Ísafold - 27.05.1903, Side 3

Ísafold - 27.05.1903, Side 3
119 Sumarvistamálið. f>eim hefir reitt þannig af í þetta sinn, samtökunum sem hér hófust í vetur um að útvega fátækum börnum hér úr bænum sumarvist í sveit, að málið hefir fengið góðar undirtektir í sveitum, þar sem fyrir sér hefir leitað verið, en miklu lakari hér. |>að hafa boðist milli 30 og 40 góð- ar sumarvistir, en ekki gefið sig fram nema 7—8 börn eða aðstandendur þeirra til að þiggja þær. f>eim hefir auðvitað verið ráðstafað. En þeir heiðursmenn aðrir, sem tekið hafa vel og drengilega undir málaleit Sumar- vistafélagsins, eru hér með látnir vita, að þeirra góðu tilboð geta eigi orðið þegin eða hagnýtt í þetta sinn. Fulla skýring á því, að hér virðist sem þeir, er að fátækum börnum standa, kunni eigi það sem kallað er gott að þiggja, er ekki vel hægt að gefa að svo stöddu. Helzt er gizkað á, að horft sé í atvinnumissi hér við fiskþurkun; það er mjög tíðkað orðið að nota til þess börn með, til léttis fullorðnum. Skógræktarmálið. Hingað er von í sumar á frægasta skógræktarmanni á Norðurlöndum, C. Y. P r y t z, prófessor í skógræktar- fræði við landbúnaðarháskólann í Khöfn og frumkvöðli skógræktartil- raunanna hér á landi (ásamt kapt. Ryder). Hann ráðgerirað koma hing- að til Rvíkur með Botníu 30. júní og fara héðan með Ceres kringum land, koma til Seyðisfjarðar 9. júlí, ferðast þaðau landveg upp að Hallormsstað og síðan vestur í Fnjóskadal að skoða Hálsskóg og því næst gróðrarreitina á Grund og Akureyri. þaðan fer hann landveg suður til Reykjavíkur, flytur hér fyrirlestur um skógræktarmálið og snýr eftir það heimleiðis. Hr. C. E. Flensborg skógfræð- ingur, er hér hefir dvalÍRt og ferðast um land undanfarin suraur og staðið fyrir skógræktartilraunum, kom hing- að í vor snemma og fór um daginn til Austfjarða með Ceres, ætlaði það- an til Akureyrar. Hann bregður sér austur til SeyðÍBfjarðar að taka á móti próf. Prytz, er hann kemur þangað, og ferðast með honum síðan alla leið hingað til Reykjavíkur. Hr. Flenaborg hefir ritað í vetur mikið vandaða og rækilega skýrslu um, hvað skógræktarmálinu leið hér í fyrra sumar, í Tidsskrift for Skovvæsen Bd. XV. Tvær slíkar skýrslur voru frá honum komnar áður (Islands Skovsag). Af bosningaliorfum og kosningaundirbúningi eru litlar 8em engar nýjar fréttir, nema að sagður er orðinn handagangur í öskjunni á Mýrunum. f>ar voru til skamms tíma eigi til nefnd nema sömu þingmanna- efnin tvö sem í fyrra, þeir Magnús próf. Andrésson og Jóhann bóndi í Sveinatungu Eyólfsson. Nú er talað um tvo í viðbót, Reykvíkinga, þá Indriða Einarsson revisor og dr. Jón þorkelsson landskjalavörð, og er ann- ar (I. E.) kominn þangað upp eftir, ef ekki báðir, í kjósendabónorðsför; en Htið látið á bera; hr. I. E. kallað að færi kynnisför upp að Hvammi til bróður síns. f>að ætti að vera og mun raunar yera lítíð vafamál, að Mýramenn fari ekki að skifta um þingmanu, að hin- um nýju frambjóðendum ólöstuðum. f>eir vita sem er, að M. A. próf. er °g verður þeim aldrei nema til mikils sóma