Ísafold - 22.08.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.08.1903, Blaðsíða 2
218 Kirkjumálin á þingi. |>e88 hefir áður verið getið hér í blaðinu (53. bl.), að komið hafi fram á þinginu (í efri deild) tillaga um að skora á landsstjórnina, að skipa 5 manna nefnd milli þinga, til að taka kirkjumál landsins til rækilegrar í- hugunar í heild sinni, og koma fram með ákveðnar tillögur um þau. Flutningsmenn þessarar tillögu voru þeir: biskup Hallgrímur Sveinsson, yfirdómari Kristján Jónsson og pró- faatur Sigurður Jensson. Nefnd var sett í málið og hlutu sæti í henni tveir hinir fyrstnefndu ásamt þingm. Strandam. (Guðjóni Guðl.). Eftir tillögum nefndarinnar sam- þykti deildin tillöguna eins og hún er prentuð hér áSur í blaðinu (53. tbl., bls. 211). 1 neðri deild var einnig kosin nefnd í þetta mál, þegar það kom til henn- ar, og hlutu kosningu í nefndina: prófastur Magnús Andrésson (form.), lektor f>órh. Bjarnarson (skrifari), sýslumaður Guðlaugur Guðmundsson (framsm.), sýslum. Lárus H. Bjarna- son og Stefán kennari Stefánsson. Nefndin Iýsir áliti sínu á málinu á þessa leið: Tillaga þessi er komin frá h. efri deild, og er hinni fyrirhuguðu milli- þinganefnd ætlað að taka kirkjumál landsins til rækilegrar íhugunar í heild sinni og koma fram með ákveðnar tillögur um meira sjálfstæði og meiri sjálfstjórn fyrir kirkjuna, og enda taka fyrir sjálft grundvallaratriðið, um að- skilnað ríkis og kirkju, en svo í annan stað og samhliða þessu íhuga og gera tillögur um hagfeldari skipun presta- kalla og nauðsynlegar umbætur á launakjörum presta. Oss nefndarmönnum getur eigi dul- ist, að þessi tvö meginatriði í tillög- unni eru mjög svo sundurleit og horfa til tveggja skauta. Eigi að því ráði að hverfa að veita kirkjunni verulega sjálfstjórn í sínum eigin málum, inn- an þeirra takmarka, sem alþingi aetur — en það getum vér hugsað oss gjör- Iegt án algjörðs skilnaðar og stjórnar- skrárbreytingar —, þá er það fjarstæða, að ætla þinginu í sömu andránni að smíða lög um skipun prestakalla og launakjör presta. Löggjafarvaldið mundi þá gera upp fjárhagslega, hvað kirkjunni ber, og liti þar að vonum bæði á réttarkröfur kirkjunnar, helg- aðar af sögu landsins, og eigi síður á hitt, að kirkjan er og verður þýðing- armesti félagsskapurinn við hlið þjóð- félagsins, og þá yrði það kirkjan sjálf, sem á sínu eigin þingi gerði nýja skipun sinna mála, og bætti kjör 8tarfsmanna sinna, að því er hún hefði föngin til. Yerði aftur á móti hin leiðin farin, að alþingi setji og semji skipun þessara mála, og skipi starfs- mönnum kirkjunnar á bekk með öðrum embættismönnum, þá er hert enn frekar á þjóðkirkjuböndunum og sjálfs- stjórnin og sjálfstæðið orðið nafnið eitt. Báðar stefnurnar eru í hugum manna, en hitt mun mörgum miður Ijóst, að sín fer í hvora áttina, og að þær eru með engu móti samrýmanlegar. Hér á þingi er hvorki tími til þess né réttur staður til að gera upp á milli þeirra; það verður að hugsa þær og ræða ámálþingum kirkjunnar sjálfrar, og það sem fyrst og rækilegast, því að um það munu allir sammála, að kirkjumál vor eru í óefni komin og þurfa bráðra umbóta við. |>að er sama hvor leiðin