Ísafold - 24.06.1903, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eöa
tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 x/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
TJppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin si tii
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXX. árg.
Reykjavík miðvikudaginn
24. júní 1903.
88. blað.
JtudÁutá JfíaAýaAMi
I. 0. 0. F. 856269.
Augnlcekning ókeypis 1. og 3. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opið md., mvd. og ld.
11 — 12.
K. F. U M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
•sunnudagskveldi kl. 81 /siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
•og kl. ti á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
•endur kl. 10'/a—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
k' 11—2. Bankastjórn við ki. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3)
<md., mvd. og ld. ti) útlána.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2-3.
Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Aðalfundur Laudsbúnaðarfélagsins.
Mánudaginn 22. júní var aðalfundur
haldinn í Búnaðarfélagi íslands, og sóttu
þann fund um 50—-60 fólngsmenn.
Eftir fyrirmælum laganna skyrSi
F o r s e t i, lektor Þórh. Bjarnarson,
fyrst frá framkvæmdum og fyrirætlun
um fólagsins.
ViS árslokin 1902 átti félagiS í sjóði
fullar 32,000 kr., og hafði sjóðurinn
aukist um tæp 2700 kr. á 2 síðastliðn-
um árum, en sjóðsaukinn var þó í raun
og veru minni, þar sem nokkur hundr-
uð voru geymslufé til þ. árs. Nú
höfðu 174 nýir fólagar bæzt við árin
1901—1902, og ber að leggja við höf-
uðstól tillög þeirra, 1740 kr., og í ann-
an stað átti þar við að leggja þær 600
kr., sem fyrverandi stjórn gaf fólaginu
af ákveðnum árslaunum, og stóð það
sem næst í mörkum, að sjóðsaukinn í
raun og veru næmi þeim fjárhæðum.
Af eigum félagsins var um árslokin
þriðjungur kominn í bankavaxtabróf, og
um 3000 kr. standa í lóð Hósstjórnar-
skólans.
Sjóðsleifar Suðuramtsins voru í árs-
lokin 6400 kr., minkuð um 800 kr. á
árinu, enda hofðu 1000 kr. þaðan geng-
ið í tilraunirnar að verjast vatnavoðan-
um í Rangárvallasýsln.
Af Liebeslegati hafði í fyrsta sinn
verið veittur styrkur til búnaðarnáms
erlendis, 400 kr., og hlaut þann styrk
Flóvent bvístjóri Jóhannsson á Hólum.
Fólagar eru sem stendur fast að 520.
Fullir § búnaðarfólaga á landinu eru
komnir í fólagið, og væntir stjórnin
þess, að hin komi öl) innan skamms,
enda gert sitt til að minna þau á það.
Ýmsir áhugasamir vinir fólagsins hafa
unnið að því, að fá menn í fólagið, og
innan margra ára ættu fólagar að vera
orðnir 1000.
Forseti las upp ágrip af ársreikning-
'unum 1901 og 1902, og verða þeir
reikningar lagðir fram endurskoðaðir
fyrir búnaðarþingið í september næstk.,
ug skýrði forseti jafnframt nánara frá
því, hvernig fónu hefði verið varið.
Hann lagði sórstaka áherzlu á starf-
semi ráðunautanna.
Fyrstu 2 ár félagsins höfðu þeir lít-
ið að gera, eu verk þeirra færi nú sí-
vaxandi, og hér mundi reynast sem
annarsstaðar, að bændur lærðu að nota
þá. Feilberg hefir sagt svo, að ráðu-
nautastarfið væri það, sem hefði mest
og bezt hieypt fram búnaðarframförum
Dana. Að öðru leyti vísaði forseti í
skýrslur ráðunautanna og ritgerðir þeirra
í Búnaðarritinu.
Aþreifanlegasti. framfaravotturinn er
rjómabúin. í skýrslu Grönfeldts nú síð-
ast telur hann 10 rjómabú. Síðan eru
komin eða eru í aðsigi ein 7, og er
hart á að fáist forstöðukonur, sem fullr-
ar kenslu hafi notið í mjólkurskólanum
á Hvanneyri, og stofnunarlán eru tekin
til nýju búanna upp á væntanlega
veiting næsta fjárhagstímabils. Ráðu-
nautur Sigurður Sigurðsson hefði verið
erlendis í vetur sem leið, meðal annars
til þess að geta dæmt um gæði smjörs-
ins frá búunum. Hann hafði jafnframt
lært rækilega hina nýjustu mjaltaaðferð
(Hegelands) og mun keuna hana frá
sér bæði á ferðum sínum og hér í bæn-
um. 1 sambandi við þetta mintist for-
seti mjaltakenslunnar, sem fram hefir
farið að tilhlutun félagsins, og lagði
fram til sýnis hina nýútkomnu fyrir-
mynd fyrir fóður- og mjólkurskýrslur,
er fólagið hefir gefið út; er það ótniss-
andi bók fyrir alla, sem nokkuö kúabú
eiga sem heitir.