á þingi, slíkur ágætismaður sem kann er, manna samvizkusamastur við þingstörf sem annað, vitur maður og vel að sér gjör, eljumaður og mjög svo áhugamikill um heill lands og lýðs. Böðvar prestur Bjarnason á Rafns- eyri er mælt að rcuni sækja fram í móti Sigurði prófasti Jenssyni í Barða- strandarsýslu, gerður út af »heima- stjórnar«-höfðingjunum. Fullyrt er eftir fréttum að norðan, að Jón frá Sleðbrjót verði ekki í kjöri í Norðurmúlasýslu, en að þar muni koma í hans stað síra Einar í Hof- teigi þórðarson. |>að er ósatt, sem hér hefir verið hermt í blöðum, að hr. Guðm. Finn- bogason sé hættur við framboð sitt í Eyjafirði. Hafísinn. Maður er nýkominn norðan úr Eyja- firði og segir hafíslaust alstaðar fyrir Norðurlandi nema inni á fjörðunum vestan fram með Húnaflóa. Miðfjörð- ur og Hrútafjörður auðir. Bæjarstjórn Beybjavíkur. Fnndur var haldinn föstudag 22. þ. m. Þar var vísað til veganefndar beiðni frá Sveini Ingimundssyni um girðing með fram Lágholtsvegi og sömnleiðis beiðni frá P. Péturssyni gjaldkera um rennu. Erlendi Zakaríassyni var synjað um erfðafestuland i Brekkunni fyrir austan og sunnan Steinkudys. D. Thomsen konsúl var veitt viðbót við erfðafestuland hans, Smiðjublett, renningur með fram norðausturhlið, um 300 Q faðm. fyrir 3 álna eftirgjald. Þá var Sig. Thoroddsen veitt erfðafestu- land vestan Hafnarfjarðarvegar með fram honum, 90 faðma langa og 60 faðma breiða skák, niður og suður til Yatns- mýrar 20 álnir frá veginum, fyrir 7 álna eftirgjald á dagsláttu. Bæjarstjórn vildi ekki að sinni kaupa lóð undir framhald Klapparstigs milli Laugavegar og Grettisgötu. Jóhannesi Hjartarsyni leyft að leggja lokræsi frá húsi sinu út i Landakotsspitala- lokræsið undir umsjón verkfræðings Kn. Zimsen. Fyrsta umræða um byggingarsamþykt, að eins framsaga. Samþyktar þessar brunahótavirðingar: á húsi Péturs Hjaltested úrsmiðs við Klapp- arstig 12197 kr., Eyólfs Ofeigssonar og Egils Eyólfssonar við Laugaveg 11827 kr., Geirs Zoega kaupm. við Vesturgötu 6910 kr., Jóhannesar Lárussonar við Laugaveg 5171 kr., Ögmundar Guðmundssonar við Grettisgötu 4045 kr., Þorsteins Þorsteins- sonar við Laugaveg 3056 kr., Ól. Th. Guðmundssonar við Grettisgötu 2715 kr., Sigurðar Jónssonar járnsmiðs (hakhús) við Aðalstræti 1364 kr., skúr Geirs Zoega kaupm. 574 kr. Fórn Abrahams. (Frh.) En það var um sjálfan mig, sem eg átti að tala. Æ, það er ekki margt að segja um gamlau mann, sem geng- ið hefir hina löngu leið vonbrigða og misskilnings. Eg er prestur og heiti Schmidt. það er alvanalegt nafn á alvanalegum manni, og það sem eg hefi sagt, er heldur mikið orðið. Hver eg er? Eg er kirkjulaus kenni- maður, og til hvers þarf hús af steini gert eða viði, er vér höfum yfir oss hina miklu himinhvelfingu og hafa má hvern stein fyrir ræðustól, og eg er annars svo rómsterkur, að allir heyra til mín, sem hlýða vilja á mig? Meira er ekki hægt um mig að segja . . . . jú, eitt enn, Eg er samvaxinn orðinn við þennan lýð. Eg sé með augum vina minna og hugsa eins og þeir. |>að fer vel um mig innan um