Ísafold


Ísafold - 10.06.1903, Qupperneq 2

Ísafold - 10.06.1903, Qupperneq 2
134 þeir ali upp búfróða bændastétt, og um það aé ekki hvað minst vert fyr- ir búnaðinn. Naumast held eg sé rétt, að gera svo mikið úr áhrifum búfræðinga á búnaðinn. |>að er raunar svo, að umferða-búfræðingar hafa verið sendir út um land. En tíðast hafa þeir fiogið um sem fiðrildi, stungið sér niður hér og þar, sem helzt hafa ver- ið efni í búi, en sneitt hjá kotunum, eins og þar væri engin þörf á þeirra návist. Ef leitað væri atkvæðis þjóðarinnar um, hversu oft hverjum bónda um sig hefði auðnast að líta þessa bændafræðara augum, þá mundn furðumargir telja þá viðlíka sjaldséna og hvíta hrafna. Hins vegar held eg, að búfræðing- um væri yfirleitt ekki gert rangt til, þó að sagt væri um þá, að þeir séu ekki vel hæfir til að leiðbeina öðrum, að þeim sé í raun og veru of vaxið að vera leiðtogar. |>að hefir nú sumum búmönnunum orðið á að láta sér um munn fara, — að minsta kosti um nýgræðingana frá búnaðarskólunum. það er ekki nema eðlilegt, að ný- bakaðir búfræðingar séu lítt fallnir til þess starfa, því þeir hafa yfirleitt not- ið of lítillar tilsagnar, bæði bóklegr- ar og verklegrar, er að eins hafa lært í hérlendum skólum; og þó er þeim ntlað þetta starf stundum þegar eftir að þeir hafa lokið við skólanám, ungir og óreyndir, hafandi aldrei þurft að berjast við íslenzka búskaparerfiðleika og atrit, og eru því lítt kunnugir því, sem þeir þurfa að vita jafnframt bók- fræðinni: hið verklega ástand, er gömlu búmennirnir þekkja miklu bet- ur. Aður en búfræðingar séu færir um að knésetja gamla og reynda búmenn og lesa þeim fræði sín, þurfa þeir að nema meir en tveggja ára skólalær- dóm. En það hefir þó flestum þeirra ekki þótt við þurfa, þó að staða þeirra heimti það. Eg get ekki hugsað mér, að búfræð- ingar, eins og þeir eru tíðast, þegar þeir koma frá skólunum, séu færir um að gerast leiðtogar eða nýtir fræð- endur, enda þótt þeir hafi lagt alúð við nám sitt. Mér getur ekki betur skilist en að til þess þurfi miklu meiri bóklega þekkingu en þar er veitt, og auk þess holla og góða reynslu, sem skóli lífsins fær einn veitta. Stórstúbuþing Good-templara var haldið hér dagana 6.—9. þ. m. Fulltrúar voru þar 44; af þeim 30 ut- an Reykjavíkur, úr öllum fjórðungum landsins. Af ályktunum, er þar voru sam- þyktar, eru þessar merkastar: A ð fá lagt fyrir alþingi í sumar frumv. til laga um bann gegn aðflutn- ingi áfengra drykkja; en fái það ekki framgang, þá að fara þess á leit, að skipuð verði milliþinganefnd til að undirbúa málið undir alþingi 1905, og skorað á stjórnina að leita álits allra kjósenda á landinum um þaó. A ð sækja um aukinn styrk úr landssjóði (4000 kr.) til útbreiðslu bindindis. A ð skora á landsstjórnina að hafa strangt eftirlit með, að ekki fari fram ólögleg vínsala á gufuskipum kringum land, og að sett verði strangari ákvæði en nú eru um heimild lyfsala til að láta af hendi áfengi. A ð skora á kirkjustjórnina, að hún fari þess á leit við presta landsins, að prédika um bindindi á grundvelli kristindómsins að minsta kosti einu ainni á ári. Yfirmaður reglunnar hér á landi (stórtemplar) um næstu 2 ár var kos- inn héraðslæknir jpórður J. Thor- o d d 8 e n í Keflavík, í stað Indriða Einarssonar, er sagði af sér; ritari endurkosinn Borgþór Jósefsson verzl- unarmaður; féhirðir Halldó/ Jónsson bankagjaldkeri. Þingmálafundur í Hafnarfirði. |>ingmálafundur var haldinn 2. júnf 1903 í Goodtemplarahúsinu í Hafnar- firði. Á fundinum /voru staddir þing- mannaefnin: Dr. Valtýr Guðmunds- son, kaupmaður Björn Kristjánsson, bankagjaldkeri Halldór Jónsson og kaupmaður Ágúst Flygenríng í Hafn- arfirði. Fundarstjóri var kosinn Guð- mundur Guðmundsson í Hafnarfirði og skrifari Bjarni kennari Jónsson. f>essi mál voru tekin til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. 2. Heimullegar kosningar. 3. Ráðgjafaábyrgðarlög. 4. Fyrirkomulag æðstu innlendu stjórnar. 5. Alþýðumentunarmálið. 6. Sjávarútvegur. 7. Samgöngur. 8. Bindindismál. 