Ísafold - 02.01.1904, Blaðsíða 3
s
Ur höfuðstaðmim.
í lærða skólanum
hefir borið á talsverðri ókyrð það sem
af er þessu skólaári, því meiri, sem
lengur hefir liðið. T haust hvarf eink
unnabók 4. bekkjar, litlu síðar bæjar-
leyfabokin af umsjónarstofunni og eun
nokkru eftir það voru allar einkunnir,
það sern af var skólaárinu, sko-nar upp
úr einkunnabók 2. bekkjar. Engiu af
þessum yfirsjónum komst upp. Út af
síðasta brotinu var feldur sá úrsknrður,
þeir 17 piltar, er staddir voru í
kenslustundinni þegar brotið var fram-
■ð, skyldu álitnir samsekir í brotinu og
ra;kir úr skóla, ef þeir hefðu eigi inn-
an ákveðins tíma sagt til hins seka eða
hann játað brotið. Engin játning; úr-
skurðinum fullnægt. Fjárhaldsmenn 9
hinna seku pilta áfryjuðu úrskurðinum
til landshöfðingja. Hann á einn hinua
reknu pilta, og lót því háyfirdómara L.
E- Sveinbjörnsson taka við málinu.
Urskurður hans féll á þá leiö, aö 13 af
piltunum skyldu eiga afturkvæmt í
skólann, ef fjárhaldsmenn þeirra óskuðu
þess, en 4 ekki. Komu þá nokkrir af
þessum 13 piltum aftur í skólann; en
ekki virðist hafa gróið um heilt, því að
skömnm síðar var eun 3 piltum vísað
burt úr 2. bekk en 5 eða fi sambekk-
mgar þeirra sögðu sig þá úr skóla:
nokkrir aðrir höfðu eigi komið aftur í
skólaun, þeirra, er afturkvæmt áttu,
svo að ekki voru eftir í bekknum fleiri
en 6 eða 7 piltar af 22. Var nú kyrt
um hríð þangað til sunnudaginn 20.
desbr., síðari huta dags, að púðurtund-
ur sprakk í ofninum í öðrum l.ekk,
ofnhurðin slengdist endanna á milli (
herbergiuu og út um tvöfaldan glugga
en ofninn skemdist talsvert að öðru
leyti. Vildi svo til að enginn var
staddur í bekknum er þetta skeði, ella
hefðu af því getað hlotist meiðsli ef
eigi annað verra. Var nú hætt kenslu
í skólanum, enda eigi nema 2 dagar til
jolaleyfis, og piltum bannaður umgang-
ur um skólann nema þeir ættu bryut
erindi og bar þeim þá að snúa sér
beint til umsjónarmanns.
Menn spyrja eðlilega um orsakirnar
til þessara óspekta. Þær eru ærið marg-
ar, ræturnar liggja víða og sumar gaml-
ar. Gæti kunnugur maður ritað um
það langt mál, en hæpið er að það hefði
bætandi áhrif áskólann; líklegra miklu
hið gagnstæða. En hér mun það sann-
ast, sem oft endranær, að s>sjaldan veld-
ur einn þegar tveir deila«. En það,
viljum vér í þessu sambandi taka fram,
að hér eiga eigi allir piltar óskilið mál;
því fer fjarri. Því þótt sumir þeirra
kunni að vera unggæðislegir, sem ekki
er tiltökumál í jafn fjölmennum hóp,
þá eru þó flestir þeirra stiltir, kurteis-
lr og samvizkusamir. Er því vonandi,
að alt verði kyrt, þegar skólinn tekur
aftnr til starfa núna eftir helgina.
Úrkoma
var svo mikil 28. f. m., að eigi hefir
.ranæi' meiri verið á jafn stuttum
'n\-ni s® 54,5 millim. og þykir þá
Ur asamt, er svo mikið rignir sumar-
b • kylgdi þessari úrlcomu iandssynn-
ipgsrok 0g var því vatnið heldur áleit-
a /býli manna, enda kom víða fram
,e...i °br Það sumstaðar, er menn sízt
0 u ætlað, sem só á nýjum húsum.
irapallegt að svo illa skuli takast
1 > ejgi sízt er í hlut eiga þeir menn,
vi ja og geta liaft alt sem vandaðast
ög ekkert vilja til spara. Svo langt eiga
ySSÍngameistarar hofuðstaðarins að
veia kommr, að þeir geti séð við lekan-
Um’ Þe8ar þeir mega sjálfir öllu ráða
og fyrir þá er lagt, að hafa húsin sem
vönduðust og bezt, hvað sem það kost-
ar.
