Ísafold - 28.11.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.11.1903, Blaðsíða 1
’Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viB áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. JiuéJadí jHíiAyasiin I. 0. 0. F. 8523981/,. Augnlœkning ókeypis 1. Og 8. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og Id. 11 —12. Frilækning á gamla spítalanum (lækna- akólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir 4 hverju föstudags- og snnnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- ondur kl. 10'/2—12 og 4—ti. Landsbankinn opinn livern virkan dag kl 11—2. Baukastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasaf7i opið hvern virkan dag ‘%I. 12—2 og einni stundu lungur (til kl. 3) 'md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Næstii blað miðvikudag 2. desember. Laura fer 4. deshr.; vestanpóstur s. d., norðanpóstur 5.; austanpóstur 7. Ráðherrann. Fyrsta frétttin, sem á land kom úr Lauru, er hún hafnaði sig hér að kvöldi 24. þ. m., var eú, að sýslumað- ur og bæjarfógeti Hannes Hafstein eigi að verða fyrsti ráðhsrra tslanda og taka við því embætti 1. dag febrú- armánuðar næstkomandi. f>ar með er þá sú gáta ráðm, sem nálega hver kjósandi hér á landi hefir verið að glírna við síðan stjórnarskrá- in var samþykt á þingi í sumar, ef eigi lengur. Eigi er því að leyna, að sumir menn, og þeir ef til vill margir, eru ekki ánægðir með þessa ráðstöfun stjórnarinnar, en hið sama hefði orð- ið uppi á teningnum, hver svo sem í þetta embætti hefði verið settur. Sannleikurinn er sem sé sá, að full- trúar þjóðarinnar á síðasta þingi gátu ekki komið sér saman um neitt ráð- herraefni; því fór mjög fjarri; og nærri má geta að ekki hefði samkomulagið orðið betra hjá þjóðinni eða kjós- endum í heild sinni, þótt til þeirra kasta hefði átt að koma. Enginn ætti því að kippa sér upp við það, þótt einhver andmæli heyrist eða sjáist gegn þessari ráðstöfun og ráðherranum nýja; það er svo þ j ó ð- 1 e g t, að geta aldrei verið á eitt sáttir. f>ví síður er ástæða til að amast við þessu, sem allir kunnugir vita, að hr, Hafstein hefir marga góða hæfi- Reykjavlk laugardagrinn 28. nóvember. 1903 73. blaA leika, sem vonandi er að fái að njóta sín fyrir óboðnum ráðgjöfum, ótíma- bærum andróðri og úreltum flokkaríg. Einhverjum *flokks«ónotum er »f>j.« þó að sletta frá sér í þessu sambandi. Hann getur ekki á sér setið, jafnvel ekki þegar hæst stendur gleði hans yfir þessum fagnaðartíðindum. Alt af er rekan við hendina. En þetta á ekki við. f>að ermeira að segja háskalegt. Ef til vill hefir oss aldrei staðið það á meiru en ein- mitt nú, að »gleyma því, sem að baki oss er« og horfa beint fram undan 088. Til hvers væri oss að hafa fengið stjórnarbót og fá nýja stjórn, ef flokks- hatur, úlfúð og deilnr eiga eftir sem áður að sitja í hásætinu? Stjórnarbótin yrði þá hefndargjöf; nýja stjórnin steinar fyrir brauð. Erlend tíðindi. Khöfn 14. nóv. 190-j. Norska ráðaneytið nýja komst á laggir 22. f. m. Fyrir því er Hagerup prófessor, eins og til stóð, og er jafnframt yfirráðgjafi í Kristjaníu, en Sigurður Ibseu yfirráðherra fyrir Stokkhólmsdeildinni. BirgerKildal er fjármálaráðherra; hann hefir verið það tvívegÍ8 áður, bæði í Sverdrups ráða- neytinu og hjá Hagerup — einarður maður og stórmikils metinn; hann var einn þeirra norsku stúdenta, er kom til íslands á þjóðhátíðinni 1874. Kirkju- og