Ísafold


Ísafold - 17.10.1903, Qupperneq 2

Ísafold - 17.10.1903, Qupperneq 2
254 Saltfísksalan í Genúa. [Útdráttnr ír skýrsln danska konsúlsíns i Grenna, um fisksöln þar frá 1. apr. 1902 til 51. marz 1905.] Á síðastliðnu ári (*/4 ’02—31/3 ’03) var flutt talsvert meira til Genúa af verkuðum fiski en að undanförnu. Kom mönnum þetta mjög á óvart að því er anertir íalenzkan fisk, því að framan af árinu var afli sagður þar tregur og birgðir litlar; var því eigi von á miklu þaðan. Eftirspurnin var því mikil framan af árinu og verð hátt. Voru framan af júlímánuði greiddar 52 lírur (1 líra = 70 a.) fyrir 200 pund af íslenzkum saltfiski og framan af september var verðið komið upp í 56 lírur. Sú varð nú reyndin á, að afli hafði verið ágætur á Islandi, einkum á Vest- fjörðum. Kom nú þaðan hver farm urinn á fætur öðrum í septembermán- uði og reyndist þá ógjörningur að halda fiskinum í sama verði. Féll hanu nú óðum og var í lok október- mán. kominn ofan í 50 lírur (200 pd.), og er það óvanalega lágt verð um það leyti. Fór nú að draga úr aðfluttn- ingnum en verðið fór lækkandi eigi að síður og lækkaði smátt og smátt til marzloka; var þá komið ofan í 40 lírur. Hér er að eins miðað við meðalverð á fiski, en vitaskuld er, að einstöku farmar seldust fyrir miklu hærra verð en hér er nefnt, eins og t. d. einn farmur, er seldur var í öndverðum september fyrir 68 lírur hver 200 pd. Innflytjendur reyndu að gera sam- band sín á milli tii að halda fiskinum í verði, en það varð árangurslaust. Mikla gremju vakti það meðal fisk- sala í Genúa að aflaskýrslur frá ís- landi voru alt annað en áreiðanlegar. Álítur konsúllinn mjög mikils vert að fá áreiðanlegar fregnir tvisvar á mán- uði um afla og birgðir. Sama kvörtun er enn sem fyr um óvandaða aðgreining á fiskinum; lakar og góðar tegundir hvað innan um ann- að. Álítur konsúllinn góða og vand- aða aðgreining á íslenzkum fiski einka- skilyrði fyrir sölu á honum. Brýnir hann enn á ný fyrir íslendingum að nota að eins vandaða og sjálfstæða fiskimatsmenn. Konsúllinn ræður til þess að senda nokkra fiskimatsmenn til Genúa til þess að kynna sér, hvaða kröfur kaup- endur gera til fiskgæðanna. Nokkrir vel valdir farmar komu til Genúa á síðastliðnu ári og er það bezta sönnunin fyrir því, að ekki er ógjörningur að aðgreina fisk á íslandi. Misjafn fiskur átti góðan þátt í verð- lækkuninni. Getur verið að um það megi kenna ofmiklum hita, svo að skel hafi komið á fiskinn að utan þótt hann væri hrár að innan, en þess hefði átt að gæta og ekki senda hálfþurkaða vöru. Komist ekki fullkomin lögun á að- greiningu fiskjarins, eiga fisksalar á Islandi á hættu að neyðast til að senda fisk sinn óseldan til Genúa, eins og farið er með Labradorfiskinn, og láta sér nægja það verð, sem kannað ▼erða sett á hann eftir að hann er þangað kominn. Er sú söluaðferð því viðsjálli, sem umboðsmenn seljenda verða að hraða sölunni sem mest og því mjög hætt við verðfalli. ísl. »smáfiskur« hefir kaupendum þótt of stór; hann er sendur og seldur inn í landið og þar krefjast menn þess, að hann sé smár. Ofmikið þykir af ísu í förmunum, atundum framundir helming. Sú vara selst þar mjög