Ísafold - 02.01.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.01.1904, Blaðsíða 2
2 f .s:..:-- — »Fari eg þá norður og niður« hefði mátt nægja. Kristján þ>orgríra88on leik- ur ölgerðarmanninn mætavel. Bezt tekst honum er hann leggur í Tjælde og er að skamma hann með gráthljóð- ið í kverkunum og votta frúnni lotn- ingu sína; þó er hann helzt til stór- skorinn og ýkir of mjög sumstaðar, einkum í síðasta þætti, þar sem hann afskræmir karlinn. Bitt af þeim skerjum, sem leikendum hættir viðað stranda á, er að gera sig um of skrípa- lega. Önnur hlutverk eru smá í leiknum og kveður ekki að neinum þeirra. Prestinn, sem er allskoplegur, leikur f>orv. forvarðsson prentari mikið vel. Aftur á móti er H e 1 g i H e 1 g a s o n, sem leikur Lind konsúl, ekki laus við að vera tilgerðarlegur í málrómnum, talar með einhverjum út- lenzkublæ. Of lengi stóð á leiksviðsbreytingum, enda var leikurinn eigi úti fyr en rúmri hálfri stundu eftir miðnætti. — Lítil unun er að leika fyrir fólk í Reykjavík, meðan skilningur sumra er svo lítill, að þeir hlæja þar sem hverj- um manni, með óspiltan smekk og viðkvæma tilfinning, hlýtur að vökna um augun. — Vel hefðu áhorfend- urnir mátt láta sér sæma að kalla leikendurna fram að leikslokum, þvf að yfirleitt fór leikurinn sæmilega úr hendi, og Leikfélagið á þakkfr skyld- ar fyrir að sýna svo ágætt leikrit: Br vonandi að slíkt bæti smátt og smátt smekk manna fyrir fögrum skáldrit- um, enda er engin vanþörf á því. x+y. Svívirðiflg Norðurálfunnar. [Grein þeasi er eftir danskan prest, H. Marten- sen-Laraen. Eom hún fyrst út í timariti hansf »Kirken og Hjemmet«, en er tekin hér eftir dagblaðinu »Vort Land«. Sira Martensen-Lar- sen er ungur maður.en þó einn hinna atkyœóa- mestu presta 1 Danmörku, mikill atgeryis og gáfumaður, eins og hann á ætt til; hann er dóttursonur Martenseus biskups, en sonur Florian Larsens, dóxnara í hæstarétti}. »Sá, sem ebki hefir sverð, skal selja yfirhöfn sína og kaupa það«. (Lúk. 22, 36.) Eg veit ekki hvernig öðrum kristn* um mönnum er innanbrjósts um þess- ar mundir, en það veit eg, að stund- um ætla eg sjálfur að hníga niður, þegar eg hugsa um þær skelfingar, er fram fara innan kristninnar á Balk anskaganum; en stundum fyllist eg líka logandi gremju yfir sjónleik þeim, sem stjórnvitringar Norðurálfunnar og leiðtogar meðal þjóðhöfðingja hennar eru að leika um þessar mundir. í gærkveldi, þegar eg var að semja ræðuna mína, las eg enn af nýju eina af þessum voðafréttum, sem nú eru orðnar daglegt brauð: 3000 kristinna manna brytjaðir niður í þorpi einu í Makedóníu. Getur þú, lesari góður, gert þér í hugarlund, hvílíkar skelfingar felast í þessu, þegar Tyrkinn segir fyrir verk- um. Fyrst eru konurnar svívirtar, síðan myrtar. Fyrst eru mennirnir kvaldir, síðan brytjaðir niður. Börn- in eru rekin í gegn. Tungurnar eru slitnar úr fólkinu, augun stungin út, holdið rist af iíkamanum í pundum. Svona eru aðfarirnar — hræðilegar, voðalegar. En er unt að stemma stigu fyrir þessu? Getur nokkur krist- inn keisari þolað að hugsa um þetta? Hlýtur ekki allar stórhöfðingjafrúr innan kristninnar að dreyma um þetta á hverri nóttu? Hljóta ekki stórveld- in að skerast í leikinn? Já, þannig hugsum vér smælingjarnir. En stór- mennin hugsa á annan veg, Jú, þeir mæla fögrum orðum, ekki vantar það; en að hverju liði kemur það? »Orð, orð, eintóm orð !