Áfskifti fólagsins af kjötsölunni eru
kunn af blöðunum. Tilraunin stóra
með skipsfarm af kældu kjöti reyndist
eigi fær, og mun fólagið gefa alþingi
skýrslu um það. Tilraunin f haust sem
leið með sætsaltað kjöt var of smá, til þess
að nokkuð verði á henni bygt, en gott
verð fekst fyrir dilkakjötið (75 kr.
tunnuna). Kvartanir Norðmanna yfir
saltkjötinu mjög athugaverðar, sölu-
horfur nú vondar, en því meiri ástæða
að leita umbóta. Stórt verkefni nýrrar
tíðar, að fiuna bezta markaðinn fyrir
afurðirnar. Og leiðin til að koma kjöt-
inu í fylsta verð varla önnur en fó-
lagsútflutningur í stórum stíl. Þá geta
slátrunarhúsin komið upp, sem átt hafa
svo örðugt uppdráttar.
Undirstaða alls er sjálfsagt grasið,
ræktun landsins. Björn kennari Jens-
son hefir þar vakið menn til nýrrar
umhugsunar. Gróðrartilraunirnar, sem
langmest eiga að fást við grasið, leysa
vonandi úr þessum vandaspurningum.
Til gróðrartilrauna verður stórum að
auka fjárframlög; áhuginn nyrðra mjög
gleðilegur; tilraunirnar verða að aukast
margfaldlega og færast út um landið.
Myndarleg plægingarkensla hefði farið
fram í Brautarholti á Kjalarnesi, verð-
ur víðar næsta ár, leitað t. d. fyrir sér
um það í Húnavatnssýslu; þetta þarf að
styrkja; verðum vonandi allir forviða,
hvað hestaflið ryður sór fljótt til rúms,
er skriðið kemst á.
Styrkir frá félaginu til framræslu og
áveitu hafa kornið niður eingöngu á
Suðurlandi; aðrir landshlutar hafa eigi
enn komist upp á að nota þá, og sýnir
þó ritgerð Sigurðar Sigurðssonar um
vatnsveitinga-engi, að víða liggur vel við
annarsstaðar, einkum fyrir norðan. Aft-
ur hafa rótt allir búnaðarnámsstyrkir
félagsins árið sem leið gengið til manna
úr norðuramti og austuramti.
Forseti lét þess getið, að stjórnin
gerði sór vonir um, að rannsóknir Jóns
verkfræðings Þorlákssonar leiddu til þess,
að vér fengjum gerðar hér á landi píp-
ur ti! framræslu, — verðið tvöfaldast eða
þrefaldast í flutningnum frá útlöndum
—; tækist það, gæti það orðið til ómet-
anlegs hagnaðar.
Eins og ný tæki þurfa að koma til
að þurka landið að marki, eins er það,
að girðingarnar gömlu, úr mold eða
grjóti, ná alt of stutt, þegar ræktin
vex. Stjórn fólagsins mjög trúuð á
gaddavírsgirðingar með járnteinum. Girð-
ingaleysið eitt almennasta og um leið
auðbættasta meinið. — Ovarið land,
sama sem óræktað land. — Enn eitt í
því efni, að víða eru þær bygðir, að
ekki er viðlit með rjómabú, og landið
tekur ekki við skjótum og dýrum engja-
bótum, og þar sem það svo bætist við,
að fólkið sjálft er ekki enn fært og þrosk-
að til kynbótafólagsskapar, þá er það
beinasta og enda eina hjálpin um sinn,
sem slíkum bygðum getur komið frá
Landsbúnaðarfélaginu, að styrkja menn
til girðinga, og þar líka jafnaðarlegast
sérleg þörf á slíkum starfa.
Því hefir verið haldið að fólaginu, að
hafa til sýnis og sölu öll búskaparáhöld,
sem þarf að kaupa að, og afla nýrra og
óþektra áhalda til reynslu. Þetta hefir
komist minst í framkvæmd; meðal ann-
ars á fólagið elrki hús til þess. Stjórn-
in hefir komið á víðs vegar verkfærasölu
frá merku verzlunarfólagi í Khöfn; en
verkfærin, sem áreiðanlega eru vönduð,
þykja dýr, og sú umboðssala hefir víst
lítið gagn gert. Þetta verkfæramál kem-
ur fyrir búnaðarþingið næsta í sambandi
við að koma upp húsi fyrir Hússtjórn-
arskólann. Stjórnin telur vandkvæði á
að halda honum áfram í leiguhúsi, mið-
ur hentugu og afardýru. Lóðin er til
á bezta stað. Þar má byggja yfir skól-
ann, vinnustofur fólagsins og verkfæra-
sýningu og sölu. Vitanlega yrði mest-
allur höfuðstóll fólagsins kyrsettur í
þeirri húseign, og verður það stórmál
rækilega athugað.
