Ísafold - 11.07.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.07.1903, Blaðsíða 3
171 123 kr. 20, en verði alinin 71 eyrir næsta snmar, geldur liann 156 kr. 20 a. í>að er 33 kr. skaði á afgjaldinu, og er þó ótalið gjald til sýslumanns, prests, kirkju og fá- tækra og fleira. Eg skyldi núekkerthafa á móti því, þótt tóvara væri talin, ef það væri rétt, en það er beinlínis rangt, og kemnr að óverðskulduðu afarhart niður á bændunum. Eftir lögunum á að eins að telja þær vörur, er ganga: 1. kanpum og sölum 2. innanhrepps 3. móti peningum. Það er ekki nóg þótt einhver húsbóndi láti t. a. m. bjú sitt hafa vaðmál upp i kaup sitt, enda er tóvöru slept mjög víða á Jandinu og hér í sýslu nú i ár alstaðar nema hjá séra Helgs. Aftur á móti er sel- veiði i Skógarstrandarhreppi og því má segja að sellýsi gangi þar, euda hækkaði verðlagsskráin afarmikið, ef lýsinu yrði slept. £>að lækkar meðalalinina alstaðar mest af öllu, þvi að alinin af þvi fer sjald- an fram úr 20 aururn. Eftir oftnefndum lögum átti verðlags- skýrslan að liggja Skógstrendingum tii sýnis 14 daga, en það kvað hún ekki hafa gert, Eg sendi yður því skrána aftur, en þér verðiö að endursenda mér hana i sein- asta lagi 7. deshr. og mundi eg sætta mig við, þótt hún lægi ekki frammi Jengur en viku i þetta skifti, og gætuð þér þá breytt henni um leið í það horf, sem eg hef farið fram á, ef yður og samnefndar- mönnum yðar sýnist svo. Eg tiunda ekki nema 1 */, hndr. og geld presti minum á- kveðna upphæð á ári, svo þér munuð fara nærri um að tilmæli min eru ekki af tómri eigingirni. Mér hlöskraði ástandið hér í sýslu áður en eg sá skrárnar frá sra Helga og frá Skógstrendingum, og ekki batnar í búi, ef meðalalinin hækkar enn. Þetta er kunningjabréf ætlað yður ein- um, og þér verðið að fara með það eftir því. Heilsið konu yðar og verið kært kvadd- ur, yðar einlægur L. H. Bjarnason. E. S. Eg hætti við að senda yður gömlu skýrsluna, en sendi yður eyðublað i stað- inn undir nýja. Hin yrði ljót, ef farið væri að krota ofan í hana, svo verð eg neyddur til að fara eftir henni, ef þér og þið fallist ekki á mitt mál, og eg á að senda aðalskrána með pósti tí. eða 9. des. Yðar sami L H Bj. Sthólmi 5. des. 1899. Kseri vin! Eg miutist á það í seinasta bréii, að illa hefði í rið um kýrbýttin. Eg heí seinna talað við son Lárusar; hann sagði mér, að kýtin hefði að eins komist i 9 merknr í fyira. En þér höfðuð eftir L., að hún væri 12—x3 raarka kú[!]. og sama mun hann hafa sagt öðrum, eða svo segir mér Jóhiinn í Yxney. Hún er komin nið- ur úr 6 mörkum annað málið og étur þó alt af eins og svangt útigangshross. Eg hripa yður þessar linur, til þess að þér látið L. vita, að eg vil ekki hafa þessa belju. Hann verður að flytja mér sjóveg á sinn kostnaö belju jafngóða því, sem hann sagði þessa, alt svo jafn-uuga, jafn- mjólkurháa og borna um sama leyti. Eila verð eg að lita svo á, sem hann hafi prettað mig, og svik hef eg engurn þolað bótalaust enn þá. Eg bíð yður að senua mér sem fyrst verðlagsskrárnar, sem Þórður á Höfða átti að færa yður. Þær eru komnar til min leiðréttar úr öllum hinum hreppunum. Yrðar skrá var nú ekki svo há í sjálfu sér, én vegna sra H. og tóvörunnar hefði hún orðið til að hækka ineðalalinina mikið. Verið þér nú sæll. Yðar L. H. Bjarnason. Sthólmi 15. X. 00. Kæii vin! Af því áð eg