Ísafold - 03.10.1903, Side 2
246
8vo nærri viðstöðulaust til Seyðisfjarð-
ar.
Undanfarna daga hafði verið bezta
veður, sólskin og blíða, þó var dumb-
ungur í Meðallandssjónum; en þegar
vér komum undir Eystrahorn morgun-
inn eftir að við fórum frá lngólfshöfða,
var komin blindþoka og eg vaknaði
við margraddaðan söng — reglulegan
»trölla«-söng, ór pípum eitthvað 10
botnvörpunga, er umkringdu oss. »Thor«
gladdist víst yfir því, að hann var
kominn í hóp fornra stéttarbræðra,
enda þótt hann væri nú orðinn stjórn-
arskip, því hann fór lfka að syngja.
Annars voru botnvörpungar hvergi
við suðurströndina, nema álíka stór
hópur við Ingólfshöfða, við Hjörleifs-
höfða og Dyrhólaey; allir utan land
helgis og nokkrir á’ ferð milli Vest-
manneyja og lands.
En það var komin breyting á fleira
en veðrið. Hitinn í sjónum við Ing-
ólfshöfða kveldið áður var 11°, en nú
var hann að eins 6° (og út af Beru-
firði um hádegisbil að eins 4°). Vér
vorum komnir í íshafsstrauminn. Und-
anfarið var alstaðar mergð af ýmsum
óæðri dýrum og fiskaseiðum, ofarlega
og neðarlega 1 sjónum, en nú hvarf
það nærri alt, nema síldarseiði, nýút-
skriðin eða fárra mánaða gömul, og
seiði nokkurra íshafsfiska, sem ekki
lifavið suðurströndina), og í vor fann
»Thor« ekki þorskaegg austar en við
Ingólfshöfða). |>annig var það alla
leið til Seyðisfjarðar — og blindþoka.
Vér lágum nokkra daga inni á Seyð-
isfirði (við hafskipabryggju — Garð-
arsbryggjuna. — Hvenær ætli hafskip
geti lagst við bryggju í Reykjavík?)
og fengumst þar við að mæla þorsk,
til þess að komast eftir aldri hans eft
ir stærð, því oss veittist sérlega gott
tækifæri til þess. Vér fengum sem só
rúm 12 þúsund af þorskseiðum, mest-
alt á öðru ári, í 6 ádráttum með lítilli
álavörpu inst í firðiuum, en ekkert ein-
asta seiði frá í vor. Sýnir það bezt
hvílíkur aragrúi af þorski vex upp á
Austfjörðum; lfkt er það í sumum hin-
um fjörðunum, og á Héraðsflóa fekst
mergð af þeim í botnvörpuna á 25
faðma dýpi. þorskseiðin, sem eg skoð-
aði innan í, höfðu flest etið marfló eða
fiskslóg og undir Wathnes bryggju var
krökt af þorsk- og ufsaseiðum. þau
lifa á fiskslógi, er liggur þar í stórr-
dyngju, meira eða minna úldið, en það
fælir ekki seiðm frá. Menn ala þanu-
ig ósjálfrátt upp þorsk með úrgangin
um úr vaxna þorskinum! Af Wathu-
es-skipunum mældum vér nær 4 þús.
af stútungi og þorski og úti í Loð-
mundarfirði töluvert af þyrsklingi og
stútungi, er vér veiddum á »Thor« eða
aðrir veiddu þar í firðinum. f>ar lág-
um vér tvisvar, lögðum lóð, alls 3300
öngla, í fjörðinn, beittum frosinni síld
og fengum 8 hundr. af þyrsklingi og
stútungi og 5 hndr. af ýsu; í þriðja
skifti var lögð lóð og beitt smáþyrsk-
lingi og fengust þá að eins 3 þyrsk-
lingar og nokkrar smálúður. 2 menn
réru eina nóttina í fjörðinn og fengu
nærri 7 hndr. af þyrsklingi og stút-
ungi á haldfæri og beittu silungi. í
firðinum var mikið af smáloðnu.