Iieikfólag skólapilta
fekk í þetta sinn, eins og að undan-
förnu, leyfi til að halda uppi sjónleik-
um í jólaleyfinu. Léku þeir tvö kvöld
til ágóða fyrir Bræðrasjóðinn en hin
kvöldin buðu þeir kennurtim og kunn-
ingjum. Ágóðinn mun hafa orðiö á ann-
að hundrað krónur; hefði óefað orðið
talsvert meiri, ef ekki hefði hizt svo á,
að fyrra kveldið sy'ndi Lejkfólag Iivíkur
samtímis nýjatt leik (»Gjaldþrotið«), en
síðara kvöldið var vonzkuveður, og þó
allvel sótt,
Það sem skólasveinar hafa í þessu til-
liti ttpp á að bjóða öðrum fremur er
teprulaus einurð samfara síspriklandi
æskufjöri, sem hrífur áhorfendurna með
sér og skemtir þeim betur en nokkuð
annað.
Veðrátta
hefir verið hér mjög stirð og óstöð-
ug' upp á síðkastið, ýmist úrkoma á
landsunnan, logn með vægtt frosti eða
norðanstormur ; síðustu vikttna þó oft-
ast við landsuður.
Íslnnds bankl
hefir fengið húsnæði fyrst um siitn í
hinu nýja, snotra og einkar vandaða
lnisi Guðjóns úrsmiðs Sigurðssonar á
götuhorninu fyrir norðan landsbanka-
húsið. Verður þvl ekki langt að skreppa
á milli bankanna, ef á þarf að halda.
Er íslands banki prýðisvel settur þarna
í miðjum bænum, við sporðinn á bæj-
arbryggjntini.
Ráðherrann ætlar að taka sór
bústað með vorinu í sama húsi, á öðru
gólfi, þegar alt er komið í lag, þvt hús-
ið er enn í smíðum.
Það er livort um sig, að hús þetta
verður eitthvert hið vandaðasta hér í
bæitum og liggur á bezta stað, enda
eru það engin smámenni, sem það á að
hýsa. Þriðji leigjandinn er kotisúll Th.
Thorsteinsson, er leigir sölubúð í vest-
urenda hússins, næst »Edinborg«, og
herbergi í kjallara, og fjórði leigjandinn
er afgreiðslumaður Gufuskipafélagsins
sameinaða, konsúll C. Zimseti, sem ætl-
ar að búa á 3. gólfi.
Afgreiðsla
Sameinaða gufuskipafólagsins verður
með vorintt flutt í Pósthússtræti 1 (gömlu
Helgabúð) við bæjarbryggjuna, uppi á
lofti. Afgreiðslumaður félagsins, konsúll
C. Zimseti, keypti húsið í haust, hefir
breytt því og gert mjög vel og mikið
við það bæðí að utan og innan og ætl-
ar nú framvegis að nota það í af-
greiðslunnar þarfir : skrifstofur uppi en
vörusendingar niðri. Er þetta mjög vel
til fallið og greitt aðgöngu fyrir alla
hlutaðeigendur, að hafa hvorttveggja
þetta á sama staðnum og það fast við
bæjarbryggjuna; og ofan á þetta bætist
það, áð liprari mann og viðkynningar-
betri er eigi hægt að hugsa en afgreiðslu-
maðurinn er.
Strandasýslu 1 des. ’03 Fréttir héðan eru
engar markverðar. Tíðarfar nú undan-
farið fremur gott, fannlitiö og nægur
bagi, og engar skepnur komnar á gjöf
enn, nema kýrnar. Ásetningur og hey-
birgðir eru með lakara móti, eftir þetta
erfiða sumar, en sem hér í Steingrímsfirði
hefir þó verið svipur hjá sjón, i saman-
burði við Strandir og jafnvel Hrútafjörð,
Bitru og Kollafjörð.
Andlegar hreifingar eru hér smáar.
»Barna og unglinga« skólinn á Heydalsá
heldur þó enn áfram eins og undanfarin
sex ár, nú með 17 nemendum.