á að fara mér til heilsu- bótar með »Skálholt« til útlanda 30. þ. m., vil eg biðja yður að senda mér sem allra fyrst eftirfarandi skýrslur: 1. um dúnframtal 2. um verðlag landaura 3. um ábúðar- og lausafjárhundruð, til undirbúnings jafnaðarsjóðsgjaldinu. Eg ætla að reyna að klára skýrslur þessar áður en eg fer. Yðar einlægur Lárus H. Bjarnason Gaman væri að sjá yður áðnr en eg fer. Bróf þessi, sem auðvitað voru full- komin eign Jóns heitins hreppstjóra og síðan erfingja hans, gerði sýslu- maður ítrekaðar og óvægilegar tilraun- ir til að ná í að .Tóni látnum, fyrst við ekkjuna og siðan son þeirra Gunn- Iaug kennara, er hann kom heim í vor. Hann hótaði Gunnlaugi meðal annars að láta hreppstjórann taka þau, ef þau yrðu ekki látin af hendi góðfúslega, Og hann gerði sér lítið fyrir og gerði það, eins og meðfylgj- andi vottorð hreppstjóra sýnir : Eg nndirskrifaður Jón Jónsson á Vals- hatnri hreppstjóri i Skógarstrandarhreppi hefi I dag, samkvæmt. skipun sýslumanns- ins í SnæfelJsness- og Hnappadalssýslu, opnað allar hirzlur, læstar og ólæstar, til- heyrandi dánarhúi Jóns sál. Jónssonar á Narfí'yri, er dó 16. des. f. á., til þess að taka þaðari öll skjöl og bréf hins látna, er þar var að finna, og hefi ég nú pakkað þau saman í tvo kistla og forsiglað til þess að senda til hlutaðeiganda skiftaráð- anda, það votta ég hér með og kvitta fyrir. p. t. Narfeyri 15. maí 1903. JÓn JÓI1H8011 (hreppstjóri). Vitundarvottar: Jón Benediktsson. GunnJ. J. Jónsson. |>að bar til síðan, sunnudaginn næst- an fyrir Jónsmessu, eftir að Sigurður |>órðarson sýslumaður hafði yfirheyrt Lárus einu sinni eða oftar, að hann (Lárus) situr fyrir Gunnlaugi frá Narf- eyri í nágrenni við Stykkishólm og spyr hann fyrst með venjulegum reig- ingi, hvort það væri hann, sem fengið hefði ísafold í hendur bréf þau, er hann hefði ritað föður hans heitnum. Gunnlaugur játti því. |>á þrútnaði Lárus og belgdi sig allan, hótaði að berja hann og hrækja framan í hann; en af hvorugu varð þó. Síðan réði hann Gunnlaugi til að hafa sig burt úr sýslunni og verða ekki á vegi sín- um; og við það skildu þeir. Dýiðleg yfirvöld á voru landi Islandi uú a tímum, svona innan um og sam- an við. Af kjörbréfaraniisókniiini. Frá itr8litum kjörbréfarannsókuar- innar í þingbyrjun hefir áður skýrt verið. Og með því atð þau munu vera hin merkilegustu á sinn hátt, þeirra er sögur fara af hér, skal hór tii tínt dálítið úr umræðunum um það mál. Með því að atkvæðamunur var geysi- mikill á Stykkishólmskjörþinginu, voru þingmenn sammáia um, að misfellurn- ar þar mundu ekki hafa haft áhrif á kosningaúrslitin, en vildu láta rannsaka kæruna af landsstjórnarinnar hálfu, og kvað framsögumaður þeirrar kjördeila- ar (Guðl. Guðm.) svo að orði, að ef hún reyndist rétt, þá yrði því ekki neitað, að aðferð kjörstjórans á kjör- þinginu gæti hvorki talist réttmæt né lögmæt. Um Strandasýslukosninguna urðu mestar umræður, sem ekki var furða. Guðlaugur Guðmundsson, framsögumaður þeirrar kjördeildar,kvað meðal annars þá afsökun af hálfu þing- mannsefnis þess, sem kjörstjórnin lýsti rétt kjörinn, að hann hefði ekki komist á kjörfundinn fyrir óveðri, vera öldung- is ógilda, og það því fremur sem þess væri getið í kærunni, að þrír menn nafi kjörfundarmorguninn fariðyfirtor- færu þá, er þingmannsefnið teptist við. Skúli Thoroddsen