Ísafold - 10.06.1903, Side 3

Ísafold - 10.06.1903, Side 3
135 |>að er víst, að síldin er mjög stygg, og til eru mörg dæmi lík af ýmsum öðrum fiskitegundum, enda sérhverri lifandi veru meðskapað að forðast hættu. Vér vitum um l_ax og silung í ám og vötnum, hvað þeim er gjarnt á að fara langa leið til þess að leita að fylgsnum til að skýla sér í bæði und- ir bökkum, steinum, í djúpum hyljum o. s. frv. Vér vitum það líka, að hægt er að reka marsvíu á land með því að gera þau hrædd af grjótkasti og ólátum, og að allir fuglar og ferfætlingar, sem á landi eru, leita sér griðastaðar fyrir óvinunum og hættunni; hvað er þá náttúrlegra en að síldin geri slíkt hið sama? þ>ess vegna verður það eðlileg álykt- un, að úr því að hvalir lifa mest- megnis á síldarátu og síld, og úr því að hún er mjög hræðslugjörn og stygg, og af því að hvalir eru fyrirferðar- miklar skepnur, sem skjóta minni fiskum skelk í bringu, að þeirþáoft og tíðum hreki og styggi sfldina inn á flóa og firði, og að hún leiti sór skjóls upp undir landi. Eg hefi verið sjónarvottur að því og heyrt marga menn segja það sama, að þar sem hvalur hefir komið upp í síldarbreiðu, að hún hefir þotið í all- ar áttir, og oft áleiðis til lands, og eftir því sem hræðslan og stygðin hefir mætt henni meiri, eftir því hef- ir hún haldið sig þéttar saman. Og það sem hr. B. S. segir um síldina við Vestmanneyjar, að hún sé þar miklu spakari síðan farið var að skjóta hvalina, þá leiðir það af sjálfu sér, samkværat því sem eg hefi áður sagt. Hún heldur sig nú á víð og dreif í kringum eyjar og annes, þeg- ar ekkert er sem hræðir bana til að leita skjóls í víkum eða fjarðarbotn- um. 0. Wathne sál. sá líka, að þegar hún lá í djúpum fjarðarálum og kom ekki upp undir löndin, að eitthvað þyrfti til að hrekja hana þaðan, í stað- inn fyrir hvalinn, þegar hann væri ekki lengur til þess; en það verður að líkindum mjög dýrt, að halda gufu- skip til þess, að reka síldina upp und- ir land, og óvíst hvernig það gengur. Sú setning hjá B. S., að hvalurinn geti stygt síldina eins út aftur, eius og inn, er mjög rétt; en gæta verð ur jafnframt að því, að betra er að hún komi inn, en að hún geri það ekki, og veiðimennirnir ættu að vera fljótari að taka hana í net áður hún fer út aftur; svo að sú kenníng fellur af sjálfri sér. þegar vér komumst nú að þeirri niðurstöðu, að þessi konungur sjávar- dýranna, hvalurinn, sé bráðum algjör- lega búinn að vera, bæði drepinn og flæmdur í burtu frá landínu, hvað á þá að gera? Og þegar hitt er einnig víst, að með bonum hverfur að mestu síldarnótfiski í fjörðum, er þá rétt að standa þegjandi hjá og gera ekkert til þess að kippa þessu í lag aftur, ef hægt væri? Algert hvalveiðabann er ógerningur og ranglæti. En hinu vil eg halda fastlega fram, að réttast sé, eins og nú stendur, að leggja tiltekið gjald á hvern hval, sem skotinn er og fluttur hér á land; og í öðru lagi að hafa það jafnt af öllum hvölum, smáum sem stórum, að minsta kosti 50—100 kr. af hverjum. Að eg vil hafa það tiltekið gjald af hverjum hval, er af því, að eg tel það liggja beinast við, þegar menu vilja takmarka drápið. Svo er farið með rándýr, úlfa og refi, að