Ísafold - 21.11.1903, Síða 2

Ísafold - 21.11.1903, Síða 2
286 Flentum kemur earnan um það, að öll meðferð og nýting áburðarins sé hér afar lakleg. Margir láta ekkert aaman við hann til að auka hanu og binda þvagið, en þeir, sem það gjöra, hafa flestir ekki neitt annað til þess en mold, meir og minna metta af vatni. Haugstæðin eru illa valin, og ekk- ert gjört til þess að hlífa áburðinum fyrir vatni, sól og vindi. Áburðar- efnin leysast sundur, gufa upp og renna burt með vatninu. Meginhluti þvagsins fer út í veður og vind, og kemur að engum notum. fað má því óhætt fullyrða, að mestur hluti þess at áburðinum, sem fljótast leysist upp, tapist algjörlega; en það er £ köfnunarefnisins, § af fosforsýrunni og meginhluti kalísins. (Landmandsbogen). Við tilraunir, sem gjörð- ar hafa verið á f>ýzka- landi, hefir þaðsýnt sig> að áburður, sem safnaðvar í haug á bersvæði, léttist yfir árið um 53*/.. Köfnun- arefnið í áburðinum rýrn- a ð i u m 5 5"/. Sams konar tilraunir á öðrum stað leiddu í ljós, að þurefni í áburði — haug —, er var geymdur í 7 mánuði, rýrnaði um 81,2°/. og köfunarefnið 23,4^.. Af þessu sést, hve feikimikið tapast af áburðinum þegar hann er illa hirt- ur, eins og alment á sér stað hér á landi. Við þetta bætist svo það, sem út yfir tekur, að miklu af sauða- taðinu er brent, notað sem eldiviður undir pottinn. Hvað miklu nemur það svo, sem brent er af því? í mörgum sveitum er svo að segja hverjum sauðartaðskögli brent; og eg þekki enga sveit, að ekki sé brent einhverju af því. Sú allra lægsta áætlun, sem eg get gjört, er það, að helming als sauðataðs sé brent á land- inu; e n það er sama sem f miljón krónur á ári. E'n auk þess, sem brent er af á- burði, fer mjög mikið af honum til ónýtis, eins og áður er getið, fyrir illa meðferð og nýting. |> a ð, s e m á þann hátt fer forgörðum, má að minsta kosti áætla að nemi 1 miljón króna á ári. Skaðinn, sem vér bíðum við það, að brenna helmingnum af sauðataðinu og nota illa áburðinn að öðru leyti, nemur samkvæmt þessu lf m i 1 j ó n króna. það er með öðrum orðum réttur helmingur á- burðarins að verðmæti, sem kemur ræktun landsins að n o t u m, eins og nú er háttað hér á landi. Hálf önnur miljón krónur eru lag- legur skildingur. Vextir af þeirri upphæð með 4/- e r u 6 0,000 k r. á á r í, eða hér um bil það, sem Ölfusárbrúin kostaði. Með þessari upphæð, 1| miljón, mætti girða öll túnin á landinu með gripheldri girðingu, og flest þeirra úr grjóti. Með þessum áburði, sem fer þannig forgörðum, mætti rækta 25—30 þús. dagsláttur fram yfir það, sem nú er í rækt, er gæfu af sér 400,000—500,000 hesta af töðu. f>essi töðuauki væri nóg fóður fyrir 10,000—12,000 kýr. En hver ráð eru nú til þess að koma í veg fyrir þetta mikla tjón, er þjóðin bíður árlega við illa áburðar- hirðingu ? Ráðið er þetta, að nýta áburðinn betur en gert er, með þvL 1. a ð gera haughús yfir hann og safnþrór. 