Ísafold


Ísafold - 18.11.1903, Qupperneq 3

Ísafold - 18.11.1903, Qupperneq 3
283 hár, skúfar á húfum, löngu ermarnar, flaksandi bönd og beltisendar, fjaður* skúfar og aðrir skúfar á einkennis- fötum, úrfestar, eyrnahringar, arm- bönd, bjöllur, orður og annað dingl- umdangl, sem menn hengja utan á sig. Ósjálfrátt finst manni eins og maður gengi sjálfur í bylgjum með öllu þessu dóti, og þegar >laðast faldur líkt og alda ljúft að fótum ungrar snótar«, þá vaggast sál hennar sjálfrar á þess- um þýðu öldum. Loks má benda á, að fötin veita oss mismunandi aðkenningu, alt eftir því, úr hvaða efni þau eru, og hve fast þau liggja um líkamann. Stúlkunum finBt eflaust þær verði eitthvað styrk- ari og fjaðurmagnaðri, þegar þær eru í lífstykki, en þegar þær eru án þess; þær eigna sér ósjálfrátt eiginleika stál- fjaðranna eða tálknanna, sem lykja um líkama þeirra. fannig hljóðar í stuttu máli skýr- ing þýzba heimspekingsins á því, að mannkynið hefir fundið upp og notað ýmsa búninga og skraut, er í fljótu bragði virðist einkar fáránlegt. Og þegar þess er gætt, að hugar- stefnur, siðir, lifnaðarhættir hverrar aldar, hvers timabils, koma einnig fram í klæðaburðinum, þá verða hinar ýmsu breytingar tízkunnar skiljanlegri. Menn skifta um tízbu eins og þeir skifta um skap, og eins og »oft kemur grátur á eftir skellihlátur«, þannig mætast öfgarnar ítízkunni. Eftirkrín- ólínuna kemur þröngur kjóll. Mennirnir eru nú einu sinni svo gerðir, að ekkert er þeim eins hvim- leitt og tilbreytingarleysið. f>að er ný- ungin, tilbreytnin, sem heldur mönn- um vakandi, annars sofna þeir. f>að er yndi að umskiftunum út af fyrir sig. Varla er til svo fagurt lag, að maður verði ekki dauðleiður á því, ef það er sungið dag út og dag inn, hvar sem maður kemur. Tilbreytnin er því nauðsynleg. f>egar menn hafa setið lengi bognir, verða þeir að standa upp og rétta úr sér; það er hvfld í um- skiftunum. 011 ný tízka fullnægir því einni af mannsins dýpstu þörfum, b r e y t i- þ ö r f i u n i, og að svo miklu leyti er hún eðlileg og rcttmæt, hún er álíka nauðsynleg eins og sáningaskifti fyrir frjósemi jarðarinnar. En hreyfiöfl klæðatízkunnar eru mörg, og erfitt að liða þau í sundur. Eitt hið sterkasta er löngun einstakra manna og ein- stakra stétta til að sýna yfirburði sína yfir aðra menn og stéttir, auðkenna eig frá þeim, er neðar standa í mann félagsstiganum. f>etta verður auðveld- ast með því að klæða sig öðru vísi en «sá sauðsvartú, því «fötin skapa mann- inn», og »svo er hver kvaddur, sem hann er klæddur*. En undir eins og þeir, sem standa á næstu tröppu fyrir ofan, hafa brevtt eitthvað til, hermir næsta trappa fyrir neðan það eftir, og þannig koll af kolli, og þá verða hin- ir að finna upp á nýju. Auðvitað get- ur breytingin haldið áfram í sömu átt, unz hún kemst út i öfgar og verð- ur því að snúa við. Einhver byrjar t. d. á því að bera langt hár. Og nú keppast menn við að vera sera hár- prúðastir. Býður enginn betur? Jú, parruk, og nú heldur kapphlaupið á- fram þangað til parrukin eru orðin svo stór, að þau gleypa menn með húð og hárí. f>á rennur upp snoð- klipt öld. petta kapphlaup hinna ein- stöku stétta er þá óróinn í tízkunni, en það, sem