Ísafold - 30.05.1903, Síða 1

Ísafold - 30.05.1903, Síða 1
Kemnr út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 30. maí 1903. 31. blað. jffuóJadé r~0. 0 F. 856129. Er. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 í spltalannm. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op- j in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstndags- og sunnudagskveldi kl. 8*/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. tí á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Náttúrugripasafn, i Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtrœti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Gufub. Royk.javik fer upp í Borgar- nes 5., 12. og ltí. júni; 3., 9., 15., 21. og 27. júli. Snýr aftur daginn eftir og kemur við á Akranesi báðar leiðir; skreppur þar að auki inn á Straumfjörð 13. og 16. júni, og ltí. og 21. júii. Suður i Keflavik fer báturinn 4., 6., 10. og 20. júní; og 7., 18., 17. og 24. júlí; snýr aftur samdægurs, nema 28. júni í stað 20., með því að þá fer hann austur i Vik. Kem- ur við i íiafnarf. og á Vogavík suður i leið 4. júni og 7. júli, og auk þess 6. júni báðar leiðir þar og víðar. Erlend tíðindi. Khöfn 19. mai, Ekki er neitt lát á Balkanskagaó- eirðunum. J>aðan berast dag hvern miklar sögur um unnin hryðjuverk. Er 8vo að heyra, sem Búlgarar hafist að meira en sjálfir Makedónar, þótt verið sé að berjast fyrir velferðarmál- um þeirra. T. d. voru það Búlgarar, sem alla sæmdina eða öllu fremur vansæmdina áttu af manndrápum í Saloniki, sem áður er um getið. |>eir atburðir hafa mælst afanlla fyrir hvarvetna og dregið mikið úr fylgi því, sem uppreísnarmenn hafa átt að fagna með vesturþjóðum álfunnar. Standa þeir nú mun ver að vígi en áður vegna þessara hryðjuverka, og er alls óvíst talið, að Makedónar fái nokkra verulega leiðrétting mála sinna. Játvarður konungur þykir hafa farið góða för suður í Róm og París. Eink- um er framkoma hans í París mjög rómuð. Frönsk »heimastjórnar«-blöð fóru allþungum orðum um konung og Breta, er það spurðist, að hans væri þangað vou, og eggjuðu alla sanna ættjarðarvini að smána konung með ópum og öðrum strákapörum. En úr því varð harla lítið, heldur var kon- ungi tekið með mestu virktum af öll Um lýð. J>að er þakkað stakri lipurð og kurteisi, sem Játvarði konungi er sérstaklega lagin, svo og fortölum frjálslyndu blaðanna. Austur í Mantsjúríu láta Rússar heldur ófriðlega. þeim er mjög í mun að ná landinu undir sig, til þess að oiga greiðari veg til Japans og Kína. í>eir hafa setulið á nokkrum stöðum þar í landi. Stórveldunum, einkum Bandaríkjunum, þykir meira en nóg um þær aðfarir og hafa krafist þess ótvíræðlega fyrir munn sendiherra sinna, að þeir hefðu sig á brott. þessu hafa Rússar svarað svo, að þeim gangi gott eitt til; þeim búi það eitt í hug, að vernda verzlun sína og hinna stórveldanna þar eystra. Ekki trúa stórveldin því meira en svo, og halda fast við sínar kröfur. Dregur eflaust að því, að Rússar megi láta undau síga. Dáinn er í gær (18. maí) Carl Snoilsky, helzta ljóðskáld Svía, rúml. sextugur (f. 1841). Frá Danmörku. f>að er þar tíðinda, að lokið er bandalagi vinstri- manna og sósfalista. — f>að var stofn- að fyrir nær 20 árum, um að hvorir styddu aðra í kosningum. f>að \ar á þeim tímum, er Danir áttu um sem sárast að binda undir Estrups-okinu. Sáu báðir flokkar, að slíkt bandalag var eina ráðið til þess að vinna bug á Estrup og hægrimönnum. Eftir langvinna baráttu