2. a ð bera saman við hann þur- efni, t o r f m o 1 d eða m ó m o 1 d. 3. a ð hætta að brenna öllu sauða- taði, en nota það eingöngu til áburðar. Um tvent hið síðasttalda vilegfara nokkrum orðum. Ekkert er betra saman við áburð en mold eða mómold. Mómold hefir í sér 1—3°/0 af köfnunarefni, og 1 pd. af henni sýgur í sig 6—12 pd. af þvagi eða lög, og sumt af henni enn meira. í Svíþjóð og Noregi eru margar verksmiðjur, er búa til þenna áburð. í Danmörku þekki eg eina slíka verk- smiðju norður á Vendilsskaga. Mór- inn er tættur í sundur í stórri vél, sem hreyfist fyrir vatnsafli. Mómold- inni er svo þjappað saman í bagga, er vigta 100 pd. og pundið af henni selt á 1 eyri, eða 100 pd. á 1 kr. Aðferðin við að afla mómoldarinnar er oftast sú, að mórinn er stunginn upp að haustinu, látiun liggja og frjósa yfir veturinn, og síðan þurkað- ur og malaður í vélum, sem til þess eru gerðar. Að því búnu er mold- inni þjappað saman (pressuð), svo að sem minst fari fyrir henni, í 100 pd. bagga, og seld svo bændum til að bera hana í flórinn og undir kýrnar. Hinn nafnkuuui ræktunarfrömuður Dana, D al g a s , telur að fyrir hverja kú þurfi 2000 pd. af mómold, ef þurka eigi upp allan lagarkendan áburð. En það hjálpar mikið, þó eigi séu brúkuð nema 1000 pd. fyrir hverja kú. Árlegur kostnaður við framleiðslu þess þurefnis telur Dalgas að nemi, að því er Danmörk snertir, 3—3l/a miljón kr.; en það sem vinst við það í auknum og bættum áburði, álítur hann að nemi 10—15 miljónum kr. Ef vér notuðum mó eða mómold saman við áburðinn, þó ekki væri meira en 800—1000 pd. fyrir hverja kú til jafnaðar, þá væri stórmikið unnið við það. Og eg get bætt því við, að eg hefi heyrt unga og hygna bændur segja, að þeir mundu glaðir kaupa mómold fyrir beinharða pen- inga, ef moldin að eins fengist góð og með sanngjörnu verði. Mómoldar getum vér aflað oss hér, og þurfum eigi að sækja hana til annara landa. Efnið í hana eru mómýrarnar okkar, og li ggj a þar mikil auðæfi ónotuð. Jafnframt því að afla íburðar sam- an við áburðinn, eigum vér að hætta að brenna sauðataðinu, og verja þeirri J/2 miljón króna, er vér á þann hátt eyðum, til ræktunar landsins. — En svo þurfum vér í stað taðsins annað eldsneyti, og þessa eldsneytis eigum vér að afla oss með því aö nota rnó inn. það eru að vísu til einstöku sveitir, þar sem álitið er, að mór sé alls eigi til, t. d. í Vestur-Skaftafellssýslu. En eins og tekið er fram í I. kafla þeBS- arar ritg., þá er það alls eigi enn rainsakað, hve víða mór sé í jörðu. Til þe88 að gera móinn betri og hentugri til eldsneytis, þarf að koma upp i annari hvorri eða helzt í hverri sveit álandinu móverksmiðjum. f>ess- ar móverksmiðjur má reka með hest- afli, vacnsafli eða gufuafli og nota sjálfan móinn til eldsneytis. í Noregi þekki eg móvinslur, sem reknar eru með hestafli. Ein þeirra er í smálöndunum; þar eru brúkaðir 2 hestar til að snúa hnoðunarvélinni. f>ar vinna 3 karlmenn og 3unglingar. Móvinnan stendur yfir í ll/,2—2 mán- uði að vorinu, og eru búnir til 10—12 þús. móköglar á dag. Framleiðslu- kostnaðurinn er kr. 1,70 á hverja 1000 mókögla. í Danmörku þekki eg smá móvinsl- ur, er kostað hafa 2000—4000 kr. og búa til 25—30 þúsund mókögla á dag. í sambandi við það, sem hér er tekið fram, ukal þess getið, að ýmsir hafa spurt mig eftir