Sem nýlundu má geta þess,að Good-templ-
ar var að ferðast hér um slóðir í haust,
i þeim tilgangi að setja á stofn »Stúku«.
En árangur af hans ferð varð enginn hér.
Menn eru eigi bráðir á sér i nýum breytingum
enda þótt margir hér séu hlyntir bindindis-
málinu, þá mun eigi ganga svo greitt að
koma á »Stúku«, því bæði er það, að yfir-
leitt er lítið hér um drykkjuskap og finna
menn þvi eigi til þess, að nauðsynS sé á
henni, og i annan stað eru landshættir hér
mjög svo óheppilegir til þessa, því iangt
er viðast milli bæja, og því mjög ílt að fá
menn saman til fundarhalda. Það er al-
geDgast hjá mönnurn hér að sitja heitna að
vetrarlagi til, nema rétt ef nauðsyn brýtur
lög, svo setn að tnenu þurfi að vitja lækn-
is eitthvað yfir fjöll og firnindi; en þær
ferðir eru nú orðnar strjálar í seiuni tið,
af því engnm er kunnugt um að héraðs-
læknirinn sé búinn að »lesa upp« enn þá.
Móðurminniug.
Yar mér vonsæla
að vonbrigðum,
httgði’ eg að heimsgleði
ei svo liyrfi skjótt;
sá eg sólgeisla,
nú er svartnætti:
mist hef eg þig,
móðir elskaða.
Hver á nú að leiða
á lífs vegi
ungan einstæðing
yndi sviftan?
Hver á nú að hvetja,
þegar hugur bilar?
Hver á að hugga,
þegar harmar þjá?
Stóðstu jafnan stöðng
í striði lífs
og alein án aðstoðar
í andstreymi.
Áður en eg mátti
þér aðstoð veita
hvarfstu mér héðan,
því er harmur sár.
Er nú auðn
þar, sem áður var
rós yndisleg
í æsku reiti;
nær sem lit eg augum
æskuslóðir,
hjúpa munu sjónir
saknaðartáriu.
Hlakka eg til að hitta
þig í himinsölum
og flýja sem í bernsku
að faðmi þér;
við hjarta þitt
mun eg huggast láta;
þar var ætið góður
griðastaður.
Systkin úr fjarlægð
þér senda kveðju:
— gátu þau ei grátið
yfir gröf þinni —
Leiði guðs hönd
þig til lífs eilifs,
hugljúfa móðir
og heittelskaða.
L. Th.
YfirJýsing-in
■Foiingjar presta fengu
falsvitni mörg til sett«.
Þegar eg las i »Þjóðólfi« yfirlýsinguna
þeirra 20 sveitunga minna, flugu mér i
hug þessar hendingar úr passíusálmum
Hallgríms Péturssonar. —
Yfirlýsing þessi gengur aðallega út á
það, að þeir segja að bréfkaflinn úr Fljóts-
hliðarhreppi, sern stóð í »ísafold« i vor, sé
ekki »sannleikanum samkvæmnr,« og svo,
að þeir hafi ekki heyrt sira Eggert segja
á fundinum i Teigi, að Arni rakari hafi
átt upptökin að þvi, að landshöfðingi fór
að hugsa hér um þingmensku.
Væri nú þetta rétthermt, leiðir af sjálfu
sér, að vottorð mitt og Guðjóns frá Hlíð-
arendakoti, er stóð í grein Tómasar hrepp-
stjóra Sigurðssonar í ísafold í sumar og
þá greinin sjálf lika, væru heldur ekki
sannleikanum samkvæm.
Hvað sem nú þessir 20 hafa heyrt eða
ekki heyrt, af því sem talað var á Teigs-
fundinum, þá heyrði eg sira Eggert Páls-
son tala þar á þessa leið.
»Þar sem hreppstjóri Tómas Sigurðsson
ber mér það á brýn, að eg hafi átt upp-
tökin að þvi, að landshöfðingi fór að hugsa
hér nm þingmensku, þá er það algjörlega
rangt hjá honum. Sá sem fyrst mun hafa
komið þvi inn hjá landshöfðingja var Árni
rakari Nikulásson, og áður en egáttinokk-
urt tal um það við landshöföingja, var
það orðið útbreitt um alla Reykjavík ettir
Árna«.