illa, einkum stórísan. Síðdegisguðsþjónusta á morg- un kl. 5 (B. H.). Frá Klondyke. Klondyke (Klondæk) kannast flestir við, gulllandið mikla, norðan og vest- antil í Norður-Ameríku. f>ar fundust fyrir 8 árum mjög auðugar gullnámur og menn streymdu þangað þúsundum saman til að grafa þessa heims auð- æfi upp úr moldinni og klakanum. Urðu sumir þar auðugir á stuttum tíma, flestir fundu miklu minna en þeir höfðu gert sér vonir um og fjöl- margir komust þangað aldrei; urðu til á leiðinni, því vegir voru engir, en yf- ir fjöll og firnindi að sækja, í helkulda og snjó og menn misjafnt útbúnir; höfðu, eins og Skuggasveinn, farið í flaustri að heiman, því allir víldu verða fyrstir til að höndla hnossið. Landi vor Jón Tryggvi Jónsson, er kom með Lauru 5. þ. m., hefir verið tvö ár við gullgröft í Klondyke og kemur þaðan beina leið. Var því sagt, er hann sté hér á land, að hann hefði meðferðis hálfa miljón dollara, en Jón kvað það fjarri sanni. Hálft fjórða ár er liðið síðan Jón fór vestur. Var hann l1/^ ár í Winni- peg áður hann fór vestur í Klondyke eða þó öllu heldur Yukonhérað, eu þar er að eins Yukonfljótið á milli. Eigi lætur Jón vel yfir vistinni þar vestra. Loftslag segir hann þar öllu kaldara en hér á landi; hiti að vísu svipaður á sumrin en frost talsvert meira á vetrum og vetur lengri en hér. Fer eigi að þiðna þar né hlýna fyr en í byrjun maímánaðar og jafnan um sama leyti, en frysta tekur aftur í september. Landslag er þar mishæð- ótt mjög, þröngir dalir, skógi vaxnir, en hálsar og fjöll á milli þeirra. Eigi fæst almenningur þar við aðra atvinnu en gullgröft. Vinna flestir hjá sérstökum vinnuveitendum, land- nemum, fyrir ákveðið kaup, 4—4J/2 dollar á dag auk fæðis. þykir það kaup að vísu allhátt, en ódrjúgt vill það verða í meðförunum, því alt er þar dýrt, er kaupa þarf; þekkist þar eigi minni peningamynt en 25 cent (þ. e. nál. 90 aurar). Hvert lítilræði, þó ekki sé nema einn eldspýtustokkur, kostar 25 cent. Vill mönnum því seint græðast þarna fé, þótt reglusamir séu. En þeir eru auk þess margir, sem eyða því a helgum, er þeir hafa verið að vinna sér inn alla vikuna. Vetrarvinna er náglega ókleif í þess- um héruðum sökum frosta: fer sum- staðar eigi klaki úr jörðu alt árið; sól- arhitans á sumrum nýtur svo lítið sök- um skóganna. Ganga því margir iðju- lausir allan veturinn og lifa á sumar- kaupinu, þeir sem eigi hafa eytt því, en aðrir reyna gullgröft á eigin spýtur; vill það oftastnær reynast bæði arðlft- ið og erfitt; eins og líka vinnan við gullgrþftinn er sögð versta þrælavinna á hvaða tíma árs sem er. Eigi þykir vistlegra í Klondyke en svo, að engum kemur tii hugar að dvelja þar langvistum. Flestir hafa fengið nóg af vistinni eftir nokkur ár og flytja þá þaðan alfarið. En jafnan kem- ur nóg í skarðið, því gullið reynist þar eins og annarstaðar það aðdrátt- arafl, sem almenningur fær ekki sporn- að á móti; er þó talsvert farið að minka þarna um gull, en því trúa menn ekki fyr en þeir taka á því. Sundkensla fyrir sjómenn fór fram í Laugunum hér í baust, eins og að undanförnu, undir stjórn Páls sundkennara Erlings- sonar. Voru nemendur með flesta móti, eigi færri