Ísafold - 17.10.1903, Qupperneq 3
255
i Görðunum og Guðrún Pétursdóttir
■(Guðmundss. í Hrólfsskála).
12. sept. Jónas Helgason sjómaður
í Brautarholti og Sigríður Oddsdóttir
S. 8t.
19. aept. Bunólfur Stefánsson skip-
stjóri og |>óra Jónsdóttir frá Holti.
22. sept. Eggert Claessen kandídat
og frk. Soffía Jónassen (landl.).
26. sept. fórður f>órðarson thm. f
Birtingaholti og Anna Evertsdóttir s. st.
28. sept. Sveinn Jónsson sjómaður
Laugaveg 61 og Helga Sveinsdóttir s. st.
3. okt. Helgi Helgason verzlunar-
maður og frk. Kristín Sigurðardóttir
(fangavarðar).
3. okt. Kvistinn Ag. Jónsson stýrim.
og Guðrixn f>órðardóttir.
3. okt. Ágúst Benediktsson snikkari
Laufásveg 43 og IJalldóra Halldórs-
dóttir s. st.
5. okt. Guðmundur Jónsson (frá
Helgast.) og Jóhacna Guðrún Gísla-
dóttir.
6. okt. Olafur f>órðarson Bergstaða-
str. 37 og Sigborg Halldórsdóttir s. st.
6. okt. Hallgrímur Gíslason Berg-
staðastr. og Ingibjog Einarsdóttir s. st.
8. okt. Valdim. Guðmundss. Lauga-
veg 72 og Anna Jónasdóttir s. st.
9. okt. Jón f>orkelsson kandídat og
frk. Elísabet Steffensen.
9. okt. Gunnar Friðriksson skósm.
og Guðrún Jónsdóttir Valdby.
10. okt. Ólafur Ólafsson tómthúsm,
Bjargarstíg og Guðrún Pálsdóttir.
10. okt. f>órður PálsBon héraðsl.
og Guðrún Björnsdóttir (ritstjóra).
13. okt. Jón Ólafsson tómthúsm.
frá Akranesi og Tómína Agústa Há-
konardóttir.
13. okt. Jóhannes Kristjánsson thm.
Hvg. 40 og Kristbjörg Kristjánsdóttir
s. stað.
14. okt. Guðni Helgason trésm.
Vg. 51 og Kristín Guðmundsdóttir
Lækjarg. 8.
14. okt. Einar Einarsson thm. Póst-
hústr. 14 og Jónína f>orsteinsdóttir s. st.
Hann skilrli sneiðina.
Saga þessi er sögð um alþektan auð
mann, er dó fyrir nokkrum árum.
Einhverjn sinni kom til hans ungur
maður, er baiddi haun um fjárstyrk
nokkurn; kvaðst ætla að fara að eiga
með sig sjálfur og koma á fót verzl-
un.
»Neytið þór áfengis*, spurði auðmað-
urinn.
•Einstöku sinnum#, svaraði hiun ungi
maður.
»Hættið þv\«, sagði hinn; »gangið í
bindindi í eitt ár og komið svo og tal-
ið við mig«.
Maðurinn hætti þegar að neyta á-
fengis, og er árið var liðið heimsótti
hann auðmanninn aftur.
»Reykið þér«, spurði auðkýfingurinn.
*Oðruhvoru geri eg það«, var svarið.
•Hættið því, og það þegar í stað og
komið til mín að ári liðnu«.
Hann fór heim, ungi maðurinn, og
lagði tóbakspípuna á hilluna. Veitti
honum lengi vel erfitt að gleyma henni,
en svo leið árið, að ekki reykci hann
og fór hann þá aftur að finna auð-
manninn, kunningja sinn.
•Brúkið þér munntóbak*, spurði nú
mannvinurinn.
»Ja-a-á, það geri eg því miður*, sagði
mannauminginn; og varð heldur en ekki
undirleitur.
•Hættið því; venjið yður af því sem
fyrst og finnið mig að ári liðnu«.
Maðurinn hætti allri tóbaksnautn,
fór heim til sín en kom aidrei aftur á
fund auðmannsins.
Nokkru eftir að árið var liðið, spurði
kunningi unga mannsins hann að því,
hvers vegna hann hefði eigi farið aft-
ur til kaupmannsins og beðið hann á-
sjár
»Eg vissi vel á hverju eg átti von«,
svaraði ungmennið.
