Ísafold - 06.06.1903, Qupperneq 1
'Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
xninnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l*/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
Uppsögn (skrifleg) bundin við
íramút, ógild nema komin sé ti)
útgefanda fyrir 1. október.
A fgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
JReykjavík Jaugardaginn 6. júní 1903
33. blað.
JtuóJadó Jf'ta/ufaáMv
J. 0. 0. F. 856129. Er.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
bverjum mán. kl. 11—1 i spitalanum.
Forngripasafn opið md., mvd. og ld
11—12.
K. F. TJ M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi k). 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
eunnudagskveldi kl. 872 síðd.
Landakotskirkja. öuðsþjónnsta kl. 9
og kl. ti á hverjum helgum degi.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
41. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
41.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
•md., mvd. og ld. til útlána.
Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið
& sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Alþingiskosningar.
Rangæingar hafa kosið 2. þ. m.
þá síra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað
með 240 og landshöfðingja Magnás
Stephensen með 228 atkv.
Magnús Torfason sýslumaður hlaut
184 atkv., Þórður hreppstj. Guðmunds-
son í Hala 124 og Tómas bóndi
Sigurðsson á Barkarstöðum 44.
Kosningu hlutu í Arnessýslu 3. þ.
m. þeir Hannes Þorsteinsson ritstj. með
209 atkv. og síra Ólajur Ólafsson rit-
sjóri með 179 atkv.
Eggert bóndi Benediktsson í Laug-
ardælum hlaut 172 atkv. og Pétur
Guðmundsson kennari 156.
Kosnir í dag í Hafnarfirði fyrir
Gullbringu- og Kjósarsýslu þeir fíjörn
Kristjánsson kaupmaður með 265 atkv.
og dr. Valtýr GuÖtnundsson háskóla-
kennara með 229 atkv.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri fekk
89 atkv. og Aug. Flygenring kaup-
maður 65
Hér i Reykjavík var kosinn í gær
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri með
244 atkv.
Jón Jensson yfirdómari hiaut 224
Mýramenn kusu 2. þ. m. Magnús
prófast iHndrésson á Gilsbakka með 48
atkvæðum.
Jóhann bóndi Eyólfsson í Sveina-
tungu hlaut 46
Þar var tvikosið, og hlaut Indriði
Einarsson revisor fyrst 26 atkv., en gaf
sig þá frá. Af þeim 26 kaus helm-
ingurinn engan i síðara skiítið, en
hinn helmingurinn skiftist á þá Magnús
prófast og Jóhann. Þeir fengu í fyrri
. kosningunni 41 og 40.
Dalamenn kusu 2. þ. m. Björn
sýslumann Bjarnarson með 82 atkv.
Jens prófastur Pálsson fekk 77.
Atkvæðatala alveg söm ogí fyrra hjá
báðum.
Barðstrendingar hafa kosið Sigurð
prófast Jensson.
Fleiri voru ekki í kjöri. Böðvar
prestur Bjarnason gaf sig frá, er á
hólminn kom.
Norður-ísafjarðarsýsla kaus 2. þ. m.
Skúla Thoroddsen ritstjóra með x 84 atkv.
Afturhaldshöfðingjarnir efldu þar í
móti honurn í kyrþey á síðustu stundu
Arna nokkurn Sveinsson kaupmann.
Hann hlaut 42 atkv.
Þá er kunnugt um kosningu 11
þjóðjörinna þingmanna af 30.
Þar af eru 3 nýir, en 8 sömu og
á síðasta þingi.
Þessir 3 eru: landsh. M. St., síra
Ólafur Ólafsson og dr. Valtýr Guð-
mundsson.
Flokkaskifting að svo komnu alveg
óbreytt frá því sem var í fyrra.
Erlend tíðindi.
Nóttina milli 23. og 24. f. m. var
hafinn kappakstur á bifreiðum (automo-
biles) frá París. Skyldi ekiö suður
til Madríd á Spáni. Kappaksturinn var
bannaður þegar fyrsta daginn, með því
að hlotist hafSi mikið tjón af honum.
Níu eða tíu menn lótu lífið fyrir bif-
reiSunum og margir stórmeiddust.