sem farin er, að til lagasetningar þingsins verður að koma, og þingsályktunartillaga efri deildar mun eiga að hrinda áfram þessu nauðsynjamáli þjóðarinnar, og er það að vorum dómi vel ráðið. f>essi almenni skoðanamunur á kirkjumálinu hefir þannig berlega komið fram í þessum 4 liðum tillög- unnar, og eigi hafa síður verið skiftar skoðanir í þessu efni hjá nefndinni, sem málið hefir fengið til meðferðar í neðri deild. En einmitt þetta, hvað skiftar eru skoðanir í þessu þýðingar- mikla máli, gjörir það að verkum, að nefndin getur fallist á að allir liðirnir, þótt sundurleitir séu, verði teknir til íhugunar. jpví að kirkjumálið þarf að íhugast í heild sinni frá báðum hlið- unum. Aftur á móti getur meiri hluti nefndarinnar eigi fylgst með h. e. d. í því, að nauðsyn sé að setja milli- þinganefnd til að undirbúa þetta mál fyrir löggjafarvaldið, heldur hallast meiri hlutinn að þeirri skoðun, sem þegar hefir verið látin uppi í deildinni af fjárlaganefndinni, í einu prestakalla- málinu, að það verði að vera hlutverk hinnar nýju stjórnar að rannsaka og undirbúa kirkjumálið sem rækilegast fyrir næsta þing. Minni hlutmn kannast við, að sé eigi um frekara að ræða en hagfeldari skipun prestakalla og bætt launakjör presta, þá séu nóg gögn fyrir hendi til þess hér á skrifstofunum, og eigi ofætlun fyrir hina nýju stjórn að gjöra tillögur um það; en eigi samhliða að gefa löggjafarvaldinu kost á að geta með fullum gögnum og röksemdum valið um hina leiðina, sjálfstæði ogsjálf- stjórn kirkjunnar, þá sé það svo um- fangsmikið vandamál, að eigi veiti af milliþinganefnd, þar sem treysta megi því, að kirkjan hafi sína fulltrúa, sem skoði málið sem rækilegast frá báðum hliðum. Allir erum vér samdóma um það, að bæta þurfi launakjör presta, hvor leiðin sem farin verður, og það verði aðallega með því að fækka prestum að mun, líkt og átti sér stað, er piesta- kallalögin voru samin. jpað er fyrir- sjáanlegt, að prestaekla fer að verða í landinu, og viljum vér gefa lands- stjórninni þá bending, og þykjumst þar geta flutt samhuga óskir þingdeildar- innar, að eigi skuli um sinn veitt þau hin minni prestaköll, sem hægt er að þjóna frá nágrannaprestakalli eðapresta- köllum, og einhver vegur er til að sameina síðar. — Nefndin vill svo láta þing og þjóð varpa allri sinni áhyggju upp á lands- stjórnina (nýju) að því er þetta mál snertir, láta hana »safna ölium Dauð- synlegum skýrslum, er snerta bag kirkjunnar, taka kirkjumál landsins til rækilegrar íhugunar í heild sinni, og koma fram með ákveðnar tillögurt um þau 4 atriði, er tillaga efri deild- ar hljóðar um (sjá bls. 211). Fridag höfðu verzlunarmenn á Akureyri mánudaginn 3. ágúst með skrúðgöngu, ræðuhöldum, söng, hljóðfæraslætti og dansi. Þar toluðu meðal annara: Páll amtm. Briem, Guðm. læknir Hannesson, síra Matthías Jochumsson, prófessor Finnur Jónsson o. m. fl. Fór gleði þessi fram fyrst úti á Odd- eyri en síðari hluta dags á Hotel Akur- eyri« og þótti alt takast pryðisvel. Oss kemur til hugar í sambandi við þetta að spyrja um, hvað líði frídegi verzlunarmanna hér í höfuðstaðnum. Þess dags hefir ekki heyrst getið nú um nokkurár, en þótti bezta skemtun