Ísafold - 24.06.1903, Page 2

Ísafold - 24.06.1903, Page 2
150 þeim vandu vaxinn, að hafa eftirlitið á hendi. Sigurður Sigurðgson væri minst- 4n tíma sumarsins hér f Eeykjavík. Samþ. tillaga frá Tr. G.: Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að koma sem fyrst á eftirliti með útfluttu smjöri frá rjómabúunum. Jens Pálsson, prófastur í Görð- um, talaði um kjötútflutning, að bryna nauðsyn bæri til að saltaða kjötið kæm- ist í meira verð. D. T h o m s e n, konsúll kvað ástæðuna til hins lága verðs vera þá, að meira flyttist út nú en verið hefði undanfarið og samkepni frá öðrum væri að aukast. Hann hélt þvf fra^n, að vér mundum geta fengið markað fyrir lifandi fó í Belgíu, á Hollandi og Frakklandi. Kvaðst fús að láta í té leiðbeiningar þar að lútandi, hve nær sem þess væri óskað. Guðjón Guðmundsson, bú- fræðiskandídat, tók fram, að verðfallið á söltuðu íslenzku kjöti 1 Noregi væri því að kenna, að vegna afleits heyskapar þar í fyrra hefði verið slátrað óvanalega miklu af fé, en hins vegar útflutningur á söltuðu kjöti hóðan af landi verið í fyrra miklum mun meiri en áður, því að lítið fó hefði verið sent til Englands; en þegar Norðmenn færu að fjölga fé sínu aftur, mætti búast við, að kjötverð- ið hækkaði. Samþykt var þessi tillaga frá síra Jens Pálssyni: »Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að íhuga, hvort ekki mundi tiltækilegt, að koma á eftirliti með slátruu, söltun og aðgreiningu á sauðakjöti á helztu útflutningsstöðum<j:. Jón Jónatansson, bústjóri í Brautarholti, mælti með auknum gróðrar- tilraunurw. Garðræktin væri komin í blóma, en grasræktin væri látin lenda á hakanum. Vildi að lögð væri aðal- áherzla á grasræktina. Einar Helgason, garðyrkju- maður, vildi láta búnaðarskólana gjöra grasræktartilraunir, og þyrfti það ekki að verða tilfinnanlegur kostnaður, með að því styðjast mætti við þær bendingar og reynslu, sem áður væri fengin, og eftirleiðis fást mundi í Gróðrarstöðinni hér í Reykjavik. Hann gat þess, að nú í vor hefði verið byrjað á slíkum tilraunum út um landið. Samþykt var þessi tillaga frá J. J.: »Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að verja hinu veitta fé til gróðrartil- rauna sem allrar mest til sjálfrar gras- ræktarinnar, til þess að leysa sem fyrst úr þeim spurningum í því efni, sem hafa praktiska þyðingu«. Gísli Þorbjarnarson, búfræð- ingur, bar upp þessa tillögu, sem var samþykt: »Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að styrkja ríflega efnileg bændaefni til þess að setja upp húsmenskn-grasb/li til sveita«. Vildi hann láta húsmenn fá ræktað land í sveit, og kvað það vera spor í áttina til að rækta landið, og með þessu móti mundu bændur geta fengið nokk- urn vinnukraft. Sighv. Arnason var á móti þessari tillögu; þessi búskapur yrði kraftlítill og jarðirnar versnuðu og skiftust sundur. F o r s e t i mælti með tillögúnni. Vigfús Bergsteinsson, hrepp- stjóri á Brúnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, var staddur á fundinum, og skyrði þar frá þeirri hættu, sem Eyjafjallasveit er búin af Markarfljóti, ef það legðist aftur í sinn gamla farveg, en nú er mest af því í Þverá. Væri því áríðandi að nota