« Rétt áður en eg fekk hina fyr um getnu voðafrétt, hafði eg lesið um, hvernig tvö af stórmennUm heimsins — tveir .keisarar — drukku hvor öðr- um til og fóru fögrum orðum um hið mikla friðarstarf, er þeir hefðu hafið Balkanþjóðunum til góðs. Friðarstarf — já, í sannleika ein- kennilegt friðarstarf. Á maður að hlæja kuldahlátri örvæntingarinnar að þessum orðum eða fella örvæntingar- innar tár yfir þeim? Hið mikla frið- arstarf! Já, vér þekkjum þessi frið- arstörf, sem stórveldi Norðurálfunnar hafa unnið gagnvart kristnum mönn- um austur í löndum. Vér þekkjum þau nægilega frá Armeníu. 1878 lofuðu stórveldi Norðurálfunn- ar, í sambandi við soldán, Armeníu endurbótum. 61. gr. í Berlínarsamn- ingnum er á þessa leið: »Tyrkjastjórn skuldbindur síg til að koma tafarlaust á nauðsynlegum umbótum í fylkjum þeim, sem Armeningar byggja, og sjá um að Armeningar séu óhultir fyrir Tscherkessum og Kúrdum. Skal hún með ákveðnum millibilum skýra stór- veldunum frá, hvað gert er í þessa átt, enda vaka þau yfir, að efndir verði á þessu«. — »Orð, orð, eintóm orð!« það er þessi grein, sem ógæfa Armeninga er að kenna. Soldán og ráðgjafar hans reiddust afskiftum Norð- urálfunnar og ákváðu að uppræta Ar- meninga. Og þeir framkvæmdu það, sem þeir höfðu ákveðið. Og hin kristna Norðurálfa, með alla stjórn- vitringana og stórveldin, hreyfði hvorki hönd né fót! Svívirðing á svívirðing ofan ! Og hvernig er nú ástandið í Ar- meníu, 25 árum eftir að Norðurálfan hefir heitið umbótum að minsta kosti eins hátíðlega og einvaldarnir hafa talað um friðarstarf sitt? Eg þekki engin orð, er betur fái lýst því, en þessi orð ritningarinnar: »f>ín vegna erum vér daglega deyddir, vér erum álitnir sem skurðarfé«. Sálm. 44, 22. Heyrið, hvað ferðamaður einn segir! *f>egar við áðum um hádegisbilið í dag, sáum við þá hræðilegustu sjón, sém við nokkru siuni höfum séð. Fyrir tveimur árum réðust Kúrdar á borgina, og höfðu þeir þá heitstrengt að nauðga öllum konum og stúlku- börnum, 5 ára(!) og þaðan af eldri, og drepa alla fullorðna karlmenn. f>ar var varla heldur annað að sjá en gamalmenni, konur og börn, alt svo hörmulega á sig komið, að hvern mann hlaut að taka það sárt. Fólkið var svo sljótt og örvæntingarfult, að það spurði okkur ekki einu sinni hvaðan við kæmum og hvert við ætl- uðum að fara!« (Rohrbach: Vom Kaukasus zum Mittelmeer. 1903. 74. bls.). |>etta er þjóðin, sem Norðurálfan hefir heitið umbótum og sem stendur undir vernd hinna kristnu keisara! Heyrið enn fremur hvað sami mað- urinn segir um annað þorp: •Eftir fjögra tíma reið áðum við hjá armenískum bæ, er einnig hafði rænt- ur verið, en bar þó þess menjar, að þar hefði áður verið velsæld mikil. Hér var það kynlegt, hve ant hinir tyrknesku fylgdarmenn okkar létu sér um, að við næðum ekki tali manna. Nýlega höfðu sem sé tyrknesku yfir- völdin kúgað