með’ an hann var haldinn. Er það leti eða samtakaleysi verzlun- armanna að kenua, að þeir og aðrir fara á mis við þá skemtun, eða finst kaupmönnum eða verzlunarstjórum það of mikið frelsi að gefa þjónum sínum lausn frá störfum einn virkan dag á sumri auk þjóðminningardagsins? Því eigum vér bágt með að trúa. Dalayaldsniaðurinii Og bjargvættur hans Ollum breyskum eg býð það, eitthvert »misgát* sem að gerðu, yfir þeim halda hlífiskildi, hræra lagavörð til mildi. ión Ólafsson. Ekki veit eg hvernig á því stendur, að mér duttu undir eins þessar hend- iugar í hug, er eg sá höfund þeirra nýlega bregða hlífiskildi sínum yfir vestfirzku yfirvöldin 3 í senn, í kaup- mannablaðinu hér f bænum. En hitt veit eg, að aldrei hefir mér fundist eins mikið til um kvæðið og einmitt þá. Mér fanst það blátt áfrara vera merkilegur spádómur. Eg fann það Iíka á fleiru, að maðurinn er frábær- lega orðheppinn og skarpskygn, meðal annars á því, að hann finnur það sjálfur, að bezta heitið, sem hann gat valið þessari valdsmanna varnarræðu sinni, er *ósómi«. Mér er sagt, að sumum verði það á, að taka orð mannsins í alvöru, enda segi hann ekki annað en það, sem sé hjartans alvara hans sjálfs. Sé það satt, þá er ekki rétt að Iáta orð hans alveg afskiftalaus, enda þótt tvísýnt sé um, hvort h a n n Iætur sig það nokkru skifta. Mergurinn málsins í »Ósómanum« hjá J. Ól. er það, að alt það, sem fundið hefir verið að framkomu vest- firzku sýslumannanna þriggja, sé á engum rökum bygt, og að eins sprottið af pólitisku ofstæki og »samvizkuleysis- frekju«. þeir sem kunnugri eru en J. Ól. heima í héruðum þessara yfirvalda og vita fult eins vel og hann um það, á hvaða rökum eru bygðar aðfinslurnar víð framkomu þeirra, geta naumast varist þeirri hugsun, að það vægasta, sem unt er að segja um vörn hans, sé það, að hann viti ekkí hvað hann gerir, er hann reynir að hefja valds- mennina til skýjanna, en merkja þá sem ódrengi, er dirfst hafa að halda uppi vörn fyrir réttlætistilfinningu al- mennings, þegar yfirvöldin sjálf hafa mÍ8boðið henni. Eg mun fyrstur manna hafa hreyft opinberlega við ýmsu miður viðfeldnu í embættisrekstri Björns sýslumanns Bjarnarson. Mér hefir oftar en einu sinDÍ verið borið það á brýn, að það hafi eg gert af pólitisku ofstæki, og kippi eg mér ekki lengur neitt upp við að heyra það. Eg vil sem minst eiga orðastað um þetta við menn, sem hvorki geta skilið né vilja skilja það, að það geti veriö mönnum nóg hvöt, til að finna að því, sem aflaga fer, er þeir sjá, að alþýðu er bakað tjón með vanrækslu og forsjáleysi þeirra, er framkvæmdunum ráða á hennar ábyrgð. Engu því, sem eg hefi skýrt frá í ísafold um Björn sýslumann, hefir nokkur maður borið við að mótmæla, ekki einu sinni Björn sjálfur, enda vita allir kunnugir og viðurkenna, að það var alt satt. En síðan hefir ýmislegt miður við- feldið í framferði hans komist í há- mæli, þótt honum hafi enn sem kom- ið er verið hlíft við að skýra greini- lega frá því öllu, meðan ekkert fæst rannsakað og engin endileg úrslit eru fengin. Allir kannast við kæruna út af Laxárbrúarreikningunum. — Hver sem endalok þeirra mála verða, þá er það þó áreiðanlegt og