Hann hefði sagt eitthvað á þessa
leið: »Úr því að þú ert nú hættur að
drekka, reykja og taka upp í þig, þá
ertu væntanlega búinn að draga svo
mikið saman, að þú getur bjargast
uppá eigin spýtur«, — og hann hefði
haft rétt að mæla. Eg er á þessurn
árum orðinn svo fjáður, að eg þarf
ekki að vera upp á aðra korainn.
Bæ.ja i’stjórnarfundur 15. október.
1. Samþyktar tillögnr fátækranefndar-
innar nm úthlutun styrks úr alþýðu-
styrktarsjóði; hafði nefndin lagt til að
styrkur yrði i þetta sinn veittur 49
konum og 2 karlmönnum.
2. Lúðrafélaginu heitið styrk árið 1904
rð upphæð 16t> kr. 67 aur.
3. Beiðui frá Einari Zoega, Siguiði Guð-
mundssyni og Einari Finni Jónssyni
um útvísun erfðafestulands visað til
erfðafestnnefndar.
4. Beiðni (frá Edilon Gfrímssyni) um rennu,
um gangstíg í Hliðarhúsamýri og um
brunn á Bráðræðisholti var visað til
veganefndar.
5. Samþ. að borga lúðareiganda 150 kr.
85 a. fyrir lóðarnám undir fríkirkju-
veginn, eftir mati dómdVaddra manna.
6. Samþ. að greiða Páli Jónssyni veg-
fræðing 194 kr. 07 a. fyrir lóð, er frá
_ honum hefir verið tekin undir Hverf-
isgötu.
7. Synjað um að fella burtu útsvar Krist-
ins Jóhannssonar.
8. Samþ. að fella hurtu útsvar Krist,áns
sál Bjarnasonar skipstjóra.
9. Samþ. að nota ekki forkaupsrétt að
erfðafestulandi Tryggva Mattiassonar,
Þorsteinstúni, norður og vestur af Grim-
staðakoti, fyrir 600 kr., en áskilinn
réttur til ókeypis lóðarnáms undir vegi
eða þess háttar, þá er þörf gerist.
10. Lögð fram reikningságrip yfir tekjur
og gjöld bæjarsjóðs og hafnarsjóðs 1.
júlí til 80. sept. þ. á.
11. Fullnaöarsamþykt á aukafjárveiting
til lengingar lngólfsstrætis.
12. Þremur bæjarfuillrúnm: Kristjáni Jón-
syni, Jóni Magnússyni og Þórballa
Bjarnarsyni, falið að sjá um að kon-
ungi sé send hamingjuósk á 40 ára
rikisstjórnarafmæli hans. Kvstnaður
við það greiðist úr bæjarsjóði.
Hro.ssaha.ld í Landeyjuin. í 60.
tölublaði ísat'oldar þ. á. er þtss getið i
ferðaskýrslu búfræðiskandídats Guðjóns
Gruðmundssonar um Árness- Rangárvalla-
og Skaftafellssýslur, að i Landeyjunum séu
allvíða 50—7U hross á bæ, og að sumir
ætli hrossum sínum hvorki hús né hey, enda
þyki það engar stórfréttir, þótt hross hrökkvi
upp af þegar hart er í ári.
Þessari missögn hr. Guðjóns leyfi eg
mér að mótmæla, og það því fremur, sem
hann átti tal um þetta við mig. Sagði
eg honum og stend við það enn, að mjóg
óviða mundu vera 50 hross á bæ, að fol-
öldum og öllu öðru meðtöldu, að allir
mundu geta hýst öll sin hross þegar ill-
viðri væru, og að hordauði þekktist hér
ekki nú orðið. Þessa umsögn mina hefði
Guðjóni verið óhætt að taka trúanlega að
því er Austur-Landeyjahrepp snerti.
Okkur þykir leiðinlegt, þegar menn, sem
eru að ferðast um til að leiðbeina okkur í
búnaðinum, segja svo ferðasögu sína, að til
vansa verður fyrir héruðin, sem þeir fara
um. Við tökum hart á útlendingum, sem
ferðast uni bjá okkur og bera okkur ver
söguna en vér þykjumst eiga skiiið, eu
ekki þykir okkur betur fara á þvi, að land-
ar okkar verði til þess. Við erum þakk-
látir búfræðingunum fyrir leiðbeiningar
þeirra í búnaði, eu ekki það, að hera okk-
nr ver söguna, en við eigum skilið.