þar fær skot- maður tiltekið gjald fyrir hvert dýr. Jafnt vil eg hafa gjaldið vegna þess, að eg tel jafnmikinn skaða fyrir landið, að eyða smáhvelinu eins og stórhvel- inu, og það herðir betur á hvölur- unum að skjóta þá stóru, en lofa hinum yngri að stækka, og þannig tryggja hvalveiðinni einhverja framtíð fyrir landið, efmönnum fynd- ist hún æskileg; að hinu leyti yrði misjafnt gjald til að valda óþarfa ruglingi og umstangi. Og sama má segja um það, að friða eina hvalateg- und, en láta skjóta hina. Að hvalararnir mundu fara í burtu og byrja á veiði í rúmsjó á stórum gufuskipum, getur auðvitað verið. En þá mundu þeir ekki vera fremur hér við land en við Grænland, Finnmörk eða fyrir norðan Asíu, og ólíklegt er, að sú veiði mundi svara kostnaði, því að svo mikið er víst, að sjór er hér við land mestan hluta árs svo ókyr, að ekki eru líkindi til, að þeir mundu verða hér að staðaldri og veiða hér eins eftir sem áður, oss til einskís hagnaðar. Stixrud, sem setti hvalastofnun á Tálknafirði, byrjaði líka fyrsta sumar ið á þannig lagaðri veiði, en stórskað- aðist og hætti svo. Eg býst líka við, að hvalararnir hugsi sig vel um, áður en þeir selja á- höld sín og báta, jafnvel fyrir lítið verð, og kaupi sér dýru verði annan útbúnað upp á von og óvon að beii sig. jpað er mikill munur að veiða smá- hveli frá litlum skipum með litlum út- búnaði heldur en að reka svona veiði í stórum stíl. En þegar hvalararnir eru nú nokk- urs konar »lausamenn í landí« og hafa haft lítil útgjöld að tiltölu, en miklar tekjur, og þegar að hinu leyti sjást spjöllin, sem þeir valda, hvaða ástæða er þá til að hlífa þeim lengur? |>ar að auki hafa þeir flestir orð á því, að eftir stuttan tíma sé ekki meira verk- efni fyrir þá hór, og þeir leiti sér ann- arra stöðva. Eg talaði einmitt í dag við verk- stjóra Bergs á Framnesi, sem hefir stjórnað vinnunni þar 11 ár, og segir hann, að eftir 5—6 ár beri veiðin sig ekki lengur, og að varla líði meir en 10 ár þangað til að engin hvalastofn- un sé á íslandi, þó að engin gjöld verði hækkuð, því drápið sé tifa.lt meira en viðkoman, og að líkindum mundi þá vera stórfyrirburður, að sjá hval við landið. Og Ellefsen sagði hann að hefði í hyggju að flytja sig til Grænlands, og koma upp stofnun þar, eingöngu af því, að hann sæi þurð á veiðinni hér. Betur væri að þeir færu sem flestir til Grænlands, því þá mundi hvalurinn flýja þaðan og til íslands, eftir kenn- ingu hr. B. S. Að ísland tapi svo miklu bæði til landssjóðs og sveita, ef hvalararnir fari, þá er það satt; en eg hygg, að ef síldarveiðin gæti aukist fyrir það, að þeir færu, þá væri tilganginum náð; og þegar vér virðum fyrir oss hinn beina hagnað, sem landið hefir haft af báðum þessum atvinnuvegum, þá verður síldarveiðin ofan á. Síldarveiðendurnir O. Wathne, Tulini- us o. fl. hafa unnið Austfirðingum og Norðlendingum meira gagn en hvalar- arnir Vestfirðingum. þéir W. og T. hafa rutt samgöngum braut, og aflað landinu þar með óbeinlí'nis mikils fjár, en hvalararnir gert mjög lítið í þá átt. Og þó að Ellefsen sé stórhöfðingi og góðgerðasamur, þá finst mér að ekki geti komið til mála, að hlífa honum fyrir það, og eitt verði