Ísafold - 05.08.1903, Qupperneq 2
198
skák með lifandi mönnum (smásvein-
um) Indriði Einarsson revisor og Pét-
ur Zophoníasson og vann Indriði
taflið.
Eftir það var gengið til miðdegis-
verðar.
Ki. 4 hófust ræðuhöld á ný. Mælti
þá fyrir minni Eeykjavíkur Guðmund-
ur kandidat Finnbogason og þótti
segjast mjög vel, er hann lýsti því,
hver höfuðstaðurinn gæti orðið og
hverju hann fengi áorkað til framfara
og menningar, ef allur sá fjöldi, sem
þar væri saman kominn, yrði vakinn
til að beita kröftum sínum sem frek-
ast má verða, þegar áhuginn er ein-
beittur.
þá var sungið eftirfylgjandi kvæði
eftir sama höfund og áður er getið:
EEYKJAVÍK.
Lag: »Ó fðgur er vor fósturjörð*.
I æsku hjá þér sál vor sá
við sólhlik töfra-hallir,
vér drógumst þá af duldri þrá
frá dölum til þin allir,
já, allir vér, sem áttum trú
á æskuvonar draumum.
Vér sáum og hvar situr þú
hjá svölum hafsins straumum,
En þú varst fámenn, furðu smá
og fáar þínar hallir,
og mjög oss hrá i hrún að sjá,
hve bregöast draumar allir.
En yfir þér var unaðsblær
og yfir þinum vognm,
þar ljóð sín kveður ljúfur sær
í löngum, þungum sogum.
Nei, draumar rætast eftir á —
þú ert að hefjast, stækka,
' og allra von og æsku-þrá
skal í þér risa’ og hækka.
Eg sé þú fagra framtið átt
*f festu’ og kraft þú sýnir;
þá skulu gnæfa himinhátt
í heiði turnar þínir.
Þó blómið fyrst sé litið, lágt,
af litlum kvisti skorið,
það getur orðið afar hátt,
þótt æði kalt sé vorið, —
Þvi sólin er svo sælurík
um sumardaga bjarta:
þú ris og blómgast, Reykjavík,
sem rós við landsins hjarta!
Að lokum mælti bankagjaldkeri
Halldór Jónsson fyrir minni Islend-
inga erlendis og var þar með ræðu-
böldunum lokið, með þvl að enginn
notaði tækifærið, er hver gat komist
að sem vildi.
Um miðaftan var glímt. Að eins
7—8 menu tóku þátt í glímunum og
hefðu þó sumir betur látið það ógert;
náðu því ekki einu sinni að geta heit-
ið viðvaningar.
Fyrstu verðlaun (20 kr.) fyrir glím-
ur hlaut Valdemar Sigurðsson stýri-
maður (frá Steinhúsi); hann er hár
maður vexti, styrkur vel og glímir
fremur liðlega en virðist því miður
eigi kunna nema eitt bragð, og verð-
ur það jafnan nokkuð tilbreytingar-
lítið.
Onnur verðlaun (15 kr.) fekk Jóna-
tan söðlasmiður J>orsteinsson og hin
þriðju (10 kr.) Ásgeir verzlunarmaður
Gunnlaugsson (Péturssonar). Glímdu
þeir báðir all-liðlega og Jónatan þó
mun betur, en þar með voru líka upp
taldir þeir, er nokkurt viðlit var að
gætu komið til álita að því er verð-
laun snerti.
Dans hófst um kl. 5 og stóð fram
yfir miðnætti.
Flugeldar voru sýndir laust fyrir
miðnætti og þótti takast að mestu vel
og vera góð skemtun. Fyrir þeim
stóð aðallega veitingamaður Julius
Jörgensen.
Auk þess, sem nú hefir verið talið,
skemtu menn sér ennfremur í smá-
hópum, piltar og stúlkur, víða um tún-
ið, við ýmsa smáleika: t. d. kött og
mús, ekkilsleik, að hlaupa í skarð,
vefa vaðmál o. s. frv.