kvaðst játa, að frá hálfu þingmannsefnisins, Guðj. Guðlaugssonar, væri þetta afsak- anleg yfirsjón; hann hefði auðvitað ætlað sér að mæta á kjörfundinum og því ekki hirt um að senda framboð og meðmæli á undan sér. Bn er hann nú heyrði h. 1. þm. Húnv. (H. J.) tala um »ofboð lítinn formgalla« á kosningunni, þá þætti sér úr hófi keyra. Eftir ákvæðum 22 gr. kosningarlag- anna gæti enginn orðið þingmaður, nema hann mæti annaðhvort persónu- lega á kjörfundi eða hafi sent til kjör- stjórnarinnar skriflegt framboð kvöld- inu áður, stutt af meðmælum eins eða fleiri kjósanda. Nú hafi ekkert slíkt framboð legið fyrir frá Guðjóni Guðlaugssyni, og því hafi í raun réttri að eins einn fram- bjóðandi verið í kjöri, sem sé Jósef Jónsson bóndi á Melum. Kvað hann kjörstjórnina hafa framið lagabrot, er hún kvað upp þann úrskurð, að tveir væru í kjöri, og væri því Jósef Jóns- son að réttu lagi löglega kjörinn þing- maður Strandamanna. Með því að samþykkja kosningu Guðjóns kvað hann þingið, eða þann hluta þess, er slíku kæmi til leiðar, gerast samsekt í lagabrotinu. En þar sem sá flokkur, er hann teldist til, vis8Í, að meiri hlutinn væri einráður í þessu, sæi hann ekki til neins að greiða atkvæði á móti, en mundi mót- mæla slíkri lögleysu með því að sitja, er atkvæðagreiðslan færi fram. Hvar sem hann hefði heyrt minst á þetta mál, hefði það verið einróma skoðun hjá almenningi, að eigi gæti það komið til mála, að kosning þessi yrði tekin gild af þinginu. Kvaðst hann jafnvel hafa heyrt suma þing- menu, er nú mundu greiða atkvæði með henni, hafa talið það vafalaust, að hún mundi verða ónýtt, og hugsað gæti hann það, að alþýðu manna færi ekki að lítast á blikuna, ef þingið úr- skurðaði kosningu þessa gilda. Hann kvað almenning líta þannig á mála- vöxtu, og það eigi að ástæðulausu, að þegar á kjörfund kom, hafi þar staðið tveir andstæðir flokkar, en að eins einn frambjóðandi, og hann af hálfu þess flokksins, er fáliðaðri var á kjör- fundínum. Meiri hluti kjörstjórnarinnar hugsar þá sem svo: »f>etta má ekki svo til ganga; kjör dæmið má embættisflokkurinn fyrir engan mun missa«. Sýslumaður fer þá að blaða í skjöl- um sínum, og finnur hjá sér prívat- bréf, með lauslegri framboðsráðagerð annars þingmannsefnis, er þeim hin- um sama mun aldrei hafa dottið í hug, að notað yrði í þessu skyni. En nota flest í nauðum skal. Kafli úr prívatbréfi þessu er færður inn í kjörfundarbókina, og notaður í stað framboðs, enda þótt hann bæri það með sér, að hann er eigi í þeim tilgangi ritaður, heldur hljóðar bréfið um hitt og þetta, eins og vant er um kunningjabréf. Mætti og geta nærri, að jafnfær maður sem þingmaður Strandamanna hefði ekki sent frá sér jafn-ólögulegt skjal, ef hann hefði ætl- ast til, að það ætti að skoðast sem frambcð. En þá væri spurningin, hvernig á því stæði, að meiri hluti kjörstjórnar- innar úrskurðaði, að prívatbréf þetta skyldi skoðast sem lögmætt framboð, beint ofan í lögin? Henni bæri svo að svara, að það stæði í beinu sambandi við það, að réttarmeðvitundin hér á landi væri orðin gersamlega spilt, eða »demoralí- aeruð«, sakir áhrifa hinnar núverandi innlendu stjórnar vorrar. Menn væru farnir að komast á þá skoðun, að fyrir hennar vmi giitu lög- in í raun og veru ekki, og mættu þeir því haga sér, sem hugur byði. Jafnvel úrskurðir yfirréttarins væru