Ísafold - 17.10.1903, Side 1

Ísafold - 17.10.1903, Side 1
'Kemur út ýinist einu sinni efta “tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til utgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg Keykjavík laugardagfinn 17. október 1903 64. blað. JfuóÁu/A yft<Llyilyl//1V J. 0. 0. F. 852398V2- ~ Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forvgripanafn opifi md., mvd. og ld. ai—12.' K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- 4n á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fnndir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. 8 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- 'Sndnr kl. 10*/>—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag *kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag %1.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Nokkur Ijóðmæli eftir Byron. Steingr. Thorsteinsson þýddi. Rvik; Prentsm. Rvikur 1903; 133 bls. Með mynd Byrons. f>að er orðið mikið starf og fagurt, aem islenzkar bókmentir eiga Stein- grími Thorsteinsson að þakka. Að mörg af hinum fegurstu íslenzku ljóðum eru hans verk, er alkunnugt. En hann hefir lika um langan aldur fremur flestum öðrum starfað að því, að gera andans auð erlendra þjóða arðberandi fyrir þjóð sína, og yrði það langt mál, að telja upp allar þýðingar hans á stærri og smærri útlendum skáldritum og ljóðum, sem mörg eru af heimsins bezta bergi brotin. í kyrþey hefir hann stráð þessu gulli A veg landa sinna, og þjóðin hefir tekið það upp fegins höndum, því það hefir verið lýsigull, er breiddi bjarma yndis og fegurðar í kringum sig. Aðaleinkenni á þýðingum Steingríms er hið næma fegurðarskyn, hin ó- þreytandi elja og nákvæmni, er legg- ur eyrað við hjartaslög höfundarins, greinir öll blæbrigði og útlínur hugs- ananna og greypir þær svo í íslenzkt gull og silfur. í bók þá, er hér skal minst lítið eitt á, hefir skáldið safnað því, sem hann hefir þýtt eftir Byron: Band- inginn í Chillon, Draumurinn, Pari- sína, Mazeppa, 11 smákvæði og loks brot úr annari kviðu »Don Juanst. Tvö fyrst nefndu kvæðin komu út í Khöfn 1866 og hafa lengi verið ófáan- leg; Parisína kom 1877 í »Svanhvít« og Mazeppa í Tfmariti Bókmentafé- lagsins 1896. Flest öll smákvæðin munu ekki hafa sézt á prenti fyr. — Meginið af því, sem í bókinni stendur, er því orðið flestum þeirn, sem nokk- uð lesa, kunnugt og kært, og varla mun neinn, er ber þýðingarnar sam- an við frumkvæðin, geta annað en dáðst að, hve vel og samvizkusamlega þær eru af hendi leystar. f>að er ekki margra meðfæri að þýða Byron svo vel sé, og það er lán fyrir bók- mentir vorar, að tveir mestu snilling- arnir meðal íslenzkra skálda hafa orð- ið til þess, Steingrímur þýtt þessikvæði, og MattíhasManferð. Byron virðist eiga við skap íslendinga, enda er hann af norrænum rótum runninn. — Ekki man eg eftir að annað kvæði hafi í æsku tekið huga minn öðru eins helj artaki og »Parisína«, er eg las það í fyrsta sinn. það grúfði yfir öllum hugsunum mínum lengi á eftir, og þeg- ar eg var að smala í morgunþokunni hljómaði í eyrum mér: Dimmlega klukkur klingja I klaustnrturni grá, Við ramböld báreyst briugja Hnykkjast til og frá; Sárt þau hljóð á hjartað fá. Heyr, sálm er farið að syngja, Söng yfir dauðum ná, Eða feigum, sem frelsast ei má. Fyrir dauðvona sálu dunar likaböng, Fyrir dauðvona sálu munkar hefja söng; Nú er til baDa biðin ei löng. Eg held að málmurinn í hinni ís- lenzku líkaböng hljómi hér engu ó- geigvænlegar en frumkvæðið. Eins og allir, sem þekkja kvæði Steingríms sjálfs, mega geta sér nærri, lætur hon- um ekki sízt að þýða Byron, þar sem hann lýsir hvíld, friði og hátign nátt- úrunnar, eins og t. d. í byrjuninni á Parisína, eða þetta: Yfir