Ísafold - 18.11.1903, Side 1

Ísafold - 18.11.1903, Side 1
Kemar út ýmist einn sinni eöa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Vj doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við úramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaösins er Austurstrœti 8. XXX. árg. JúióJadi jWaAýaAMv I. 0. 0. F. 852398'/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11 —12. Frílœkning á gamla spítalanum (lækna- akólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8‘/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- ■endnr kl. 10V2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 4i 11—2. Bankastjórn við kl. 12—í. Landsbókasafii opið bvern virkan dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. ti) ótlána. Ndttúrugripasafn, i Yesturgötu 10, opið & sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Illa notuð auðæfi. Mómýrarnar á íslandi. Eftir G. Björnsson og Sig. Sigurðsson lækni, húfræðing. I. Mór sem eldsneyti eftir G. Björnsson. f>að er álit almennings hér á landi, að mór sé alle ekki til í mjög mörg- -um sveitum, að hann sé miklu verra aldsneyti en kol, og jafnvel dýrari, ef hægt er um flutning á kolunum. f>ess vegna hefir mónum ekki verið neinn sómi sýndur, en hvers manns hugur hefir snúist að því, að finna kol í landinu. Allar kolafréttir henda hlöðin á lofti og verður mikill matur úr, og alþingi veitir fé til að leita að kolum. En mónum er ekkert sint. |>að er nú efni þessarar greinar að reyna að gera mönnum ljóst, að mór- inn á og hlýtur að verða aðaleldsneyti íslendinga. Hvað er mór?, Mórinn er leifar af jurtum (eins og kolin). í tjörnum og grunnum stöðuvötnum vaxa margs konar jurtir; þær eiga sitt skapadæg- ur eins og alt, sem lifir, og leifar þeirra safnast á botinn ár eftir ár, öld eftir öld, og loksins kemur botninn upp úr; þá verður tjörnin að mýri. En jurtaleifar niðri í vatni rotna ekki eins og jurtaleifar ofanjarðar, heldur hleypur í þær eins konar gerð (bruni), sem veldur því, að mjög mikið hverf- ur burt úr þeim af vatnsefni og súrefni, on miklu minna af kolefni (þessi þrjú frumefni eru aðalefni í öllum jurtum); nýju lögin ofan á þrýsta eldri lögun- um saman. fessar samanþjöppuðu kolauðgu jurtaleifar — það er mór. Tjörnin hérna i Reykjavik er alt af að grynnast. Ef ekkert verður átt við hana, þá verður hún að nokkrum mannsöldrum liðnum orðin að mýri — að mómýrí. En hvernig stendur á fauskunum í mónum ? f>eir koma því, að skógland hefir farið í kaf, orð- Reykjavík miðvikndaginn 18. nóvember. 1903 ið að stöðuvatni og stöðuvatnið síðar að mýri; þess vegna eru rótarfauskarn- ir vanalega neðst í mólaginu. Hitt getur líka átt sér stað, að straumur beri trjástofna út í stöðuvatn, þar sem mór er að myndast. Kol eru jurtaleifar, sem tekið hafa enn meiri éfnabreytingum en mór, og orðið fyrir meiri þrýsting. Eldsneytisskortur hefir lengi verið talinn einn af ókostum þessa lands. Allur þorri landsmanna getur ekki aflað ser nægilegs eldsneyt- is til þess að hita hús sín á vetrum; þess vegna eru húsin gerð lág og þröng, og þess vegna eru þau loftill, rök og köld. Útlent eldsneyti — kol og steinolía — er dýrt. f>eir, sem búa við sjávarsíðuna, geta nú auðvitað feng- ið kol fyrir skaplegt verð; en eigi að flytja kol á hestum upp í sveitir, þá verða þau afardýr, svo dýr, að þess má aldrei vænta, að sveitabændur geti alment notað kol til eldsneytis, fyr en járnbrautanet væri komið um alt land — og þess verður líklega langt að biða. þó nú einhverstaðar fynd- ust kolalög hér á Iandi, sem vinnandi væru, þá mundi það alls ekki bæta úr þessum vandræðum, því að flutn- ingserfiðleikarnir á Iandi yrðu