nú tækifærið til að hlaða fyrir fljótið samkvæmt uppástungu Sæmundar heit. Eyólfssonarog áætlunum Sveinbjarn- ar Ólafssonar og Sigurðar Sigurðssonar. Undanfarin þrjú ár hefir verið hlaðið fyrir þær kvíslar úr fljótinu, sem þar hafa lagst að, og hefir það hepnast, af því vatnið hefir verið svo lítið; en til þess að hlaða nú svo öfluga garða að dygðu, ef fljótið kæmi alt, þá þyrfti svo mikið fó til þess, að sveitin og sýslan gæti engan veginn borið það. — Um 40 b/li biði meiri og minni skaða af fljótinu, og þjóðvegurinn austur yfir yrði ófær frá Seljalandi að Hvammsnúp. Þingið mun þurfa að leggja fram fé til þjóðvegarins á því svæði, með fram bæjum undir fjallinu, og eftir áætlun Sigurðar Thoroddsens kostaði sá vegur 10,000 kr.; en á áætlun sinni hefði hann ekki talið með veg, sem gera þyrfti frá Seljalandi inn yfir heiðarnar að Neðradal, og mundi að öllum lík- indum kosta litlu minna. Þessi n/ja vegagerð mundi því kosta um 20,000 kr., en ef hepnaðist að hlaða fyrir Markarfljót, þá væri ekki þörf á neiuu fjárframlagi til vegagerðar á þessum kafla. Óskaði að málinu yrði beint til al- þingis. Sveitin mundi leggja fram all- mikla vinnu til fyrirtækisins, ef það kæmist í framkvæmd, og sömuleiðis eigendur jarðanna. Kosnir voru í fundarlok 3 búnaðar- þingsfulltrúar, þar af 2 til 4 ára, og 1 í stað yfirkennara H. Kr. heit. Friðriks- sonar það sem eftir er kjörtímabils þess, er hann var kosinn fyrir, en það eru nú 2 ár. Kosningu hlaut stjórnarnefnd- in öll: þeir E i r. B r i e m prestaskóla- kennari og Þórh. Bjarnarson lektor endurkosnir til 4 ára; og B j ö r n J ó n s s o n ritstjóri kosinn í stað H. Kr. Fr. heitins til 2 ára. Og 8YO neyðist eg til að kjósa hann Halldór. Osköpin öll hefir banka-klíkunni orðið um kosnirgaúrslitin í Kjósar- og Gullbringusýslu. Stjórnar- og banka- blaðið þjóðólfur dytur þegar eftir kosninguna þar skammagrein um okk- ur kjósendurna og ítrekar uppnefnið, sem blaðið gaf kjördæmi okkar í fyrra; kallar það enn svartasta blett i n n á landinu. Og svo er klíkunni bimbult, að hún getur ekki stilt sig um að láta hverja skammagreinina reka aðra, þá síðustu í téðu blaði 19. þ. m. það er sýnilegt, að bankaklíkan er alveg vonlaus um að geta haft okkur í vösunum, eins og til dæmis meiri hluta Eeykvíkinga; þvi eys hún ó- þverranum yfir okkur kjósendurna í blaði sínu. Sem dæmi upp á ritháttinn og ráð- vendnina vil eg taka kafla úr grein- inni í stjórnar- og bankatólinu 19. þ. m. óbreyttan. Hann er svolát- andi: »Aftur á méti hefir Björn Kristjánsson haft lag á því, að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum sýslunnar með verzlun sinni, verzlunarfélagsskap við ýmsa helztu menn- ina í hverjum hreppi, og notað þá síðan sem smala fyrir sig, hvern í sínum hreppi. Herðaklútur handa konunni eða léreft í dagtreyju kemur sér vel, og ef bankabygg reynist súrt, eða einhverjar aðrar vörur lika miður vel eftir verði, þá er reynandi að gera þá með lagi tortryggiiega, sem kunnu að verða keppinautar við kosning- una. H e 1 z t u kjósendur sýslunnar eiga eftir þessu að selja þjóðmálasannfær- ingu sína fyrir »herðaklút handa kon- unni eða léreft í dagtreyju« !! Slíkur ritháttur virðist