móvélum, sem snúið er með höndum. f>essar vélar voru áður töluvert notaðar í Noregi, og hingað til landsins hafa komið 2 eða 3. Reynslan hefir sýnt, að vélarnar svara ekki kostnaði; þær eru seinvirk- ar, og að hnoða mó í þeim verður dýrara en að afla hans á vanalegan hátt. — f>að mun því naumast svara kostnaði fyrir menn að útvega sér þessar handmóvélar; en leggja heldur í stærri móvélar í félagi eða margir saman. — Yerðið á þessum handvél- um er 60—65 kr. Alt fram að þessum tíma hefir ver- ið farið afarilla með móinn hér á landi og mómýrarnar. Haldi því áfram, verður öllu bezta mólandinu eytt á tiltölulega 8kömmum tíma. Fer því svo, að niðjar vorir í framtíðinni standa uppi skóglausir og mólausir. Hafa þeir þá gilda ástæðu til að á- fella os8 fyrir meðferðina á mómýrun- um, engu síður en þegar vór erum að álasa forfeðrum vorum fyrir meðferð- ina á skógunum. 111 meðferð á skepnum. Oft hafa blöðin reynt að gefa mönn- um bendingar um hitt og þetta, sem betur mætti fara, en því miður eru lesendurnir alt of gjarnir til að dauf- heyrast við þeim, þeir láta þær inn um annað eyrað og út um hitt, og svo stendur alt í sama farinu. Ljósasta dæmi þess, hve lítið tillit menn taka til slíkra bendinga, er með- ferð manna á skepnunum. III meðferð á þeim hefir þó rækilega verið brynd fyrir mönnum, bæði í ræðu og riti, fyr og síðar, en seint virðist íslending- um samt ætla að skiljast það, að slcepn- urnar geti fundið til, og að menn í meðferðinni á þeim þurfi að taka tillit til þess. Hvernig er æfin, sem útigangshest- arnir eiga? l>eir eru þrælkaðir á sumr- in, en settir á »guð og gaddinn« á vetrin. Bazt er auðvitað farið með kýrnar, þvf óbagurinn við að kvelja þær er svo auðsær, að hann hefir blot- ið að draga úr kvaldóminum. Eti hestarnir verða ekki eins gagnslausir þó þeir séu látnir standa undir húsatótt- um og stakkgörðum, eða hvar sem þeir geta hniprað sig í skýli í vetrarhörkun- um, tnarga langa og kalda vetrarnótt- ina, ef þeir að eins skrimta veturiun af, þá gera menn sér litla samvizku af vetrarbyljunum og vetrarhungrinu, sem þeir hafa átt við að búa, því náttúran og vorgróðurinn leggur plástur á retr- arsárin, og græðir þau, svo að vanalega ern útigangshestarnir orðnir vikafærir þegar lestaferðirnar byrja í júnímánuði. Á þeim tíma árs fara Sunnlendingar flestar lestaferðir til Keykjavíkur, enda má þá sjá margan hestinn illa útleik- inn eftir veturinn. t>að er gamall sunnlenzkur sveita- siður, að lesta hestana hvern aftan f annan, og teyrna þá svo alla leið aust- an úr Arnes- og Rangárvallasýslu, og er það öllum auðsætt, að þó slíkt só fyrirhafnarminna fyrir lestamennina, þá er hestunum það margfalt erfiðara, að draga eftir sór ef til vill marga taumstirða og ólestvana stallbræður sína, heldur en að fá að ganga lausir hver við annars hlið. Og ekki nóg með það. Flestum mun vera það ljóst hve taumlótt naut muni vera, en tíðast re það, að einn boli fylgi lest hverri til bæjarins í vorlestaferðunum. Er hon- um þá annaðhvort hnýtt aftan í taglið á aftasta hestinum og látinn þannig reka lestina, eða þá, sem eigi er held- ur