Miðey, 5. okt. 1903.
Einar lArnason.
Ceres Íór héðan vestur og norður
um land 10. þ. m. og með henni
nokkrir farþegar, þar á meðal þau
hjóniu f>órður héraðslæknir Pálsson og
frú hans Guðrún Björnsdóttir norður
í |>ingeyjar8ýslu, væntanlega að Skinna-
stað í Öxarfirði.
Fórn Abrahams.
(Frh.)
Miðið þið nú á 500 faðma færi, er
næsta skipunin og stendur sveitarhöfð-
inginn einn uppréttur til þess að gangs
úr skugga um að alt só í réttu lagi.
þetta skildu hinir eins og nokkurs
konar storkun og hleyptu af fyrstu
skotkveðjunni. Sveitarhöfðinginn hnipr-
aði sig saman, eins og hann hefði
verið hlutaður sundur í miðju og féll.
Tveir af mönnunum stukku á fætur
til að bera hann burt og nýr skot-
hvellur heyrðist.
Maður féll aftur.
Maður féll.
Oft hafa þessi orð verið ítrekuð í
bókum og blaðagreinum, og oft hafa
augu hugsunarlausra manna svo milj-
ónum skiftir litið þessa sömu setning
og látið sér hvergi bregða. Gamlir
menn og ungir, óþroskaðir drengir og
konur hafa rent augum yfir þessi tvö
orð og ekki hugsað hót út í það. Og
einmitt af því að þetta er svo algengt
og almenningi svo tamt að heyra það,
þá er eins og öllum finnist hljóta
svona að vera; það verði ekki við það
ráðið.
Maður féll.
Ef þeir, sem kveikja orsakir til ó-
friðar, í stað þess að burtrýma þeim,
hefðu íhugað, hvað af gerðum þeirra
leiðir, hefðu þeir ef til vill hugsað sig
um 'oftar en einu sinni áður en þeir
létu til skarar skríða. En sæmdin
býður þeim að hugsa sig ekki um;
skyldan skipar þeim að breyta einmitt
svona. Og svo er dreift út um alt
land frásögu um róstur á þingum og
strætum, fjörugri lýsingu á eldlegum
áhuga, er gripið hatí alt í einu sjálf-
kjörna fulltrúa þjóðarinnar, er ráðast
Bkyldi í stórræðin. þetta berst í all-
ar heimsins áttir og álfur, og þetta er
lesið með tindrandi augum og titrandi
hjörtum og svo kemur þetta, sem ekki
verður undan stýrt.
En að til er líka önnur sæmd, sem
er í því fólgin að vera mannúðlega
hugsandi, um það hugsar enginn, né
heldur um boðorðið að elska hver
annan. Og menn, sem þykjast stór-
lega meiddir, ef nokkuð er efast um
guðrækni þeirra, þeir veita hiklaust fé
til hernaðar. Til eru hugsunarlausir
menn svo þúsundum skiftir, sem lofa
hugrekki þeirra fyrir þetta, og það eru
einmitt landar þeirra, er þeir hafa
lagt á óteljandi þrautir og þjáningar.
En hvaða hugprýði er það, sem kem-
ur fram í því, að láta berast með
straurunum? Hvaða karlmenskuraun
er það, að hafa jafnan eftir það, sem
aðrir hafa sagt.
Maður féll.
Maður er frá, einhver maður, sem
maður þekkir eitthvað til eða ekkert,
sem er vinur manns eða óvinur.— |>að
er alt og sumt. Líf er sloknað í nokk-
ur hundruð feta fjarlægð, sem vel
gat hafa orðið öðrum til nytsemdar svo
þúsundum skiftir og einhverjum hefir
vafalaust verið hlýtt til. Ókunnur
maður hefir vegið ókunnan mann.
Vegandinn veit líklegast ekki einu
sinni af því. Hann er allur í uppnámi
af ósköpunum, sem á ganga í kring-
um hann, og óttanum sem hvíslar f
eyru honum. Vega eða vera veginn.
f>að er ekki nema um tvent að velja.