virtir að vettugi, svo sem menn hefðu séð dæmi til síðastliðinn vetur. Kvað hann það skyldu þingsins, að reyna að vernda réttartilfinningu þjóðarinnar; en gerði það hið gagnstæða, að slétta yfir frarain lagabrot, þá væri illa farið. Valtýr Guðmundsson kvað bersýnilegt, að kjörstjórnin í Stranda- sýslu hefði bakað sér þrefalda sekt. Framboðið fyrst og fremst eígi í »offici- ellu« bréfi, heldur í prívat-bréfi til sýslu- manns, þar sem kosningalögin fyrir- skipa »officielt« bréf til oddvita kjör- stjórnarinnar. |>ar næst vautaði skrif- lega yfirlýsingu þingmannsefnisins um, að hann hafi ekki l.xt.ð bjóða sig fram ancarsstaðar; og í þriðja lagi vantaði skriflega yfirlýsingu frá meðmælendun- um, er á að vera komin kvöldinu áð- ur. Hann vonaði, að þessi auðsæju brot á kosningalögunum væru öllum augljós. Að vísu hefði alþingí vald til að samþykkja kosninguna; en sorglegt tímanna tákn væri það, ef það vald, sem á að setja þjóðinni lög, gengi sjálft á undan í því, að fót- um troða lögin, og hryggilegt þætti sér að heyra h. 2. þm. Rangv. (lands- höfðingjann) láta það í ljósi, að hann mundi vilja samþykkja kosninguna. (M. St.: Hvernig hefi eg látið þann vilja í Ijósi?) Með því að taka fram í áðan með einu litlu orði, orðinu »nei«, sem af mátti ráða glögt og greinilega eftir sambandinu, að hann væri á því, að kosningin væri góð og gild. (M. St.: Ósannindi. Eg skora á forseta að hlífa mér við sí- feldum árásum þessa h. þm.). Kvaðst hann (V. G.) vona, að hann þyrfti ekki að vera vitni að því, að þeir menn, sem ættu að vernda lög og rétt, eins og h. 2. þm. Rang. (M. St.) og 1. kgk. þm. (J. Havst.), yrðu sjálfir með því að fótum troða lögin; því að gengju þeir sjálfir þar á undan, þá vildi hann spyrja, hvers vænta mætti af þeim, sem undir þá væru settir. Bað hann menn að líta á dæmi ís- lendinga fyr á öldum. Meðan virð- ing fyrir lögunum var vakandi hjá þjóðinnifá þjóðveldistímanum), fór alt vel; en þegar hún hvarf, hurfu landinu allar heillir. Hann kvað ný kosninga- lög nú vera í nánd, og yrði kosn- ing þm. Strandam. tekin gild af þing- inu, þá mætti skoða það sem bend- ingu til hinna nýju ólöglærðu kjör- stjóra (hreppstjóranna), að svona megi þeir fara að við kosningar eftirleiðis eins og kjörstjórnin í Strandasýslu nú, það geri ekkert til, þótt forminu sé ekki fullnægt, ef að eins eru nógu margir kjósendur um einn. Réttartil finning þjóðarinnar væri hér í veði, og það sæti illa á þinginu, löggjafarstofn- uninni sjálfri, að fótum troða réttar- tilfinningu þjóöarinnar; samþykt kosn- ingar þessarar meiddi sína réttartil- finning, og sér mundi þykja það sárt, ef hann þyrfti að bæta því við f menningarsögu sinni, er bráðlega mundi koma út á þýzku, að svona væri rétt- artilfinning þjóðarinnar misboðið af löggjafarþingi hennar. Hann kvaðst vona, að yfirvöldin, sem gæta eiga laga og réttar í landinu, sæju um, að hlutaðeigaadi kjörstjórn, sem gert hef- ir sig seka í lagabrotum, fái maklega sekt og áminningu. Hann kvað það ekki koma málinu við, þótt náttúr- ati hafi tálmað för þingmannsefnis- ins á kjörfund, enda sendi og hver fyrirhyggju8amur maður skriflegt fram- boð sitt í tæka tíð og sæi um, að meðmæli sín kæmi nógu snemma í hendur kjörstjóra. |>að eru ekki margar torfærur á milli Reykjavíkur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.