því að ganga yfir alla. Af því eg veit, að almenningur mun telja ritgerð hr. B. S. svo sem nokkurs konar gerðardóm i hvaladeil- unni, en eg sá, að það þurfti að skoða málið frá fleiri hliðum en hann, gerir og það var svo nauðalítið, sem hann leiðbeinti mönnum með það, hvað ætti að gera, þá fanst mér það vera skylda mín, að skrifa þessar línur; og þeir menn, sem eitthvað skyn bera á málið, verða að ráða þingmönnum það, sem þeir geta bezt, svo að þeir þreifi ekki algerlega fyrir sér í blindni, um hvað gera skuli. Og hvað sem nú þingið kann að gera í þessu hvalamáli, þá er eitt nauðsynlegt, og það er, að landssjóður veiti svo mikinn styrk eins og hægt er, til íslendinga, til að veiða síld með reknetum. (Ritað á Heklu á Dýrafirði hvíta- sunnu 1903). Skilgetin börn og óskilgetin. Um tölu óskilgetinna barna hér á landi byrja ekki skýrslur fyr en 1827. það sem þá er eftir af öldinni hefir 6. hvert barn verið óskilgetið og þó vel það, segir í margnefndri aldarskýrslu Indr. Einarssonar. |>að er meira en gerist víðast annarsstaðar. f>au eru í Danmörku 10. hvert, og þykir mikið. Vaxandi hefir talan farið hér alt fram undir aldarlok. Henni þokar nokkuð niður á við aftur síðustu 5 árin. Var komin áður upp í full 200 af hverri þúsund fæddra barna. Höf. eignar fækkunina því, hve búskapur til sveita hafi verið erfiður og arðlítill síðustu árin. f>ví svo er að sjá, sem varla bregðist það, að næsta ár eftir hvert veltiár fæðist óvenjurflikið af óskilgetnum börnum, en að því skapi fátt eftir harðæri og sóttarár. Hór var afbragðs-fiskiár 1880 og raunar góðæri til lands og sjávar. Næsta ár, 1881, komst tala óskilget- inna barna upp í frek 500 á landinu. f>að er hér um bil 4. hvert fæddra barna þá. Annað fyrirtaks-fiskiár var 1884. Næsta ár fæðast hér 526 börn óskil- getin. f>riðja skiftið, sem vér rekum oss á geysiháa tölu óskilgetinna barna, er 1875, eftir þjóðhátíðarárið. Talan er 514. Milli 1880 og 1890 er tala óskilget- inna barna langlægst 1888, ekki nema 389. Enda var árið fyrir langharð- asta árið á því tímabili. f>ar næst er 1883, eftir mislingasumarið, með 420. f>að sem mestu veldur um óskil- getnað aó öðru leyti er að skoðun höf. ógreiður vegur í hjónaband og úr því aftur: haft á öreigagiftingum, vald hreppsnefnda til að skilja hjón, er þarfnast sveitarBtyrks, og sundra fátækum heimilum; hins vegar hjóua- skilnaðarfrestur 3 ár eða meir. f>að er þjóðarmein, ef mikið er um óskilgetin börn, segir höf. f>au fæð- ast fleiri andvana af því, að móðirin hefir ekki getað hlíft sér um með- göngutímann og tína miklu fremur tölu kornung heldur en skilgetin börn, með því að þeim er tíðum komið fyr- ir hjá vandalausum og fara á mis við móðurlega umhyggju. Hér á landi fer þó vissulega alt eins vel um börn hjá vandalausum. f>að dregur þó nokkuð úr þessu meini hér, að býsna- algengt er hér um foreldra óskilget- inna barna, að þau búa saman eins og hjón væri, og fer þá um börn þeirra eins og skilgetin væri. Niðurstaðan verðufl sú frá þjóðmegunar-sjónarmiði, að óhyggilegt sé að amast mikið við giftingum. Viðkoman verður söm hér um bil hvort sem er, og jafnt er henni ætlað að veita landinu vinnandi