Ísafold - 21.11.1903, Side 1
!Kemur út ýmiet einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/, doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
\XX. áríí.
Reykjavík laugardaginn 21. nóvember. 1903
72. blað.
yHuAéa'dá jWaAýaAMt
I. 0. 0. F. 852398'/2-
Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á
hverjnm mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn opið mvd. og ld. 11
—12.
Frilœkning á gamla spitalanum (lækna-
skólanum) á þriðjudögum og föstudögum
kl. 11-12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd.
Landakotskirkja. öuðsbjónnsts kl. 9
og ki. 6 á bverjum belgum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj-
endnr kl. 10*/2 —12 og 4—8.
Landsbankinn opinn livern virkan dag
íkl 11—2. Bankastjórn við kl. 12-1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
k-. 12—2 og einni stundn lengnr (til kl. 3)
ud., mvd. og Id. til lillána.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
4 sd. kl. 2—3.
Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b
1. og á. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Illa notuð auðæíi.
Mómýrarnar á íslandi.
Eftir
G. Björnsson og Sig. Sigurðsson
lækni. búfræðing.
II.
Mór og áburður
eftir Sig. Sigurðssop.
Margt og mikið hefir verið ritað og
rætt um ræktun landsine þessi síðustu
mi8siri; það væri synd að segja ann-
að.
Mönnum hefir orðið ljóst, að eitt-
hvað þyrfti að gera til þess, að auka
og efla ræktunina. Og svo hafa
margir reynt, hver eftir aínum mætti,
að finna ráð — á pappírnum —
möguleg og ómöguleg, til þess að
»klæða landiðn, rækta það betur.
Sumir hafa lagt aðaláherzluna á
»kemiska kraftinn«; aðrir hafa álitið
að plægingarnar mundu verða drýgst-
ar, og enn aðrir vilja, að alt sé eins
og það er.
Loks er það þingið, eða rúmur
Jbelmingur þess, sera ætlar að rækta
landið með einberum gaddavírsgirð-
ingum!
f>etta er nú sjálfsagt alt gott og
blessað hvað með öðru; en þó hefir
því verið gleymt, sem er og verður
jafnan eitt af aðalundirstöðu atriðum
jarðræktarinnar hér, og það er á-
burðurinn, — áburðurinn undan
búfénaði vorum. J>að má svo að orði
kveða, að hann sé skilyrði fyrir allri
ræktun, cg því hefði allra sízt mátt
gleyma svo mikilvægu atriði.
Áburðurinn eykur »kemiska kraft-
inn* í jarðveginum. Plægingarnar ná
því að eins tilgangi sínum, að borinn
sé áburður á hið plægða land. Bæði
gaddavírsgirðingarnar og aðrar girð-
ingar, hverju nafni sem nefnast, borga
sig þá bezt og hafa mesta þýðingu,
ef landiðj sem girt er, er í góðri rækt,
í stuttu máli: Bæktun lands-
ins byggÍBt aðallega á á-
burði, miklum og góðum á-
burði; án áburðar engin
r æ k t un.
Fyrir því ríður á að hirða sem
bezt þann áburð, er vér höfum, auka
hann sem mest, og gæta þess, að sem
minst af honum fari til ónýtis.
En í þessu efni er víða potturbrot-
inn, bæði hér á landi og annarstaðar.
í Danmörku er talið, að fyrir illa
hirðingu og slæma geymslu áburðar-
ins missist af honum svo mikið, að
það nemi 30—40 miljónum króna á
ári. Og þó er öll nýting hans mibl-
um mun betri þar en hér.
Samauborið við fólksf jölda ætti
tjónið af illri nýting áburðarins hér að
vera 1 miljón króna á ári.
Með því nú að þetta áburðarspurs-
mál er svo þýðÍDgarmikið fyrir oss,
fyrir ræktun landsius og velmegun
vora, þá er vert að athuga það nán-
ar. Mun það þá koma í Ijós, að vér
fyrir illa meðferð áburðarins fleygjum
og eyðileggjum of fjár á ári hverju.
f>ví verður sízt neitað, að öll hirð-
ing og meðferð áburðarins hér er al-
ment mjög bágborin. f>essi lélega
eða illa meðferð kemur einkum fram
í því, a ð lítið og oft ekkert er borið
saman við hann, að haugstæðin eru
óhentug og haugurinn illa borinn, og
a ð miklu af áburðinum er brent.
Til þess nú að fara nærri um, hvað
míkið af áburðinum l'er i forgörðum,
þarf að gera sér Ijóst, hve mikill
hann er að vöxtum.
