Ísafold - 26.09.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.09.1903, Blaðsíða 2
242 Salisbury lávarður, sá er lengi var forsætisráðherra Breta og stóð fyrir utanríkismálum þar til í fyrra sumar. Hann þótti vera vitur maður og stilt- ur vel, og fara einkum utanríkisstjórn vel ór hendi. Bn eigi var hann skör- ungur á við Gladstone eða aðra hina mestu afreksmenn Breta í stjórnar- sessi. þ>að er systursonur Salisburys, Balfour, er skipar síðan ráðuneytisfor- sæti á Englandi. Salisbury var stór- auðugur höfðingi og átti eftir sig 40 miljón króna virði. Svo lauk fjársvikamálinu alræmda í París, aö þau hjónin, fró Humbert og Friðrik maður hennar, voru dæmd í 5 ára tugthúsvinnu hvort, en bræður hennar, annar í þriggja, hinn tveggja. Vörninni hélt hún mest uppi sjálf og lengst, en það var hinn mesti lyga- vefur og þvaður. |>að voru um 100 miljónir franka (72 miljónir króna), er hún hafði svikið út á 20 árum. Menn þeir 2 frá Norðurameríku, bræðurnir Crawford, er hún lézt eiga í erfðamáli við, höfðu aldrei verið til og ekkert nema ónýtt papírsrusl í peningaskáp þeim, er hún kvað erfðaféð vera geymt í — 100 miljónir eða meira — meðan á málaferlunum stæði. Hér í Danmörku hefir verið óvenju kalt sumar og storma- og rigninga- samt; uppskera því gengið illa, nema hvað fyrstu dagarnir af þessum mán- uði hafa bætt nokkuð upp. Meðal nýlega dáinna merkismanna hér má nefna Bricka sagnfræðing og ríkisskjalavörð. Ættmenn konungs eru nú að safn- ast að honum að vanda í Fredensborg til kynnisvistar. Georg Grikkjakon- ungur og Georg sonur hans, Krítarjarl, eru komnir fyrir nokkru. Dætur hans, Alexandra drotning og Dagmar keis- araekkja, koma þessa dagana. En meira fjölmenni er von á ríkisafmælis- daginn fertugasta, 15. nóvember, ef guð lofar. Viðbœtir 9. sept. Sá á ekki öfundsverða æfi, kongur- inn í Serbíu, ersig kallar Pétur I. og við ríki tók þar í vor eftir Alexander konung veginn og þau hjón. Hann er milli steins og sleggju og margt ólíklegra en að hann hafi sömu för og fyrirrennari hans. Hann má ekki amaat við vegendum þeirra Alexand- ers, með því að þeim á hann upphefð sína að þakka; en aðrir fyrirliðar í hernum una því illa, að þeir séu í hávegum haföir. |>eir hafa svo mörg- um hundruðum skiftir, sumir segja 1800, ritað stjórninni nýlega áskorun um að hegna vegendum Alexanders konungs, en hún hefir látið hafa hönd á þeim mörgum og draga fyrir dóm fyrir ofdirfsku þeirra. f>að bar til í fyrradag, að Pétur konungur var á ferð í borg þeirri skamt frá Belgrad, er Nisch heitir, og ók þar hægt eftir stræti í opnum vagni, en mikill mannfjöldi á tvær hendur. |>á er skotið úr marghleypu á vagninn og því næst hafið grjótkast á hann af göturílnum. Einn steinninn kom í kinn konungi og meiddi hann til muna. Annað sakaði hann ekki, og hvarf hann hið hraðasta heim aftur til Belgrad. |>ar í Nisch hafði borgarlýður verið mjög hollur og vinveittur Alexander konungi og hans fólki. Oðrum þræði rignir yfir Pétur kong svæsnum hótunarbréfum, þar sem skor- að er á hann að leggja niður blóði