veldur útbreiðslu tízkunn- ar, er löngun manna til að líkjast þeim, sem taldir eru »fínni« og fremri en maður sjálfur, og óbeit sú, er flestum er ósjálfráð, á því að vera öðru vísi en þeir, sem í kringum þá eru. Tízkan hefir verið til á öllum öld- um, sem sögur fara af, þó í mismun- andi mæli hafi verið og á öllum öld- um hefir verið barist gegn henni. Lesi menn t. d. hugvekjuna, sem dætur Zíonar fá hjá spámanninum Jesajasi, 3. kap. Sum tízka hefirverið bann- færð að páfanum; það hafa verið gef- in út lög og tilskipanir gegn tízk- unni, prédikað móti henni á stólnum, en hún hefir sjálf komist upp í stól- inn og tekið utan um hálsinn áprest- unum; prestakragarnir eru ekkert aun- að en leifar gamaflar tízku, er guðs- mennirnir sjáltii giæptust á. Engin ráð hafa dugað gegn tízkunni, því hún á sór rætur djúpt í manneðlinu. Ef til vill detta einhverjum í hug blessaðir þjóðbúuingarnir, ekki sé þeir þó háðir dutlungum tízkunnar. En þegar betur er að gáð, kemur það upp iir kafinu, að þjóðbúningarnir eru sjálfir steingerð tízka liðinna alda, tízka, sem hefir dagað uppi hjá al- þýðunni og tekið nokkrum smábreyt- ingum, er loftslag og lifnaðarhættir heimtuðu. Auk þess veldur tízkan stöðugt ýmsum smábreytingum á þjóð- búniugunum, eins og sjá má t. d. á peysuermunum íslenzku. f>að sem einkennir tízkuna nú á tímum, í mótsetningu við fyrri aldir,, er einkum þrent: 1. Nær tízkan yfir ótölulegan grúa af hlutum, og því ónauðsynlegri sem hluturinn er, því meir er hann háður tízkunni. 2. Nær tízkan til allra jafnt. Sér- hver breyting breiðist óðfluga út um allan hinn síðaða heim. 3. Breytist tízkan ótrúlega fljótt. Nú kemur það að sögn ósjaldan fyrir, að kvenklæðatízka breytist 4—-5 sinn- um á einni árstíð. f>etta verður yfir höfuð skiljanlegt, þegar þess er gætt, hvernig allar fjarlægðir nú á tímum hverfa fyrir töfrum gufu- og rafur- magns, og þegar íhugað er, hvernig tízkan er háð og hefir áhrif á i ð n a ð og verzlun nútimans. Eg get hér ekki fjölyrt um, hvernig tízkan verður fyrst til. f>að er al- kunnugt, að hún kemur einkum frá París, að minsta kosti að því er kven- föt snertir. f>ar eru heimsfrægir skraddarar, er sbapa það snið, sem hinn siðaði heimur fær næstu mánuð- ina á eftir. Tízbu fataefnisins mynda klæðaverksmiðjurnar, er hafa í þjón- ustu sinni fjölda manna, er ekkert gera annað en búa til nýjar fyrir- myndir, sem ætla má að helzt falli í smekk manna. Verksmiðjurnar senda svo þessi sýnishorn til stórskraddar- anna, þeir velja það, sem bezt á við sniðið. Nú býr hver siun búninginn til, eftir því sem líklegast er að muni falla í smekkinn. Tilhaldsrófur borg- arinnar ríða svo á vaðið, sýna sig í þessum fötum í leikhúsinu, við veð- reiðar eða annarstaðar, þar sem hærri stéttirnar koma saman. Stundum koma frægar leikkonur fyrst með bún- inginn. f>að sem bezt fellur í geð, verður svo ofan á. Tízkan er mynd- uð og berst á vængjum tízkublaða, dagblaða og sniðfyrirmynda út um víða veröld. í París eru verzlanir, er að eins selja fyrirmyndir. Nú er að líta á, hvernig stendur á hinum þremur atriðum, sem eg sagði að einkendu tízku nútímans. Að hún nær yfir fleiri og f 1 e i r i h I u t i, kemur bæði af því, að