Laganýmæli hafði stjórnin með hönd-
um eftir áskorun frá rjómabúunum aust-
anfjalls; kemur á framfæri frumvarpi til
breytingar á lögum um verðlaun fyrir
útflutt smjör, í þá átt, að eigi só leng-
ur miðað við eitt fastákveðið verð, þar
sem smjörverðið færist svo rnikið til á
árinu.
Fólagið hefir farið fram á háifu meira
framlag úr landssjóði en nú er veitt ár-
lega, og taldi stjórn Búnaðarfólagsins
það hið minsta, sem af yrði komist með
2 árin, til þess að geta fært út kvíarn-
ar, eftir því sem verkefnin vaxa og
fjölga. Auk vaxandi gróðrartilrauna og
væntanlegra stórra engjabóta munar
mest um stóraukið framlag til kynbóta.
Fyrsta nautgriparæktunarfólagið er í
vor komið á stofu í Kjósinni. Tvö
kynbótabú fyrir sauðfé eru að komast
upp hér sunnanlands; liið þriðja, í Suð-
urþingeyjarsýslu, stendur á gömlum
merg.
Tvær héraðasýningar hafa verið haldn-
ar í þessum mánuði, önnur í Borgarfirði,
hin í Árnessýslu, báðar fjölsóttar, mynd-
arlegar eftir því sem vænta má. Þetta
örlítill vísir. Hér ósáinn akur búnað-
arframfara, og áreiðanlega einhver hin
allrafrjóasti.
Allar vonir þar sem í öðru á félags-
samvinnunni. Og ekki má gleyma ó-
beinu afleiðingum fólagssamvinnunnar
— þjóðaruppeldinu —, þar sem bæði
er að berjast við náttúruna og lundina
íslenzku.
Næsta verkefni fundarins var að ræða
búnaðarmálefni og tillögur þær, er ein-
stakir félagsmenn vildu bera upp til at-
hugunar fyrir búnaðarþingið.
Sighvatur Árnason (f. alþm.)
talaði um vinnufólkseklu í sveitunum
og um jarðabætur leiguliða, og lagði
fram 2 t.illögur til fundarályktunar :
1. Fundurinn óskar að milliþinganefnd
verði skipuð til að íhuga og undirbúa
gagngerða og alvarlega endurskoðun á
landbúnaðarlöggjöfinni.
2. Fundurinn óskar að alþingi nemi
úr lögum ábúðarskattinn (2. gr. laga
14. des. 1874 um skatt á ábúð og af-
notum jarða).
Fyrri tillagan var samþykt, en hin
seinni feld.
Björn Bjarnarson búfræðingur
í Gröf óskaði, að fólagið vildi styðja
meir að grasrækt en það hefði gert
hingað til, einkum með því að styrkja
bændur til gaddavírsgirðinga. Hann
taldi þær girðingar beztar, þar sem not-
aðir væri jöfnum höndum járnteinar
reknir niður og járnstólpar festir í steina.
Kom með tvær tillögur, sem voru sam-
þyktar :
1. Fundurinn ályktar að skora á bún-
aðarþingið, að auka útbreiðslu gadda-
vírsgirðinga með járnteinum og veita
styrk til þeirra.
2. Fundurinn skorar á stjórnina að
hlutast til um, að gaddavírsgirðingar
verði teknar til greina við úthlutun
búnaðarstyrksins.
Eggert Briem óðalsbóndi í Viðey
vakti máls á því, að nauðsynlegt væri
að semja lög um verndun girðinga, því
að það væri ekki enn komið inn í hugs-
unarhátt manna, að slík mannvirki hefðu
neinn rétt á sór. B. B. studdi það mal
og bar upp þessa tillögu, sem var sam-
þykt :
Fundurinn leggur til, að búnaðarþing-
ið hlutist til um, að út komi innan
skamms verndarlög fyrir girðingar, hlið
á vegum og önnur mannvirki til efling-
ar landbúnaðinum.
T r . G u n n a r s s o n, bankastjóri,
talaði um, að eftirlit þyrfti að hafa um
útflutt smjör frá rjómabúunum, og með
því að Sigurður Sigurðsson búfræðingur
hefði lagt sórstaklega stund á smjör-
gerð, þá væri æskilegt að hann hefði
það eftirlit á hendi. Guðjón Guð-
m u n d s s o n taldi svo mikla erfiðleika
að koma þessu eftirliti á, að það væri
ógjörningur enn sem komið væri. Smjör-
ið væri flutt út frá svo mörgum höfn-
um. Vandfundinn maður, sem væri