Ísafold - 11.07.1903, Blaðsíða 4
172
Vín og vindlar
bezt og ódýrust í Thomsens magasíni.
og Hafnarfjarðar, og sendi þó bæði
eg og samþingismaður minn í Kj. og
Gullbr.s. bæði framboð og meðmæl-
endaskjal þangað í tæka tíð, því við
ályktuðum sem svo, að við gætum
orðið veikir kjördaginn, og þá vildum
við ekki láta framboð okkar ónýtast
fyrir þær sakir.
|>eir málsmetandi menn, 2 eða 3,
er ráðgert höfðu að kæra kosningu
Ólafs Ólafssonar í Árnessýslu, höfðu
hætt við það. f>ó bom þaðan á end-
anum kæra með 10 mönnum undir,
sem varla vissi nokkur sporð né höf-
uð á, ekki kendir við nokkurt heimili
nema einn, hétu »Jón Jónsson* o. s. frv.,
og fullyrða kunnugir, að hún hafi verið
hér samin, og verið ætlast til að hún
vægi salt á móti Strandasýslukærunni.
Gallinn á kosningunni var að sögn sá
þar, að tekið var á móti einu eða
tveimur atkvæðum eftir að kjörstjórn-
in var farin að leggja saman atkvæð-
in, án þess að hún hefði þó úrskurðað
kosningarathöfninni lokið. f>etta kvað
réttlætisengillinn Hermann frá fúngeyr-
um einhverja »svörtustu kæru«, sem
komið hefði til þingsins, og mun flest-
um hafa fundist Kristján Jónsson
hafa rétt að mæla, er hann kvað
Hermann mega bera kinnroða fyrír
slík ummæli, enda fekk hann ekki
nema 2 með sér af 35 þingmönnum til
að neita að samþykkja þá kosningu.
Annar þeirra var Guðjón, sem var nýbú-
inn að greiða atkvæði með því, að
samþykkja kosningu sjálfs sín(!), en
hinn var — bankastjórinn.
Bökmentafélagsfimdur.
Síðari ársfnndur var haldinn hér
8. þ. m.
f>ar skýrði forseti, Eir. Briem, með-
al annars frá því, að Hafnardeildin
hefði átt í sjóði í síðustu árslok 19,230
kr., og að sú deild hefði á fundi 16.
ma'í þ. á. kosið 3 menn til að dæma
um yfirlit yfir sögu Islands á 19. öld,
er fram kynni að koma: dr. B. M.
Olsen, lektor f>órh. Bjarnarson og
adj. Pálma Pálsson.
Forseti gat þess, að þeirri ósk hefði
verið hreyft á fundi Hafnardeildarinn-
ar, að Tímaritið væri stærra og kæmi
út í 4 heftum árlega; hann skýrði frá
því, að sérlegar ástæður hefðu verið
til þess í fyrra, að Tímaritið var með
minsta móti, þar sem efnió var ekki
meira og dálítill aukakostnaður væri
að gefa út í heftum. All-langar um-
ræður urðu um umbætur á Tímaritinu
og ráð til að fjölga meðlimum og gera
félagið vinsælla. Sú tillaga var borin
upp og samþykt með 19 atkv. móti 6:
»Að skipuð 8é 3 manna nefnd í
8amvinnu við stjórnina, að íhuga,
hverjar breytiugar æskilegar væru á
fyrirkomulagi og útgáfu Tímaritsins,
og hvað tiltækilegt væri að gera til
að efla hag félagsins, og leggja fram
tillögur sínar fyrir næsta ársfund«.
Kosnir voru í þá nefnd: Guðm.
Björnsson læknir, mag. Guðm. Finn-
bogason og kand. f>orsteinn Erlingss.
Stjórninni falið að ráða Skírnisrit-
ara næsta ár. í sambandi við það
mál var þess óskað af ýmsum félags-
mönnum, að sleppa hinni útlendu
bókaskrá; bent á í stað hennar að
gefa stuttar lýsingar af einstöku merk-
isritum nýútkomnum. Ákveðin tillaga
kom fram svolátandi:
•Fundurinn skorar á stjórnina að
gera sem fyrst ráðstafanir til, að hmni
útlendu bókaskrá með Skírni verði
breytt á þann hátt, að í stað hennar
komi stuttir ritdómar um merkustu
útlendar bækur í helztu fræðigreinum«.
Tillagan var samþykt með 15 at-
kvæðum gegn 10 af 35 viðstöddum á
fundi.
Stjórn deildarinnar endurkosin: Eir.