ekki þurfa frekari skýriugar við. Höfunduriun þorir auðvitað ekki að nafngreina sig, enda þarf hann þess ekki, því fingraför hans eru jafn- an auðþekt, og ekki er hætt við að b 1 a ð i ð þurfi á nafninu að halda sín vegna, því ávalt er rúm fyrir ó- merktan saur i hinni botnlausu for- arvilpu þess, sem enn rennur vellandi og glæðandi hvern villuneista, sem finnanlegur er hjá fáfróðari hluta al- þýðu í landinu. þess vegna: Áfram með mentun alþýðu ! Ekkert er meiri sönnun fyrir þvf, að við þurfum að mentast en ein- mitt það hvað við alþýðuruennirnir ömumst lítið við blöðum, sem leitast við af fremsta megni að afvegaleiða okkur og siðspilla. þó að höfundur greinanna í stjórn- ar- og bankatólinu um þessa kosningu okkar sé nú orðinn vonlaus um að geta gint kjósendur Kjósar- og Gullbringu- sýslu á því, að hann vilji »einlæga fram- farastjórn«, og að *allir framfaramenn þinginu eigi að taka höndum saman til að mynda nýjan flokk«, o. s. frv. þá er lítil gróðavon að því fyrir hanu, að kasta nú hulinshjálminum og sýna okkur kjósendunum alla sína andlegu og siðlegu uekt; því hún var okkur áður kunn. K j ó s a n d i. Um bimaðarkenslu. Eítir Torja Bjarnason. I. það hefir verið lítið rætt um bún- aðarskólana nokkur undanfaiin ár. þingið hefir varla minst á þá, og al- menningur hefir gengið fram hjá þeim að mestu leyti þegjandi. Nú er aft- ur komin hreyfing á þetta mál. Norð- lendingar hafa breytt sínum skóla 9tórko8tlega. Hafa þeir hættviðverk- legu kensluna að sinni, en aukið og bætt bóklegu kensluna sem mest: breytt skólanum í vetrarskóla. þeir hafa líka horfið frá þvf, að láta reka skólabúið fyrir amtsins reikning. En 8vo hefir nýlega komið fram tillaga um gagngjörða breytingu á fyrirkomu- lagi búnaðarkenslunnar. Tillagan er frá Birni búfr. Björnssyni í Gröf, og felur í sér þessi fjögur atriði: 1, Að fjórðunga búnaðarskólarnir séu lagðir niður. 2, Að gagnfræðakenslu sé komið á stofn í Austfirðinga- og Vestfirðinga- fjórðungum. 3, Að verklegir búnaðarkenslustaðir séu útvegaðir einn eða fleiri í hverjum landsfjórðungi. 4, Að bókleg búfræðiskensla fyrir land alt sé stofnsett í Eeykjavík. Ástæðurnar fyrir tillögunni eru eink- um þessar: Kenslan í biinaðarskólun- um er ófullkomin að öllu leyti, og lítið annað en kák. Úr þessu verður ekki bætt nema með því, að breyta kenslunni svo, að hið verklega og bók- lega sé kent sitt á hvorum stað. Hið verklega er ekki unt að kenna til gagns í búnaðarskólum; »verknaður lærist að eins af framkvæmdum ein- stakra manna«. Bóklega kenslan verð- ur miklu betri í Beykjavík; þar eru nógir kenslukraftar við heudina. Til að árétta tillögur sínar bætir höfund- urinn aftan við ritgerðina kafla, sem hann kallar »dæmi frá nágrönnum vorum«. Á kafli þessi að sýna oss, að með Norðmönnum, Dönum og öðr- um Norðurálfuþjóðum ryðji sér meira og meira til rúrns sú búnaðarkenslu- stefna, að kenna hið bóklega og verk- lega hvort í sínu lagi, og hið verklega að eins á einstakra manna búum. — Tillögur höfundarins eru í m e s t a lagi varhugaverðar, og dæm- ið frá nágrönnunum er ekki rétt út reiknað. þetta ætla eg að reyna að sýna. — það munu allir verða höfundinum samdóma um það, að