Ísafold - 30.05.1903, Page 2
122
-
í fyrra. f>að blað hefir nú lýst það
helber ósannindi og boðið rógberunum
upp á að skoða reikninga blaðsins og
önnur gögn sínu máli til sönnunar.
En óvíst er, að þeir hætti samt.
Enda mun þetta eiga að vera aðal-
lega hefnd fyrir samlög meðal Fram-
sóknarflokksmanna og Landvarnar-
liða hér í þessu kjördæmi um sam-
eiginlegt þingmannsefni. En það vita
allir, að þess kyns samlög eru algeng
annarsstaðar meðal framsóknarflokka,
hversu sundurleitar skoðanir sem þeir
hafa jafnvel í stórmálum, til þess að
afstýra öðru verra, sem sé því, að
afturhaldshöfðingjar beri hærra hlut.
En þess sannmælis mun ilt að
synja Landvarnar-Iiðinu, að afturhalds-
sinnað er það ekki, og að því gengur
annað göfugra til sinnar baráttu en
ófrjó valdafíkn.
Ekki er þetta raunar nema hrafl
af álygum þeim, er beitt hefir verið
gegn Framsóknarflokknum. En nóg
mun það vera til þess að sýna, hve
sæmileg vopn eru að honum reidd og
hve fýsilegt muni mætum mönnum
að skipa sér undir merki þeirra, er
þar ráða fyrir.
-----9 •
Um að leigia utanríkisgufuskip
til
botnvörpuveiða.
Slík tillaga var til umræðu á auka-
þinginu í fyrra. Eftir henni átti
landshöfðingi að mega veita hérlend-
um mönnum leyfi til að leigja 1-—2
utanríkisgufuskip til fiskiveiðatilrauna,
En tillagan var feld á þinginu.
Eg hefi ekki séð þingtíðindin, því
miður, en hefi heyrt, að eio á@tæðan
fyrir synjuninni haíi verið sú, að ó-
líklégt væri að stjórnin í Khöfn vildi
staðfesta slík lög.
Eg á bágt með að skilja, að sú á-
Stæða sé á rökum bygð.
Eg skal leitast við að skýra þessa
skoðun mína með sennilegum ástæð-
um.
þ>að er fyrir löngu veitt heimild til
að taka á leigu utanríkisskip til verzl-
unar og vöruflutninga. Danir eiga
nóg af verzlunarskipum til að leigja,
og væri þess vegna ekki óumflýjanlegt
til þess að fá skip á leigu, að mega taka á
leigu utanríkisskip.
En Danir eiga mér vitanlega lítinn
kost fiskigufuskipa eða að minsta kosti
ekki svomikinn, að þeir hafi aflögu til
að leigja þótt ekki væri nema eitt
nýtilegt skip.
f>egar nú Landsbankinn er peninga-
tæpur, landssjóður getur ekki lánað
nema 30,000 kr. á ári til þilskipakaupa
og fáir Islendingar svo efnaðir, að þeir
geti keypt gufuskip, þótt lítið sé, þá
verður í mínum augum ástæðan líkust
því, að Danastjórn vilji koma í veg
fyrir, að vér getum fylgst með öðrum
þjóðum að ná fiskinum við vort eigið
land, eða með öðrum orðum, að hún vilji
ekki lofa oss að fiska nema af skornum
skamti. |>ótt nú Danastjórn hafi
ekki verið oss meír en svo hliðholl
stundum, þá dettur mér ekki í hug
að ætla henni slíkt.
Að fiskiveiðar séu arðsamari á gufu-
skipum en seglskipum yfirleitt sést
bezt á því, að flestallar fiskiþjóðir,
nema vér íslendingar, eru að fækka
seglskipura, og taka upp gufuskip.
Auk þess eru að tiltölu miklu færri
mannslíf í hættu á gufuskipum en
seglskipum, — þarf minni mannafla
að tiltölu.
Eg skal taka til dæmis botnvörpu-
skip. f>að má fiska eins mikið og
jafnvel meira á einu botnvörpugufu-
skipi með 15—18 mönnum en á 3
kuggum, sem hér gerast með 60
mönnum, og útgerðarkostnaður er að
öllu æðimiklum mun minni fyrir 1 botn-
vörpung en 3 kugga (kúttara).