tókst loks að koma vinstrimönnum til valda 1901. En eftir það tóku sósfalistar brátt að veitast að vinBtrimannastjórninni nýju, bæði í ræðu og riti; þótti hún mjög bregðast vonum þeirra og loforðum vinstrimanna. Nokkur hluti vinstri- manna vildi, að þeir segði þá þegar sundur með sér, og má telja Alberti ráðherra þar fremstan í flokki. En hinir frjálslyndari vinstrimenn vildu að bandalagið stæði enn fyrst um sinn og studdi »Politiken« það mest. f>ó gekk nokkur hluti vinstrimanna í lið með hægrimönnum í bæjarstjórnar- kosningum í vetur. f>á fór svo, að hægrimenn báru hærra hlut. Nú í þessum mánuði öndveróum áttu sósí- alistar þing með sér í Arósum. f>ar var samþykt að láta sósíalista bjóða sig til þings m ó t i vinstrimönnum f 12 kjördæmum, þar á meðal f kjör- dæmi Hage fjármálaráðherra. f>etta kölluðu vinstrimenn sambandsrof og sögðu bandalaginu þegar slitið. f>. 16. júnífara fram kosningar til fólksþings- ins. f>á telja hægrimenn sér vísan sigur í mörgum kjördæmum. fúngi var slitið 13. maí. Gufuskip Scandia kapt. Gundersen (229) kom i fyrra dag frá Mandal með timburfarm til B. Guðmundssonár. Gufuskip Perwie frá Thore-félagi kom hér í nótt frá útlöndum með timburfarm; fór frá Khötn 20. þ. m. Farþegar: 9 stúd- entar íslenzkir og 3 danskir köfunar- menn til Stokkseyrar — hleypt á land á Eyrarbakka. Skipið fer héðan til Ólafsvíkur og Stykkishólms. Póstgufuskipið Vesta er enn ókomið hingað, 3 dögum eftir áætlun. Hefir ef til vill tepst af hafís við Horn. Álygarnar á Framsóknarflokkinn. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja, hvað mest hefir einkent bar- daga-aðferðina gegn Framsóknarflokkn- um síðustu 3—4 missiri. f>að eru álygarnar. Látlaus rógur og óskammfeilinn, — aumlegt volæðisvottorð fyrir þá er þá vörn hafa úti látið, sönnun þess, að þeir viti sig sjálfa hafa ilt mál að verja, og að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna í þeim bardaga. 1. Mvitubrigzlin eru einn minni- legasti þátturinn. Afturhaldsflokkur- inn safnaði allmiklu fé í þinglok 1901 til undirbúnings kosningunum næstu, vonlaus um að komast hjá greinileg- um ósigri þá öðruvísi en með ríflegri fjárbrúkun. Enda var fullkunnugt, að ekki var sparað fé af þeirra hálfu í fyrra vetur og vor, alt fram á kjör- fund. f>að mun hafa skift allmörgum þúsundum. Hvort hagnýting þessi hafi öll verið lögmæt eða ekki, skal ekkert um dæmt. Auðvitað ekki látið fara í hámæli, ef eitthvað hefði út af borið. f>að hefir líklega verið í því skyni gert, að afsaka það fjársafn og hag- nýting þess, er smíðuð var sagan um mörg þúsund króna fjárframlag af hendi hlutabankamannanna í Khöfn, þeirra Arntzen’s og Warburgs, í svo nefndan kosningasjóð Framsóknaflokksmanna, sem engiqn var til nokkuru tíma. Stjórn flokksins lýsti þá sögu lygi alla frá rótum, og var þá að vísu þagnað á henni; en aldrei tóku þeir hana aftur né beiddust afsökunar, er hana höfðu til búið eða flutt sem víðast. 2. þessum rógi er skyld aðdróttun sú af hálfu eins meðal afturhalds- höfðingjanna að Indriða Einarssyni revisor, að hann hefði verið »keyptur« af fyrnefndum bankamönnum til þess að flytja þeirra mál eða hlutabankaus í ísafold, og var sá fyrir það dæmd- ur í háa sekt og ummælin dæmd dauð og marklaus, en birt yfirlýsing frá þeim, að drengskap viðiögðum og eiður boðinn fyrir, þar sem tekið var vand- lega út fyrir allar æsar um, að hann (I. E.) hefði aldrei nokkuru sinni hvorki beinlínis né óbeinlínis fengið neina þóknun eða fjárstyrk hjá þeim til þess að vera hlyntur hluta- bankastofnuninni eða vinna að henni á nokkurn hátt. En þeir A. og W. eru báðir valin- kunnir sæmdarmenn, er njóta hins mesta trausts og álits meðal þeirra, er þá þekkja. 