en 42, allir sjómenn, og af þeim réttur þriðjungur námsmenn á Stýrimannaskólanum. Sami kennari var hér við sundkenslu í vor og kendi þá 2 bekkjum úr lærða skólanum, yfir 30 piltum, mörgum drengjum úr barnaskólanum og um 20—30 iðnaðarmönnum og öðrum. Aðsóknin að sundkenslunni virðist fara árlega vaxandi, sem betur fer, en einhvern frekari sóma þyrfti að sýna sundlauginni en gert er. Fjártaka það sem af er haustinu hefir frem- ur fátt sláturfé komið hingað til bæj- arins. Ber auðvitað margt til þessa. Fyrst og fremst góð tíð í sumsr hér í nær- sveitunum, og þar af leiðandi góður heyskapur. Menn þurfa ekki að farga skepnum sínum vegna heyskorts. I öðru lagi eiga rjómabúin góðan þátt í þessu. f>eir, sem eiga þátt í þeim, fá peninga fyrir smjör sitt og þurfa því síður að gera sér peninga úr sauðkind- unum. Og í þriðja lagi eru margir, einmitt vegaa rjómabúanna, farnir að slá slöku við sauðfjárræktinni en fjölga kúm. Afleiðingin af þessu er sú, að minna berst að en þörf er fyrir og þar af leiðir aftur aukin samkeppni meðal kjötsalanna og hækkað verð fyrir kaup- endur. Er því hver skepna hirt, óðar en hún kemur f kaupstaðinn. Verð á kjöti er nú sem stendur 20 —22 aura pundið; hið allrarýrasta 18 aura. Verðið var komið niður f 18— 20 aura, en hækkaði aftur. Slátur 1,50 úr fullorðnum sauðum og þar fyrir neðan úr yngra fé og rýrara. Verð á gærum mun vera nál. 25 aur. og á mör 25—28 aur., en sú vara er hirt jafnóðum og í hana næst. Pest. (svarti dauði). Pest er öðru hvoru að stinga sér niður hér og hvar á hnettinum. Ekki er langt síðan að hún barst til borgarinnar Marseille á Suður-Frakk- landi. Hún gaus þar upp 6. septem- ber sfðastl. í pappírsverksmiðju einni og sýktust af henni 14 manns í verk- smiðjunni frá 6.—14. sept.; af þeim dóu 4. Sjúklingunum va.r komið á sjúkrahús og alt verksmiðjuliðið ein- angrað. 9. og 10. brann verksmiðjan. Til Marseille hafði pestin fluzt f tusk- um frá Austurlöndum, eu í tuskunum voru dauðar rottur og eru þær, eins og kunnugt er, verstu pestarkvikindi. Á Egiptalandi sýktust 11 menn af pest frá 5,—11. septbr. síðastl. og dóu 6. I Broach á Austur-Indlandi hefir orðið vart við pest síðan 19. ágúst í sumar. í Bombayfylki veiktust frá 1.—15. ágúst 11811 menn af pest og á sama tíma dóu úr henni 8477. í Honkong veiktust 22 frá 1.—15. ágúst og af þeim dóu 20. Á Mauritius veiktust 44 frá 3. júlí til 6. ágúst; af þeim dóu 32. I Chile veiktust fram að 10. ágúst 156 menn; dóu 67. í flestum löndum í Norðurálfu hafa stjórnir látið gefa út leiðbeiningar til lækna og alþýðu manna um lækning pestar og fyrirmæli um hvað gera skuli ef pest kemur upp. Pestin er nú orðin svo algeng í heiminum, að engin fjarstæða er að hugsa sér, að hún geti borist bingað til landsins og virðist því eigi vanþörf á því, í sambandi við hin nýju sótt- varnarlög, að læknar og alþýða væru við öllu búnir, ef svo ber undir. •Allur er varinn góður«. Heiðnrslaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. hafa f ár hlotið bændurnir Ó 1 a f u r |> o r- björnsson á Kaðalstöðum í Staf- holtstungum og B jör n f>orsteins- S o n á Bæ í Borgarfirði, 140 kr. hvor. Lanilsyfirréttardómar. Landsyfirrétturinn hefir síðastliðna tvo mánudaga, 5. og 12. þ. m. kveðið upp dóma í 9 eftirfylgjandi málum. 