þessa óbreyttu bændur. |>eir hafa mætur á mér og eg á þeim, og fyrr- um, þegar eg var á ferðum mínum meðal Iíaffa gangandi, var eg vanur að taka mér hvíld hjá einhverjum meðal bændanna í Dornenburg, sínum í hvert skifti. Mikið hefi eg ekki ver- ið fær um að afreka til þessa. Nú veróur það enn minna, er ófriðinum er lostið upp. Akur minn liggur í ó- rækt og illgresíð vex þar óðum. Já, nú er hernaðurinn hafinn. Eg fylgi vini mínum nú sem fyrri og vona og þreyi. Hvað get eg gert annað? Við hlið kristniboðanum og bak við hann hafði safnast saman, meðan hann var að tala, um hálft annað hundrað manna með barðabreiða hatta á höfði; þeir studdust við byssur sínar og hlýddu á nann, svo setn þeir munu oft hafa gert áður. |>að var í alla staði einkennileg sjón, að sjá þá sveit, er yfir lagði fölva skímu afturelding- arinnar, sem eins og þuklaði sig áfram gegn um þétt náttmyrkrið til þess að finna rifu, þar sem ljósið fengi eftir- þráð tækifæri til að ryðja sér braut gegnum dimmuna og þokuna til lú- inna og hverflyndra mannanna barna, sem eru alt af að biðja um ljós, meira ljós, en formæla því jafnótt, þegar það kemur loksins. Hefði borið þar að ókunnugan mann þessa stund, mundi hugur hans ef til vill hafa hvarflað til hinna fyrstu Púrítana. það var eins um þá, að þeir höfðu safnast saman með vopnum og við öllu búnir, er ofsókn vofði yfir þeim frá öllum hliðum—, og þarna sátu tveir niðjar þeirra í beinan legg og voru svarnir óvinir þessara Púrítana. |>að vakti fyrir Kennedy lautinant í svip, að undarlegt væri, að búin væri til skylda, er legði fyrir hann að hatast við alveg ókunna menn og vinna þeim alt það mein, er kostur væri á, og eins hitt, að þessir menn ættu að gera öðrum sömu skil, þeim, er þeir þektu eigi meira til. En hann hratt þegar frá sór þeim ó- skemtilegu bugleiðingum og leit til hlið- ar frá sér. þar lágu sveitungar hans í fastasvefni, eins og þeir, sem lún- ir eru eftir langa stritvinnu; þeir höfðu unnið dagsverk sitt, og hvað næsta dag mundi yfir þá drffa, var nógur tími til að hugsa um, þegar hann var runninn upp. Hm, kvað hinn ungi maður svo Iágt, að ekki heyrðist. f>eir eru sæl- ir; þeir eru lausir við að hugsa. Hráslaganæðing lagði yfir landið, þar sem þeir voru staddir, og þunn blæja silfurgrá tók til að hjúpa alt umhverf- is þá og lagði í gegnum fötin, er voru stirð af kuldanum og rakanum og ilt að hreyfa sig í þeim. En fyrirliðarn- ir ensku voru of miklir menn til þess að láta á því bera, að þeir fyndu til neinna ónota af því, er ekki vottaði minstu ögn fyrir í hinna bóp, sem stóðu þarna kringum þá, að þeir létu morg- unnæðinginn neitt á sig bita. En þá tekur Stephens alt í einu til að riða á fótunum og styður sig við félaga sinn. Kristniboðinn var óðarakominn þang- að sem hann stóð og bauð honura að súpa á ferðapela, sem van der Nath rétti að honum. Hann fekk sér tvo væna sopa af því, sem í honum var, en það var sterkt konjak, og kom þá dálítill roði í fölvar kinnarnar; en aug- un voru dauf og eins og slæða yfir þeim, sem sýndi, að hinn ungi