fullkunnugt mörgum, þar á meðal amtmanninum,. að sýslumaðurinn gefur landshöfðingja þá skýrslu í embættisnafni, að hann hafi »að öllu borgaði hverja. sementstunnu með 14 kr., enda þótt honum væri reiknuð tunnan að eins á 13 kr., og hann borgaði mest alt sementið með einum 11 kr. tunnuna. Enda þótt þetta virðist vera á æðri stöðum talið í alla staði sæmilegt og samboðið góðum og samvizkusömunv embættismanni, þá er það þó víst, að fjöldi alþýðumanna lítur öðru vísi á, að minsta kosti meðan ekki er gerð nein grein fyrir, hvernig á því stendur,. að svona löguð ósannindi séu sæmir- legri en hver önnur ósannindi. Annars skal eg ekki að þessu sinni gera Laxárbrúarmálið frekar að um- talsefni. En það vita allir kunnugir, að þeir, sem kvartað hafa yfir Laxár- brúarráðsmensku Björns, eru miklu heiðvirðari menn en svo, að þeim. detti í hug að bera sakir á nokkurn mann að ástæðulausu, eða að eins af pólitísku ofstæki. það mun koma í ljós á sínum tíma, hvort kæra þeirra er á rökum bygð, verði hún ekki al- veg forsmáð af þeim, sem laganna eiga að gæta. Og það hefir nú þegar komið í ljós, að ekki er reiknings- færslan við Laxárbrúna alveg slétt og feld, er ekki fekst eitt einasta at- kvæði fyrir því í amtsráðinu, að taka- reikningsskil sýslumannsins gild að svo stöddu. Eða var það máske sprottið af pólitísku ofstæki líka? Nei, það þarf ekki pólitískt ofstæki til þess að þreytast á valdstjórninni í Dalasýslu. En það getur verið erf- itt að verjast þeirri hugsun, að eitt- hvað, sem ekki er betra en pólitískt ofstæki, þurfi til þess, að nokkrum manni geti dottið í hug, að lofa Björn sýslumann fyrir samvizkusemi í öllum aínum störfum. Til þess þarf að minsta kosti frámunalega vanþekkingu á embættisrekstri hans. Óhugsandi er að amtmaðurinn hans fengist til* að gefa honum vottorð um það, þvf svo mikið veit hann með rökum um manninn, að honum væri það ómögu- legt. Hann veit það meðal annars* svo greinilega sem þörf er á, að sýslu- maðurinn hefir í embættisbréfi til hreppsnefndaroddvita haft ósönn um- mæli eftir amtmanninum sjálfum, — snúið orðum hans alveg við. Vill J. Ói. halda því fram í alvöru, að- hann hafi gert það af samvizkusemi ?' Annað gott dæmi upp á samvizku- semi hans, eða hitt þó heldur, erfram- koma hans gagnvart dánarbúi síra Jóns heitins Guttormssonar í Hjarðar- holti. Hann heimtar af ekkjunni tveggja ára þinggjald eftir að búið átti að vera komið í hans umsjón sem skiftaráðanda; hann neitar að gefa 8undurliðaðan reikning yfir gjöldin og lætur síðan taka þau lögtaki í búinu varnarlausu, eins það af gjöldunum, sem eÍDgin heimild var lengur til að taka lögtaki. Og samt átti dánar- búið hjá sýslumanninum meira en þinggjöldunum nam, á sama tíma og hann lætur framkvæma lög- takið. f>að kölluðu gæðingar sýslumanns- ins pólitiskt ofstæki og ójöfnuð, er að- standendur búsins mótmæltu slíkum aðförum og leituðuat við að ná rétti sínum. Og heldur nú ekki Jón Olafs- son, að það hafi verið rétt álitið, og að Björn sýslumaður hafi gert þetta eftir beztu samvizku? Eg fullyrði ekkert um, hvernig litið er á þetta á æðri stöðum. Eg veit,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.