HraSi bifreiðanna er ákaflega mikill;
sú sem hraöast fór, fór stundum 18
mílur danskar á klukkustund. Nærri
má geta, að ekki muni vera auSveit að
forða sór undan bifreiðunum á svip-
stuudu, er svo hp,rt er farið.
Samkynja slvs urðu á Englandi litlu
síðar, hjá Bristol. Biðu uokkrir menn
bana, en rnargir meiddust.
Um 200,000 manna verklausir í New-
York og þar í grend fyrir verkföll og
vinnuteppu.
Borg hrundi nýlega í landskjálfta í
Litlu-Asíu, Melazgerd, og týndu 2000
manna lífi.
Stjórnin í Búlgaríu taliu hafa orðið
uppvís að því að blása að ófriöarkolum
í Makedoníu í vetur og hjálpa upp-
reistarmönnum þar um fyrirliða og her-
gögn. Nú hefir Ferdinand Búlgara-
fursti verið látinn skifta um ráðaneyti
og skipa stjórnina ráðsettum friðsemd-
armönnum. Stórveldin vilja ekki láta
kotríkjum haldast upp að stofna friði
álfunnar í tvísýnu.
Svo er sagt, að meiri mannkvæmd muni
verSa í Khöfn af þjóöhöfðingjumálfunnar
á fertugsafmæli ríkisstjórnar konungs
vors (15. nóv.) en dæmi eru til á ein-
um stað í álfunni. Þar kemur Rússa-
keisari með drotning sinni, og Englakon-
utigur, Svíakowungur og NorSmanna,
Grikkjakonungur og hans drotning, og
Vilhjálmur keisari. Þar koma og dæt-
ur konungs allar: Dagmar Rússadrotn-
ing og Alexandra Englandsdrotning, og
Þyri, kona hertogans af Cumberland,
auk ýmissa konungssona og annarra
stórhöfðingja.
Eldur uppi
°g
Skeiðará lilaupin.
Skrifað er ísafold 30. f. m. austan
úr Mýrdal:
»Jón oddviti í Hemru Einarsson sá
28. þ. m. kl. 6 síðdegis mökk nokk-
uru rétt í landnorður frá honum, og
eftir því sem á leið eða kringum kl.
11 var mökkurinn svo þykkur orð-
inn, að líkast var sem hann kæmi
upp úr næstu hæðum í Tungunni.
Grísli hreppstjóri í þykkvabæjarklaust-
ursbjáleigu í Alftaveri sá einnig mökk-
inn um sama leyti og e 1 d i n n Einn-
ig sagði hann, að svo bjartur hefði
hann verið, að lýst eða speglað sig
hefði hann í læk fyrir austan bæinn.
Honum virtist eldurinn vera í átt
yfir Keldunúpi að sjá heiman frá
Hjáleigunni. Einnig sást mökkurinn
af Höfðabrekku-Háfelli. Telja menn
líklegt, að eldurinn muni vera uppi
annaðhvort framarlega í Yatnajökli
eða ofarlega í Skeiðarárjökli.
Líklegt telja menn h é r einnig, að
Skeiðará sé hlaupin eða að
hlaup sé í henni. þeir hafa það til
marks, aðí morgun kl. 3l/2, þegar far-
ið var að afferma timburskip, sem lá
hér fyrir utan í lygnum austankalda,
þá gerði svo mikinn vesturstraum, að
skip með 16 mönnum við árar dreif
það vestur, að þeir höfðu við illan
leik í sand og voru rótt lentir vestan
í urðina undir Reynisfjalli, með að
eins 2 smáa timburbúlka aftan í sér,
og tapaðist þó 1 búlkiun alveg. Var
að sjá sem hriugiðu í á, og sjórinn var
mórauður og megnan ódaun lagði af.
þorði timburskipið ekki annað en að
taka sig upp og sigla til hafs, og var
þó dauður sjór. — Kvöldið fyrir var
nokkuð niikið austurfall.
þessi mikli straumur mun ekki hafa
staðið lengur en 2—4 kl.stundir.
Bátur fór út í botnvörpung nokkru
síðar og var þá lítill straumur. Botn-
vörpungurinn hafði séð vel eld-
i n n utan af hafi.