fyrir- liði var orðinn hættulega veikur. Hitasótt, mælti kristniboðinn í lág- um hljóðum, er hann hafði þreifað vandlega á lffæðinni í honum. f>eir kinkuðu kolli hljóðir, er um- hverfis þá stóðu. f>eim varð ekki neitt hverft við það. f>að var heldur hitt, að þeim virtist það vera mjög svo eðlilegt, að hinir útlendu menn, er þangað voru komnir, þyldu ekki hin miklu og snögglegu hitabrigði. Og þó ekki bæri á, að þeir kæmust beinlínis mjög við yfir því, þótt maðurinn væri orðinn veikur, þá vottaði hins vegar ekkert það í hátterni þeirra eða svip, að þeir kættust yfir því, að fjandmað- ur þeirra var orðinn veikur og ósjálf- bjarga. Viljið þér ekki gera svo vel að halda áfram, prestur minn, segir Ste- phens lautinant, er hann fór að hress- ast ofurlítið. f>etta er lfklega svo sem ekki neitt, segir hann svo, eins og hann væri að spyrja um það; en virtist fremur gera það sjálfum sér til ofurlítillar huggunar en að bann bygg- ist við að því yrði samsint. Hinn gamli maður skildi, hvað hon- um bjó niðri fyrir, og aneri sér undan til þess að hinn tæki ekki eftir á augnaráðinu, að honum segði þungt hugur um. Hann hafði verið svo oft staddur við sóttarsæng, að hann var býsna-glöggur á það, hvort hætta var á ferðum eða ekki. Hér voru öll merki þess, að manninum var engin bata von, og svipur hins gamla manns var svo dapur, að sama var #ins og hann segði með berum orðum, að hann byggist við engu góðu. Lautinantinn veitti því enga eftir- tekt. Hann skildi prestinn heldur hins vegar, úr því hann sagði ekki neitt. Hann hjúfraði sig að félaga sínum og honum fór líkt og títt er um veika menn, að þeir gera sér góð- ar vonir í lengstu lög. Gerið þér svo vel að halda áfram, prestur minn, segir hann svo. f>eg- ar eg heyri í yður, þá finn eg ekki til hitasóttarinnar. Öllum þeim, sem með návist sinni heíðr- uðu jarðarfor mins elskulega unga sonar, Theodors Halldórssonar, og öllum, sem hafa auðsýnt mér aðstoð og hluttekning i sorg minni við fráfall hans, votta eg mitt innileg- asta hjartans þakklæti. Reykjavik 26. mai 1903. Guðný Jónsdóttir. EINS og- að undanförnu tek eg að mér að sterkja lín fyrir fólk. Einnig befi eg nú til sölu alls konar hálslín með öllu til- heyrandi, sömuleiðis nærföt handa börnum og kvenfólki, hvítar milli- skyrtur Og náttskyrtur handa herr- um, drengja sport skyrtur Og margt fleira. Alt mjög ódýrt. Aðalstrætl 9. Kristín Jónsdóttir. Unglingsstúlka 11—13 ára ósk- ast nú þegar í góðan stað. Ritstj. vís- ar á. Mjög ódýrt smiðajárn af öllu tægi, járnpípur alls konar, »fittings«, pumpur, botn ventílar, kranar, steypubaðsáhöld, reim- ar (1—3), sem ekki togna, ýmislegt til gufukatla og véla, ágætt smergel- léreft, vélaolía, olíukönnur, »tvist«, gúmíslöngur og plötur og marg annað fleira fæst hjá Gísla Finnssyni Vesturgötu 38. Fjölbreyttasta úrval! Bezta verð I hjá C. Zimsen. eru beðnir að vitja ísa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Zeolinblekið góða er dú aftur komið í afgreiðslu Isafoldar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.