Svo lögðum vér lóð á 40 fðm. dýpi
í Seyðisfjarðarmynni, beítta síld, og
fengum á hana 5—6 hndr. af stútungi
og nokkuð af þorski og 1—2 hndr. af
ýsu. I þorsk- og stútungsmögunum
var mjög mikið af kampalampa og
nokkuð af smærri krabbadýrum, lítið
eitt af sandsíli og loðnu; í ýsumögun-
um ormar, krossfiskar og skeljar. Á
Héraðsflóa fiskuðum vér með botn-
vörpu á 25 fðm. og fengum í hana
eftir 1 kl.stund 223 þorskseiði,
39 skarkola, 408 skrápkola, flesta ör-
smáa, 15 sandkola, 37 tindabikkjur
og ýms óæðri dýr. Svo var reynt á
60 fðm. en þar fekst lítið annað en
stór blágrýtisklettur. Yfirborðshiti
sjávarins var þar 7—8°. 2 mílur út
af Gerpi var hann 5°, en 9° inni 1
Seyðisfjarðarmynni:
Að kvöldi þess 29. júlí fórum vér
rakleiðis frá Seyðisfirði til Eskifjarðar
og fór eg þar af »Thor« í »Hóla« og með
þeim heim. 31. fór »Thor« alfarinn
frá landinu áleiðis til Færeyja, en átti
á leiðinni að gera hafrannsóknir á all-
mörgum stöðum á leiðinni bæði fyrir
norðan og sunnan Færeyjahrygginn,
til þess að komast fyrir takmörkin á
milli heita og kalda sjávarins þar.
Eg hafði mikla ánægju af veru minni
á skipinu, bæði af hinu marga nýja,
er eg sá og fekk að vita, af sambúð-
inni við skipverja, bæði vísindamenn-
ina og hina, þar á meðal voru 2 ung-
ir og efnilegir landar, og svo af því að
sjá, með hve mikilli atorku og áhuga
var unnið að rannsóknunum. |>að var
oft unnið dag og nótt — við raf-
magnsljós ef skuggsýnt var — og oft
var nóg að gera, þegar ef til vill silki-
háfarnir, sandsílavarpan og botnvarp-
an komu hvað með sinn afla í lotu
og alt varð að skoða og aðgreina,
koma því sem hirt var fyrir í vínanda
eða formalíni, mæla allan fisk og rann-
saka hann að ýmsu öðru leyti og halda
svo nákvæmar bækur yfir alt, beita
lóð, hreiri8a þilfarið, gera við veiðar-
færin o. s. frv.
Mér þótt* einnig vænt um að geta
komið með marga góða gripi handa
náttúrusafninu og er það að þakka
velvild mag. Sehmidts.
það hefði verið mjög æskilegt, ef
skipið hefði getað verið hór við landið
fram á haust og farið eina eða tvær
ferðir til kring um það, en. þess var
enginn kostur. því það hafði í flairi
horn að líta. En það er bót í máli,
að það kemur bingað á næsta vori
aftur og verður þá rannsóknunum
haldið áfram.
5,9° í yfirb. 3,9° í botni
4,9»- __
Á leiðinni suður mældi eg sjávar-
hitann á nokkrum stöðum. Hann
var
á Breiðdalsvík
- Berufirði 6,9° -
í Hornafjarðarósi 5,4° -
1 m. u. Hálsaósi 7,2° -
við Tvísker 8° -
— Ingólfshöfða 9,5° -
u. Brunasandi 9,5° -
við Vestmanneyj. 9,9° -
undan Selvogi 10,5°- —
við Reykjanes 10,3° - —
f>að er er ekki smáræðis hitaforði,
sem er fólginn í þessum 4—5 stigum,
sem sjórinn er heitari við Suðurland
en við Austuriand. f>ar má segja að
vér Sunnlendingar »höfum hitann úr«.
f>að var líka eins og að koma úr kulda-
beltinu í hitabeltið, að koma frá Aust-
fjörðum til Reykjavíkur.
— 9,9°- —
Ný lög staðfest.
Konungur hefir 28. ágúst þ. á. stað-
fest þessi 6 lög frá síðasta alþingi.
1. Lög um samþykt á landsreikn-
ingnum fyrir 1900 og 1901,
2. Fjáraukalög fyrir árin 1900 og
1901.
3. Lög um breyting á gildandi á-
kvæðum um almennar auglýsingar og
dómsmálauglýsingar (er frá 1. apríl
næstk. ber að birta í Ríkistíðinduuum
en ekki í Berlingatíðindum).
4. Lög um stækkun verzlunarlóð-
arinnar í Reykjavík.
5. Lög um breyting á 24. gr. í
lögum um bæjarstjórn á ísafirði frá
8. október 1883 (Gjalddagar bæjar-
gjalda eftirleiðis 15. janúar og 15.
júlí).
6. Lög um breyting á kgsbréfi 3.
apríl 1844 viðvíkjandi Brúarkirkju í
Hofteigsprestakalli (20 ál. þóknun fyr-
ir hverja messuferð að Brú fellur nið-
ur við næstu prestaskifti).