Eg býst við, að sumum þyki eg
mæla öfgar. En þetta er þó satt;
mér er útgerð og veiðiaðferð á botn-
vörpungum talsverð kunn, og eins á
kuggunum okkar.
Ef útgerðarmenn eru nú í vandræð-
um að fá háseta á skipin, og sveita-
menn í vandræðum með vinnukraft,
því þá ekki að spara vinnukraftinn?
Eg hef heyrt menn er segja: það
ber sig ekki, að fiska á gufuskipum;
kolin eru svo dýr.
Já, rétt er það.
Kolin kosta helmingi meira á ís-
landi en á Englandi eða Skotlandi.
En vér mundum eyða meir en helm-
ingi minna jafnlangan fiskitíma vegna
þess, að fyrír útlendingum fer meir en
helmingur af tímanum í ferðir fram og
aftur, og skip brennir meiri kolum með
fullum hraða en á fiskveiðum.
Fyrir 10—12 árum var talið of stórt
fiskiskip fyrir Islendinga, ef stærra
væri en 30—40 smálestir. Nú vilja
flestir helzt hundrað smálesta skip.
Að nokkrum árum liðnum verður
vonandi fengin reynsla fyrir því, að
gufuskip séu betri. Vér verðum að
gera alt, sem vér getum, til að fylgjast
með öðrum þjóðum að ná sem mestu
af fiskinum.
Frakkar, Englendingar, Skotar, f>jóð-
verjar, Hollendingar, Belgir, Norð-
menn og Færeyingar, — allir þessir
veiða fiskinn, hvalina og síldina í haf-
inu kringum oas; hvorki vér eða Danir
geta aftrað því með lögum og varð-
skipi. f>eir koma og fiska hvort sem
vér viljum eða ekki.
Hið eina skynsamlega, sem vér get-
um gert, er að læra af þeim að fiska,
úr því að þeir kunna það betur en vér,
og fiska sem mest vér getum með sem
min8tum mannafla og minstum kostn-
aði að verða má að tiltölu við aflann,
og leitast við að fá aflann sem allra
bezt borgaðan.
Hafið kringum land vort er auðs-
uppspretta, já gullnáma. Ur þeirri
námu eigum vér að ausa. Eftir því
sem aflinn eykst og velmegun vex, og
verzlunarstaðirnir eflast, verður meiri
og betri markaður í landittu sjálfu fyr-
ir sveitavöruna. Sveitabóndinn á þar
af leiðandi hægra með að fá vinnu-
kraft. Hann getur þá borgað vinnuna,
héyjað meira og befcur, og hlynt að
ábýli sínu.
Vér erum allir limir á sama þjóð-
líkama, verðum að taka höndum sam-
an til að efla atvinnuvegina á sjó og
landi, bæta vegina, leggja nýja vegi,
svoað sveitamaðurinn þurfi ekki að eyða
öllum bezta vinnutímanum vor og
haust í að brjótast um á óvegum í
óþolandi aðdráttahnauki.
Oss vantar vita meðfram ströndum
landsins.
Oss vantar nýtilega höfn í Reykja-
vík, höfuðstað landsins.
083 vantar greiðari og tíðari sam-
göngur við önnur lönd, einkum Skot-
land og England, sem næst liggja.
Oss vantar fréttaþráð o. fl.
En hvað gerum vér?
Vér hálfsofum.
Vér höfum um miljón kr. í vara-
sjóði, en látum ógert flest sem gera þarf
landinu til góða.
Vér erum annaðhvort hinir mestu
fjármálagarpar hér í álfu og þó víðar
sé leiíað, eða þá þvert á móti. Onnur
ríki horfa ekki í að stofna sér í skuld-
ir til eflingar framförum og þrifum
á landi og sjó.
En vér söfnum í sjóð, en látum
flest ógert.
Betur að það yrði ekki köfnunar-
sjóður, — köfnun allra þjóðþrifa.