í fardögum 1901 var tala búfjárins
þessi:
Nautpeningur 25,674
Sauðfé . . . 687,979
Hross . . . 43,199
Nú er að athuga, hvað mibið fæst
af áburði undan þessum fénaði.
f>egar kálfar og ungviði er dregið
frá þessari tölu nautpeningsins, þá
verða eftir rúm 18QOO.
Eg geri nú samt ráð fyrir, að tala
fullorðins nautpenings sé 20,000, og
að allur áburður undan hverjum grip
eé 20,000 pd. um árið, eða alls 400
miljónir pd.
Til samanburðar skal þess getið, að
í Danmörku er árs-tað kýrinnar talið
20,000 pd. en þvagið 8000 pd. Og í
Noregi er allur áburður undan kúnni
í 9 mánuði talinn 14,000 pd.
Hvað sauðféð snertir, þá má óhætt
gera það mun fleira en skýrslurnar
segja, því vanalega tíunda menn það
lakast. Auk þess má gera ráð fyrir,
að því hafi heldur fjölgað síðastliðið
fardagaár. Með þetta fyrir augum
geri eg sauðfjáreign landsins 800,000
alls.
Eg geri enn fremur ráð fyrir, að
hver sauðkind eti til jafnaðar yfir
innistöðutímann 175—200 pd. af heyi.
— Taðið undan kindinni er talið 2
pd. fyrir hvert pund af þurefni fóð-
ursins. Samkvæmt því geri eg vetr-
artaðið eða allan áburð undan hverri
kind 300 pd., og er það eigi of hátt
talið. Eftir því verður þá allur sauð-
fjáráburðurinn eða taðið 240 miljónir
pund yfir innistöðutímann.
Seinna skal eg minnast á hrossin
eða áburðinn undan þeim.
Hvað koatar nú þeBSÍ áburður und-
an nautgripunum og sauðfénu?
í norskum búfræðisbókum eru hver
100 pund af áburði virt:
%
Undan kúnni kr. 0,25
í sauðataði — 0,46
í hrossataði — 0,40
Torfi Bjarnason skólastjóri í Ólafs-
dal reiknar ársáburðinn undan kúnni
á 50 kr.
Hvort aem eg nú heldur réikna
verð áburðarins undan nautpeningnum
á 50 kr. undan hverri fullorðinni naut-
kind yfir árið, eða hver 100 pd. í á-
burðinum á 25 aura, þá telst bvo til,
að allur árs-áburðurinn undan 20,000
uautpeuÍDgs kosti 1 miljóu króna.
Áburðinum undan kálfum og ung-
viði er slept, og bætir það upp, sem
hér kann að vera oftalið.
í sambandi við þetta má geta þess,
að við tilraunir, sem gerðar hafa verið
á D a 1 u m-búnaðarskóla í Danmörku
hefir það komið f Ijós, að þvagið und-
an kúoni yfir árið, notað sem áburð-
ur á tún, er 49 kr. virði, og þó er
heyið reiknað mjög lágt.
f>á er sauðataðið, eða áburðurinn
undan fénu.
f>ess er nú áður getið, að 100 pd.
af sauðataði kosta 46 aura. Torfi í
Ólafsdal reiknar vetrartaðið undau
kindinni til jafnaðar kr. 1,20. — Nú
reikna eg 100 pd. að eins á 45 aura,
og nemur þá alt sauðataðið yfir inni-
stöðutfmann 1,080,000 kr.; en eftir
reikniugi Torfa gerir það 960 þús kr.
Meðaltalið af þessum tölum er rúm 1
miljón, og geri eg því að a 11 s a u ð a-
taðið, sem safnast yfir
gjafatímann sé 1 miljón
króna virði.
í Danmörku er taðið und&n kind-
inni talið á 2 kr. og er það mikið
hærra en eg hefi metið það hór.
Loks má geta þess, að ef ær eru
látnar liggja inni að sumrinu — og
það gera sumir —, annaðhvort í hús-
um eða færikvíum, þá fæst og fengist
mikill áburður með því. f>ann áburð
má reikna að minsta kosti 200,000
kr. virði.
Nú koma hrossin.
|>að er eigi auðvelt að ákveða, hve
mikill áburður er undan hestunum að
jafnaði. jþeir ganga víða úti og koma
lítið í hús; en sumstaðar er þeim gef-
ið inni líkan tima og fénu.
Torfi reiknar áburðinn undan hest-
inum yfir veturinn á 5 kr. og mun
það heldur lágt áætlað. — í Dan-
mörku er hann talinn yfir árið 35—
40 kr., en þar eru hestarnir bæði
stærri og betur farið með þá.