samir og nú. Af innlendu eldsneyti er aðallega um þrent að ræða: mó, hrís og tað. Forfeður vorir brendu skógunum og við brennum leifum þeirra, hrísinu, en gott hrísrif er óvíða og landið þarf þess fremur við, að það sé klætt en að það sé afklætt. Tað, einkum sauðatað, en enn mjög algengt eldsneyti, en bændum mun nú vera orðið ljóst, að taðið er afardýrt eldsneyti; þess vegna er það líka sparað. Mór er að vísu notaður og mótak hefir mjög aukist á síðari árum. 1885 voru fluttir heim 124000 hestar af mó, en síðan hefir mónotkunin stöðugt far- ið í vöxt, svo að 1901 voru fluttir heim 234000 hestar af mó. En fjöldi bænda hefir enn ekkert mótak. Að undanförnu hefir mikið verið rætt um húsabætur, og alþingi hefir sett verkfræðing til að rannsaka bygging- arefni, og finna hvernig bændur geti komið sór upp betri og ódýrari húsum en nú tíðkast. f>etta er mjög lofsvert og mun vafalaust bera góðan árangur, því að maðurinn, sem hefir þetta starf á hendi, mun vera mjög efnilegur og alls góðs af honum að vænta. En svo kemur þessi bobbi í bátinn, að það er allsendis ó h u g s- andi, vegna loftslagsins, að hér á landi verði reist í- búðarhús, er séu holl vist- arvera fyrir menn, án þess að þau sóu hituð ávetrum. Eldsneytisskorturinn er enn tilfinn- anlegri en skorturinn á byggingarefni. f>etta eldBneytismál hefir afarmikla þýðingu fyrir heibrigðishag i þjóðarinn- ar, engu minni enhúsabæt- u r n a r. Og bótin á þessu meini, hún er til svo að segja í hverri sveit á landinu,— bótin er mórinn. Árið 1885 var enginn mór tekinn upp í 57 hreppum en 1901 voru mólausu hrepparnir ekki nema 27. Á þessum stutta tíma hefir þá mór fund- ist í 30 hreppum. Auðvitað er enn ekki mótak nema á stöku bæ í fjölda- mörgum sveitum, og líklega hefir ekki nærri því helmingur sveitabænda mó- tak enn sem komið. Stundum er hirðuleysi um að kenna; menn gera sér ekkert far um að leita að mónum. En mjög oft er sökin sú, að m e n n kunna ekki að leita að mó í j ö r ð. Skólastjóri Jón fórarinsson hefir sagt mér frá þvi, að faðir hans (þjóðkunnur dugnaðarmaður) hafi ár eftir ár látið leita að mó, þegar hann var prestur í Vatnsfirði, en árangurs- lanst. Næsti prestur fann þar strax gott mótak. Síra Eiríkur Briem, sá hinn fróði maður, hefir sagt mér frá því, að faðir hans hafi árum saman látið sækja mó langan veg, er hann bjó á Hjaltastöðum í Skagafirði, en einu sinni var lagður vegur heim að túninu og upp úr vegskurðinum kom bezti mór. f>egar síra Eiríkur Briem bjó í Steinnesi, lét hann vinnumenn sína leita að mó, en þeir þóttust ekki finna, og segir hann að sér hafi held- ur ekki sýnst mór vera í hnausunum, sem upp voru stungnir. En svo þorn- uðu hnausarnir, og þá sáu allir að það voru móhnausar. f>að er seinlegt verk að leita víða að mó með skóflu. f>ess vegna hafa verið gerðir til þess nafrar; þeim er stungið niður i jörðina og er hægt að sækja upp með þeim ögn af jarðvegi úr mismunandi dýpt. f>essir nafrar hafa komið hingað til landsins, en ekki verið alment notaðir. Sveinn heitinn skólastjóri á Hvanneyri leitaði víða að mó með nafri, en síra Eirík- ur segir mér, að það hafi komið fyrir, aö menn fyndu með skóflu mó, þar sem Sveinn hafi engan fundið með nafrinum. f>essi dæmi sýna Ijóslega, að það er vandaverk að f i n n a móinn. f>egar mentuðum og athugulum mönnum get- ur mistekist, hvað þá um aðra, sem miður eru kunnandi. Eg hygg nú að sannleikurinn sé sá, að flestar mýrar á íslandi séu mómýr- ar, og mýrlendi er til í allflestum sveitttm á landinu. Ef menn vissu af mónum alstaðar þar sem hann er, þá mundi meginþorri landsmanna hafa fullgreiðan aðgang að mótaki. f>að er ekki ofsögum