búnaðarskólun- um sé í ýmsu áfátt. þetta hefir oft verið tekið fram í ræðu og riti. En samt hefir enginn fyr komið með þá tillögu, að leggja skólana alla niður. Sumir hafa viljað fækka skólunum,. og þá um leið bæta bina, sem látnir væru standa. þessir munu hafa nfl. fundið til þess, að skólarnir voru gagnsminni en vera skyldi, einmitt af því, að þeir verða að búa við krappan kost. En þessum mönnum fanst ó- gjörningur að kosta svo miklu upp á landbúnaðino, að leggja öllum skólun- um svo ríflegan styrk, að meira yrði af þeim heimtað; töldu líka þarflaust að hafa skólaua fjóra. Búnaðarmála- nefndin á alþingi 1893 — sem hr. Björn átti sæti í — komst að þeirri niðurstöðu, að nnuðsvn væri að anka verkiegu kensluna vió skólana, og bæta þá að öðru leyti. Hún áleit líka ráð- legast, að halda skólunum öllum- Nefndin fann náttúrlega margt athuga- vert við skólana, en henni kom- ekki í hug að steypa neinum þeirra »fyrir ætternisstapa«, því síður að fara. þannig með þá alla. Skólarnir hafa til þessa allir notið styrks fráþinginu; en engin gangskör hefir verið gerð að því að endurbæta þá, fyr en Norður- amtið réðst í að gera gagngerðar. breytingar á Hólaskóla. þegar vér viljum finna hið hyggi- legasta fyrirkomulag á búnaðarkansl- unni hjá oss, þá er eðlilegt, að vér reynum að hagnýta oss reynslu ann- ara þjóða og haga kenslunni hjá oss svipað því, sem bezt hefir reynst hjá þeim þjóðum, sem oss eru líkastar. það er nú satt bezt að segja, að bún- aðarhættir vorir eru ólíkir búnaðar- háttum allra nágrannaþjóða vorra. Vér erum afarlangt á eftir þeim öllum í því sem kallað er búnaðarframfarir. Jarðrækt vor er lítil, fáskrúðug og ó- fullkomin, og búpeningsrækt vor er að ýmsu leyti í ólaei. — það hefir raunar verið líkt ástatt hjá öðrum þjóðum fyr meir; en þær har'a orðiA fyrri til en vér að bæta búnaðinn, og því eru þær nú lengra á veg komnar. Ef vér viljutu taka dæmi af öðrum þjóðum 088 til eftirbreytni í búnaðar- kenslumálunum, þá liggur vafalaust næst, að taka dæmi af frændþjóðum vorum, Dönurn og Norðmönnum. Hingað til höfum vér breytt eftir Norðmönuum, og er það í alla staði eðlilegt. Hér á landi er almenningi ókunn- ugt nm búnaðarkenslufyrirkomulag Dana. MeDn vita miklu meira um búnaðarkenslu Norðmanna. Nokkrir Islendingar hafa gengið í norsku bún- aðarskólana, og svo hefir herra S. Sigurðsson ritað ágæta grein um þá í Búnaðarritinu 1900. Eg ætla nú til samanburðar við tillögu herra Björns að mÍDnast lítið eitt á búnaðarkenslu- fyrirkomulag Dana og Norðmanna, og kann sumum að þykja það óþarft um Norðmenn, en eg kemst ekki hjá því, úr því eg fór að athuga tHlögu hr. Björns. Eg er ekki svo heppinu að hafa við hendina greinilega skýrslu um búnaðarskóla Dana. Skólarnir eru í minsta lagi 4, auk búnaðarháskólans, og svo fer fram meiri og minni fræðsla í búuaðarefnum við alþýðuháskólana, og þeir eru fjöldamargir, eins og kunn- ugt er. í búnaðarskólunum mun kenslan vera að miklu leyti bókleg; þó er einnig verkleg kensla á sumum þeirra. En allir búnaðarskólarnir — nema búnaðarháskólinn — standa í sveit, og eru í sambandi við álitleg. bú. Telja Danir það nauðsynlegt,.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.