði eggja-
hvítuefni og kolefni og megi því heita
gott næringarefni.
|>eirri nýstárlegu kenningu af munni’
vísindamanns svöruðu ýmsir svo, að
því að eins væri nokkurt viðlit að
nokkur óhlutdrægur maður legði trún-
að á slíkt, að gerð væri grein fyrir,
hvernig tilraununum hefði verið hátt-
að.
|>á býður maður þessi, próf. Atwat-
er, hér um bil 50 mönnum í Chicago
á sinn fund í því skyni að sýna þeim
og skýra fyrir þeim tilraunir sínar og
árangur af þeim.
En hvaða fólk voru þessir 50 menn?
Sjálfsagt læknar og eðlisfræðingar,
munu menn ímynda sér, þ. e. menn,
sem færir voru um að skilja og meta.
tilraunirnar.
Nei-nei. |>að var öðru nær.
Hann varaðist að haja par við-
staddan nókkurn mann, er skyn bceri á
slíka hluti og jær væri um að dœma.
þessir 50, sem hann kvaddi til'
fundar við sig, voru tíndir saman úr
hóp alþýðuskólakennara í Chicago,
þeir er kunnugt var um fyrir fram,
að höfðu ímugust á vísindalegri bind-
indisfræðslu þeirri, er lögboðin er í
slíkum skólum í Ameríku.
Kunnugir mátu þetta þegar svo sem
hvort annað hneyksli, eins og það
var. þess er ekki getið, að nokkur
maður hafi á því glæpst þar vestra.
En hér í álfu gýs upp í vetur mik-
ill þytur um það, að frægur vísinda-
maður einn í Ameríku hafi fært sönn-
ur á það með 5 ára tilraunum, að á-
fengið hefði framantalda kosti til að
bera.
það var eins og áfengissölum og
Bakku8arvinum væri gefin heil jörð
hverjum fyrir sig og meir en það.
f>etta flaug eins og fiskisaga Iand úr
landi og málgögn áfengissala og önnur
bindindi andvíg blöð, sem vitanlega
eru í miklum meiri hluta í heiminum,
fluttu þann fagnaðarboðskap með
hinni mestu ánægju.
En þetta varð skammgóður verrnir.
það komst upp von bráðara, hvernig
alt var undir komið: a ð úr þessu
hneykslisuppátæki, sem gerst hafði í
Ameríku f,y r i r 5 árum, voru gerðar
5 ára vísindalegar cilraunir, a ð úr
umgetinni samkomu 50 barnakennara
hafði verið gerð sarakunda 50 vísinda-
manna, og þar fram eftir götunum.
Nánasta tiléfni uppþotsins var þó
ekki bein tilvitnun í ummæli próf. At-
waters, heldur hitt, að prófessor einn
í París, er Ducleaux heitir, hafði
glæpst á Atwater og haft það eftir í
grandleysí, er hann hafði kent, en
engar rannsóknir gert sjálfur þar aö
Jútandi. Hann varaði sig ekki á því,
að kenDÍng Atwater hafði verið hrak-
in gersamlega í Ameríku óðara en hún
kom upp. Og eins var nú farið með
Ducleaux í Prís af sérfræðingum þar
í áfengismálinu.
En eftir að flett er ofan af þessu
öllu og almenningi fullkunnugt orðið
víðast um heim, að hér er upphaflega
um að tefla mjög óskammfeilna blekk-
ingartilraun og annað ekki, þá — gerir
eitt íslenzkt blað hér í höfuðstaðnum
sér lítið fyrir og flytur kenningu At-
waters þessa nú fyrir skemstu eins og
heilagan sannleika!