Hann hlýðnast sömu óljósum hvötum
setn landar hans á þingi. Munurinn
er sá einu, að ávextir athafna hans
koma fram jafnharðan. Og hann mið-
ar byssunni og skýtur í sífellu; hann
ræður sér ekki fyrir fögnuði yfir því,
að fjandmenn hans týna sýnilega töl-
unni. Hann er alveg hættur að hugsa.
Augun glóa í sigurórum; taugarnar eru
hættar að titra af ótta; hann er orð-
inn vanur við hávaðann og dauða-
hrygluna. Hann vill hefna lagsmanna
sinna, er sárir hafa orðið, eða landa
sinna, er vegnir hafa verið, og hann
geldur líku líkt.
Vega eða vera veginn. það er lík-
hringingin, sera kveður við í eyrum
hans. Og hann vegur menn. þess í
milli sefur hann og borðar eins og all-
ir aðrir. Hann var vænn maður áður.
En vaninn við ósköpin er búinn að gera
hann að blóðþystu rándýri. Alt ljótt
og andstyggilegt, c r leyndist áðurinst í
hugarfylgsnum hans og ekkert bar á,
það kemur nú fram. Hann hlær ef
hann hittir vel. Hann lýstur upp
fagnaðarópi, er margir falla og tortín*
ast. Hann er orðinn hreystimaður,
og hlýtur Iof af hvers manns munni.
Mannaslátrarinn er í hávegum hafð-
ur og verður frægur; meðtekur sýnileg
merki frægðar sinnar og klappar börn-
unum sínum með höndunum, sem
varla er rokið af heitt mannsblóð.
Spyrjið ekki, hvers vegna? Svarið
er þetta eina: svona er það.
Veðuratlnigfanir
i Reykjavikj eftir aðjnnkt Björn Jensson.
1903 B t- 0 W e* a> ox e w 3 <3
okt. ? 0 Cf<5 ■p Pf ct- cr 8 ox B 3 B 50 00
Ld 10.8 754,7 4,2 E 1 4 -1,0
2 756,0 7,7 E 2 5
9 755,8 4,7 0 7
Sd.11.8 750,1 4,6 E 1 9 2,0
2 745,3 6,6 SE 1 10
9 740,8 3,6 SE i 10
Md 12.8 734,0 5,0 E 2 10 13,1 0,0
2 732,5 7,0 E 2 9
9 732,4 6,6 0 10
Þd.13.8 732,5 4,5 0 10 2,1 3,0
2 733,3 6,6 0 10
9 736,2 5,4 0 10
Mdl4.8 738,7 7,9 E 2 10 9,6 3,0
2 742,7 8,3 E 1 8
9 746,1 6,6 NE 1 7
Fd 15.8 748,3 5,9 N 1 6 3,0
2 750,9 7,6 N 1 5
9 753,3 4.7 0 4
Fd 16.8 759,3 1,7 0 2 -2,0
2 763,7 7,2 NW 1 2
9 765,2 2,6 0 2
Verksmiðjan Álafoss tekur að sér
að kemba ull, spinna og tvinna; að búa
til tvíhreið tan úr ull; að þæfa einbreitt
vaðmál, lóskera og pressa; að lita vaðmál,
hand, ull o. fl. — Utanáskíift er: Verk-
smiðjan Álafoss pr. Reykjavík.
Bókverzlun
útvegar útlendar bækur
með fyrstu ferðum, þœr
8em cigi eru tii í bók-
verzluniimi.
A sýningunni í Stokkholm 18^7
keptu 20 innlendir og útlendir menn
um verðlaun fyrir Orgel-Harm., og
var K. A. Andersson hinn
eini, er hlaut æðstu verðlaunin, ásamt
heiðurspening úr gulli. Einkasölu á
þessum Orgel-Harm. hefir nú hér á
landi Jón Pálsson organ-
isti, Laugaveg 41. Spyrjið þvíum
verð hjá honum áður en þér leitið til
annarra, því ódýrari, vand-
aðri og hljómfegurri hljóð-
færi mun ekki unt að fá, enda eru
þau alþekt hér á landi.
Isl. frímerki, gamla
peninga (allra þjóða) kaupir hæsta
verði
Lúðvíg Hafliðason, Edinborg.
Zeoliublekið góða
er oú aftur komið I afgreiðslu Isafoldar.