1. Meiðvrðamál milli Einars Bene- diktssonar málafærslumanns og banka stjóra Tryggva Gunnarssonar, út af því, að fyrnefndi hefði á opiuberu veitingahúsi haft þau orð um banka- stjórann, að hann væri »Den störste Idiot i Reykjavík og den störste Kæltring i hele Landet«. Undirréttur hafði dæmt E. B. í 100 kr. sekt auk málskostnaðar, og áfrýj- aði hann þeim dómi, en bankastjór- inn eigi. Yfirrétturinn staðfesti undirrétar- dóminn. 2. —7. Meiðyrðamál milli Skúla al þingismanns Thoroddsens á Bessa- stöðum og Kristjáns H. Jónssonar prentara á ísafirði og ábyrgðarmanns blaðsins »Vestra« út af meiðyrðum í því blaði. Fyrir undirrétti hafði Kr. H. J- gagnstefnt Skúla fyrir meiðyrði í »|>jóð- viljanum* og lét undirdómariun sakir fallast í faðma. Skúli Thoroddsen áfrýjaði fyrir sitt leyti öllum málunum til yfirréttarins og þar urðu dómsúrslitin þau, að í fyrsta málinu var Kr. H. J. dæmdur í 20 kr. sekt og 20 kr. málskostnað; í öðru málinu í 30 kr. sekt og 30 kr. málskostnað; í 3. málinu í 60 kr. sekt og 20 kr. málskostnað; í 4. og 5. mál- inu var hann sýknaður (eins og fyrir undirrétti) og Skúli dæmdur í 15 kr„ málskostnað f hvoru málinu, og í 6. málinu dæmdi yfirrétturinn Kr. H. J. í 50 kr. sekt og 40 kr. málskostnað. 8. Skaðabótamál, er ekkjufrú Guð- rún Björnsdóttir hafði höfðað gegn stjórn Holdsveikraspítalans í Laugar- nesi fyrir að hafa avift hana ráðskonu- stöðunni og vísað henni burt af spít- aianum. Stjórn spitalans bar það fram sér tíl varnar, að frúin hefði komið á stað æsingum gegu sér með- al sjúklinganna á spítalanum. Yfirrétturinn sýknaði stjórn Holds- veikraspítalans, eins og undirrétturinn hafði gert, og dæmdi stefnanda til að greiða málsfærslulaunin með 20 kr. 9. Hið opinbera gegn húsfrú Arn— björgu Stefánsdóttur á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð, fyrir að hafa látið grafa lík manns síns, Sigurðar Einars- sonar, i óvígðri mold, í mel fyrir ofan íbúðarhús hennar í Hánefsstaðalandi. J>au hjón voru utan þjóðkirkjusafn- aðar og hafði Sigurður lagt svo fyrir, að eigi skyldi fylgja kirkjusiðum þjóð kirkjunnar við jarðarför slna. Hafði því konan farið fram á að fá llk manns síns greftrað án þjóðkirkjusiða í kirkjugarðinum, en prestur þóttist ekki hafa heimild til slíkrar greftun- araðferðar innan kirkjugarðs, og því var það, að líkið var gratið í óvígðri mold. í héraði var kærða alsýknuð í mál- inu og málskostnaður lagður á hið opinbera. Yfirrétturinn segir í forsendum sín- um, að með þessu máli hafi líkið að vísu ekki fengið löglegan gröft, en samt sé »ekki í lögum nein heimild til að leggja refsingu á kærðu fyrir tiltæki hennar, og það því síður, sem öll nauðsynleg varúð sýnist hafa verið viðhöfð að því er valið á grafreitar- stæðinu snertir, og greftrunin virðist í alla staði hafa farið sómasamlega fram*. Samkvæmt þessu staðfesti yfirrétt- urinn héraðsdóminn. Giftingar í Rvík. 3. sept. Kristján Kristjánsson tré- smiður og Johanne Heide frá Khöfn. 5. sept. Sigurður Jónsson skipstjórii

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.