sagt, að þessi miklu auðæfi landsins — mórinn — eru enn illa notuð. I mómýrunum er vafalaust til nóg eldsneyti handa allri þjóðinni í þús- u n d á r, líklega miklu meira en þvi nemur. í öðrum löndum er auðvitað víða mótak, eins og hér á landi. Og áhug- inn á því, að nota mó til eldsneytis í stað kola, fer óðum vaxandi ár frá ári í öllum þeim löndum, sem ekki eiga kolanámur. Hver þjóð keppir að því, að hafa upp úr tandareign sinni sem flestar af nauðsynjum lífsins. f>að er betra hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja, og það er lífea oftast ódýrara, Mestur er áhuginn á mónotkun í Svíþjóð, Danmörfeu, Noregi, Rússlandi og sumstaðar á f>ýzkalandi. 71. biað. y Allir vita, að mórinn verður ekki hafður til eldsneytis eins og hann kemur upp úr jörðinni — blaut- ur (í honum er þá c. 80°/0 vatn). Margar tilraunir hafa verið gerðar og miklu fé verið kostað til þess að finna upp einhverja þá meðferð á blautum mó, er geri hann að góðu og ódýru eldsneyti, jafnódýru og kolin. f>etta hefir gengið örðugt og ekfei viljað lánast — fyr en nú; nú á síð- ustu árum hefir móvinnan tekið þeim framförum, að alt útlit er til þess, að mórinn muni framvegis útrýma kolunum. í öðrum löndum, þar sem kol eru mjög ódýr og flutningur á þeim ódýr á járnbrautunum, — þar getur þetta víða verið vafamál, þar getur samkepnin orðið hörð milli mós- ins og kolanna. Hér á landi, þar sem kol eru dýrari en víðast annar- staðar, og engar járnbrautir til Sutn- inga, — hér er þetta ekkert vafamál, hér getur ekki, að minsta kosti ekfei til sveita, verið að ræða um neina samkepni milli mós og kola, hér er það eitt af mestu nauðsynjamálum þjóðarinnar, að færa sér móinn vel í nyt, hætta að brenna fegursta skrúði fósturjarðarinnar, skóginum og kjarr- inu, hætta að brenna áburðinum, sem er undirstaða jarðræktarinnar, en nota móinn, það eldsneyti, sem alstaðar er til og orðið getur bæði gott og ódýrt, ef rétt er með fariS. Eg skal nú í örfáum orðum skýra frá helztu aðferðunum, sem hafðar eru í öðrum löndum til að gera gott og ó- dýrt eldsneyti úr mónum. Mestan minn fróðleík þar að lútandi hefi eg úr smáritlingum og blaðagreinum eft- ir danskan mann Ritmester Rahbek í Sparbjær á Jótlandi. Og eg get ekki stilt mig um, að minnast nokkrum orð- um á manninn sjálfan. í Danmörku eru engar kolanámur en víða mómýr- ar; fyrir 30 árum vaknaði þar mikill áhugi á mó sem eldsneyti; við mómýrarn- ar voru þá víða settar upp stórar verk- smiðjur til að vinna eldsneyti úr món- um, en þetta fór alt á höfuðið, mórinn gat ekki orðið nógu ódýr, ekki kept við kolin; margar miljónir króna fóru í súginn og allir mistu móðinn, mistu trúna á mónum, allir nema Rahbek; hann átti eina verksmiðjuna og hann hélt áfram, varði aleigu sinni til þess að gera nýjar tilraunir, breyta vinnu- aðferðinni og finna upp nýjar vélar; hann vildi ekki hætta, af því að hann áleio þetta mjög mikilsvert fyrir föð- urland sitt, kolalaust land, að geta notað mó í stað kola, og hélt að það hlyti að geta lánast; í þetta eyddi hann aleigu sinúi, miklu fé, en svo hefir honum líka lánaBt að bæta vinnu- aðferðina og áhöldin svo, að nú getur verksmiðjan selt mó ódýrari en kol. Slíkir menn eru sómi og gagn hverrar þjóðar. Víðast hér á landi er mórinn stung- inn upp með skóflu eða pál og hnaus- arnir þurkaðir í mýrinni rétt hjá mó- gröfinni, ef mýrin er ekki því blaut- ari. Allirvita, að mór er misjafn að gæðum, en ekki vita allir það, að neðstu lögin eru ávalt bezt (mest kola- efni í þeim, af því að þau eru elzt). f>egar mórinn fer að þorna, er hann fyrst settur i smáhrauka, nokkrir

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.