Briem, Björn Jensson, f>órh. Bjarn-
arson og Morten Hansen; varamenn
sömul.: Stgr. Th., Halld. J., Pálmi
Pálsson, Sig. Kristj. Og í Tímarits-
nefnd: Helgi Pétursson, Jón Ólafsson,
Guðm. Björnssou og Guðmundur Finn-
bogason.
Póstgnfuskipið Botnia kom vestan
a<5 i gær og með henni a!l margt farþega,
þar á meðal sýslnm. Halldór Bjarnason á
Patreksfirði og hans frú.
Gufuskip Ansgarins (356, Halvorsen)
kom í fyrra dag frá Liverpool með salt-
farm til G. Zoega og Th. Thorsteinsson.
Meiðyrðamálið móti áhyrgðarmanni
Þjóðólfs, er Kristján Jónsson yfirdómari
höfðaði gegn honnm í vor snemma út af
aðdróttunum fyrir úrskurð yfirréttarins um
itarlegri rannsókn i verðlagsskrármálinu
úr Snæfellsnessýsln, er löngu dæmt í hér-
aði og var ábyrgðarmaðurinn sektaður um
100 kr. og dæmdur i 20 kr. málskostnað.
StjórnarKkrárináiið
var til 2. umr. í dag í neðri deild.
Litlar umræður (H. H., L. H. B.,
Guðl. G. og landsh.)
Landshöfðingi las upp það
svar frá Alberti ráðherra við fyrirspurn
um, hvernig því mundi tekið, ef strik-
uð væru út úr frumvarpinu orðin »í
rikisráðinu«, að þá mundi það ekki
hljóta konungsstaðfestingn.
Malinu var síðan vísað til 3. umr. í
einu ldjóði með nafnakalli.
Prá útlöndnm
hafa borist ensk blöð frá 20.—21.
júní, og er þar ekki annars sögulegs
getið, e.n rð 18. f. m. varð púður-
sprenging í Woolwich 18 mönnum að
bana og enn fleiri lemstruðust.
Veðurathug;anir
i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1 9 0 3 Is; W >- < <D OC œ 7T 2 ? ~ 7T is
,ú lí —. Ct- r5 0 CTQ ■p err- c»- >-t 83 ox 1 3 3 * » "p §
Ld. 4.8 759,9 10,2 NSW 2 2 7,2
2 760.7 10,7 NW 1 2
9 761,3 9,6 0 «
Sd. »5.8 762,9 9,7 W 1 9 8,0
2 764,8 w 1 2
9 764,5 9,8 0 5
Md 6.8 764,8 9,6 0 9 7,4
2 765,5 11,8 NNE 1 5
9 763,4 11,9 0 6
l>d. 7.8 759,6 9,8 SE 2 10 0,2 8,7
2 755,9 10,4 SSE 3 10
9 754,4 9,9 8 1 10
Md 8.8 751,2 10,3 8 1 10 2,0 9,0
2 752,3 10,9 0 8
9 754,6 10,7 0 9
Fd 9.8 752.8 10,1 0 10 .3,8 8,4
2 751,9 10,7 E 1 10
9 756,2 9,5 W 1 8
Fsdl08 756,8 8,8 W 1 10 3,9 8,4
2 759,4 9,6 W 1 9
9 760,1 8,3 WNW 1 8
Umsóknir
um styrk þann, er í fjárlögunum 1902
til 1903 er veittur Iðnaðarmannafé-
laginu í Reykjavík, *til þess að styrkja
efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til
að fullkomna sig í iðn sinni«, verða
að vera komnar til félagsstjórnarinnar
fyrir 24. ágúst næstkomandi.
Umsóknarbréfunum verða að fylgja
meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend-
ur hafa lært iðn sína hjá.
Yngri piltar en 18 ára geca eigi
orðið aðnjófcandi þessa styrks.
Zeoiinblekið góða
er dú aftur komið i afgreiðslu ísafoldar.
Vélar
til notkunar við ken?isk vadsk fást
keyptar mjög billega hjá
<3unnari Cinarssyni.
Kirkjustræti 4.
t Ing-ólfsstræti 9.
fæst til kaups í septbr., kýr a£ góðu
kyni, með þriðja kálfi; kýrin á að bera
í 3. viku vetrar.