9. Bæjarréttindi Hafnarfjarðar. 10. Læknir í Hafnarfirði. 11. Lán handa trésmíðaverksmiðju. Út af þessum málum voru þessar ályktanir samþyktar: Stjórnarskrárinálið. Fund- urinn óskar, að þingið samþykki stjórn- arskrárfrumvarpið frá 1902 heldur en að leggja út í nýja og óvissa stjórnar- skrárbaráttu til þess að fá numið rík- isráðsákvæðið burt úr því. En ef fyr- ir næsta alþingi liggur yfirlýsing ráð- gjafans um, að hann samþykki frum- varpið án ríkisráðssetuákvæðisins, þá óskar fundurinn, að þingið felli það ákvæði burt úr frumvarpinu. Samþ. í e. hlj. Heimullegar kosningar. Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja frumvarpið um heimullegar kosningar, sem legið hefir fyrir þing- inu að undanförnu, en stjórnin ætlar nú að leggja fyrir alþingi með litlum breytingum. Samþ. í e. hlj. Ráðgjafaábyrgð arlög. Fund- urinn óskar, sð alþingi taki til með- ferðar ráðgjafaábyrgðarlög, er ákveði nákvæmlega valdsvið ráðgjafans. Jafn- framt óskar fundurinn, að mál, sem rísa út af embættisfærslu ráðgjafans, verði dæmd af juridiskum, en ekki pólitÍ8kum dómstólum. Samþ. Alþýðumentunarmálið. Fund- urinn skorar á þingmenn kjördæm- isins: a ð stuðla að þvf, að efla mentun alþýðunnar og koma hinum lægri mentamáluru í viðunanlegt horf með þ\fí: a) að stofna með lögum kehnara- skóla með 2—3 ára kenslutíma. b) að skipa tryggilega umsjón með hinum lægri mentamálum. c) að fjölga föstum smábarnaskólum, þar sem því má við koma, og koma fastara og hentugra skipulagi á um- ferðarkensluna. Enn fremur útvega styrk úr landssjóði til að reiaa fyrir barnaskólahús. d) að hækka laun barnakennara til muna og áskilja það, að allir barna- kennarar hafi fengið kennarafræðslu, þeir er vinna við skóla eða umgangs- kenslu stunda, er styrkt er af lands- sjóði. e) að koma hinum æðri og lægri skólum landsins i sem hentugast sam- band, og að afnema forntungnanámið i latínuskólanum eða takmarka það sem mest má verða. Samþ. Sem viðauka við þessa tillögu í al- þýðumentunarmálinu samþykti fund- urinn, að skora á þingmenn kjördæm- isins að styðja að því: a) að kennaraskólinn verði í Flens- borg framvegis eins og að undanförnu og að fé verði veitt til að endurbyggja skólahúsið þar, að svo miklu leyti sem efni Flensborgarstofnunarinnar ekki hrökkva til, og að þingið styðji og efli Flensborgarskólastofnunina sem mest má verða. b) að veittur verði 2000 kr. styrkur úr landssjóði til barnaskólans í Hafn- arfirði, 1000 kr. til skólahússins og 1000 kr. til að koma á fót vinnustofu fyrir unglinga. Sjávarútvegur og önnur at- vinnumál. Fundurinn skorar á þing- menn kjördæmisins, að siglingar og sjávarútvegur verði trygður sem bezt, meðal annars með því: a) að samin verði lög fyrir íslenzka fiskimenn á þilskipum. b) að vitar verði reistir á þeim stöð- um, sem brýnust þörfin er á, svo sem í Vestmanneyjum og á Ondverðanesi, í Dyrhólaey og á Bjargtöngum. c) að fé verði veitt til skipakvíar og dráttarbrautar í Hafnarfirði, ann- aðhvort rfflegur styrkur eða hagkvæmt lán. d) að semja lög um lífsábyrgð sjó- manna, er lanassjóður veiti tryggingu fyrir. e) að lán verði veitt úr landssjóði til þilskipakaupa, er eigi verði látið sitja á hakanum fyrir öðrum lánveit- ingum, nvort heldur er innlend skip eða frá útlöndum. f) að auka vinnukraft í landinu. Samgöngur. Fundurinn álykt- ar, að akora á væntanlega þingmenn kjördæmisins: a) að styðja að því, að skipaferðum milli landa verði hagað svo vel, sem kostur er á, fyrir þá fjárhæð, sem að undanförnu hefir verið greidd hinu sameinaða gnfuskipafélagi; og b) að telegrafsambandi verði komið á milli Islands og útlanda með að minsta kosti 4 stöðum á íslandi. c) Fundurinn skorar á væntanlega þingmenn kjördæmisins, að gerast flutningsmenn þess á næsta þingi, að í fjárlögunum 1904—1905 verði veitt- ar 5000 kr. hvort árið til vagnfærs vegar milli Hafnarfjarðar og Keflavík- ur, gegn jafnmiklu tillagi frá sýslunni eða annarsstaðar. Bindindismál. Fundurinn skorar á væntanlega þingmenn sína, að fylgja fram á næsta þingi banni gegn aðflutningi áfengra