Sandfok
á Landi í Raugárvallasýslu.
f>að er kunnugt af blöðum og bók-
um, að sandfok hefir gjört mikinn
skaða á Landi í Rangárvallasýslu; það
hefir lagt marga bæi í eyði á síðustu
öld og útlit var fyrir að allur Land-
mannahreppur mundi verða ein saud-
auðn, sem svo héldi áfram suður yfir
Holt til sjávar.
Sæmundur Eyólfsson ritaði um þetta
í skýrslu Búuaðarfélags Suðuramtsins
1891 og brýnir fyrir mönnum að vernda
melgresi, er þar vaxi allmikið, en hafi
orðið fyrir illri meðferð; hann ræður
líka til að stuðla að útbreiðslu þess
með sáningu.
Árin 1893 og 1894 var melkorni sáð
að vorinu til og bar það nokkurn
árangur. 1899 var gjörð samþykt um
friðun á skógi og mel í Rangárvalla-
sýslu.
Árið 1894 vakti Eyólfur bóndi Guð-
mundsson í Hvammi máls á því, að
hefta sandfobið með því að hlaða garða
úr grjóti þvert yflr sandöldurnar og
geilarnar. Síðan hefir Búnaðarfélag
Suðuramtsins og Búnaðarfélag íslands
ásamt sýslusjóði Rangárvallasýslu var-
ið nokkru fé til heftingar sandsins og
græðslu; verkið hefir Eyólfur annast.
Árangurinn af þessum tilraunum er
sá, að hættan af sandfokinu er nú
orðin miklum mun minni en hún var,
og verði haldið áfram í tvö til fjögur
ár enn, eins og síðastliðin ár, þá má
telja víst að þessari sveit sé algjörlega
borgið. Garðarnir tefja fyrir útbreiðslu
sandsins. Melgresið breiðist óðum út
síðan það var friðað, og vegna garðanna
nær það innan skamms yfir meiri hluta
sandanna.
Landmenn mega þakka þessum tveim
mönnum, sem hér eru nefndir, fremur
öllum öðrum, þá öruggu von, sem þeir
nú geta haft um að Landið verði aft-
ur í röð með beztu sveitum hér sunn-
anlands. Ef á öðrum sandfokssvæðum
hér á landi væru eins ötulir dugnaðar-
menn og Eyólfur Guðmundsson, þá
mundi minna verða úr uppblæstrinum
en raun hefir á orðið.
Einae Helgason.
Heybrunlnn í Rifshalakoti.
Svo var sagt frá honum, eigi að eins
hér í höfuðstaðnum, heldur og austan-
fjalls, að hann hefði stafað af illri
hirðingu, því um kent og engu öðru,
þótt ótrúlegt væri, eftir því sem tíðin
hafði verið, enda fjarri því að þetta
væri satt; og er illa gert að fara á
stað með slíkar fullyrðingar og breiða
þær út, hver svo sem fyratur hefir orð-
ið til þess í þettasinn. Kemur þetta
aér því ver, er í hlut eiga samvizbu-
samir sæmdarmenn, er taka sér nærri
alla missögli um þá, eigi sízt ef hún
miðar til þess að kasta skugga á virð-
ingu þeirra eða mannorð.
Vér áttum í gær tal við Einar bónda
Guðmundsson í Rifsbalakoti, mesta
greindarmann og myndarbónda, bróður
Eyjólfs sýslunefndarmanns f Hvammi
á Landi, og segir Einar að eigi komi
það til mála, að kviknað hafi í hlöð-
unni af hita í heyinu, þótt hins vegar
sé eigi unt að gera sér grein fyrir upp-
komu eldsins.
Hlaðan stendur í bæjarhúsaröðinni
og veit stafninn fram á hlaðið; járn-
þak er á hlöðunni og bárujárn á stafn-
inum ofan frá og niður úr, en stein-
límt með járninu niður við grunninn
og frágangur allur hinn bezti og trygg-
asti. En svo virtist sem eldurinn
hafði komið upp einmitt þarna við
stafninn og hefði svo læst sig upp
eftir trénu og beyinu og svo eftir þak-
inu og heyinu ofanverðu. Brann alt
tré í hlöðunni og af heyinu á að gizka
200 hestar. Eldinn tókst að kæfa
með því að moka mold yfir heyið í
hlöðunni. Síðar, er eldurinn var fyrir
löngu sloknaður og moldinni var aftur
mokað ofan af heyinu, kom það í ljós,
að heyið var grænt og hitalaust og
hvergi brunnið nema að ofan og að
utan.
f>etta bar til um hábjartan dag, í
bezta veðri, og hafði enginn eldur eða
eldneisti komið nálægt hlöðunni, Aska
höfð í járníláti og borin í alt aðra
átt en hlaðan er, eldspýtur óhreyfðar
á sínum stað og eldur hvergi lifandi
nema í eldavél í eldhúsi, er stendur
mjög fjarri hlöðunni og gat með engu
móti hafa borizt þar á milli.