Á sýningunni í, Stokkholm 1897
keptu 20 innlendir og útlendir menn
um verðlaun fyrir Orgel-Harm., og
var K. A. Andersson hinn eini,
er hlaut æðstu verðlaunin, ásamt heið-
urspening úr gulli. Einkasölu á þess-
um Orgel-Harm. hefir nú hér á landi
Jón Pálsson organisti, Lauga-
veg 41. Spyrjið því um verð hjá
honnm áður en þér leitið til annarra,
því ódýrari, vandaðri og
hl.jóin fegurri hljóðfæri mun ekki
unt að fá, enda eru þau alþekt hér
á landi.
KALK
fæst í verzlun
Björns Kristjánssonar.
í Hegningarhúsinu má panta
gólfteppi af ýmsri gerð.
S. Jónsson.
Uppboðsauíílý^iiig.
Til lúkningar ógreiddum tolli af vör-
um tilheyrandi baupm. Einari G. Ein-
arssyni í Grindavík 1 Gullbringusýslu,
er fluttust hingað með skipinu »Thord-
enskjold* þ. 18. maí þ. á., verður op-
inbert uppboð haldið á verzlunarlóð
H. Th. A. Thomsens miðvikudaginn
22. þ. m. og þar seldar eftirtaldar
vörur, svo sem: kaffi, kaffibætir, nef-
tóbab, munntóbak og reyktóbak.
Uppboðið byrja.r kl. 11 f. hád. og
verða skilmálar birtir á undan.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 10. júlí 1903.
Halldór Daníelsson.
cTíú sr nóg íil
af fíinu alþafifa góéa
Hegningarhúsið kaupir gamlan
kaðal (ekki strá).
S. iónsson.
Spyrjið steinsmiðina, hvaða cement
þér eigið að nota, og þeir munu allir
svara, að úr því að
Álaborgar-eement
fæst, er sjálfsagt að brúka það.
Verðið er óheyrilega
iágt.
Virðingarfylst
imsen.
&
'g hef undanfarin ár þjáðst af tauga-
veiklun og slæmri rneitingu og brúkað
ýms lyf, árangurslaust. Eg keypti
mér loksins 4glösafl. Paul Liebes
Maltextrakt m e ð k í n í n og
járni, og brúkaði þau í röð; hafa
þau styrkt mig svo, að eg er nú miklu
heilbrigðari en áður, og get nú geng-
ið til almennrar vinnu, sem eg áður
átti mjög bágt með, þó að eg gerði það.
Langholti í Flóa 11. sept. 1902.
Einar Bjarnhéðinsson.
Einkasölu á íslandi hefir
Björn Kristjánsson.
Nýjar bækur islenzkar
ýmiskonar, svo sem : tvisttauin
góðu, silkitau í ým3um litum, kven-
slifsi, fatatau, karlmannsfatn-
aður 0. m. fl., fæst ávalt í verzluu
Björns Kristjaiissonur.
kst alt mjög ó-
DÝRT EFTIR GÆÐUM.
Smáfisk
í ítalskri aðgrciningu
kaupi eg í skip, sem liggur hér á höfn-
inni. |>eir, sem ættu til þurkaðan
smáfisk um það leyti að skipið yrði
fermt, geta fengið hátt verð fyrir
hann, ef þeir í tíma semja við
Th. Thorsteinsson.
Leöur oíx skinn
Hugleiðingar og tillögur G u ð m.
kandidats Finnbogasonar f lýð-
mentunarmálinu. Akureyri 1903. 230
blB. Verð 2 kr.
fyrir söðlasmiði og skósmiði, og alt
sem að þeim íðnum lýtur, solur und-
irskrifaður með lægsta verði.
Björn Kristjánsson.
I
Ú R hefir fundist á leiðinni frá
! Grafarvogi að Korpólfstöðum. Vitja
j má til Björns þorlákssonar á Varmá.
Hegningarhúsið kaupir vorull
til vinnu.
S. Jónssoo.
Alþýðufyrirlestrar eftir J ó n J ó n s-
s o n sagnfræðing. Rvík 1903. 256 bls.
Verð 2 kr.
Fást báðar í bókverzlun ísafoldar.
Hegningarhúsið kaupir tog
25 a. pd., ekki minna en 10 pd.
S. Jónsson.
á
Kenslukona
óskast frá 1.
okt. þ. á. á
heimili em-
bættismanns í sveit. Auk barna- og
kvennaskóla-námsgreina verður hún
að geta kent harmonium-spil. Bók-
haldari Ólafur Runólfsson gefur nán-
ari upplýsingar.
Hegningarhúsið tekur kaðai til
að tæja og flétta.
S Jónsson.
Ritstjóri Björn Jónsson.
Isafolilarprentsininjs.