fleiri og fleiri tegundir hluta eru búnar til í heiminum, og hins vegar gerir nýbreytnin út af fyrir sig hlut- ina útgengilegri. Aðhún útbreiðist svo fljótt, kemur fyrst og fremst af því, hve all- ar samgöngur, andlegar og líkamlegar, eru greiðar og fjörugar, og hins vegar er það lífsskilyrði verzlana og verk- smiðja, að tolla í tízkunni; að öðrum kosti missa þær skiftavini sína. Að tízkan breytist svo fljótt, kemur sumpart af því, að það er hægra að breyta, en að breyta til batnaðar, en nýungin er, eins og áður var tekið fram, aðlaðandi út af fyrir sig. Auk þess heimtar iðnaðurinn að ekki sé alt af notað sama efDÍð. Ef t. d. það yrði tízka, að nota ekkert silki, færu allar silkiverksmiðjur og silkisal- ar á höfuðið. Enn fremur er þess að gæta, að undir eins og t. d. ný gerð á fataefni er uppfuDdin, ný vörutegund komin á gang, þá er óðar búið að framleiða aðra, sem lítur alveg eins út, en er helmingi eða tveim þriðju ódýrari, svo allir geta eignast hana. Auk þess er það algengur leikur, að undir eins og heldri stéttirnar hafa fengið sér einhver fataefni eða annað, sem tízkan nær til, þá kaupa hinar stóru sölubúðir vöruna hrönnum sam- an hjá verksmiðjunum og selja hana aftur fyrir innkaupsverð. En þegar a 11 i r hafa fengið sér þessi klæði, getur enginn heiðarlegur maður borið þau lengur. Hér verð eg að láta staðar numið. Eg hefi reynt að skýra hvað tízkan er og hver eru hreyfiöfl hennar. Eg minti i upphafi á leikinn: »Láttu það ganga«, og eg endurtek það: Allar öldur mannlífsins eiga upptök sín hjá einstökum mönnumeðaflokkum manna, er fyrst hafa vakið hreyfinguna og gefið henni stefnu. f>að sem gerir lífið auðugt, fjölbreytt, eru nýuugarn- ar, sem koma frá einstaklinguuum, það sem einhverfir það, gerir hvern öðrum líkan, er hermihvöt mannsins, tilhneigingin til að laga sig eftir öðr- um. Oldur tíðarandans og tízkunnar drepa á hvers manns dyr og allar segja þær hið sama: Láttu það ganga! Og flestir láta það, sem til þeirra bemur, ganga óbreytt eða fært hænu feti lengra íöfga áttina. En um leið hafa þeir uppkveðið dóm yfir sjálfum sér. |>eir hafa valið sér fyrirmynd, og breytt eftir henni. Og segðu mér hver er þín fyrirmynd, eg skal þá segja þér hver þú ert. Meiðyrðamál síra Helga Arnasonar í Ólafsvík gegn Lárusi sýslumanni Bjaruasyni átti að taka fyrir 7. þ. m. Amtið hafði skipað setudómara í mál- inu syslumanninn í Barðarstrandars/slu, Halldór Bjarnason, en af því að Skál- holt varð á eftir áætlun, komst hann eigi í Stykkishólm fyr en 11. þ. m., og verðtir því að líkindum réttarstefn- an ónyt. Tæplega hefði þetta komið fyrir, ef skipaður hefði verið setudómari í mál- inu sýslumaðurinn í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, sem á miklu skemra til St.hólms og ekki er bundinn við sjóvegs- ferðir. Heytótt brann og fjós í Hvammi f Laxárdal, hjá síra Birni L. Blöndal, 19. f. m. Hafði kviknað í heytóttinni og eldurinu læst sig úr henni í fjósið, er bún var áföst við. Nautgripir voru 6 í fjósinu, og voru þeir allir kafnaðir um morguniun, er fólk kom á fætur, með því að eldurinn hafði kviknað seinni part nætur. Misti prestur þar nautgripi sína alla, og um 140 hesta af töðu; af henni varð að