sjaldgæft, að boli er buudinn í tagl þeim hestinum, sem riðið er, og eig- andinn kemur svo ofboð rólega ríðandi niður Laugaveginn, dragandi þennadilk. á eftir sér, án þess að honum detti í hug, að hann geri sig sekan í neinni sérlegri yfirtroðslu, þó hann láti hest- inn bæði bera sig og draga nautið, því að oft vantar jafnvel mann til að reka á eftir nautinu, og þó einhver ungling- ur eigi stundum að gera það, þá fer það oft f handaskolum, en alt bitnar á hestinum. Hversu lengi á að pína fslenzka hesta með slíkri þrælameðferð? Vilji menn ekki taka á móti áminningum og leið- beiningum blaðanna, sem oft og ósjald- an hafa gefið mönnum góð ráð í þessu efni, þá virðist mega hafa önuur ráð... Sektum ætti að mega koma fram við hvern þann mann, er fer þannig með skepnur; og ætti það að vera auðvelt fyrir lögregluþjónana, sem eru glöggir og gætnir menn, að stemma stigu fyrir því, að slíkt sjáist hér á götum bæjar- ins. Sektir fyrir slíka harðýðgis- og. miskunarleysismeðferð mundu vekja eftirtekt og umhugsun manna á því, að eitthvað muni vera athugavert við það> að láta naut slfta sundur hestinn und- ir sér. En þetta er ekki eina illa meöferðin, sem íslenzku hestarnir verða fyrir, þeir eiga því miður marga aðra ónotastund- ina, og ekki sízt Reykjavíkur hestarnir. Á sumrin eru þeir brúkaðir á víxl til reiðar og áburðar, og oft til hvors- tveggja sama daginn, enda eru láns- liestar hér tíðum horaðir, meiddir og örþreyttir, eins og gefur að skilja, þar sem margir fara með þá og sumir ó- vægnir og óprútnir. Enda er vfða um land orðið kunnugt orðtakið; »að ríða eins og Sunnlendingur á lánshesti«. En nú er Reykjavík svo í sveit kom- ið, að hagar eru hér mjög lélegir á sumrin, og má þvf eigi bjóða hérlendum hestum þá brúkun, sem sveitahestar á góðu haglendi þola, og af því kemur það, að brúkunarhestar hór í Yík verða miklu magrari en annarstaðar, með því líka að þeim er ekki leifður nema svo> örlítill tírni til að standa í haganum, en enginn til hvíldar. I>á eiga útigangshestarnir í Reykjavík æfina auma, og óvíða mun hrossum boðin harðari beit en þegar þeim er slept í fjöruna á haustin, þar sem þau verða að vera til vors, og bjarga sér eins og bezt gengur. Margan ókunnan mann mun furða á því, hvernig þessar skepuur komast fram, þær norpa við bryggjurnar, undir húsgöflunum og á miðjum götunum á kveldin í kafaldsbyljum, skjálfandi af kulda og hungri, og mæna vonaraugum á þá, sem framhjá ganga, og ólíklegt er það, að nokkur eigandi slíkra. gripa hafi séð þá svona á sig komna, án þess að hann hafi komist svo við, að hann hafi reynt að firra skepnuna slíkum kvaldómi. Nú er veturinn genginn í garð, og sama æfin bíður útigangshestanna enn hór í fjörunni í vetur, ef ekkert er að gert. Vil eg því skjóta máli mínu til betri vitundar þeirra manna, er slíka hesta eiga, og skora á þá, að sjá þess- um skepnum sínum að minsta kosti fyrir húsi í allra verstu aftökununl, því það er það minsta, sem hægt er að gera fyrir þá. Hestavinur. Síðdegismessa i dómkirkjunni á morgun kl. 5 (Jón Helgason).

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.