hend- ur, og yfir höfuð hvað sem líður hjú- skap foreldranna. En þjóðinni mein unnið með hverju því, er rýrir nota- gildi viðkomunnar, — kemur kyrking í hina uppvaxandi kynslóð. Þingmálafundargerð á Akranesj. Ár 1903, 28. maí var þingmálafund- ur haldinn á Akranesi eftir fundar- boði lektors f>órh. Bjarnarsonar. Fundarstjóri var kosinn hreppstjóri Jón Sigurðsson á Akranesi; mættir voru um 30 kjósendur. Á fundinum lýsti lektor þórhallur Bjarnarson yfir því, að hann byði sig fram til þingmanns Borgfirðinga við næstu þingkosningu, og að hann væri eindreginn með því, að samþykkja stjórnarskrárfrv. síðasta þings óbreytt. Á fundinum voru þessi mál tekin til umræðu og samþyktar: 1. S t j órnarskrármálið: Fund- urinu samþykti með 20 samhljóða at- kvæðum, að skora á alþingi 1903, að samþykkja stjórnarskrárfrv. síðasta þings óbreytt. 2. Bankamál: Fundurinn lét þann vilja í ljósi, að bankamál lands- ins standi óhögguð, eins og þingið hefir þegar gengið frá þeim. 3. Atvinnumál: Fundurinn lýsir yfir því trausti, að alþingi og væntanleg ný stjórn brúki fó og láns- traust landsins til þess stórum meir en verið hefir, að efla atvinnuvegi landsins, og að sjómenn, sem í fé- lagi vilja eignast þilskip, sé styrktir til þess með því að veita þeim lán til þess með sérstökum vildarkjörum. Skorað var á væntanlegan þingmann Borgfirðinga, að styðja að því á næsta þingi, ef unt væri, að breyting sé gjör á botnvörpulögunum frá 1898 í þá átt, er komm. Hammer hefirbenttil í ritgerð sinni í ísafold síðastl. vetur. 4. Mentamál: Fundurinnálykt- aði að skora á alþingi að veita aukið fé til mentunar alþýðu og kennara og að stofnsetja sérstaka kenslumálastjórn. 5. Viti á Akranesi: Fundur* inn ályktaði að skora á alþingi, að veita fé til fullkomins vita á Akranesi. Fundi slitið. Jón Sigurðsson. Jón Sveinsson. ■ I 1 ---- Höndlaður botnvörpungur. Herskipið Hekla handsamaði í fyrra dag enskan botnvörpung nærri Vest manneyjum, eftir mikinn eltingaleik og langa viðureign — varð að skjóta á hann lengi og beita fylstu ferð, áð- ur hann hafðist. Hann heitir The Sirdar, frá Hull, og hafði verið 5 daga samfleytt að veiðum í landhelgi við eyjarnar. f>að var sannað fyrir fram af sýslumanni með vitnaleiöslu. Enda fekk hann hæstu sekt, sem dæmi eru til, 150 pd. 8terling = 2700 kr., og afli og veiðarfæri upptækt að auki. Aflinn var geysimikill — á við 3 væna hvalreka, segja Vestmanneyingar. AmtM'áösfundur ónýttist. Amtmaður vor sunnan og vestan hafði sýnt þá ráðdeild af sér, að hafa amtsráðsfund hér í alþingiskosninga- vikunni, 6. þ. m. Afleiðingin varð sú, að of fáir sóttu fundinn til þess, að fundarfært yijði. En auðvitað verða amtsráðsmenn þeir, er fundarboðinu gegndu, að fá sér greiddan ferðakostn- að m. m. eins fyrir því. Jafnaðar- sjóður borgar, þ. e. bændur, alþýða. Nú á að gera nýja tilraun til fund- arhalds 25. júlí. Frá útlöndum hafa fréttir borist til 4. þ. m. (ensk blöð). f>ar er getið um ákaflega mikinn vatnagang í Ameríku, úr Missisippi, er valdið hefir miklum spellum. Sömuleiðís um skógarelda óvenju mikla í Quebec-fylki í Canada. Loks um mikið skipatjón og manna

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.