þeim hvelfdist sólbjört sumarheiði, Svo skýlaust, hreint, svo heila^lega fagurt, Að ekkert sást á himni nema guð. (Draumurinn bls. 25). En houum verður ekki heldur lita vant, þegar hið tröllslega ímyndunar- afl Byrons málar með feigðarlitum og banablóði. Lágskógur glitgrænn, inndæll æ Áður en haust með kuldablæ Á lauf, þá visnun líður nær, Litskörpum feigðarroða slær, Sem sjá má storkið banablóð A bleikum likum vals um slóð, Er nístu frosta nepjur harðar Hvert nakið höfuð ofanjarðar, Og gaddfraus kinn á gneypum ná, Svo goggur hrafns ei vinnur á. (Mazeppa bls. 72). Hinar nýju þýðingar eru fögur við- bót við það, sem áður var komið. Hér er ein vísa: Og máninn á lygnuna leggur Sitt ljósmen silfuiskært, Og blitt dúar hafsins barmur Sem barnsins, er sefur vært. Svo hneigir þér hægt mÍDn andi Og hlustar tilbiðjandi Með viðkvæmninnar svo vægum öldum, Sem vaggast hafið á sumarkvöldum. Úr »Don Juan« hefir skáldið þýtt einhvern fegursta kaflann, sem segir frá ástarsælu Don Juans og Haidí. Gaman væri að eiga í snjallri íslenzkri þýðingu allan »Don Juan«, þenna óviðjafnanlega töfraspegil flestra til- finninga, sem í mannsbrjósti búa. En líklega verður þess langt að bíða. Kvæðunum fylgir vel ritað ágrip af æfi Byrons, og er það aukið mjög frá því, sem fylgdi fyrri útgáfunni af »Band- ingjanum« og »Draumnum«. Loks koma skýringar og athugasemdir. Praman við bókina er ágæt mynd af Byron, og allur ytri frágangur er einhver hinn vandaðisti, sem menn hér eiga að venjast. Óskandi væri að Steingrími Thor- steinsson entist aldur til, auk margs annars, að safna ljóðum þeim, sem hann hefir þýtteftir ýms skáld, og gefaþau út á líkan hátt og þessi ljóðmæli Byrons. því vonandi er að þjóðin sé ekki orðin svo úrættuð, að hún tæki þeim ekki tveim höndum. G. F. Vissan um hlutabankaiui. Bankafréttirnar nú með póstskipinu Laura þykja að maklegleikum mikil tfðindi og góð, enda hefir þeim hér í höfuðstaðnum og nágrenninu verið tek- ið með miklu almennari feginshug og fögnuði, en nokkrar líkur þóttu til þeim möunum, er gagnkunnugir eru hinni ofsafullu andvígni, sem bankastjóralið- ið hefir sýnt hlutabankastofnuninni frá upphafi. Vissan um, að hlutabankastofnunin er þegar reist og stendur svo föstum fótum, að enginn efi er é, að íslands- banki stígur hér á land fyrir útgöngu þessa árs, hefir að sjálfsögðu vakið mikla og innilega gleði hjá öllum þeim, er fyr og síðar hefir orðið það ljóst, hve nytsamleg og afarnauðsynleg slik peningastofnun er landi og þjóð, eins og á stendur, og hafa því verið stofn- uninni hlyntir og fylgjandi, — því að þessi langþráða vissa léttir af þeim þungum áhyggjum. þetta segir sig sjálft, en hitt ekki, sem nú er komið í ljós og orðið kunnugt, að tíðindin þykja góð og gleði- leg ýmsum þeim mönnum, er lögðust í upphafi gegn hlutabankanum og hafa jafnan fylt flokk andvígismanna hans. Fjarri er oss hlutabankavinum að leggja þeim þetta til ámælis, þvert á móti teljum vér þá menn að meiri og betri fyrir bragðið. Enginn hlut- ur getur eðlilegri verið en sá, að þeir verði nú íslandsbanka fegnir. þeim var orðið það Ijóst, að þeir höfðu i máli þessu lent í þeirri raunalegu villu og slysni, að spyrna á móti fram- gangi velferðar- og nauðsynjamáls, og þeir voru ekki ánægðir með þessa frammistöðu sína, heldur hnugnir út af henni, — þess vegna eru þeir nú allshugar fegnir því, að afstýrt er þeim vandræðum, sem við borð lá að af henni mundi leiða fyrir land og )ýð. Af þeim er þannig einnig létt áhyggju, og henni þungri. Hve alment hlutabankanum er fagn- að hér um slóðir, getur þó ekki aug- Ijóst orðið fyrri, en um það bil að hann tekur til starfa; til þess tima leyna menn fögnuði sínum yfir komu bankans, til þess að