Engin opinber áfengisveiting var á
svæðinu eða kringum það og þá eigi
heldur á veitingahúsum bæjarins, með
því að helgur dagur var; þó var eigi
laust við að vín sæist á einstöku
manni og það jafnvel til muna, er á
leið kvöldið. Er það annaðtveggja, að
alíkír menn geta eigi skemt sér með
öðrum og grípa svo til þess óyndisúr-
ræðis að fá sér í staupinu í öngum
sínum, eða hitt, að þeim þykir engin
skemtun ef þeir ekki skerða dómgreind
sína að meira eða minna leyti með
áfengisnautn, og eru sér því úti um
það, svo lengi sem nokkur tök eru á
að ná í það með emhverju móti.
Torfi í Ólafsdal.
Svo nefnist hann í daglegu tali, eig-
andi og stjórnandi búnaðarskólans í
Ólafsdal; og þetta nafn kannast flest-
ir þeir við, sem komnir eru til vits
og ára.
f>að er langt síðan að eg heyrði
mannsins getið, og margt hefi eg heyrt
sagt um skóla hans og flest af því
gott.
Mig hafði lengi langað til að koma
að Ólafsdal, en forsjónin hagaði því
nú svo, að mér gafst aldrei kostur á
því fyr en nú í sumar. Eg bjóst nú
við að sjá þar margt fallegt, reisuleg-
ar byggingar og miklar jarðabætur.
Von mín brást heldur ekki, að
minsta kosti hvað jarðabæturnar
snertir, og satt að segja undraði það
mig, hvað mikið er búið að gjöra þar,
og flest eða alt vel og myndarlega af
hendi leyst.
Ölafsdalur liggur vestast í Dalasýslu,
inst í Saurbæuum, og svo að segja
fyrir botni Gilsfjarðar. Dalurinn, sem
bærinn dregur nafn af, skerst austur í
fjallgarðinn, og er hann stuttur og
fremur þröngur. f>ó er heldur fallegt
í Ólafsdal, og veldur því mest, hvað
mikið er búið að prýða jörðina, enda
er og öll umgengni þar einkar góó og
myndarleg.
Eu þegar komið er utan með Ólafs-'
dalshlíðinni og fyrst sést fyrir dalnum,
þá er eins og manni virðist, að þar sé
fremur ófýsilegt að búa, og eigi björgu-
legt. Og það fyrsta, er eg sagði við
Torfa, eftir að hafa heilsað honum,
var þetta, að mig furðaði á því, að
hann skyldi hafa valið sór bústað í
þessum afdal.
En hann svaraði mér á þá leið, að
maður ætti eigi ávalt kost á að velja
um, eða fá það, sem bezt væri eða á-
kjósanlegast. Eg fann að þetta var
sannleikur, sem eigi varð mótmælt.
Torfi Bjarnason er ættaður úr Saur-
bænum og af fátækum kominn. Hann
fluttist þaðan fulltíða til Ásgeirs heit-
ins Einarssonar á |>ingeyrum, og var
hjá honum vinnumaður í nokkur ár.
þá fór hann til Skotlands og hvatti
Asgeir hann til þeirrar farar. Dvaldi
hann þar hátt á annað ár og aflaði
sér fræðslu og þekkingar í búfræði,
verklegri og bóklegri. í þessari ferð
sá hann skozku Ijáblöðin, sem hann
lót smíða og Iaga til eftir því, er hann
áleit eiga bezt við hór á landi. þess-
ir ljáir eru nú notaðir um alt land,
og eigi verður það skýrt í stuttu máli,
hve ómetanlegt gagn þeir hafa gjört.
f>að er þessum ljáum meðal annars að
þakka — og þar með Torfa — að
eigi eru gjöreyddar hinar litlu skógar-
leifar í landinu. Á þetta er vert að
minnast nú, þar sem nýjar vonir um
skóggræðslu eru að vakna hjá betri
mönnum þjóðarinnar og tilraunir
byrjaðar að rækta skóg.
Eftir að Torfi kom úr utaDför sinni,
fór hann fyrst vinnumaður til Ásgeirs
heitins á þingeyrum og var að því
sinni hjá honura 1 ár. f>ví næst
byrjaði hann búskap vorið 1869, og
reisti bú að Varmalæk í Borgarfirði;
þar bjó hann 2 ár. En þá flutti
hann að Ólafsdal 1871, og keypti þá
jörð í orði kveðnu. Bjó hann þar
fyrst sem bóndi 9 ár eða þar til
vorið 1880, að bÚDaðarskólinn var
stofnaður.