eins bjargað nál. 20 nestum. Mælt er að sóknarmenn síra Björns hafi brugðist drengilega við að bæta honum þetta mikla tjón, enda er hann mjög vel látinn í prestakalli sínu sem annarsstaðar; hann hefir jafnan vcrið hvers manns hugljúfi, eins og hann á ætt til. Þilskipasala. Seld voru hér 16. þ. m. á uppboði 2 þilskip tilheyrandi þrotabúi Helga kaupm. Helgasonar, Helga 75smálest- ir að stærð og Guðrún 22 smálestir. í Helgu voru boðnar 1600 kr. og með samkomulagi fekst 700 kr. boð í Guð- rúnu, henDÍ varð þokað upp íþað, af því að á henni hvíldu lánseftirstöðvar, rúmar 700 kr., til landssjóðs. Helga var veðsett með 1. veðrétti fyrir 4000 kr. og auk þess hafði maður einn í Kaupmannahöfn tryggingu í skipinu fyrir 11,000 kr. skuld. Að ekki fengust hærri boð í skip þessi virðist bera vott um, að annað- hvort séu skipin í miður góðu standi, ekki eldri en þau eru, eða að þilskipa- eignin þykir ekki svo girnileg, sem raargir mundu ætla, með því verði, sem nú er á fiski. Ríkisstjórnarafmælið. Svo fór, sem ísafold grunaði, að lít- ið var um dýrðir hér í höfuðstaðnum 15. þ. m., á 40 ára ríkisstjórnarafmæli konungs vors. Elaggað var að vísu víðast hvar, þó seint væri nokkuð sumstaðar, en þar við var látið sitja, að því undanteknu, að konsúll D. Thomsen hafði skreytt með talsverðu af smáveifum milli allra flaggstanganna hjá sér um daginn, en þær eru eigi færri en 4, og kveikt á allmörgum luktum utan á húsi sínu um kveldið, þeim megin, er veit út að Lækjar- torgi. |>á hafði og bankastjórinn kveikt á nokkrum kertum í gluggum bankahússins og heima hjá sér, auk nokkurs skrauts í bankagluggunum. Og að síðustu hafði Gunnar kaupm. Einarsson lýst upp glugga í húsi sínu út að Kirkjustræti, en þar með er líka alt upp talið, er átti að gera daginn hátfðlegan og má það að vísu heita góðra gjalda vert hvað þessa 3 menn snertir, en sannarlega hefði mátt ætl- ast til einhvers frekara, t. d. af yfir- völdum og bæjarstjórn. Auðvitað kemur þetta ekki af því, að höfuðstaðarbúar séu eigi jafn kon- unghollir og þeir hafa jafnan verið. það stafar blátt áfram af íslsnzkri deyfð og samtakaleysi, er sumir vilja setja í samband við hin væntanlegu stjórnarskifti. Sjúlfsmorð. Maður fanst i morgun dauður inni á »Batteríi«; hafði skotið sig. Hann hét Valdimar Finusson (fyr kaup- manns), skósmiður hér í bænum, og ætla menn að bann hafi stytt sér aldur í örvænting út af heilsuleysi (tæringu). >Kong Iiige« fór héðan áleiðis til Khafnar að kvöidi 16. þ. mán. Atti að koma við á leiðinni í Kristjánssandi í Noregi. Farþegar með honum voru: alþm. Björn Kristjánsson og Jón sonur hans, Gustav O. Abrabamsen verzlunarer- indreki, Daníel G. Thorsteinsson verzlunarmaður, Guðm. Oddgeirsson verzlunarmaður af Eyrarbakka, Magnús þórarinsson, kaupm. í Stykkishólmi, J. Jensen danskur maður, er unnið hefir að piægingu fyrir Búnaðarfélagið o. fl. Skálholt fór héðan alfarið sama kvöld og sömu leið. Með því fór frú Bagnheið- ur Magnússon til Khafnar. Alþingistíðindin. Af þeim er nú lokið prentun á um- ræðunum í neðri deild (B-deildinni), og er þá aðeins nokkuð af A-deildinni (umræðum í efri deild og samein. þingi)

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.