Hér að framan er þess getið, að
hrossin séu rúmar 43 þús. Nú ætlft
eg ekki að fara svo hátt, og gjöri þau
að eins 40,000. Vetrartað hestsins
alt geri eg 5000 pd. eða alls 200 milj-
ónir pd.
Að framan er sagt, að í norskum
búfræðisbókum bóu 100 pd. af áburði
undan hestum talið um 40 aura. En
sökutn þess, að okkar hestar lifa á
léttu fóðri, þá reikna eg, að hundrað
pundin kosti helmingi minna
eða að eins 20aura. Verð áburð-
arins undan hestunum verð-
ur þá 400,000 kr. eða sama sem
10 kr. undan hestinum.
Nú kann einhverjum að þykja
þetta, eera hér er uefnt, of hátt reikn-
að, hvað hrossin snertir. — En eg
geri eigi ráð fyrir að svo sé. Fyrir
það fyrsta eru hrossin fleiri en
skýrslurnar segja; i öðru lagi er víða
farið betur með þau, gefið meira og
betra fóður, en áður var, og í þriðja
lagi er þess að gæta, að einstaka
maður traðar brúkuuarhestana aö
sumrinu og eykur það áburðinn. Og
væri þeirri reglu fylgt að traða, þó
ekki væri nema brúkunarhrossin svo
sem 10 vikna tíma að sumrinu, þá
ynnist við það í áburði sem svarar
50,000 krónum.
Svo eru það mauna saurindin, sem
eg vil nefna, enda væri rangt að
sleppa þeim.
Úr fullorðnum manni eru saurindin
talin að vera 1000 pd. um árið eða
16 kúbíkfet (3l/.2 tunna).
i dönskum bókum um áburð er
verðið talið 5—6 kr. eftir manninn.—
Gerum nú ráð fyrir, að hér séu, eldri
en 10 ára, 60,000 menn og reiknum
saurinn 5 kr.; það verða alls
300,000 k r.
Samkvæmt því, sem hér er talið,
þá er allur sá áburður, er til fellur
undan búfénaði vorum, og auðið er
að safna — og að mannasaur með-
töldum — alt að 3 miljónum kr.
v i r ð i.
Eu »er nú hér ekki of hátt talið*,
munu sumir hugsa og segja.
Til þess er því að svara, að eftir
mati á Aburði í Danmörku og Noregi,
þá er hér eigi of hátt reiknað, eins
og sjá má af því, sem að framan er
tekið fram.
Hér á landi gengur áburður að vísu
ekki kaupum og sölum svo neinu
nemi; en erlendis er alvanalegt að
selja hann. En þótt áburðurinn sé
eigi beinlínÍ8 seldur eða keyptur hér,
þá er því samt svo varið, að ef hann
ekki væri til, gæti engin veruleg rækt-
un átt sér stað. Töðuræktin byggist
á áburðinum, og á töðunni lifa kýrn-
ar. Óg búskapurinn hér á landi væri
aumur, ef hvorki væri til taða eða
kýr. Áburðurinn er því mikils virði,
eitts og sýnt er, þó hann sé eigi met-
inn til peninga dagsdaglega.
Eg sagði, að erlendis væri áburður
keyptur og seldur; þar geugur hann
sem verzlunarvara. |>að er einkum
tilbúinn áburður (Kunstgödning), sem
þannig gengnr kaupum og sölum.
þ>au efni áburðarins, sem mest gildi
hafa og eru dýrust, eru köfnunar-
efni, fosforsýra og kalí.
Verð á þessum efnum í tilbúnum á-
burði er sem hér segir:
Köfnunarefni 60 aura pundið
Fosforsýra 15 —------------
Kalí 15 — ----
í útreikningnurd hér að framan er
miðað við framleiðslu og verð heysins.
En eg hefi einnig reiknað áburðinn,
eða réttara sagt, þessi aðalefni hans
þrjú, eftir því verði, sem hér er talið,
en dregið þó ús hluta þess frá. Með
öðrum orðum, þá hefi eg reiknað
köfnunarefnið á 40 aura og fosforsýruna
og kalíið hvort um sig á 10 aura.
Og niðurstaðan hefir orðið hérumbil
hin sama, hvað verðmæti hans snertir.
Nú er eftir að athuga, hvað mikið
af áburðinum kemur ræktun landsins
að notum, hvað mikið tapast af hon-
um út f veður og vind, og hve miklu.
er brent.