Forfeður vorir og afar grófu peninga
í jörðu, ef þeir áttu þá, og fundu þá
ekki aftur stundum.
Eg vona að betri dagar séu í nánd,
og að þing og þjóð fari að taka sér
fram og gefa atvinnumálum vorum
betri gaum, sveita- og sjávar-menn
taki höndum saman til bróðurlegrar
framfara-viðleitni og láti sér skilj-
ast hið fornkveðna, að »þá er öðrum
vá fyrir dyrum, er öðrum er inn kom-
ið«.
Fiskimaður.
*
* *
þess er nóg að geta til fróðleiks og
ómakssparnaðar höfundinum og öðr-
um, er kynnu að hafa ekki lesiðþiug-
tíðindin, fremur en hann, að það voru
aðallega »heimastjórnar«-menn, sem
risu í móti umræddri tillögu og fengu
hana felda, af þeirri miður heima-
stjórnarlegu ástæðu, að ekki mætti
veita íslendingum heimild til að Ieigja
utanríkisskip nema Dönum yrði veitt
hún líka, til fiskiveiða hér við land.
það mætti ekki setja þá hjá. Vér
mættum engin sérréttindi haía íþeirri
grein. J>eir bóldu því og fram, að
ella mundu lögin ekki fást staðfest.
Hinum, framsóknarflokksmönnum,
fanst þetta vera heldur innlimunar-
kent. Og þeir töldu þetta að öðru
leyti hættulausa tilraun, 1—2 skip
fáein ár, sem fiskuðu eingöngu utan
landhelgi, eins og önnur utanríkisskip,
um sömu slóðir sem botnvörpungarn-
ir ensku fiska nú og vér fáum ekki
fyrirmunað þeim.
Flutningsmaður tillögunnar (B. Kr.)
benti sérstaklega á, hver vinnusparn-
aður fylgdi því, að hafa gufuskip til
veiða í stað þilskipa þeirra, sem
nú gerast. »Ef maður gerir« mælti
hann, »að botnvörpuskip kosti 100,000
kr., þá samsvarar það verði 10 kútt-
ara, en á þeim 10 kútturum þurfa að
vera alls um 200 manns, þar sem
botnvörpuskipið kemst af með 14—15
menn. Hér er því æðimikill aparnað-
ur á vinnukrafti, og það ætti því sízt
að vera landbúnaðinum til hnekkis,
þegar litið er til þess atriðis« (Alþt.
1902 B 571).
það var Snæfellingaþingmaðurinn,
(Lárus Bj.), sem barðisfc af mestu
kappi gegn tillögunni.
Guðl. Guðmundsson svaraði honum
því, meðal annars, að sér væri óskilj-
anlegt, hvernig hann (L. B.) ætlaði
að fara að verja það gagnvart þjóð-
inni, að korna fram með tillögu um
að afsala þeim réttindum, sem þjóðin
hefir getað kreist út úr höndum Dana.
»Eg álít það mjög varhugavert« mælti
hann, »að þurka út takmörkin á milli
íslenzkra landsréttinda og dansks al-
ríkisréttar. það er þeim mun víta-
verðara, sem Danir sjálfir eru farnir
að viðurkenna réttindi vor«. (Alþt.
1902 B 575).
Byggingarsamþyktin.
Byggingarnefndin vill gera nokkrar
breytingar við frumvarpið (sbr. síðasta
bl.). þessar eru helztar:
Stuttar götur (sund) mega vera
mjórri en 20 álnir.
Vegghæð hÚBa má ekki vera meiri
en breidd götunnar. þetta á þó ekki
við um hús, sem reist eru við torg
eða við götu andspænis opnu svæði.
Vegghæð timburhúsa má vera 16
álnir og steinhúsa 25.
Hússtæði íbúðarhúsa mega vera alt
að s/4 þeirra lóða, sem ekki hafa
meiri breidd frá götu en 25 álnir, og
alt að 2/s þeirra lóða, sem liggja að 2
götum. f>ó getur byggingarnefnd veitt
hér ívilnun, ef lóð skerðist við götu-
breikkun.