þegar þau hjón, Torfi og kona hans,
GuðlaugZakaríasdóttir, byrjuðu búskap,
var efnahagurinn fremur þröngur.
Undir eins á fyrsta ári byrjaði Torfi
samt að gjöra jarðabætur, og þegar
skólinD var stofnaður, var hann langt
kominn með að slétta »heimatúnið«.
f>eim hjónum varð og brátt barna
auðið, og hafa þau alls eignast 9
börn. Búskapurinn gekk þó eftir von-
um, og svo segja þau hjónin, að eigi
hafi þeim betur liðið í annan tíma en
einmitt þessi árin.
|>að hefir oft verið sagt, að Olafs-
dalur væri óheppileg jörð undir bún-
aðarskóla, og mun því erfitt að mót-
mæla. Jörðin sjálf er lítil, en kosta-
góð, engjar litlar sem engar, og
heimaheyskapur því lítill, nema túnið,
sem er stórt og fallegt. Aðdrættir
erfiðir og fleira mætti nefna. — En
það er rangt að gefa Torfa sök á
þessu.
þegar hann flutti þangað vorið
1871, datt honum ekki búnaðarskóli í
hug. Hann keypti jörðina fyrir sig til
þess að búa á henni, og átti þá held-
ur eigi kost á annari betri jörð þar í
Saurbænum; en þar vildi hann heldur
vera en annarsstaðar, því þar er hann
fæddur og uppalinn, En svo var það
seinna, að ýmsir mætir menn, þar á
meðal Guðmundur Einarsson prófastur
á Kvennabrekku og seinna á Breiða-
bólsstað, bvöttu Torfa til að stofna
búnaðarskóla, og eftir ítrekaðar beiðn-
ir og áskoranir lét hann tilleiðast, og
skólinn hófst vorið 1880. Strax á
fyrsta ári sóttu hann 5, meðal þeirra
var Sæm. heitinn Eyjólfsson; og vorið
eftir komu aðrir 5, og s. frv. Aðalat-
riðið fyrir þeim, er hvöttu til skóla-
stofnunarinnar var þetta, að það væri
Torfi, sem stýrði og stæði fyrir skól-
anum. Jörðin var fyrir þeim auka-at-
riði, enda er mér eigi kunnugt um, að
þeir, sem mestu réðu um þetta mál,
ættu völ á annari jörð, sem tök voru
til að geta keypt. þess er og að gæta,
að óvíst var, hvernig þessari f y r s t u
búnaðarskólastofnun reiddi af, og svo
gat farið, að skólinn hefði orðið að
hætta eða lagst niður. Féð, sem ætl-
að var til skólans, var lítið, og varð
því að fara varlega í sakirnar og
leggja svo lítið í kostnað, sem komist
varð minst af með. Alt þetta og
fleira studdi að því, að skólinn var
hafður í Olafsdal, endavar jörðin eign
Torfa, eins og áður er sagt.
En hvað sem annars má segja um
Ólafsdal, þá er hitt víst, að hann ber
lengi menjar Torfa, því það er meira
en lítið, sem sá maður hefir gjört þar
þessi 23 ár, sem skólinn hefir staðið.
Síðan skólinn var stofnaður 1880,
hefir verið unnið þar að jarðabótum
samkvæmt skýrslum skólans, sem hér
segir:
1. Sléttaðir 34,068 fer.faðm. eða ná-
lægt 38 dagsláttur.
2. Flagsléttur, sem sáð hefir verið í
til slægna 10,560 ferf.
3. Skurðir til þurkunar og áveitu 4
—8 feta breiðir og 2—3 feta
djúpir alls 4,981 faðmar.
4. Lokræsi 136 faðmar.
5. Girðingar úr torfi og grjóti 2007
faðmar.
6. Yegagjörð 100 faðmar.
Hvað byggingarnar snertir, þá má
svo segja, að þær sóu flestar í góðu
lagi, en þó eigi eins miklar og á
Hvanneyri. Fjósið var reist 1898;
veggirnir eru úr klofnu grjóti, flórinn
sement-steyptur og þakið járnvarið.