ataða kórónu þá, er blauðir flugumenn hafi sett á höfuð honum. •Aumingja Pétur«. |>ví nafni nefna folöð hann að jafnaði nú orðið. Sunnan úr Alzír segir frá mannfalli af Frökkum í viðureign við mikinn sæg stigamanna frá Marokkó. Einn fyrirliðinn Frakka megin var danskur og hét Selchau-Hansen. Hann Iézt af sárum. Ferö meö Mirannsóknaskipinu „Thor“. Eftir Bjarna Sœmundsson. I. Eins og almenniugi mun kunnugt, byrjaði skip þetta rannsóknir sínar hér við Iand í vor er leið (sbr. ilsaf.t 42. tbl. þ. 4.). Stjórnarnefnd rannsókn- anna sýndi mér þá véivild, að bjóða mér að vera með skipinu júní og júlí- mánuð. Vegna embættisstarfa gat eg þvl miður ekki sint þessu boði fyr en í júlí. Af því að ýmsir hafa spurt mig tíð- inda úr þessari ferð og engin opinber skýrsla verður gefin um hana á ís- lenzku (að minsta kosti ekki bráðlega), þá ætla eg, samkvæmt góðfúslegu leyfi forstöðumanns fiskirannsóknanna, hr. mag. sc. Joh. Schmidt’s, að segja stuttlega frá hinu helzta, er gert var og fyrir augun bar. Vér lögðum út fráBeykjavík snemma dags þann 10. júlí og héldum vestur í flóann. Var leitað 2—21/2 mílu VSV af Akranesi á 20—30 faðma dýpi og dregin þar tvisvar botnvarpa. Varp- an, sem brúkuð er á »Thor«, er ná- lega þriðjungi minni en vanaleg botn- varpa og dregin á einum streng, en þó eru 2 strengir næst hlerunum, fest- ir sinn í hvorn hlera. Dragstrengur- inn gengur frá gufuvindunni yfir feikna- mikla vaðbeygju með stórum hjólum og sterkum stálgormi, er dregur úr snöggum kippum, ef varpan festist. |>að var lítill afli bæði hjá oss og hjá botnvörpungum tveimur, er voru skamt frá oss. Betur urðum vér varir í Garð- sjónum, töluvert af skarkola, en ekki urðum vér varir við hinn stóra þorsk, er nú er farinn að veiðast í net ár- lega í september þar og á Sviðinu. Um nóttina lágum vér á Keflavík, en fór- um þaðan snemma morguninn eftir, köstuðum »sandsílavörpu« (Tobisvaad) út af Skaganum. |>að er lítil varpa úr gisnum sekkjadúk, en í laginu sem botnvarpa, með hlerum, og er dregin ýmist við yfirborð, miðsjávar eða við botn, og er sérlega vel löguð til að veiða í hana fiskaseiði ýmis kon- ar, er reika upp um allau sjó (þorska, kola, karfa, síldar og annara) en svo fást og í hana öll þau dýr, er ferðast á sömu slóðum og ekki eru of smá, svo sem marglittur, sumar mjög fagr- ar, krabbadýr mörg, þar á meðal lýs- andi *ögn«, er síld og stórhvalir lifa á, marflóategundir ýmsar, er sumar jafn- vel leggjast á fiskaseiðin, o. fl. Hiu minstu sjávardýr, krabbaflærnar og frumdýrin, fljótandi fiskaegg og svo ungviði ýmissa óæðri sjávardýra (krabba, hrúðurkarla, krossfiska o. fl.) veiðast einkum í þétta silkiháfa, sem dregnir eru á eftir skipinu, eða hleypt til botns og svo dregnir beint upp og með sérstökum útbúnaði lokað, ef kanna skal ákveðið lag af sjónum. í þessa háfa fæst einnig frumnæring sjávar- dýranna, undirstaða lífsins í sjónum: kísilþararnir (d i a t ó m e u r n a r). Háf- arnir og sandsílavarpan voru reynd alstaðar þar sem vér staðnæmdumst. Frá Garðskaga héldum vér nærri viðstöðulaust