Hvernig eldur hefir kviknað í hlöð-
unni verður því að líkindum óráðin
gáta.
Verðlauii úr Ræktunarsjóði
íslands.
f>essum 65 bændum hefir landshöfð-
ingi veitt verðlaun úr Ræktunarsjóði
íslands á þessu ári, fyrir unnar jarða-
bætur á næst undanförnum 5 árum.
200 kr. fær: Björn Uorláksson prest-
nr á Dvergasteini í Seyðisfirði.
150jkr. hver fá: Ágúst Helgason í Birt-
ingaholti i Árnessýsln, Grnðm. Þorhjarnarson
á Hvoli í Vesturskaftafellssýslu, Helgi Þór-
arinsson Þykkvahæ i sömu sýslu, Vilhjálmur
Bjarnarson á Rauðará í Reykjavík, Þor-
steinn Jónsson kaupm. i Vík.
ÍOO kr. fá: Eggert Finnsson á Með-
alfelli í Kjós, Guðm. Sveinhjarnarson 4
Valdastöðum í Kjós, Jón Tómasson á Hjarð-
arholti í Borgarfirði.
75 kr. fá:' Eggert Sigurðsson Kvíunf.
í Mýrasýslu, GHsIi Einarssonar á Ásum í
Arnessýslu, Guðni Guðmundsson á Spækli
í Rángárvallasýslu, Hannes Magnússon í
Stóru-Sandvik í Árnessýslu, Helgi Árnason
prestur í Olafsvik i Snæfellsnessýsla, Jó-
hannes Einarsson á Ormstöðum í Árnes-
sýslu, Olafur Eggertsson á Valshamri í
B^rðastrandarsýslu, Ólafur Jónsson í Reykj-
arfirði í ísafjarðarsýslu, Sigurður Jóhanns-
son í Strandarhjáleigu i Rangárvallasýslu,
Sigurður Sigurðsson á Viðivöllum i Skaga-
fjarðarsýslu, Tryggvi Bjarnason i Kot-
hvammi i Húnavatnssýslu, Vilhjáimur Árna-
son á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, Þorgils
Sigurðsson á Kleifárvöllum i Snæfellsnes-
sýslu.
50 kr. fá: Árni Högnason á Görðum,
Sigurður Pétursson á Hörgslandi, Þórarinn
Sigurðsson I Stórulág, allir i Skaftafells-
sýslum; Arnþór Einarsson i Teigi, Einar
Árnason i Miðey, Einar Olafsson í Stóru-
mörk, Guðm. Guðmundsson i Teigi, Jakob
Ólafsson i Deild, Jön Bergsson í Skálholti,
Kristján Jónsson á Árgilsstöðum, Kristofer
Þorleiísson i Stóradal, Magnús Magnússon,
i Búðarhóishjáleigu, Sæmundur Oddsson i
Langagerði, Vigfús BergsteinSson á Brún-
um, allir i Rangárvallasýslu; Eggert Ein-
arsson i Vaðnesi, Guðm. Guðmundsson i Hró-
arsholti, Gunnl. Þorsteinsson á Kiðjabergi,
Jón Sigurðsson í Syðri-Gröf, Jón Svein-
hjarnarson á Bildsfelli, Magnús Guðmunds-
son í Haga, Magnús Magnússon á Laugar-
vatni, Sigmundur Jónsson á Vatnsenda,
Símon Jónsson á Seifossi, Steinþór Eiriksson.
á Arnarhóli, Þorvarður Jónsson i Meðal-
holtum, allir i Árnessýslu; Guðm. Sigurðs-
son á Möðruvöllum í Kjós, Böðvar Sigurðs-
son í Vogatungu, Einar Magnússon á Stein-
dórsstöðum, Guðm. Helgason prófastur í
Reykholti, Hannes Magnússon I Deildar-
tungu, Jón Sigurðsson í Kalastaðakoti, Ó-
lafur Daviðsson á Þorgautsstöðum, Þor-
steinn Magnússon á Husafelli, Þorvaldur
Stefánsson á Norður-Reykjum, allir i Borg-
arfirði; Jón Jónsson á Valshamri, Jónas
Sigurðsson á Helgafelli, háðir i Snæfells-
nessýslu; Jens Jónsson á Róli, Jón Óli
Árnason á Giljalandi, háðir í Dalasýslu;
Ásgeir Guðmundsson á Arngerðareyri i
ísafjarðarsýslu, Guðm. Bárðarsson í Bæ,,