það tekur 15 nautgripi, og er yfir höf-
uð bezta hús, og svo ættu fjós bænda
alment að vera.
íbúðarhúsið er nýtt og mjög til þess
vandað. Fjárhúsin eru og vel upp-
gerð, og sama er um hlöðurnar að
segja. Eftir því, sem eg leit til,
virtust mér byggingaruar yfir höfuð
samsvara þörfinni, bæði að stærð og
öðrum útbúnaði.
Síðan skólinn var stoínaður, hafa
útskrifast frá honum 123 búfræðingar;
en alls hefir hann verið sóttur til
þessa dags af 135 nemendum. Flest-
ir þeirra hafa verið úr Vesturamtinu;
en annars hefir skólinn verið sóttur
úr öllum sýslum landsins nema
Skaftafells- Eangárvalla- og Vest-
mannaeyjasýslum. Af lærisveinum
skólans eru um 30 orðnir bændur í
sveit; þar á meðal eru þeir Bjarni
Jensson í Ásgarði í Dalasýslu, Björn
Jónsson í Leirárgörðum, Magnús Frið-
rikss. á Staðarfellií Dalasýsluog Sigurð-
ur Magnúss.íBroddanesi í Strandasýslu,
alt myndarbændur. Meðal lærisveina
Torfa í Ólafsdal eru og þeir Hjörtur
Snorrason, skólastjóri á HvanneyrL
Guðjón Guðmundsson búfr. kandid.,
Ellert Jóhannesson tóvélastjóri, Bene-
dikt Magnússon, kennari í Ólafsdal
og fl. Nokkrir eru farnir til Ameríku
og dánir eru 9 eða 10.
Torfi hefir verið og er starfsmaður
mikill, og það er alveg einstakt, hverju
sá maður hefir getað afkastað. Auk
kenslunnar við skólann hefir hann
haft á hendi ýms opinber störf, verið
léngi í hreppsnefnd og sýslunefnd,
formaður verzlunarfélags Dalamanna
o. s. frv. Hann er þjóðhagasmiður,
og smíðar árlega mikið af landbúnað-
aráhöldum, og kennir lærisveinum sín-
um smíðar á þeim.
Síðau skólinn var stofnaður hefir
hann smíðað af verkfærum sem hór
segir:
51 kerru, 80 plóga, 67 herfi, 78
hemla, 195 aktýgi, 27 hjólbörur, 16
jarðnafra, 17 hestarekur.
Auk þess hefir hann smíðað mjög.
marga ristuspaða, sjálfsagt eigi færri
en 600, og fleiri minni áhöld.
Kennari þykir Torfi ágætur og taka
eigi aðrir af búnaðarskólastjórunum
honum fram í því efni, að þeim alveg.
ólöstuðum, enda hefir Ólafsdalsskólinn
jafuan verið talinn beztur af vorum
búnaðarskólum, og er með því ekki
sagt neitt misjafnt um hina skólana.
það er reyndar sagt, að Torfi hafi
þurft mikið fé um dagana. I því á
hann sammerkt við flesta sanna á-
huga- og framfaramenn, bæði hór á
landi og annarsstaðar.
Ekki hefir hann varið fénu til skarts
eða sællífis; það væri synd að segja
það. Hitt er satt, að hann hefir
mentað börn sín vel, og munu fáir
verða til að leggja honum það til lasts.
Haun tekur og vel á móti gestum
sínum, og veitir þeim jafnan viðtal,
euda hvað mikið sem hann er önnum
kafinn, og geta þeir hallmælt Torfa
fyrir það, sem vilja. En naumasfe
mun hægt með réttu að ámæla hon-
um fyrir slíkt.
Annars er heimilinu í Ólafsdal við-
brugðið fyrir reglusemi og siðprýði, og
ber öllum saman um það, sem þar
hafa verið.
f>að verður yfir höfuð eigi annað
sagt, en að Torfi í Ólafsdal hafi verið
þarfur maður þjóð sinni, enda er hann
vinsæll og mikils metinn af öllum er
hann þekkja.
S. S.