til Yestmanneyja, því þar átti að hafa nokkuð langa dvöl og rannsaka dýralíf sjávarins djúpt og grunt, sérstaklega að komast eftir því, hve djúpt hinir nytsamari fiskar, þorskur, langa, keila og beilagfiski, gætu farið og svo grenslast betur eft- ir hinum suðrænu háfiskum, er hafa fundist á síðustu árum í nánd við Eyj- arnar. Yar fyrst lögð lóð (600 önglar) á 80 faðma dýpi, tæpa mílu austnr af Bjarn- arey og varð vel vart á hana af þorski, löngu, keilu, ýsu, heilagfiski, skötu, (þar á meðal 5 náskötur) og háfi, alls um 120 fiskar. Síðar lögðum vér aft- ur sömu Ióð í nánd við þennan stað á 60—70 fðm. og fengum álíka margt; drógum þar og vörpu eina kl.stund og fengum í hana 3 þorska, 3 löngur, 2 lýsur, 56 spærlinga (G a d u s E s- m a r k i i, 9 lýsinga (G a d u s p o t- a s s o u), 25 karfa, 32 skrápkola, 84 stórkjöftur (Z e u g o p t e r u s), 47 langflúrur (Pleuronectes cyno- glossus), 1 skötusel, 4 skötur, 1 tindabikkju og 1 gulllax (Argentina); það er mjög fagur djúpfiskur, af laxa- kyni, er aldrei hefir fengist hér áður; alls 258 fiska. Auk þess mergð af »norskum« humrum, kampalampa og ýmsum kroSBfiskategundum o. fl. Sýnir þessi dráttur, hve fjölskrúðugt dýra- lífið er við Eyjarnar. Allur sá þorsk- ur, er vér fengum við Eyjarnar (en það var dýpst á 140 fðm.), var troð- inn af humar og kampalampa — fín- ir réttir, sem »sá guli« hefir betri efni á að veita sér en vór ÍBlendingar! Á hinu Bíðastnefnda dýpi fekst ann- ars mest af löngu, blálöngu (mjóna), keilu, karfa og lúðu. Á 270 faðma dýpi komst varpan í kórallabreiðu og var hálffull af kóralla- hríslum, sem skriðu kvikar af ýmis- konar krossfiskum og ormum. Á 490—510 fðm. dýpi varð enn vart við keilu, blálöngu, karfa og flyðru. Karfar þeir og keilur, er fengust á þessu mikla dýpi, voru mjög stór og keilurnar ljósari á lit en á vanalegu fiskimiðadýpi. Á þessu dýpi voru flestir þeir fiskar horfnir, er algengir eru inni á fiskimiðum. En f stað þeirra voru nú reglulegir djúpfiskar orðnir tíðir, þar á meðal hinir suðrænu háfiskar, er eg áður nefndi, sérstak- lega af Centrophoru s-kyninu og svo urmull af ýmsum óæðri dýrum, svo sem kröbbum, krossfiskum, ígul- kerjur, skelfiskum, sæbjúgum, sæblóm- um og svömpum; sérstaklega einkenni- legir eru stórvaxnir kísilsvampar, er liggja tjóðraðir í botnleðjunni með löug- um kísi'lþráðum, er líkjast hrosshári eða togi. Mannalát. H j á 1 m a r S i g u r ð s s o n, gjald- keri Holdsveikraspítalans í Laugarnesi, andaðist á katólska spítalanum í Landa- koti hér í bænum aðfaranótt h. 24. þ. m. eftir mjög langa legu, tæpra 46 ára gamall, fæddur 28. septemher 1857. Hjálmar heitinn var ættaður úr Rang- árvallasýslu, sonur Sigurðar bónda Berg- steinssonar á Vindási í Hvolhreppi. Misti hann föður sinn í æsku og var uppalinn hjá Böðvari bónda í Dagverð- arnesi á Rangárvöllum. Hann stundaði nám við Möðruvalla- skóla í tvö ár, og tók þaðan burtfarar- próf með fyrstu einkunn vorið 1884. Eftir það dvaldi hann á Eyrarbakka við verzlunarstörf og kenslu þangað til hann árið 1889 flutti hingað