þá til að lýsa yfir því, að þeim liði vel og að þeir væru alls kostar ánægðir með kjör sín.......... Eftir að við vorum komnir inn í Bitlis- hérað, sáum vér nálega í hverju ar- menisku þorpi flokk tyrkneskra her- manna, er þar hafði verið skipað á vistir og rétt höfðu til að heimta af íbúunum alt, sem þeir með þurftu. f>ar sem ekki eru nema 10 — 12 blá- fátækar fjölskyldur í þorpi, eins og oft á sér stað, er slíkt óbærileg kvöð. Annars kvartar fólkið mjög undan því, að þessir hermenn telji eigi að eins mat og drykk sína eign, heldur og ungar stúlkur og giftar konur, já, stundum hafi þeir þær nauðugar á burt með sér og selji þær. Ef nokk- ur veitir viðnám eða mælir í móti, fær hann að kenna á byssuskeftinu. — f>jónn okkar sýndi okkur mann, er Tyrkir höfðu nýlega rænt ungri konu hans. Hann vissi hvar hún var, en gat ekkert gert til þess að ná henni aftur«. (Sama bók, 125. bls.). Slík kjör eiga armenískar konur við að búa — undir vernd stórveldanna. Hvernig ætli hinum herrabornu stjórn- vitringum vorum og þjóðhöfðingjum þætti það, að eiga frúr sínar, drotn- ingar og keisarafrúr með slíkum skil- málum? Svo skal eg ekki telja fleira. En hvernig geta þjóðhöfðingjar Norður- álfunnar ímyndað sér, að það friði oss, að þeir byrji að tala um friðar- starf sitt á Balkanskaga. »Sýn mér trú þína af verkunum*. Verk stórveld- anna þekkjum vér frá Armeníu. þessar hugsanir þustu inn á mig, þegar eg var að lesa um afreksverk Tyrkja og skálræður keisaranna. Síðan tók eg biblíuna og þar Jas eg þessi orð í guðspjallinu, sem eg átti að prédika um: »Hver er sá á meðal yðar, sem ekki dregur jafnskjótt upp son sinn eða naut, sem fallið hefir í brunn, þótt hvildardagur sé«. (Lúk. 14, 5). Hver? f>ví miður, þeir eru margir. Eg sé fyrir mér brunn. I brunnum leita menn hælis í ýtrustu neyð. Margur Armeningurinn fal sig í brunnunum í Urfa, þá er manndráp- in voru framin þar í desembermánuði 1895, sem kunnugt er, og var skot- inn þar til bana eða brendur, þegar Tyrkir heltu steinolíu ofan í bruun- ana og kveiktu í. En í þessum brunni er heil þjóð. Umhverfis brunninn standa hinir tyrknesku Baschí-Bozúkar, og þeir skjóta ofan í hann og þeir kasta þang- að sprengikvílum, sem tæta sundur líkami mannanna, sem þar felast. f>að eru makedónskir bændur, sem niðri í brunninum eru. Og bringinn í kringum brunninn, en í mátulegri fjarlægð, ganga stjórnvitringar Norð- urálfunnar — og sé eg að sumir þeirra bera kórónu á höfði — en með því að Tyrkir eiga brunninn, vilja þeir ekki skerast í leikinn; því að eignar- rétturinn er heilagur, og hvíldardags friðinum, ró og jafnvægi Norðurálf- unnar má eigi raska. En xþ0gar sið- asta skotið er riðið af og síðasti Make- dóníumaðurinn hefir gefið upp öndina, og alt er orðið kyrt og hljótt, þá er sem Iétt sé af þeim þungum steini; þeir ganga allir að brunninum og segja: Friðarstarfið er fullkomnað. Ótrúlegt að vísu, en þó satt: það er þvílíkt friðarstarf, sem Norðurálfan hefir unnið í Armeníu öllum þeim til eilífrar skammar, er ábyrgðina bera meðal stjórnvitringanna og krýndu höfðingjanna — á nú að vinna sama friðarstarfið