Bárujárn sé utan á öllum timbur-
húsum.
Samþyktin öðlist gildi 6 mánuðum
eftir að hún er staðfest af landshöfð-
ingja.
Fólksfjölgunar-hraðinn.
Hvað lengi er fólkstala hér á landi
að tvöfaldast?
það er eitt atriðið, sem hr. Indriði
Einarsson hefir tekið til íhugunar í
aldarskýrslu sinni, þeirri er minst var
á í síðasta tbl.
Hann nefnir til samanburðar nokk-
ur dæmi af öðrum þjóðum hér í álfu
frá öldinni sem leið.
Hraðastur vöxtur þeirra á meðal er
tvöföldun á hér um bil hálfri öld.
Svo er um England (með Wales) og
Saxland.
Noregur gerir það á 59 árum og
Prússland á 62, Bkotland á 66, Dan-
mörk á 73 og Svíþjóð á 84 árum.
|>að er kunnugt, að íslandi dugði
hvergi nærri 19. öldin öll til tvöföldunar
á fólkstölunni.
Landsbúum fjölgaði hér um bil 312
á ári að meðaltali alla öldina. Tvö-
falt fleiri en 1801 yrðu þeir ekki orðn-
ir með eigi meiri fjölgunarhraða fyr.
en árið 1950. f>eir þyrftu með öðrum
orðum 150 ár til að tvöfaldast, og
yrðu þá 94 þúsund; voru sem sé 47
þús. í upphafi 19. aldar.
En vitaskuld var fjölgunarhraðinu.
miklu meiri en fyr segir, þegar leið á
öldina. Síðustu 20 árin fæddust
rúmir 700 fleiri en dóu um árið að
meðaltali, en hátt upp í 1000 síðustá
10 árin.
Með sama framhaldi og viðlíka
fólksflutningi af landi burt eins og þá,
2—300 á ári, yrði tvöföldunartak-
markið (94 þús.) komið árið 1920.
En 100,000 yrðu landsbúar orðnir
með sama fjölgunarhraða árið 1929t
f>á er tvöföldunarhraðinn orðinn 75
ár, eða litlu minni en hann var í.
Danmörku á öldinni sem leið.
Fjarri fer því, p,ð frjósemi kvenna
eða tíðar fæðingar ráði mestu um fólks-
viðkomu í landi.
Fyrri hluta 19. aldar komst t.ala
fæddra barna hér á landi sum ár upp
í 40 á þúsund landsbúa. En það er
óvenju-mikið. Svo sem 35 á þúsund
þykir gott annarsstaðar. T. d. ekki
nema 30—31 í Noregi, Svíþjóð og
Sviss á öldinni sem leið.
En þrátt fyrir þessa miklu frjósemi
hér framan af öldinni sem leið, fjölgaði
landsbúum þó nauðalítið.
|>að sannast þar sem ella, að ekki
er rninna í varið að gæta fengíns fjár
en afla.
Vanhöldin voru geysileg, einkum
barnadauði mikill og tíður, sakir lækna-
skorts og ljósmæðra. Sum árin gerðu
og skæðar sóttir mikinn usla. það
bar oft við öndverða öldina, að miklu
fleiri dóu á ári en fæddust. Mislinga-
árin 2 á öldinni (1846 og 1882) og 1
kveflandfarsóttar árið (1843) eru mestu
mannfeliisárin, um 1000—1200 fleiri
dánir hvert árið en fæddir. Stundum
bar við, að tala fæddra var viðlíka
miklum mun hærri en dáinna eða
vel það. Til dæmis árið 1853 fæðast
1345 fleiri en deyja og meira að segja
árið eftir (1854) um 1050 fleiri. f>að
hafa verið mikil veltiár í fólksviðkomu.
Viðlíka munur eða alt að því er býsna-
tíður síðasta tug aldarinnar.
Hátíðainessur.
Hvítasunnudag kl. 8 árd. síra Jón
Helgason; kl. 12 dómkirkjupr.; kl. 5
síðd. síra Friðrik Friðriksson.
Annan í hvítasunnu á hádegi kand.