Engar fréttir komnar síðan austan
yfir Sand.
þess skal getið, að í alt vor hefir
bæði Skeiðará og Núpsvötn verið þur
að kalla og hafa Oræfingar ekki þor-
að út í Vík í kaupstaðarferð, ef vera
kynni að hlaup kæmi á meðan og
tepti þá fyrir vestan.
Stefán póstur þorvaldsson frá Kálfa-
fellskoti í Fljótshverfi segir, að þann
27. þ. m. hafi Núpsvötnin verið farin
að fljóta yfir farvegi sína.
V i ð b æ t i r .
Eftir ferðamanni úr Landbroti er
reykjarmökkurinn að sjá frá þykkva-
bæ fyrir framan Fossfjall á Síðu, og
segir hann að jökulhlaupið í Skeiðará
sé óvenjulega mikið — sýslumanni
því harnlað frá að halda kjörþingið í
austursýslunni, enda hafði hann skilið
eftir umboð og kjörskrá í Öræfum,
þegar hann kom út um af manntals-
þinga umreið sinni í þessum mánuði.
Hvala- og síldarmálið.
Eftir
Matth. Þórðarson.
I.
Hr. Bjarni Sæmundsson adjunkt
hefir gert í ísafold rækilega grein fyr-
ir skoðun sinni á bvalveiðamálinu, og
á hann þakkir skilið hjá báðum máls-
pörtum fyrir alla þá útlistun. Ed
eins og það er víst, að hann hefir
reynt að gera alt sitt til að leiða
sannleikann í ljós og útskýra fyrir al-
menningi skoðun sína á ýmsum vafa-
atriðum, sem mest hefir verið um
þráttað, eins er það víst, að margir
munu þeir vera enn hér á landi, sem
láta ekki sannfærast, og enn fleiri, sem
þykjast ekki hafa fengið fullnægjandi
svar við þeim spurningum, sem gera
þetta mál að kappsmáli og ágrein-
ingsefni.
Hanu byrjar ritgerð sína á því,
að í haust hafi fyrst byrjað af nýju
mótspyrnan á móti hvalveiðamönn-
unum.
En það er ekki rétt.
Eg held að eg hafi orðið fyrstur
til með grein minni í ísafold í fyrra-
vor: »Botnvörpungar og hvalarar við
ísland«, að sýna fram á, að hvalnum
hér við land væri gjöreyðing búin af of-
sókn hvalveiðamannanna, og þar um
talaði eg eftir minni eigin eftirtekt
og sannfæringu.
þessi grein mín hafði þau áhrif, að
þingmaður einn, Ari Brynjólfsson,
kom fram með frumvarp um að leggja
50 kr. gjald á hvern hval, sem skot-
inn væri og fluttur til lands, —
sama eins og jeg hafði stungið upp
á —; en eftir það er þingið fór að
hreyfa þessu, fóru augu manna að
opnast og þeir sáu, að hér var mál-
efni, sem nauðsynlegt var að ræða og
skoða frá sem flestum hliðum, og þá
var það fyrst, að sfldarveiðendur og
aðrir fiskimeno fóru að bera saman
ráð sín um, hvernig hyggilegast væri
að reyna að aftra hvaladrápunum, sem
þeir töldu orsök til minkandi síldar-
veiða.
þannig er því gangur þessa máls,
að síldarveiðendurnir og þeir, sem sjá
fyrir eyðing hvalsins, vilja afnema
hvaladrápið, en hvalarar og þeirra
sinnar mæla í móti.
Nægar eru sanDanir fyrir því, að
hvalurinn hefir frá ómunatíð haft
stöðvar í hafinu kringum ísland: bæði
er í fornsögunum getið um mikla
hvalagengd og hvalreka, og þá bendir
Jónsbók á, að þótt hefir mikilsvert að
hafa glögg lagafyrirmæli um hvalreka,
sem mikil björg hefir orðið að alt
fram á vora daga.
Svo má að orði kveða, að hvalur
hafi á sumum stöðum við laudið verið
nokkurs konar búpeningur, sem vitjaði
á fæðingarstöðvar sínar og ól þar af-
kvæmi ár eftir ár. Svo hefir verið