til Keykja- víkur. Hór fekst hann sömuleiðis við ýms ritstörf og kenslu; var meðal ann- ars aðstoðarritari á skrifstofu amtmanns mörg ár. Hjálmar sál. var pr/ðisvel greindur maður og vel ritfær, enda fekst, hann talsvert við ritstörf. Hann var ritstjóri »NorðurIjóssins« eitt ár (1893) og hafði hann keypt það blað. í>á var hann og ritstjóri barnablaðsins »Æskan« un> uokkur ár og um 5-mánaðatíma í fyrra hafði hann á hendi aðalritstjórn »Fjall- konunnar«, frá því er Valdimar Ás- mundsson lózt og til þess er síra Olaf- ur tók við. Auk þess ritaði hann og talsvert í önnur blöð, því að hann hafði mikinn áhuga á öllu því, er landi og þjóð getur orðið til framfara, ekki sízt bindindismálinu, enda var hann sjálfur bindindismaður um fjölda mörg ár; hann gerðist meðlimur st. Verðandi 17. nóv- ember 1889 og var það til dauðadags. Elín Arnadóttir, ekkja Árna sál. Gíslasonar sýslumanns, andaðist hór í bænum 19. þ. m., 68 ára gömul, fædd 6. maí 1835; ættuð frá Dyrhólum í Mýr- dal. — t>au hjón höfðu lifað saman i 38 ára, farsælu hjónabandi þegar hann lózt árið 1898. Þeim varð 6 barna auð- ið, dóu 4 af þeim í æsku en 2 lifa: Skúli hóraðslæknii' i Skálholti og Ragn- heiður, gift Pótri kaupmanni Jónssyni hór í bænum. Ólafur Davíðsson, prófasts Guðmundssonar á Hofi í Hörgárdal, druknaði í Hörgá, að kvöldi 6. þ. m. Gísli Stefánsson, kaupmaður og sýslunefndarmaður frá Vestmanna- eyjum, andaðist hér í bænum í gær, hjá syni sínum Friðriki ljósmyndara. Annar sonur hans er síra Jes í Eyvind- arhólum, auk fleiri barna. Gísli sál. var mesta prúðmenni og ávann sór virð- ingu og hylli allra þeirra er honum kyntust. Koncert héldu þau fröken Kristrún Hallgríms- son og hóraðslæknir Þórður Pálsson í Iðnaðarmannahúsiuu 23. þ. m., sungu og spiluðu alls 9 lög, og þótti það hin bezta skemtun, enda eru þau mjög vel fær í þessum listum, hvort um sig. Til hvíldar talaði kaudidat Sigurður Eggerz nokkur orð um hitt og þetta. t Jðnas Helgason. Þér þakkar guðs kirkja þitt starf eg þitt það styrkti og glæddi; [strið; og huggun og traust fluttn tónhljóð þín blið^ þá tregi oss mæddi. Þér þakkar guðs hús, þar sem himinsins mál oft hljómarnir færðu, og göfgandi lyftu til guðs hverri sál, og græddu þær særðu. Þér þakkar öll þjóðin, sem beindir þú braut með bragkveðju-sending; þvi hugdeyfð og þögn þinum hljómsprota sem himneskri bending. [laut Þér þakka þeir ungu, sem unað þú bjóst við ómandi strengi, og gegnum hin söngþyrstu, barnslegu brjóst hann berast mun lengi. Þér þakka þeir allir, sem leiddirðu’ á leið til lista og fræða, og kendir að svífa frá sorg og frá neyð til söngguðsins hæða. Þér þakkar alt ísland— þess ættjarðarljóð og auðnuvon bjarta sem elskandi blæ lézt þú anda um þjóð og opna hvert hjarta. • --------------' Þá faðmar nú eykonan óskabarn sitt að entu þess verki; en börn hennar heita við hrilurúm þitt að hefja þitt merki. Já, hefja það fram móti hindrun og þraut,. svo hvergi það víki, en þjóð vora leiði um listanna braut að ljósanna riki. G.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.