brjóta ekki afsér hinn einvalda landsbanka meðan eigi er i annað hús að venda. |>annig er eðlilega ástatt fyrir þeim hinum mörgu, sem nokkur viðskifti þurfa við hann að hafa til þess tíma. Enginn vafi er á því, að allír þeir menn eru bankastofnuninni fegnir, sem gott skyn bera á það mál, ogberahag lands og þjóðar ríkara fyrir brjósti, en eigin hagsmuna von, valdafíkn og virð- ingar. Um nokkur undanfarin ár hefir það verið margsinnis svo ítarlega skýrt, hvílik heill landi og þjóð stæði af góðu bankafyrirkomulagi með nægu fjármagni, og sýnt fram á, að án þess gætu atvinnuvegir vorir ekki blómgast né þrifist. Jafnframt hefir verið sýnt fram á það, að bankaástand það, er þjóðin hefir átt við áð búa, væri ó* hafandi og stæði þjóðinni stórlega fyr- ir þrifum. þetta hefir reynzlan æ á- þreifanlegar staðfest, og sýnt að Iífs- nauðsyn væri að bæta úr þessu þjóð- arböli. Nú er þessi bót loks viss. |>eir, sem móti hennihafa staðið, eru nú þrotnir að ráðum og mætti til að aftra henni lengur. Landsbankafarginu, sem þröngvað hefir mönnum til nauðung- arfylgis við þessa menn, Iéttir von bráð- ar af þjóðinni. Dagar landsbankaein- veldisins eru þegar taldir. f>essu fagna frjálslyndir menn og þjóðræknir. Af brjósti þeim er létt blýþungri á- hyggju út af peningaskorti þeim, sem árlega hefir átt sér stað í landsbank- anum, og sem fjötrað hefir framkvæmd- ir manna og viðskifti á síðustu árum, svo að til vandræða hefir horft. Jafnframt er af þeim létt ótta við hin ískyggilegu lög síðasta þings um aukning landsbankans um miljón kr. innleysanlegra seðla, er hvíla skyldu á l/2 miljónar gullforða. Hefir mörgum staðið eigi alllítill stuggur af þvf óráði, að ætla landsbankanum að verzla jöfnum höndum með óinnleysanlega seðla og innleysanlega, og þótt slíkt eins dæmis sleifarlag líklegast til þess að fella hina óinnleysanlegu seðla í gildi, nema því að eins, að þeir hefðu í landsbankanum verið gjörðir hinum jafn réttháir, og jafnan verið innleyst- ir þar eins og þeir; en þá hefði l3/4 miljón kr. f seðlum í rauninni hvílt á að eins l/2 miljón kr. gullforða, en slíkt hefði verið helzt til glæfralegt, og miður til þess fallið að efla út á við lánstraust landsins, sem brátt mun óhjákvamilega þurfa á að reyna, sakir ráðsmensku fjáreyðsluþingsins mikla síðastliðið sumar. Vegna þess að hlutabankinn kemst nú á fót, hverfa þessi ískyggilegu varaskeifulög úr sög- unni, og kemur þá óttinn og áhyggjan, sem þau hafa vakið, hvergi til greina. Loks hefir það valdið vönduðum mönnum eigi lítillar áhyggju, hversu lúalega bankamálið hefir verið notað í þjónustu flokkshatursins við kosning- arnar undanfarin ár til polítiskra æs- inga og sjónhverfinga, en slíkt atferli hefir verið þeim mun óforsvaranlegra, 8em öllum er vitanlegt, að alþýða manna hér á landi hlýtur að vera alls ófróð um bankamál, þar sem hana brestur alla sérþekkingu f þeim efnum. Er það alkunnugt, hversu ósvífnar tilraun- ir hafa verið gerðar til þess að brenni- merkja alla þá menn, er hlutabanka- stofnuninni hafa verið sinnandi, og ekki muu nokkurt mál nokkru sinni hafa verið notað hér á landi með jafn- mikilli frekju til að þyrla upp ósann- inda moldvirði, svo dimmu, að sem fæstum yrði ratfært. þegar hlutabankinn er hér kominn og kunnur orðinn, verða allar slíkar blekkingartilraunir ómögulegar, og þótt skoðanir á bankamálum geti eftir sem áður orðið skiftar, verður eigi unt að nfðast jafnmikið og að undanförnu á ófróðleik alþýðu um það mál. Lægi nú moldviðrinu í þessa átt, er meiri von að birti til í fleiri áttum. Sú von, að koma hlutabankans hreinsi hið pólftiska loft hér á landi, er meira en lítið gleðileg. Hörður.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.