3. Dunið hefir látlaust á Fram- sóknarflokksmönnum sá áburður, að þeir vildu með hlutabankastofnuninui ofurselja landið útlendu okurvaldi, en hinn flokkurinn hafi viljað forða því við þeim háska og ófögnuði. Og þó höfðu helztu menn hins flokksins, þess er þessum brigzlum beitti eða hans mál- tól, greitt fullnaðaratkvæði með stofn- un hlutabankans á þingi 1901. Enda öllum skynbærum mönnum vitanlegt og afflestum þjóðræknum mönnum viður- kent, að hlutabankastofnunin er hið mesta nauðsynja- og framfara-fyrirtæki fyrir land vort. 4. þegar ekki tókst lengur að af- stýra því, að lögheimiluð væri hluta- bankastofnunin, var það ráð tekið af hinna hálfu, að láta í veðri vaka, að þeir A. og W. væru ráðalausir að koma bankanum á fót sakir fjárskorts og lántraustsleysis, og væru því uppgefn- ir við það fyrst um sinn og biðu þess, að Framsóknarflokkurinn kæmist í meiri hluta á þingi, og notaði þá vald sitt til þe8s að leggja niður Lands- bankann og gera hinum þar með kleift að koma á hlutabankanum og ná peningavaldinu yfir landinu. En sannleikurinn er sá, að bæði eru þeir A. og W. stórauðugir menn, með um eða yfir 50,000 kr. árstekjur hvor, og traust reyndust þeir hafa svo ríflegt, er til kom, að þeim bauðst þá ferfall það, er þeir þurftu til banka- stofnuuarinnar, og það sém hlutafé, en ekki lán. 5. J>egar uppvíst varð um hina árangurslau8u tilraun í vetur að ná frá þeim A. og W. hlutabankastofn- unarleyfinu í hendur I.andmandsbank- anum í Khöfn í sambandi við Lands- bankann, fyrir 35,000 kr. — þ á mátti bankavaldið gjarnan komast í hendur útlendum auðmanni!— ogþað mæltist miðlungi vel fyrir, sem von var, fyrir margra hluta sakir, meðal annars þess, að þar með var stofnað til bankaeinveldis þess hér, sem látið var sem mest lægi á að af- stýra, — þá var óðara gerð tilraun til að snúa þeirri frétt upp í það, að það væri þ e i r, hlutabankamennirnir, sem hefðu viljað selja leyfið, en boðinu verið hafnað. Raunar var farið lágt og heldur gætilega með þann uppspuna og bausavíxl á réttu og röngu; með því að nóg eru vitni að sannleikanum; en það er söm þeirra gerð, er hér áttu hlut að. 6. Alla tfð síðan er konungsboð- skapurinn 10. jan. 1902 varð kunnur, hefir sá rógur verið fluttur með mik- illi frekju, að framsóknarmenn ætluðu sér e k k i að samþykkja stjórnbótar- frv. íslandsráðherrans — frumvarp þeirra sjálfra frá 1901, að ráðgjafabú- setunni viðbættri —, heldur fella það, og samþykkja í þess stað frv. frá 1901, ef þeir yrðu í meiri hluta á þingi. f>eirri lygi er enn á lofti hald- ið af miklu kappi, þvert ofan í eud- urteknar yfirlýsingar flokksins og ein- róma fylgi hans við frv. á síðasta þingi. Og til frekari áréttingar hefir sú lygi verið smíðuð, að hr. Einar Benediktsson hafi verið keyptur til þess af Framsóknarflokknum, að hefja baráttu gegn stjórnbótarfrumv. síðasta alþingis, — frumvarpinu, sem allur flokkurinn greiddi atkvæði með. 7. |>að er framhald af þeirri svik- semisaðdróttun, er andstæðingar Fram- sóknarflokksins hafa hvað eftir annað gefið í skyn fullum fetum, að hanu eða stjórn hans kosti blaðið »Land- vörn«, er hér var stofnað í vetur til I höfuðs stjórnbótarfrumvarpinu frá því

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.