drykkja til tslands, nemá til vísindalegra og verk- legra nota. Bæjarréttindi Hafnarfjarðar. Funduriun Bkorar á væntanlega þing- menu kjördæmisins, að gerast flutn- ingsmenn þeas, að Hafnarfirði verði veitt bæjarréttindi. L æ k n i r f Hafnarfirði. Fundur- inn skorar á væntanlega alþingismenn sýslunnar, að styðja að því, að Hafn- arfjörður með aðliggjandi hreppum verði aðskilinn frá lækmsumdæmi Reykjavíkur og gerður að læknisum- dæmi fyrir sig, og sé læknirinn búsett- ur í Hafnarfirði. Trésmíðaverksmiðj a. Fund- urinn skorar á væntanlega þingmenn kjördæmisins, að gerast flutningsmenn þess, að alt að 8000 króna lán verði veitt úr landssjóði til trésmíðaverk- smiðju í Hafnarfirði, með þeim beztu afborgunar- og vaxtakjörum, sem unt er að fá. Enn fremur var samþykt: B a n k a m á 1. Fundurinn álítur, að bankamálinu sé til lykta ráðið á heppilegan hátt, og óskar þess, að engin breyting verði gerð á því fyrir- komulagi sem nú er, fyr en reynslan hefir skorið úr, hvort þess sé þörf. Ósútaðar húðir. Fundurinn skorar á alþingi, að nema úr lögum bann gegn innflutningi ósútaðra húða, en setja í staðinn ákvæði, er stemmi stigu fyrir, að sóttnæmi gæti fluzt með þeim. Fleiri mál var ekki tekin ályktun um. Fundi slitið. Guðm. Guðmundsson fíjarni Jónsson fundarstj. skrifari Hvala- og síldarmálið. Eftir Matth. Þórðarson. II. (Niðurl.). En til þess að skiljist, hvað eg ber fyrir mig í þessu, skal eg gera nánari grein fyrir því. Hr. B. S. hefir haft það dæmi eftir mér, hvernig síldin hegðaði sér við Langanes og Austfirði sumarið 1901, og er það alveg rétt. Eg vil að eins gera þá athugasemd, að eftir því sem eg gat bezt séð, og eg heyrði aðra segja, sem kunnugir voru, þá mundi hvergi hafa verið hægt að kasta nót á þessu umgetna svæði, vegna þess, að síldin kom ekki nógu. nærri til þess. Eg vil taka annað dæmi. Á sjómælingunum með Díönu í fyrra sumar fyrir norðan land urðum við seinni hluta f júnímán. og fram f á- gúst varir við mjög mikla sfldarbreiðu, og var það eftir því, er við gátum bezt séð, sama síldin sem færði sig, austur á bóginn eftir þvf sem á leið sumarið. Hún var fyrst þegar við sáum hana í uppivöðum á svæðinu frá 6 mílur í norður og austur af Horni og alla leið nær því út við ísröndina, 12 míl- ur frá Horni. þessi síldarbreiða náði því yfir nokkra fermflna svæði; hún virtist á tímabilinu halda hægt og hægt áfram í stefnuna upp undir land og austur með því að Skagaströnd, í mynnið á Skagafirði, og 20. júlí var hún kom- in inn í Siglufjörð og veiddist þar þá dálítið í net djúpt í firðinum. En í iok mánaðarins stóð hún mjög þétt í öllu mynni Eyjafjarðar inn að Hrísey. Síldin virtist vera mjög róleg, og sást ekki nokkur hvalur í henni allan þennan tíma, og sjórinn bar þess vott, að mikið væri í honum af síldar- átu. Vér sögðum Eyfirðingum þeim, sem áttu nætur og áhöld, að fjörðurinm framan til virtist fullur af sfld, og bjuggust þeir þá og þegar við að hún kæmi, en það brást. þarna sýnir það sig ljóslega, að síld- in er til, þó að hún komi ekki svo nærri landi, að hægt sé að veiða hana í nætur. það þarf eitthvert afl, ein- hverja hreyfingu, sem getur fjörgað upp þennan fjörlausa sæg; það vantar hval; en hann er ekki til. þeir sem hafa stundað sfldarveiði, vita bezt, hvað hún er stygg, ef hún mætir nokkurri mótspyrnu eða verður hrædd, og kveður svo mikið að því, að fara verður með mjög mikilli var- kárni, róa af ákaflegri gætni og hægð, forðast allan skarkala og áraglamm, þegar verið er að draga fyrir, svo að alt fari ekki út úr höndunum á veiði- mönnunum; jafnvel lítill steinn, sem kastað er af óaðgætni í sjóinn, getur orðið til þess, að hún þjóti öll í burtu og ekkert fáist. Enda er það og al- geng veiðiaðferð bæði hjá Færeying- um og íslendingum í seinni tíð, að á daginn, þegar síld er í uppivöðum og verið er að veiða hana til beitu, að þá er netið lagt einhversstaðar í hópinn og reka þeir svo árarnar í sjóinn; þá þýtur hún í allar áttir, og þar með einnig í netið.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.