kenslumálaráðherra er Nils Nilsen Hauge prestur, sonarsonur hins fræga trúboða, eða leikmanna- kennimanns, er svo hét og uppi var um aldamótin 1800; um hann hefir verið sagt, að hann hafi gert meira en Olafur Tryggvason, með þv( að Olafur konungur hafi að eins kristnað Noreg en Nils Hauge gert Norðmenn trúaða. Hann var ofsóttur af stjórn- inni, sem þá var í Noregi, danastjórn, fyrir það, að hann flutti guðsorð fyrir lýðnum, þótt óvígður væri, og hafður í fangelsi 10 ár samfleytt. f>að þykir nú merkilegt, að sonarsonur þessa manns skuli vera orðinn yfirmaður kirkjunnar í Noregi. — Hinir ráðgjaf- arnir eru og vel látnir atkvæðamenn, og þykir það hyggilegt af Hagerup, að hann hefir skipað ráðaneytið jafn- mörgum (5) af hvorum flokki, hægri og vinstri. Hér 1 Danmörku stóð meiri hluta f. m. mikil rimma á þingi milli ráðherranna og sósíalista. f>að áttu að heita fjárlagaumræður, (en varð eintómur »eldhúsdagur«), 18 daga samfleytt. f>eir höfðu verið banda- menn áður, einsog kunnugt er, vinstri menn eða stjórnarliðar og sósíalistar, þar til á undan kosuingunum sfðustu í vor, að slitnaði upp úr milli þeirra. Nú hittust þeir á hólmi og þurftu þá að segja hvorir öðrum til syndanna. f>óttu sósíalistar fara mjög halloka í þeim viðskiftum, tókst lítt að rökstyðja aðfinslur sínar. Frumvarpið um að endurreisa Kristjánshöll fyrir 6 miljónir króna er þegar fullbúið frá þinginu, eða verður í dag og er ætlast til að þau lög verði afmælisgjöf til handa konungi á morgun (15. þ. m.); þá hefir hann ráðið ríkjum 40 ár. f>á verða þó engin veruleg hátíðarbrigði með því að konungur hefir afþakkað þau. f>að þóttu allmikil tíðindi að hæsti- réttur sýknaði 21. f. m. Ifversen p r e s t, er lögsóttur hafði verið og dæmdur af óæðri dómurum fyrir þá óhlýðui við stjórnina, að vilja ekki gefa saman hjón, er hann taldi svo mikla meinbugi á siðferðislegu hátt- erni þeirra, að samvizka sín og prest leg skylda fyrirmunaði sér það. Hér eru margs konar fjárprettir all- tíðir. f>að er nýlegast til frásagnar af því tagi, að rnaður einn í skrifara- stöðu hjá »Sameinaða gufuskipafélag- inu«, Jóhannes Pedersen, varð uppvís að því, að hafa stolið af því smám- saman á mörgum árum 100,000 til 200,000 kr. að minsta kosti, ekki full- víst um það enn. Hann strauk til Svíþjóðar, en náðist þar að vörmu spori. Hann hafði sóað fénu öllu eða eytt í féglæfrabrall. Heldur kyrlátt nú á Balkan- 8 k a g a og látið sem frekan vopnavið- skifti eigi að bíða vors. Stórveldin nota tímann til að þjappa að Tyrkja- soldáni og heimta af honum, að hann bæti ráð sitt í stjórnaratferlinu við Makedóna. f>að eru Austurríkismenn og Kússar, sem orð hafa þar fyrir stórveldunum, og hafa nú síðast áskil- ið svo vandlegt eftirlit af þeirra hálfu með stjórn landsins, að soldáni þótti sér mjög misboðið, og að hann væri sama sem sviftur öllum ráðum þar. En honum hefir verið svarað svo, að ef hann gengi ekki að þessu, þá mundi verða farið töluvert lengra upp á skaftið. Hafa hin stórveldin látið á sér skilja afdráttarlaust, að þau væru þar fylli- lega á sama bandi og formælendur þeirra. Við það hefir soldáni þótt ráð að mýkja málið, hvað sem úr fram- kvæmdum verður. þá eru og hafa lengi verið ískyggi- legar horfur með R ú s s u m og J a p- ansmönnum, og jafnvel Kínverj- um þeim megin líka, út úr Mantsjúríu. Rússar bera ekki við að þoka þaðan, þótt því hafi heitið og