í Makedóníu? Mig hryll- ir við að hugsa um alla þá botnlausu eymd, sem hér verður i ljós leidd á síuum tíma. En fyrir því vildi eg óska, að allir þeir, sem fæddir eru til konungs- eða keisaradóms — og hér í álfu eru allir þjóðhöfðingjarnir sem ein stór fjöl- skylda — vissu, hverjum augum vér 8mælingjarnir lítum á þá. Yér dirf- umst eigi að ásaka einstaká menn, því að vér vitum ekki, hverjum eymd NorðuráJfunnar er að kenna, þótt það sé sannfæring vor, að þeir, sem ábyrgð- ina bera, sitji í hásætunum og í nánd við þau; en í hvert sinn er vér sjáum eítthvað af kóngafólki Norðurálfunnar, þá koma oss í hug hinir myrtu trúar bræður vorir þar eystra. Blóð hinna myrtu Armeninga og Makedóníumanna spýtist langar leiðir — það gerirblóð- ið ávalt þegar höfuðið er höggið af bolnum. A öllum konungaskikkj um og keisara sjáum vér blóðbletti: merkisskildir Noróurálfunnar eru rióg- aðir undan blóði. Hvernig ætla þjóð- höfðingjarnir að núa riðið af? Bara að þeir vissu, að þegar vér heyrum sagt frá hátíðahöldum þeirra og veizlum, þá förum vér að hugsa um b 1 ó ð-brúðkaupið, sem nú er ver- ið að halda í Makedóníu. Dagblöðin 8egja frá að verið sé að halda brúð- kaup einhvers þjóðhöfðingja, og að þjóðhöfðingjar Norðurálfunnar séu boðnir í veizluna. Yér óskum öllum brúðhjónum, einnig konunglegum brúð- hjónum, friðar guðs og blessunar, en þegar frændur vorir liggja fyrir dauð anum, er það venja vor að láta sem minst bera á hátíðahöldum vorum. Systir vor Armenía er nýdáin, bróðir vor Makedónía er að fram komin. Er mi títni til að halda fagnaðarhá- tíðir? þegar ritsíminn segir frá hátíða- höldum og brúðkaupsfagnaði, munu aðrir þræðir flytja fregn um þorp, er standi í björtu báli, og um svívirtar konur og ofbeldisverk Tyrkja —ogþá segjum vér: þetta eru illir tímar; tími er til að gráta og tími til að hlæja— nú er harmastundin komin. Og þá grátum vér yfir því, að konungsfólk Norðurálfunnar, þessir menn, sem vér heiðrum sem fulltrúa þjóðanna og biðjum fyrir til guðs á hæðum við guðsþjónustui: safnaðanna, skuli eigi hafa mátt eða vilja til, í samfélagi við stjórnvitringa sína og þjóðir, að afstýra hinni óafmáanlegu smán Norð- urálfunnar. Frá útlöndum í ensku blaði, frá 13. desember, er hingað barst með botnvörpungi, er þessa getið meðal annars: H e r b e r t S p e n c e r, hinn heimsfrægi enski heimspek ingur, hafði þá fyrir skömmu andast, 83 ára að aldri og hrumur mjög á síð ustu æfiárum sínum. Eldur hafði kviknað 10. desember. kL 5 árdegis í höll þeirri, er Englands drotning svaf í, en þerna hennar ein, er vaknaði við reykinn, hafði bjargað drotnmgu úr hættunni. Falsspámaður einn hafði gert upp- reist í Súdan en enskur ofursti brugðið skjótt við, tekið hann höndum og hengt. Ekkert enn orðið af ófriði milli Rússa og Japana; Rússar við öllu búnir þar eystra en friðarvinir í Japan sporna af öllum mætti við ófriði og eigi að vita nema þeir verði ofan á. Verðlaun af Nobels-sjóði hafa meðal annars hlotið Niels Finsen, landi vor í Khöfn, fyrir lækningar, og Björnstjerne- Björuson fyrir bókmentir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.