Eg hefi altaf álitið að það sé rétt gjört
að gefa vottorð um það, sem styður að
þvi, að það sanna og rétta komi i ljós, og
þess vegna lét eg með fúsutr. vilja nafn
mitt undir vottorðið í grein Tómasar, en
að ljá nöfn sin undir vottorð, sem ekki eru
»sannleikanum samkvæm* er of mikil bón-
þægni, sem ekki ætti að eiga sér stað.
Háamúla 9. desbr. 1903.
Guðmundur Jónsson.
VeðiirHthiifíiinir
Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1903-4 des.jan Loftvog millim. Hiti (C.) >■ <3 o ’-t D“ 8 cx œ d' JQ Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ldl9. 8 745,1 3,8 w 1 9 2,0
2 751,7 K\Y 1 5
9 754,1 0,6 \V 1 5
Sd.20.8 756,7 1,5 SSE 1 S 0,8 -1,0
2 753,1 •2 ■> E 1 10
9 747,1 6,6 8SE 2 10
Md21.8 738,7 6,7 SE 3 10 15,6 4,0
2 728,3 6,9 SSE 4 10
9 732,0 6,6 S 2 10
Þd.22.8 737,1 3,2 a i 9 54,5 1,0
2 739,5 1,8 s 2 9
9 745,1 2,6 s\v 1-2 4
Md23.8 742,5 5,9 SSE 3 10 16,1 0,0
2 742,3 6,8 SSE 3 10
9 741,5 7,6 ES 2 10
Fd 24.8 745,1 5,5 s i 8 25,9 5,0
2 750,4 4,0 s i 10
9 750,7 2,7 0 10
Fsd258 744,6 6,2 SE 1 9 9,2 4,0
2 743,3 6,6 SSE 2 10
9 743,6 5,5 SE 2 8
Stjérnarvalda augl. (ágrip).
Skiftaráðandinn i Árnessýslu kallar eftir
skuldakröfum í þrotabúísfélagsins á Stokks-
eyri með 6 mánaða fyrirvara frá 4. desember
síðastl.
Landsbankinn lýsir eftir sparisjóðsbók
Nr. 7808 (U. bls.: 468) með G mánaða fyr-
irvara crá 11. desember.
Skiítaráðandinn í Þingeyjarsýslu kallat
eftir skuldakröfum i dáharbú Sigurðar
Stefánssonar og Guðiaugar Olafsdóttur frá
Steindyrum með 6 mán. fyrirvara frá 1.
janúar þ. á.
í haust var dreginn hingað 2 v. sauð-
ur hvitur, með réttu marki sonar míns Björns,
sem vafi er á að hann eða systir min, er
hefir og brúkað markið, geti átt. Markið
er: »fj. fr. h.«. Blaðst. fr. v. Á sauðn-
um ekkert brm. Geti nokkur helgað sér
sauð þenna og markið, vildi eg biðja
hann snúa sér til mín og semja um mark-
ið, eða til stúdents B. St.s. Rvk.
Auðkúlu 6/,2. 03.
Stefán M. Jónsson.
Hjer með auglýsist almenningi, a5
Knud Zimsen ingeniör hefnr verið skip-
aður byggingarfulltrúi kaupstaðarins frá
1. þ. m., og ber því eftirleiðis að senda
honum öll erindi til byggingarnefndar-
innar um húsagjörðir og lóðarmælingar.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 2. jan. 1904
Halldór Dauíelsson.
Skrifstofa byggingarfulltrúans er
á Stýrimannastíg; opin hvern virkan
dag kl. 3—4, að laugardögum undan-
teknum. Allar tilkynningar til bygg-
ingarfulltrúans skulu vera skriflegar.
með stórri lóð, í miðjum bæn-
um, er til sölu. Ritstj. vfsar á.
Framfarafélagsfundur
á morgun, 3. janúar, kl. 6, í Bárubúð.
Umræðuefni: Skemtisamkoma.
Tr. Qunnarsson.
Verksmiðjan Álafoss tekur að sér
að kemba ull, spinna og tvinna; að búa
til tvíbreið tau úr ull; að þæfa einbreitl
vaðmál, lóskera og pressa; að lita vaðmál,
band, ull o. fl. — Utanáskrift er: Verk-
smiðjan Álafoss pr. Reykjavík.