samningum bundið. En Japansmenn iða í skinn- inu að rjúka í þá og stjórnin í Pek- ing befir látið nýlega boð út ganga um sitt ríki um undirbúning til liðs- safnaðar. Hins vegar leggja stjórn- vitringar stórveldanna alt kapp á að stýra sem laglegast undan, hvar sem þeir sjá ófriðarboða rísa, með því að þeím og öðrum stendur nú orðið svo mikill stuggur af allsherjar-ófriði, sem heimurinn fái ekki risið undir slíku böli. nú uppvíst orðið, að þeir hafa róið undir það, sem gerst hefir í Columbíu- ríki í sumar, að suðurskák landsins, þar sem Panamaeiði liggur, hefir sagt sig úr lögum við aðalríkið, og stofnað ríki sér, er nefnist Republica del lstmo (Eiðisþjóðveldið). |>etta nýja ríki hafa Bandamenn síðan viðurkent og heitið vernd sinni, og eru teknir til að semja við það um skurðargröftinn. En til þess voru refarnir skornir, með því að stjórn Columbíuríkis hafði reynst heldur óþjál í samningum. Rétt fyrir skömmu urðu ráðaneytis- skifti á Ítalíu og heitir ráðaneytisfor- setinn nýi Giolitti. Hann hefir verið það áður. f>að gerðist sögulegt fám dögum síðar, að einn af sessunautum hans, ltosano fjármálaráðherra, fyrir- fór sér vegna þess, að borið var á hann, að hann hefði þegið mútur fyr- ir nokkrum árurn; hann var þá þing. maður. Giolitti vildi láta hann hreinsa sig af þessu, en hann mun ekki hafa treyst sér til þess. þetta og fleira því um líkt þykir vera til marks um viðsjált siðferðisástand þeírra, er við landsmál eru riðnir þar í landi. það er í almæli, að Rússakeisari viti alls ekki hvað hann er að gera, er hann beitir Finnlendinga þeim miskunnarlausu ólögum, sem hann gerir og hefir nú gert árum saman. Ráðgjafar hans og aðrir em- bættisþjónar liggja á því lúalagi, að rangflytja öll þeirra mál fyrir keis- ara, og varna þess, að þeir, sem satt vilja segja, nái fundi hans. Jafnvel prentað mál um rétt Finnlendinga sjá þeir um að ekki berist honum í hendur öðruvísi en alt bjagað og fært í það lag, sem þeim hentar. Nú í haust er keisarinn hafði langa viðdvöl á þýzkalandi, sættu nokkrir finskir útlagar lagi að reyna að ná fundi hans og bera fram kveinstafi sína og sinnar þjóðar. f>ess var þeim synjað, en leyft að koma á framfæri kæru- skjali yfir ólögum þeim, er gengið hafa yfir landið, og er mælt, að þá fyrst muni keisarinn hafa fengið að sjá og heyra sannléikann um það mál, hvort sem það ber þá nokkurn ávöxt eða ekki. Svo er sagt, að móðir keisarans, Dagmar drotning, sé syni sínum ósam- dóma og á bandi með Finnlendingum; sömuleiðÍ8 ríkiserfinginn, Mikhail keis- arabróðir, og er mælt, að þeim bræðr- um hafi orðið svo sundurorða út af því fyrir skömmu, að keisarinn hafi vísað honum úr landi um hríð. Mikha- il er sagður maður skýr og frjálslynd- ur og að honuru líki mjög illa stjórn- aratferli bróður síns. Bandaríkjamenn í Vestur- heimi hafa komið laglega ár sinni fyr- ir borð um Panamaskurðinn. það er Vilhjálmur þýzkalandskeisari kendi sér nýlega kverkameins, það var ein- hvers konar holdauki á öðru radd- bandinu, og tókst að skera burtu, svo að keisara varð litt meint við, oj r all hress eftir. f>að er fullyrt að kvu.li þessi sé eða hafi verið mjög meinlít- ill og alls óskyldur krabbameini því í hálsinum, er föður hans varð að fjör- Iesti. Nú er til fullnaðarlykta leitt á Frakklandi málið frú Therese Hum- bert og Friðriks manns hennar. þaa

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.